Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 8
En þegar ég heilsaöi söfnuöinum með handabandi í kirkju- dyrunum aö loknu embætti, vék sér aö mér gömul kona og fékk mér glóðvolgan peningaseöil úr lófa sér og mælti: „Handa börnunum úti heirni." Mér varö þá aö ráöi, aö ég féll á kné fyrir henni þar í allra augsýn. Smásaga eftir séra Gunnar Björnsson í Bolungavík Stundum á jólunum hefi ég, séra Ragúel Sveinsson í Arnarbæli, haft þá hamingju aö fara sjóleiöina milli Djúpvíkur og Oddeyrar bak Ritur, en þar á aö heita ég gegni prestsþjónustu út úr neyö; þaö er aö vísu þakklátt og elskulegt hlut- verk, þótt vonandi renni sá dagur fyrr en síðar aö Oddeyringar fái sinn eigin prest. Hamingju segi ég dauösjóveik- ur maöurinn því sjóvegurinn einn er fær um þetta leyti árs og óhætt aö þakka Guöi fyrir þann möguleika aö færa afskekktum söfnuði jóla- guöspjalliö. Nema þegar líöur að jólum tala ég suður og biö framkvæmdastjóra landhelgisgæslunnar aö sjá mér fyrir fari nefnda leið. Einlægt tekur hann vel og drengilega í þessa mála- leitan og á jóladaginn stend ég í daufri morgunskímunni og þessari sérstöku kyrrö, sem einkennir morguninn eftir jólanóttina, þegar enginn fer ofan fyrr en á hádegi nema presturinn, ekki einu sinni maddaman, og er aö skima út um gluggann og mikið rétt: þarna ösla blessaöir drengirnir inn á Víkina og dimmgrár drekinn rís og © hnígur í húminu og ekki aö sjá um borö nema þessi tvö skyldugu Ijós. Ævintýri aö koma um borö í varöskip fyrsta sinni. Þeir sóttu mig í gúmbát meö utanborðsmótor og þessu mjúkláta fleyi var siglt af sævi drifnum hraustmennum klæddum gulum björgunarvestum og færöu mig í eitt slíkt þrælvönum höndum. Ég get varla sagt ég hafi komið til sjós fyrr en þetta, og á þó þótt einkennilegt megi viröst um ekki sjóhraustari mann til mikilla sjóhunda aö telja í ættir fram. Báran gekk yfir bátskelina okkar, sem var einkennilega létt ofan á öllu þessu vatni, og mér varö ósjálfrátt hugsaö til þeirra manna, sem forðum tíö reru svona smá- um fleytum kviknaktir og í svitakófi langt á haf út meö handafli einu saman og heim aftur. Þaö ríkir sérstök tegund af andrúmslofti í brúnni á varöskipi, þegar þaö klýfur ölduna hratt þó viröulega út í mynni Rostungafjarð- ar. Græninúpurinn slútir þverhníptur í sjó fram og það er ekki meira en svo aö komin sé fótaferð hjá fuglinum í Skeljahlíö. Þaö var hér sem afi sálugi fór að hlæja þessi ódæmi niðri í lúkar á Svaninum á heimleiö úr róöri í mannskaöaveðrinu 1918. Skipsfé- lagar hans voru alveg hissa á blessuöum karlinum aö skemmta sér svona í þessum líka stórsjó. Aöspurðum hvaö væri svona gam- an varö afa sáluga þetta aö svari: „Nú eru landmennirnir löngu farnir að bíða okkar niöri á Brjót og svo komum viö kannski aldrei að.“ Skipherrann er bakborösmegin í brúnni og hvessir haukfrán augun aö sjóndeildarhring. Hreyfingar skipsins eru háttfastar og ófrá- víkjanlegar, aö frátöldum auka- dýfunum þegar hriktir í nökkvanum og maginn í mér landkrabbanum ætlar upp í háls. Þaö er að gráma af degi og um hádegisbil er sest aö dýrlegum snæðingi, svo aö hver húsmóöir mætti hafa sig alla viö ef hún ætlaði aö halda til jafns viö brytann. Ég fæ ekki varist þeirri hugsun aö hér sé mikið í lagt aö flytja einfaldan prest milli fjaröa í af- skekktu héraði. Hvaö skyldi svona skip kosta? Kannski svona þús- und milljónir? Og áhöfnin fjölmenn, valinn maöur í hverju rúmi, en vildu náttúrulega allir heldur vera heima hjá sér á jólunum en standa í svona flutningi. Þaö er eins gott aö hafa eitthvað aö segja, þegar á leiðarenda kemur, jafngott aö ferö- in nýtist eitthvað, en sé ekki farin ófyrirsynju. Þaö er ætlunin aö ákveöið erindi nái eyrum manna í litlu plássi undir bröttum fjöllum viö djúpan sjó. Nú sér til lands á Oddeyri. Húsin drúpa höföi í Ijósaskiptunum, bjarmi í einstaka glugga, kannski af jólatrénu fólksins. Þaö ríkir kyrrö, sem veröur brátt rofin af skærum hljómi kirkjuklukknanna, sem kalla til tíöa eins og þær hafa gert um aldir, með ögn af silfri saman viö koparinn til aö bæta hljóminn. Og fólkiö streymir til kirkju og slóö þess sést í snjónum. Og þaö er byrjað aö stíga orgelið og syngja sálma og þetta blandast ilmi af greni, raksápu, steinkvatni og sparifötum. Svona hefur þaö gengiö hér lengi. Jólin koma, klukkurnar kalla, fólkiö streymir. Og röö af prestum drekkur kaffi hjá meöhjálparanum, stígur síöan í stólinn og les frásöguna af litla drengnum, sem fæddist endur fyrir löngu í kotríkinu smáa, þegar Ágústus var keisari heimsins. Foreldrar hans þýö- ingarlitlir fátæklingar, sem fóru langa og erfiða ferö vegna skrif- stofubáknsins og fengu ekki inni hjá fólki, en uröu aö sofa af nóttina í útihúsi, ef þaö var þá mikiö sofið, því í sona staö er hvorki hlýtt né loftgott, fyrir nú utan aö þessa nótt fæddist sjálfur kon- ungur, svo lífsins og vökunnar sem svefnsins og dauöans. Ógn er þessi texti einfaldur og mikiö af fátæklingum í heiminum og margt kerfið og María ófrísk aftur og heimurinn enn ekki tilbúinn. Þó rúmar þessi mynd öll stef sem máli skipta: Faðir, móöir, barn, Guös dýrð, vort daglega brauö, friöur, fögnuöur. Og viö söfnumst saman á jólunum, hátíðleg í andlitinu, til aö hlýöa þessari frá- sögu, sem viö kunnum reyndar utan aö aftur á bak og áfram, af þessum eina litla kút, sem grenjaöi svo frísklega út í nóttina, í framan eins og ketbiti upp úr saltpækli og átti þaö áhugamál eitt aö sjúga brjóst móöur sinnar eins og hann ætti lífið aö leysa, stálslegin eins og gimbill á sílgrænum sumardegi. Undur er hann áhyggjulaus þar sem hann mókir í jötunni á altaris- töflunni í henni Oddeyrarkirkju, engu líkara en hann haldi aö þetta mannlíf sé eitthvert grín, í hæsta lagi þaö taki því aö krafsa eitthvað utan í barminn á henni mömmu sinni milli dúra. Og á svipinn eins og öll börn jarðarinnar fyrr og síðar, ögn roggin og góö meö sig, af því þau eiga frímiöa í himininn. Hann haföi ekki hugboö um þaö á þessari stundu, sem átti eftir aö henda hann síöar, þegar þaö sem hann lét út úr sér um akursins liljugrös og steinana sem tala fór svo í taugarnar á valdsmönnum, aö þeir undu sér ekki hvíldar fyrr en hann haföi verið hengdur upp á tréð. Dó hann? Eöa var þaö mis- Framhaid á bls. 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.