Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 10
 Maöurinn hefur löngum fundiö hjá sér hvöt til aö bera á sér allskonar skart og þá sér í lagi sjaldgæfa steina. Má rekja þessa áráttu næstum svo langt aftur sem saga mannsins nær. Sennilega tengist þessi hvöt aö ein- hverju leyti frumstæöri trú manna á steina og í eölilegu framhaldi af því hafa menn farið aö bera þá á sér sem verndargriþi gegn illum öflum. Stein- arnir hafa sjálfsagt veriö vandlega valdir meö einhverju ágætu fororði annaö hvort vegna þess aö þeir voru sjaldgæfrar tegundar eöa voru sér- kennilegir að lögun. Þessir völdu steinar fylgdu mannin- um oft alla hans ævi og meira en þaö — alla leiö inn í eilífðina eöa þangaö sem feröinni var heitiö eftir dauöann. Um þaö bera vitni forn kuml víöa um heim. Þannig fór ekki hjá því að sterk tengsl yröu milli mannsins og hins óforgengilega steins. Steinninn var tákn þess sem er en hverfur ekki í duftið eins og maöurinn. Saga skartsteina hefur síöan fylgt manninum um aldir og er einn þáttur þjóðmenningar um allan heim. Sú saga á sér auövitaö ótal hliðar bæöi meö ríkum þjóöum og fátækum, háð bæöi efnahag og tísku. Að vísu hefur átrúnaöur í tengslum viö steina að mestu horfiö. Þeir eru ekki lengur verndargriþir gegn illum öflum. Þó eimir enn eftir af þessari gömlu hjátrú. Frægir steinar í sögunni eru sagöir valda eiganda óláni í einhverri mynd — öörum fylgir lán og í stjörnuspádómum er oft minnst á ákveðnar steinategundir sem fylgja stjörnumerkjum og eru happasteinar þeirra sem í því eru fæddir. íslendingar áttu varla úr miklu aö moöa í þessu tilliti fyrr á öldum samanboriö viö efnaðri þjóöir. Þó hafa fundist hér glerperlur, sem haföar voru á bandi, í kumlum frá söguöld, og gefur aö líta í Þjóöminjasafninu, svo- kallaö sörvi. Því er ekki aö neita aö manni finnst fólkiö, sem þetta bar, koma nær okkur í nútímanum. Þarna liggur örlítiö brot af persónusögu þess, þótt við þekkjum hana ekki að ööru leyti. Þetta eru aö vísu fábrotnir steinar en gildi þeirra er fólgiö í því hversu mikils viröi þeir voru eigandanum. Fyrr á öldum báru jafnt karlar sem þaö væri aö kaupa þegar um skartgripi og dýra steina væri að ræöa. Óskar sagöi aö margt mætti betur fara í þeim efnum og væri aö vakna áhugi meöal gullsmiöa á aö koma þessu í betra horf. Það hlyti aö vera félagsmönnum í hag. Á síðastliönu vori sótti Óskar mikla og fjölsótta úra- og skartgripasýningu í Basel. Þetta var almenn kaupstefnusýning og hún af stærra taginu. Sýningarsvæöið var um 5000 fer- metrar og sýningaraöilar voru hvaöan- æva að úr heiminum, m.a. frá Skandi- navíu. Þarna sagöist Óskar hafa kynnt sér námskeiösgögn sem stórfyrirtækiö De Beers heföi gefiö út og er ætlaö fyrir gullsmiöi og starfsfólk þeirra í verzlun- um. Þessum gögnum fylgir fjöldi lit- skyggna meö tilheyrandi texta á kas- ettum og fjallar um demanta. Hann hefur hug á því aö koma þessu námskeiöi á framfæri hér og kynna þaö í félagi gullsmiöa og einnig í lönskólanum. Og Óskar var beöinn aö segja svolítið nánar frá því sem fólk ætti aö vita um demanta. „í fyrsta lagi er þess að geta aö demantar eins og þeir koma fyrir úr náttúrunnar ríki eru ýmist notaðir í skartgripi eða til iðnaðar. Um 80% fer til iðnaöar en 20% flokkast til skart- steina. Þessi 20% eru síðan grand- skoðuð af fagfólki og skipt í ótal flokka allt frá þeim fegurstu og dýrustu og niður í þaö að vera beinlínis ljótir.“ „Og á hverju byggist þessi flokkun?“ „Steinarnir eru skoöaðir vandlega með lúpu sem stækkar tífalt og þá eru fjögur höfuðatriöi tekin til greina. í fyrsta lagi er þaö litur steinsins og er þaö mjög nákvæm flokkun. Dýr- astur er hann bláhvítur en síöan er hann verðminni eftir því sem hann verður gulleitari eða brúnni. Alls eru litaflokkarnir 9. í ööru lagi er tekið tillit til hreinleik- ans en það skal tekið fram að allskonar örður og smá-ský leynast oft í demöntum. Lúpu-hreinn er steinninn kallaður þegar ekki sjást neinir annmarkar í honum sé hann skoðaður með tífaldri lúpu. í þriðja lagi skiptir slípunin miklu Óskar Kjartansson gullsmiður við vinnu sína. konur skartsteina og á vissum tímabil- um í sögunni er engu líkara en alger ofvöxtur hafi hlaupiö í þessa áráttu, eins og þegar kóngafólk og furstar fyrri tíma hlóöu á sig hverju djásninu yfir annaö. En þaö er aö mestu liðin tíð. Nú er þaö orðiö algengt aö fólk hafi ráö á aö eignast skartgripi og þessari eign er yfirleitt stillt í hóf bæöi hvaö varöar magn og verögildi. En af einhverjum orsökum hefur þróunin orðið sú aö minnsta kosti meðal þeirra sem teljast til hins vestræna menningargeira aö þaö pru einkum og sér í lagi konur sem þá bera. Skýringin á því liggur ekki alveg Ijóst fyrir, en hún er sjálfsagt til. íslendingar eru ekkert frábrugöir öðrum nágrannaþjóöum varöandi þetta. Þó mun þaö ekki vera fyrr en á síöustu áratugum aö skartsteinar kom- ust aö einhverju marki í almennings- eign og kynskiptingin er áreiðanlega jafn áberandi hér og annars staðar í okkar heimshluta. Ef gerö yrði könnun á skartsteinaeign landsmanna mundu konur hafa mikla yfirburði. Þá vaknar sú spurning hvort ekki eigi aö koma á jöfnuöi þarna eins og annars staöar. En hvers vegna sækist fólk eftir skartsteinum í dag? Fegurð þeirra er þar sennilega efst á blaöi. í sumum tilvikum eru þeir stööutákn og stundum þykja þeir góö og örugg fjárfesting, þegar um dýra skartgripi er aö ræöa. Fjöldi skartgripaverzlana hér ber vott um aö markaöur sé töluveröur. Fólk kaupir í gleöi sinni, en skyldi þaö fá nógu góöar upplýsingar um, hvaö það er aö kaupa? Veröið er auövitað geysilega mis- jafnt og er ekki nema gott eitt um það að segja. Aöalatriöiö hlýtur aö vera, aö menn fái réttar og tæmandi upþlýs- ingar um gripinn hvort sem um stóra eöa litla fjárhæö er aö ræöa. — O — Óskar Kjartansson gullsmiöur rekur gullsmíöaverkstæöi viö Aðalstræti 8 hér í borg (Kjartan Ásmundsson). Hann er formaður Félags íslenskra gullsmiöa en í því eru um 50 manns. Hann var beðinn aö segja örlítiö frá því hvernig þessum málum væri háttaö hér frá hans sjónarmiöi og hvort fólk fengi almennt nógar upplýsingar um hvaö DEMANTURINN mjl. harðasta efnið í ríki náttúrunnar og einhver öruggasta fjárfesting sem til er Engin prentun getur gefið hug- mynd um það skæra skin, sem veröur af demanti og minnir helzt á blik frá stjörnu í órafjar- lægö. ^ " '0 J Huida Valtýsdóttir ræðir við Óskar Kjartansson gullsmið um skartsteina og flokkun þeirra r

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.