Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 14
HJÁ ERRÓ í PARÍS „Það er ekkert leynd- armál hvernig ég vinn. Fyret teikna ég mynd- ina upp á léreftið meö sérstöku bleki, sem sést í gegnum olíulit- inn. Þaö gerir mér auðveldara fyrir. Þið sjáiö þaö hór.“ „í Ameríku viröist engin leiö aö komast áfram, — þaö er eins og aö rekast á vegg“ vinnustofunni. Og hann gengur aö því meö þessum sama elskulega dugnaði og öllu ööru aö drífa myndirnar fram — líka þær sem ekki eru fullunnar. Undir súöinni gengur allt á fullu. „Sumir eru alltaf aö pukrast meö hvernig þeir vinna eins og þaö sé ógurlegur leyndardómur, “ segir Erró, „en ég sé ekki ástæðu til þess. Sko, — hérna eru fyrirmyndirnar. “ Og Erró dregur upp úr einni af skúffunum, þar sem allt er í röö og reglu, nokkrar Collage-myndir, þaö eru Ijósmyndir, sem hann er búinn að klippa og raöa saman. Sumt eru litmyndir úr blööum; sumar svarthvítar. „Þegar ég fer austur til Thai- lands eöa suöur á Spán aö vinna, þá hef ég með mér bunka af svona klippimyndum. Þetta er ákaflega þægilegt fer ekkert fyrir þessu. Eftir þessu vinn ég og þaö er mjög einfalt. Ég nota ekki myndvörpu, en teikna eftir fyrir- myndinni á léreftið með sérstöku bleki. Mér finnst þaö þægilegt; línan sést í gegn, þótt ég síöan máli yfir hana. Ég hef nú oröiö svo mikla æfingu í að teikna, aö þaö liggur við að ég horf bara á fyrirmyndina. Já, andlit líka og hvað sem er. En þaö er misjafn- lega vandasamt aö ná svip. Ég nota lakkliti og kaupi þá í dósum. Maöur nær alls ekki þessari sléttu áferö með venju- legum olíulitum. Aftur á móti mála ég andlit og smærri myndir meö olíulitum; það er hægara — olíuliturinn hefur svona mýkt, sem er gagnleg viö að móta andlit — og hann er mátulega lengi að þorna. En ég nota lakkið meira. Þaö hefur líka sveigjanleika og springur aldrei — nokkuð sem kemur sér vel fyrir mig. Ég verö nefnilega aö rífa allflestar myndir af blindrömmunum og rúlla þeim upp til þess aö koma þeim út; það er einfaldlega ekki hægt aö koma ööru en smærri myndum hér niöur stigana. Ég þarf aö koma mér upp betri vinnustofu, það er satt. En aö því er ekki auðhlauþið; ég vil endilega vera áfram hér í Latínuhverfinu. Reyndar er ég núna þúinn aö kaupa íbúö hér skammt frá; þangað er bara svo sem fimm mínútna gangur, svo ég mun allavega búa hér áfram. Auðvitaö væri hægt aö fá pláss einhvers- staöar í úthverfi. En þá veröur að hafa bíl. Og ég vil ekki vera á bíl — get ekki ekiö bíl. Ég gat þaö einu sinni; þaö var áöur en ég tók bílprófið. En nú get ég það ekki lengur, “ segir Erró og hlær aö öllu saman. „Þaö er allt fullt af sýningum núna í París", segir hann og fer aö láta málverkin aftur á sinn staö. „Haustiö er góöur tími, einskonar vertíö. Nú, þiö voruö á oþnuninni hjá Chagall í fyrradag eins og ég var búinn aö stinga uppá. Þetta Gallery Maeght sem sýnir karlinn er helzta snobbgall- eríiö hér. Þeir bjóða svona 10 þúsund manns. Chagall er nú oröinn 92 ára, en ég held að hann hafi menn í vinnu aö mála fyrir sig. Annars er hann hress og alltaf til í aö græöa peninga. Ég þekki hann og boröaöi meö honum nýlega. Myndirnar hans eru alltaf í sama stíl, en þær eru eftirsóttar og verðið er eftir því. Ætli þær dýrari á sýningunni hafi ekki veriö á 70 milljónir íslenzkar. Hér fyrr meir fór ég mikiö á sýningar og rakti kannski 30 gallerí í ákveönum hverfum. Ég nenni því ekki nú orðið; fer meira á sýningar hjá kunningjum, svo og yfirlitssýningar. Þeir eru meö eina góöa núna í Grand Palais: Stóra Picassosýningu og allt óþekkt verk eftir kallinn. Hann lét svo mikiö eftir sig og ríkið tók ■einhver firn uppískatta, eöa hvort þaö var erföaskattur. “ „Mér sýnist allar stefnur í gangi," sagöi óg: „konsept og önnur fram- úrstefna ásamt raunsæismyndlist og expressjónisma. Er annars eitthvað splunkunýtt á ferðinni hér í París?" „Ég held að viö gætum fundiö margar nýjar stefnur. Þaö er svo mikil gróska í þessu. Hér í París eru 45 þúsund manns, sem skrifa sig myndlistarmenn, en kannski eru bara 2 þúsund, sem ekkert gera annaö. Nýjasta nýstefnan er kölluð „Support-Surface" — en Erró kveöst í rauninni vinna í þremur mismunandi stíltegundum. Hér er dæmi um eina þeirra — skopmyndastílinn — sem Erró notar gjarnan í pólitískar myndir: Frú hershöfðingjans hefur sett í sig rúllur, — sem auövitaö eru sprengjur. Þessa mynd af Guömundi Guömundssyni ungum málaöi Jóhannes Kjarval. Þaö var 1948 og Guömundur ekki orðinn Ferró.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.