Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 17
Vigdís Jónsdóttir ERU ISLENDINGAR AF ÆTT BENJAMINS? Arfar Benjamíns rændu um skeid eins og úlfar og það sama gerðu forfeður íslendinga, Víkingarnir Þaö mun hafa verið í kringum 1945, að ég heyrði fyrst á það minnst, að við íslendingar væru af Benjamínsættkvísl. Var það í sambandi við það að hér var á ferð skoskur fræðimaður, að nafni Adam Rutherford. Kom hann hingað til lands nokkrum sinnum og hélt fyrirlestra um þessi mál. Voru þeir vel sóttir og virtust kenningar hans falla í góöan jarðveg. Ég tel, aö í kringum 1950 hafi alveg ótrúlega margir íslendingar kunnaö skil á þessum kenningum. Ef ég man rétt, var hann hér á ferö síðast 1948. Þá hélt hann fyrirlestra í Fríkirkjunni. Ég minnist þess aö ég fór til þess að hlusta á hann. Var kirkjan þéttsetin, þrátt fyrir vor og blíðviðri. Séra Jóhann Hannesson, kristniboði, og seinna prófessor, túlkaöi. Fannst mér það góö trygging þess aö þarna væri eitthvað þess virði að vert væri að veita því athygli. Kenningar Adams Rutherfords voru þær, að Khufus pýramídinn í Egyptalandi fæli í sér mælingar og tákn er varðaöi sögu mannkyns og þá fyrst og fremst fortíð og framtíð Engilsaxneskra og skyldra þjóða, væri hann eiglnlega Biblí- an í steini, eða steinritning eins og hann nefnir hann stundum. Taldi hann að mælingar pýramídans samsvöruöu spá- dómum Biblíunnar. Ekki þarf að taka það fram, sem flestir vita, að þetta ævaforna mannvirki er að allri gerö stæröfræðileg ráögáta og enn eru skrifaöar um hann bækur. Þeir, sem eitthvaö hafa lesið rit Rutherfords, vita að bak viö þau liggur óhemju vinna og rannsóknir á mörgum sviöum. Umfram allt bera rit hans vott um virðingu hins kristna manns gagnvart viöfangsefni sínu. Aðalkjarninn í kenning- um Rutherfords er sá, að hinar vestrænu kristnu þjóðir og þá einkum engilsaxn- eskar, norrænar og hluti af mið- og suöurevrópuþjóöunum séu afkomendur hins forna Israels Biblíunnar, eöa hinar 11 týndu ættkvíslir. Júdaætt, Gyöingarn- ir, hafa aldrei týnzt, og eru því stundum kallaöar spádómsklukka ísraels. Það mun hafa verið um 1937, að dr. Rutherford vakti athygli á því að við íslendingar værum afkomendur Benja- míns, sem var minnsta ættkvíslin, meö sín ákveðnu sérkenni, og íslendingar smáþjóð, með mörg samsvarandi ein- kenni. Sá, sem einna fyrst vakti athygli á þessu hérlendis var Guðmundur Einars- son, prófastur á Mosfelli. Hann ritaði tvær greinar í Vikuna áriö 1940, sem báru heitið: Eru íslendingar af Benja- mínsættkvísl. Er þar að finna samanburð á íslenzkum og hebreskum mannanöfn- um og örnefnum. Er það merkilegt íhugunarefni. Sr. Guðmundur var talinn vel að sér í hebreskri tungu. En sá, sem átti mestan þátt í því að kynna íslending- um þessar kenningar var Jónas Guð- mundsson, f. 1898 — d. 1972. Hann gaf út tímaritið Dagrenningu árin 1946— 1958. Rit þetta var mjög fjölbreytt aö efni, birti greinar um menn og málefni líðandi stundar, bæði af innlendum og erlendum vettvangi. Auk þess hélt blaðið fram þeirri eindregnu skoöun, að megnið af hinum vestrænu, kristnu þjóðum væru afkomendur hinna týndu ættkvísla eða sona Jakobs Biblíunnar. Til þess aö skilja það, veröur fyrst og fremst að hafa Heilaga Ritningu að leiöarljósi. Hún segir frá útvalningu og áformum Guös, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við þekkjum frásöguna af Abraham, ísak og Jakob. Hinir tólf synir Jakobs eru forfeö- ur hinnar fornu ísraelsþjóöar. Eftir langa ánauö í Egyptalandi og síöar 40 ára ferð um eyðimörkina, sem var tími reynslu og þjáninga, en einnig var verið aö þjálfa þjóð, sem var í mótun. Þessi þjóö var í raun og veru útvalin af Guði til þess að framkvæma Hans vilja hér á jörö. Frá henni átti að koma Sá sem var gefinn mátturinn og dýröin sam- kvæmt fyrirheitinu, sem gefiö var á sínum tíma. Á eyöimerkurgöngunni sjáum við Móse, hinn mikla foringja, bera þá þungu ábyrgö aö vera ieiötogi þessarar þjóöar Guös. Hann varð að bera áhyggjur og þrengingar fólksins á heröum sér. Frá þessu er sagt í fyrstu bókum Biblíunnar, Mósebók I—V. Á þessari eyðimerkur- göngu er sagt, aö Móse hafi klappað vatn af steini. Um þennan stein hefur mikið verið ritað, en of langt mál yröi að rekja það nú. Eftir aö þjóðin settist að í hinu fyrirheitna landi, var hún fyrst án kon- ungs, en varö konungsríki er fram liðu stundir. Óhlýðni fólksins varð til þess aö þjóðin klofnaði í tvo hluta, þ.e.a.s. Israel hinna 10 ættkvísla og Júdaríkið, sem aðallega var Júdaættkvísl, (Gyðingarnir) og Benjamínsættkvísl. Um 250 ára skeið búa þessi konungsríki hlið viö hliö, stundum friðsamlega, stundum í innbyrö- is ófriði og fyrir kom að þau stæöu sameinuð gegn utanaökomandi óvinum. Benjamínsættkvísi var talin herskáust allra ættkvíslanna og eitt sinn fór hún ein í stríð á móti öllum hinum og var þá nærri útrýmt. Síðan er hún fámennust. Eins og við vitum, gátu ættkvíslirnar ekki haldið þau boð, sem þeim var fyrir sett. Boð Drottins voru brotin á ýmsan hátt, m.a. með því að mægjast við þjóöflokka, sem þeim var bannað að hafa mök viö. Einnig var hjáguöadýrkunin mikil. Um þetta allt ráölegg ég að fræðast um í Ritningunni. Svo kom að falli hinna 10 ættkvísla. Eftir mikla baráttu viö Assyríukonung biöu þær ósigur og voru fluttar í útlegö til héraða fyrir norðan og austan Mesopota- miu. Munu þessi héruö nú vera suðurhluti Armeniu (persneska Armenia). Um 721 f. Kr. var þessum flutningum lokið. Sýnir þetta vel herkænsku, sem viö þekkjum enn í dag, aö flytja íbúana á brott, til þess að ekki stafaöi hætta af þeim síðarmeir. Um það bil hundrað árum seinna var Assyríuríki eyöilagt af stjórnendum Bab- ylonar. Þetta frelsaöi ísraelana, en í staö þess að snúa aftur til Palestínu, héldu þeir í noröurátt inn í suöaustur-Evrópu. Um það bil 130 árum eftir fall hinna 10 ættkvísla, réöist Babylon á Juda og Benjamin eða ríki hinna tveggja ættkvísl- anna og flutti þær austur til Babylonar og Persiu. Sjötíu árum seinna var litium hluta Júda og Benjamínsættkvíslar leyft að snúa aftur til Palestínu og endur- byggja Jerúsalem. Þá lenda þær undir yfirráð Rómverja. Afkomendur þeirra bjuggu þar, þegar Kristur fæddist. Júðar bjuggu á syðri hluta Palestínu og nefndist það Júdea. Benjamínítar settust að nyrst í landinu, þar sem heitir Galilea. Kristur valdi postula sína af Benjamínsættkvísl, alla nema Júdas, sem var af Júdaætt- kvísl. Páll postuli, sm átti mestan þátt í að boöa fagnaöarerindiö fyrstur utan Palestínu, var af Benjamínsættkvísl. Um 135 e. Kr. var fullkomlega búið að tvístra Israel. Sú þjóö, sem viö þekkjum í dag sem Gyðinga eða Israelsmenn er lítiö brot af Júdaættkvísl. Meðan hinar 10 ættkvíslir voru í Babylon eru þær kallaðar Ghimri. Persn- eskar heimildir nefna þá Saka. Grikkir nefna þá Skýþa. M.a. hinn frægi sagn- fræöingur Heródót. Talið var aö orðiö Sakar væri dregið af ísak-synir, þegar i hafði enga áherzlu í framburöi. Seinna var talað um Saxa. Eins og hér er sýnt fram á, voru Skýþar og Sakar sama þjóðin (Skýþar þýöir ferðamenn). Heródót, gríski sagnaritarinn, sem uppi var 480—420 f. Kr. hefur skrifaö um þessa flutninga um 2000 árum eftir að þeir gerðust. Á hans dögum bjuggu Skýþar enn í héruðunum umhverfis Svartahaf. Það er nú Suöur-Rússland, Kákasus og Rúmenía. Hér er um góða heimild aö ræöa því Grikkir höfðu allmikiö saman viö Skýþa að sælda. Jósefus, sagnaritari Gyðinga, sem uppi var á Krists dögum, og hefur ritað sögu Gyðinga segir: „Aðeins tvær ættkvíslir íraelsmanna í Asíu og Evrópu eru undir rómverja gefnar, þ.e. Júda og Benjamín, hinar ættkvíslirnar eru enn handan viö Efrat og eru geysifjölmennar." Jósefus er uppi um 500 árum á eftir Heródót og hefur hann þá enn fréttir af hinum 10 ættkvíslunum, og veit aö þær eru geysi- fjölmennar. Hitt veit hann ekki, að á þeim

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.