Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 22
HJÁ TRÖLLUNUM Ævintýri eftir ZACHARIAS TOBELIUS Sigurjón Guöjónsson þýddi í litla fallega húsinu þarna á götuhorn- inu var skellibjart á aðfangadagskvöld. Þaö logaöi á stóru jólatré meö stjörnum og sælgæti og epium og kóngaljós brunnu á boröinu, og börnin gátu ómögu- lega verið kyrr ef þau heyröu marr eöa skrjáf í forstofunni. Og rétt í þessu kom líka jólahafurinn inn og spuröi aö venju, hvort börnin heföu verið stillt. Allir svöruðu því játandi. — Jæja, sagöi jólahafurinn. Fyrst börnin hafa verið stillt, skulu þau öll fá jólagjafir. En þaö ætla ég aö segja þeim, aö í ár er ég meö hálfu færri jólagjafir en venjulega. — Hversvegna? sögðu börnin. — Þaö skal ég líka segja ykkur, sagöi jólahafurinn. Ég kom langt aö noröan, þar hef ég gægzt inn um dyr á mörgum fátækum býlum og séö fjölda smábarna sem hafa ekkert aö boröa í kvöld. Þessvegna rétti ég þeim helminginn af gjöfunum sem ég var meö. Var þaö ekki rétt? — Jú, jú, þaö var rétt, þaö var fallega gert, hrópuöu börnin. Þaö voru ekki nema Friörik og Lotta sem þögöu til aö byrja með, því aö á fyrri jólum haföi Friðrik næstum alltaf fengiö tuttugu jólagjafir, og Lotta haföi fengið þrjátíu. Nú fannst þeim þau illa útundan, ef þau fengju ekki nema helming á viö þaö sem áöur var. — Var þaö ekki rétt? spuröi hafurinn ööru sinni. Þá snéri Friðrik sér á hæli og svaraöi fúll í bragöi: „Þaö veröa leiöindajól í þetta sinn. Tröllin eiga betri jól en þú gefur okkur.“ Og Lotta fór aö skæla og sagöi: — Á ég þá ekki að fá nema fimmtán jólagjafir? Þaö veröa miklu betri jól hjá tröllunum í kvöld. — Jæja þá, sagöi jólahafurinn, ef svo er skal ég fara strax meö ykkur til þeirra. Og nú greip hann í hendurnar á þeim Friöriki og Lottu og dró þau burt meö sér, þó aö þau streittust á móti af öllum kröftum. Hí og hæ, þeim skilaöi vel áfram, þau fóru í loftinu. Áöur en börnin vissu sitt rjúkandi ráö voru þau stödd í firna miklum skógi í kafsnjó. Þaö var hræöi- lega kalt, og skafrenningur, svo varla mátti greina háu grenitrén sem stóöu allt í kring í myrkrinu, og skammt undan ýlfruöu úlfarnir. En jólahafurinn var þot- inn í burtu, hann haföi ekki tíma til aö bíða, hann varö í kvöld aö líta inn til margra betri barna en Friöriks og Lottu. Bæöi börnin tóku aö æpa og gráta, en því hærra sem þau æptu því nær færöist ýlfriö í úlfunum. — — Komdu Lotta, sagöi Friðrik. Viö verðum aö reyna aö ná til einhvers kofa í skóginum. — Ég held ég komi auga á lítiö Ijós þarna milli trjánna, sagöi Lotta. Viö skulum fara þangaö. — Þaö er ekkert Ijós, sagöi Friörik. Aðeins grýlukerti sem glitra í myrkrinu á trjánum. — Mér finnst ég sjá stórt fjall fram- undan, sagöi Lotta. Getur þaö veriö Rastekais, þar sem hann Sampo Lappi litli reiö á forystuúlfinum á jólanóttina? — Hvaö þér getur dottiö í hug! svaraöi Friörik. Rastekais er sjötíu mílur heiman frá okkur. Komdu, viö skulum ganga upp á fjalliö, þar höfum viö betra útsýni. Þau brutust áfram yfir háa snjóskafla, yfir runna og fallin tré, og náöu fjallinu eftir drykklanga stund. Þaö komu í Ijós litlar dyr og um þær skein eitthvaö sem líktist Ijósi. Friörik og Lotta röktu sig eftir skímunni og brátt tóku þau eftir því, sem vakti hjá þeim í senn undrun og ótta, aö fjalliö var Rastekais og aö þau voru komin til tröllanna. En þaö var orðiö of seint aö snúa viö og þar aö auki voru úlfarnir svo nærri, aö þeir næstum gægöust inn um dyrnar. Friörik og Lotta sem voru dauöhrædd námu staöar viö dyrnar og sáu fyrir framan sig stóran sal, þar sem tröllin héldu jól. Þau skiptu mörgum þúsundum, en öll harla lítil, tæpast álnar há og öll gráklædd og hrukkótt og mjög röskleg, alveg eins og lesa má um þau í sögunni af Sampo Lappalitla. Myrkfælin voru þau ekki, því aö í staöinn fyrir kerti höföu tröllin helfrosna Ijósarma og fúna trjá- stubba, sem lýstu allir í myrkrinu. En þegar þau vildu fá góöa lýsingu, struku þau stórum svörtum ketti eftir bakinu, svo aö hann gneistaöi, og þá æptu mörg þeirra: — Nei, hættu, hættu, þaö veröur alltof bjart, þetta þolir enginn! Því aö þar er eitthvaö sérkennilegt fyrir öll heimsins tröll, aö þau forðast Ijósiö og eru miöur sín ef einhver fær aö sjá þau eins og þau eru. Tröllin efndu til mikils fagnaöar, því aö þau fundu hvernig dagarnir styttust jafnt og þétt þegar áriö leiö aö lokum og næturnar uröu sífellt lengri. Og þá héldu tröllin enn eins og þau halda á öllum jólum, — aö loks mundi aldrei renna upp dagur og nóttin ávallt ríkja. Þau trúa eins og aörir því, sem þau óska sér helzt. Þessvegna uröu þau aftur svo yfir sig glöö, aö þau dönsuöu inni í fjallinu og héldu jól mjög hátíölega á sinn hátt, þau voru öll heiðingjar og vissu ekkert um önnur og betri jól. Þaö kom brátt í Ijós, aö tröllunum var ekki kalt. Þau buöu hvert ööru ísmola á kaldri vetrarnóttinni og blésu fyrst á molana, til þess aö þeir yröu ekki of volgir, þegar þeir kæmu í munninn. Þaö væru líka aðrar góðar veitingar þarna, burknar og köngulóarfætur, og einn af litlu öldungunum þeirra lék jólahafurinn. Risastóri hryllilegi fjallkóngurinn var ekki hjá tröllunum aö þessu sinni, því aö ailt frá því hann sprakk hjá Enare prestsetri, vissi enginn hvaö orðiö heföi af honum og margir héldu aö hann heföi flutt til Svalbaröa til aö stjórna heiðnu landi og flýja kristna menn eins langt og auöið væri. Ríki sitt í noröri haföi hann látið eftir konungi syndarinnar og myrk- ursins, sem sat miösvæöis í salnum og hót Mundus. Viö hlið hans sat trölla- drottningin, sem hét Caro (þó að þaö sé líkast hundsnafni), og bæöi tvö voru meö langt skegg. Þau gáfu hvort öðru jólagjaf- ir, eins og annaö fólk. Mundus konungur gaf Caro drottningu stultur, svo háar, aö þegar hún steig á þær varö hún hæsta og tignasta konan í öllum heiminum og Caro drottning gaf Mundusi konungi skarbít sem var svo firnastór aö meö honum gat hann tekið skör af öllum Ijósum heimsins og um leiö og hann klippti þau, slökkti hann á þeim. Annan eins skarbít mundi sumum þykkja mikiö variö í aö fá í jólagjöf frá trölli. Nú reis Mundus konungur upp úr hásæti sínu og hélt yfir tröllunum meiri háttar ræöu, þar sem hann boðaði þeim, aö senn yröu engin Ijós til framar, nú skyldu skuggar myrkursins ávallt ríkja yfir landinu og tröllin stjórna heiminum. Þá heyröist hávært hróp frá tröllunum: — Húrra! Húrra! fyrir Mundusi okkar; okkar mikla konungi, fyrir okkar fögru drottn- ingu Caro, fyrir eilífum mættl syndar og myrkurs! Hipp! Húrra! Konungurinn sagöi: — Hvar er yfirnjósnarinn minn sem ég sendi upp á hæsta fjallstoppinn, til þess aö grennslast um hvort nokkur Ijósrák fyndist enn í heiminum? Njósnarinn gekk fram og sagði: — Herra konungur, vald þitt er mikiö. Það er allstaöar dimmt! Eftir skamma stund sagöi konungurinn aftur: — Hvar er njósnarinn minn? Og njósnarinn kom. — Herra konungur, sagöi hann, ég sé langt í burtu viö sjóndeildarhring ofurlítiö ijós, eins og glætu frá glitrandi stjörnu, þegar hún gægist fram úr dimmu skýi. Og konungurinn sagði: — Faröu aftur upp á fjallstoppinn! Og enn sagði konungurinn skömmu síöar: — Hvar er njósnarinn minn? Og njósnarinn kom. — Herra konungur, sagöi hann, him- inninn er myrkur af þungum snjóskýjum og ég sá ekki lengur Ijósglætuna. Kon- ungurinn sagöi: Faröu enn upp á fjalls- tindinn! Enn sagöi konungurinn eftir nokkra þögn: — Hvar er njósnarinn minn? Og njósnarinn gekk fram. En þá tók konung- urinn eftir því, aö njósnarinn skalf og var steinblindur. Konungur mælti: — Trúi njósnari, hví skelfur þú? Og hvernig varöstu blindur? Njósnarmn sagöi: — Herra konungur, skýin hafa eyðst og stjarna, stærri og bjartari en allar aörar stjörnur, glitrar í himinhvolfinu. Því skelf ég og skin hennar blindaöi mig. Konungurinn sagöi: — Hvaö mun þetta þýöa? Er þá ekki Ijósið horfið og vald myrkursins ævarandi? En öll tröllin stóöu hringinn í kring um hann þögul og titrandi og enginn svaraöi. Aö lokum sagöi einn úr hópnum: — Herra konung- ur, viö dyrnar hérna standa tvö manna- börn. Viö skulum spyrja þau; ef til vill vita þau meira en viö. Konungur mælti: — Kalliö á börnin hingað. Og óöara voru börnin dregin fram aö hásæti konungsins, og við getum hugsaö okkur, hve illa þeim hefur liöiö. Drottningin sá hve ofsahrædd þau voru og sagöi viö eina tröllkerlinguna, sem stóö í nánd viö hásætiö: — Geföu krakkaskinnunum sopa af drekablóði og nokkra tordyflaskeljar til hressingar, svo aö þau fáist til aö opna munninn! — Et og drekk! Et og drekk! sagöi kerlingin. En börnin höföu enga lyst. Konungurinn sagöi viö börnin: — Þiö eruö nú hér á valdi mínu og ég hef mátt til að breyta ykkur í krákur eöa köngulær. En ég ætla aö leggja fyrir ykkur eina gátu og ef þiö getiö ráöiö hana, skal ég láta einhvern fylgja ykkur heim. Viljiö þiö þaö? — Já sögðu börnin. — Nú jæja, sagöi konungur. Hvaö kemur til, aö Ijós rennur upp á myrkustu nótt ársins, þegar allt Ijós á aö vera horfið og myrkrið og tröllin drottna í veröldinni? Stjarna birtist lengst í austri, hún er bjartari en allar aðrar stjörnur og hótar veldi mínu. Börn segið mér, hvaö hefur stjarnan aö þýöa? — Þaö er stjarnan, sem rennur uþp yfir Betlehem í Júdeu á jólanóttlna og lýsir öllum heiminum. Konungurinn sagöi: — Hversvegna skín hún svo skært? Friðrik mælti: — Því aö í nótt er Frelsari okkar fæddur, og hann er Ijósiö sem lýsir upp allan heiminn. Og frá nóttinni í nótt fer Ijósið aö aukast og allir dagar lengjast aö nýju. Konungurinn fór aö hríðskjálfa í há- sætinu en tók enn til máls: — Hvaö heitir Ijóskonungurinn, sem er fæddur í nótt og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.