Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 5
Halldór Laxness Kvöld- stund í New York 1959 Einusinni sem oftar var ég gestur í kvöldboði hjá góðum vinum í New York, þeim Julius Isaacs dómara og Betty myndhöggvara, konu hans, sem mörgum voru að góðu kunn hér á landi. Judge Isaacs hefur leingi verið listfrömuöur í landi sínu, eink- um þelrrar myndlistar sem fyr á okkar tíma var kölluð fararbroddur eða frammúrstefna, avant-garde. Þeir sjálfir nefndu sig „Dada“ þegar þeir komu fyrst fram suður í Evrópu uppúr aldamótum. Núna er Dada víst hröpuð niðrúr öllu valdi, gott ef ekki orðin klassisk. í ofangreindu sam- kvæmi báru sumir gesta nokkur þau nöfn sem fyr á öldinni urðu mönnum að undrunarefnum í list. Tilamunda var þar á meðal sá landaleitandi nútímalistar, Marcel Duchamp sem átt hefur ólítinn þátt í að sanna að Dada og aðrar stefnur skyldar, væru það náttúrlegasta og mest „blátt- áfram“ í allri list. Þó virtist mörgum sem hvert hans verk í oröi og athöfn hefði nýa oginberun eða amk dulda visku í sér fólgna einsog altarisþjón- usta musterispresta. Hann var í raun og veru elnn áf meisturunum í Tíbet þó hann væri ýmist skattskrifaöur í París eða New York! alþjóðlegur hástéttarfransmaður af betra tæinu, hlédrægur, en að sama skapi góöur áheyrandi, lámæltur í svörum, ögn einsog fámál véfrétt. En mér reyndist erfitt aó vera í stofu með þessum manni án þess að fara að hugsa um klósettskálina hans frægu kríngum 1910. Nokkrum árum á undan hafði ég kynst í New York frú Dorothy Miller fyrir tilstilli sameiginlegra vina; hún var þá frammámaður þess mikla safns Museum of Modern Art í New York, stjórnaði daglegum rekstri þess og réði miklu um innkaup þess. Skömmu seinna kom hún híngað til lands í föruneyti dr. Alfreds Barrs og konu hans, en hann var þá oröinn forstjóri þessa safns og safnið heimsfrægt. Erindi þeirra híngaö var að forvitnast um íslenska nútíma- myndlist, einkum þeirra Svavars Guðnasonar og Jóhannesar Kjar- vals. í fyrirlestri sem dr. Barr flutti hér í Gamla Bíói, sagði hann okkur þær fréttir sem létu furðulega í eyrum þeirra fáu sem komnir voru að hlusta, aö sá forustumaöur í listpóli- tík sem hefði komið fótum undir þetta fræga safn, Museum of Mod- ern Art, þektur undir nafninu Holger Cahill, væri íslendíngur og héti Sveinn Bjarnarson, Ég hafði reyndar áður heyrt að Dorothy Miller ætti ævintýralegan bónda. Þessi maöur haföi íkrepþunni veriö til kvaddur af forseta Bandaríkjanna, Franklin D. Rooseveit, til að inna af hendi mikilvægt hlutverk. Ástand í listmál- um var þá geigvænlegt í USA. Kreppan fór lángt með að gánga af tveim stéttum í landinu dauðum, bændum og listamönnum, — aö ótöldum atvinnuleysíngjunum. Ekki verður annað sagt en Roosevelt hafi veriö snjall maður í hagstjórn, að slá bændum og listamönnum saman í félag með einum pennadrætti, og innlima fagrar listir í landbúnaðar- prógrammið fræga, (þetta hefði fyrir laungu átt að gera hérna). Nema árángur varö sá að áratug síöar höfðu bandaríkjamenn tekiö forustu í myndlist heimsins, og ýmsir helstu listamenn Evrópu voru fluttir búferl- um vestur um haf, en Museum of Modern Art viðurkent eitt merkast safn heimsins í nútímalist. Þetta góöa kvöld í New York um árið áttaöi ég mig í fyrstu ekki á því, ! miðjum kokkteilnum, hver maður- inn væri sem kom á móti mér við hlið frú Miller ígestahópi Isaacs dómara; grannur öldúngur, og þá reyndar farinn að heilsu, en bjartur yfirlitum ívið rauðbirkinn, glaðbeittur og frjálslegur með þeim hætti sem amríkönum er lagið. Hann gekk beint til mín með útrétta hönd og sagöi brosandi á hreinni saskat- schewan-íslensku: Kondu sæll mist- er Laxness, ég er glaður að mæta þér, ég heiti Sveinn Bjarnarson af Skógarströnd. Þetta var fulltrúi og framkvæmda- stjóri þeirrar listpólitíkur, kendrar viö Franklín D. Roosevelt forseta, sem olli aldahvörfum í amrískri listsögu: Holger Cahill, maóurinn sem hafði skipulagt Museum of Modern Art. Ég geymi í endurminnihgu þennan eina fund okkar; og tvö umræðuefni okkar eru mér enn hugstæó, bæöi varðandi ísland, en bíöur betri tíöa aö rekja þau. Auk þess aö vera listfræðíngur var Holger Cahill skáldsagnahöfundur. Hann var líka sérfræöíngur í Kína. Athuganir hans báru merki óvenju beinskeyttrar hugsunar, og geröu mér skiljanlegan frama hans, þótt hitt sé undarlegt, að um uppruna sinn, skírnarnafn, fæðíngarár og fæðíngarstað lét hann aldrei neitt uppskátt lángt frameftir ævi, ekki einusinni viö konu sína, en hann var kvæntur í 29 ár; opinber- lega taldi hann sig sex árum ýngri en hann var og fæddan í Minnesota. íslenskt fæðíngarvottorð útgefið af Þjóöskjalasafni 1962, telur Svein Kristján Bjarnarson fæddan á Breiöabólsstað á Skógarströnd 13nda janúar 1887. Allmörg ár eru nú liðin síðan frú Dorothy Miller varö við þeirri beiöni aö semja handa mér stuttorða ævi bónda síns. Óvióráöanlegar orsakir, mér liggur við aö segja hrapalleg ■ óhöpp, liggja til þess að birtíng hefur dregist, og hefði mátt vera fyr að Sveins Bjarnarsonar væri getiö á íslandi, en það er ekki heldur um seinan. Argos. Þegar Mike Gold ákvaö aö fara tii Harvard, baö hann Svein, sem þá haföi tekið sér nafniö Edgar Holger Cahill, aö taka viö starfi sínu sem ritstjóri áður- nefndra tveggja vikublaöa meö fullu samþykki eigendanna, Lawrence fjöl- skyldunnar, þeirrar sem stofnaði Sarah Lawrence College. Cahill annaöist nt- stjórn þessara blaða í þrjú eöa fjögur ár, er, hélt þá til New York til að gerast höfundur sjálfstæöra dálka hjá blöðum og tímaritum. Hann fór á námskeið í Columbia háskólanum og í New School for Social Research, þar sem eftirlætis- kennarar hans voru Thorstein Veblen og Horace Kallen. Áriö 1919 kvæntist Sveinn Katherine Gridley frá Detroit (þau skildu 1927) og eignaðist dóttur, Jane Ann, sem fæddist 1922. Um 1921 skrifaði hann fyrir blöðin The Nation og The Freeman. The Swe- dish-American News Exchange sendi hann á blaðamannamót í Svíþjóð 1921 og þar dvaldist hann þaö sumar. Það var á næstu árum, sem hann missti sambandið viö móöur sína og systur. Þegar þær bjuggu í Saskatchew- an, skrifuðust þau á, óreglulega þó og með löngu millibili. En snemma á þriöja áratugnum fluttu þær úr Elfrossbyggð, og bréf hans voru endursend. Anna hafði fariö til Winniþeg í atvinnuleit og vissi ekki hvert hún ætti að skrifa honum til að segja honum frá því. Hann var ekki nógu peningaöur til aö komast til Kanada aö svipast eftir þeim, og átti þar enga ættingja, sem hann vissi um. Þær gátu ekki fyigzt með ferli hans, því aö hann haföi fellt niöur sitt íslenzka nafn. Áriö 1930 las Anna ritdóm um „A Yankee Adventurer", en hún vissi ekki, aö bókin væri eftir bróöur hennar, því henni var ókunnugt rithöfundarnafn hans. Þó að þaö heföi gerzt óviljandi, virtist samband- iö við fjölskylduna vera rofið fyrir fullt og allt, og með tímanum taldi hann, aö þær hlytu aö vera látnar. Um 1920 kynntist hann John Sloan, hinum fræga ameríska listmálara, og fékk þaö starf að skrifa greinar til kynningar og áróöurs fyrir Society of Independant Artists (Félag óháöra listamanna), en Sloan var forseti þess. Cahill var gæddur mikilli hugkvæmni og kímnigáfu, sem kom vel heim við hina írsku hæöni og fyndni Sloans, og þeir fundu upp á hinum furðulegustu tiltækjum og brögöum í auglýsingaskyni fyrir hina óháöu lista- menn og skemmtu sér konunglega. Cahill tók nú aö eignast mikinn fjölda vina meðal listamanna — Robert Henri, George Bellows, Max Weber, Mark Tobey, Joseph Stella, Walt Kuhn, Yasuo Kuniyoshi, Jules Pascin, Niles Spencer, Zorach o.fl. — og fór aö skrifa um ameríska list. Hann sagöi eitt sinn, að þessi afskipti sín af list heföu klofið líf sitt í tvennt: Hann hefði alltaf einbeitt sér aö ritstörfum, en nú heföi hann verið búinn aö fá brennandi áhuga á myndlist. Hann hreifst af listamannalífinu í New York, sem var sérstaklega fjörugt og örvandi einmitt Um þessar mundir, tók mikinn þátt í samkvæmum listamanna og sótti staöi eins og Romany Marie's café, þar sem menn sátu aö tedrykkju og spjalli öllum kvöldum. Áriö 1922 gerðist Cahill starfsmaður listasafnsins Newark Museum, Newark, New Jersey, sem vann brautryðjenda- starf til vakningar almennum áhuga á samtímalist og stjórnaö var af forstjóra safnsins, John Cotton Dana. Cahill starf- aði viö safnið um þaö bil átta ár og öölaöist þar undirstöðuþjálfun í starf- rækslu listasafna. Þaö féll í hans hlut aö miklu leyti að annast safn amerískrar nútímalistar í Newark Museum og sjá um fjölda sýninga. Athyglisverðustu sýn- ingarnar þar voru helgaöar því sem síðan hefur hlotið heitið amerísk alþýðulist (American Folk Art), „frumstæðar" and- litsmyndir, söguleg og biblíuleg myndefni, raunverulegt og ímyndað landslag, högg- myndir til húsaskreytingar, drekahöfuð á skip, veöurvitar og þess háttar, sem aðallega haföi verið unnið af óbreyttum, ólærðum listamönnum, en stundum höföu þó lærðir iðnaðarmenn verið aö verki, og fylgt gamalli hefö í alþýðlegri list og skrautgripagerö. Það var hlutverk Cahills aö vekja athygli og áhuga almenn- ings á þessari fjölskrúðugu amerísku listhefð, sem aöeins örfáir listamenn og safnarar kunnu skil á um þær mundir. Árin 1930 og 1931 setti Cahill upp fyrstu tvær stóru sýningarnar á alþýðulist í Newark Museum, „American Primitives" og „American Folk Sculpture". Lista- menn, starfsfólk á listasöfnum og allur almenningur hreifst þegar af hinum mjög svo vönduöu sýningum, þar sem gat að líta hluti, sem Cahill hafði af óskeikulli glöggskyggni sinni bjargað ofan af hana- bjálka, úr þakherbergjum og úr kjöllur- um, skranverzlunum og birgöaskemmum fornsala. Um þessar mundir hóf kona Johns D. Rockefeller yngra, sem var meðal stofn- enda safnsins Museum of Modern Art í New York 1929, og haföi mikinn áhuga á söfnun amerískra nútímalistaverka, aö setja uþp hið fræga safn sitt af gamalli, amerískri alþýöulist, sem nú hefur loksins ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.