Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 10
„Þaö fer i taugarnar á mörgum söngvurum, sem lengi hafa starfað erlendis, að hér eru hlutírnir ekki teknir nógu alvarlega; það vantar aga eins og á mörgum öðrum sviðum“. „KANNSKI GERÐUM VIÐ OKKUR OF MIKLAR VONIR" í tímann og kerfiskallarnir skilja ekki þessa nauösyn.1' Lesbók: „Þetta fólk er samt mjög mismunandi dýrt?“ Sigurður: „Já, talsvert. Oft tekst þó fyrir kunningsskap að koma verðinu niöur. Dýrastur þeirra, sem hingaö hafa komiö í minni tíö er líklega söngvarinn Hermann Prey. Hann tekur 8 þúsund bandaríkjadali fyrir aö koma fram einu sinni og fyrir þaö fé er til dæmis hægt aö kaupa nýjan bíl af dýrari sortinni í Bandaríkjunum. Svo fór þó, aö hér lækkaði hann sig niöur í 3 þúsund dali og hélt tvo konserta." Lesbók: „Nú hafið þið sungið hér við ýmis tækifæri þessar ástsælu aríur og dúetta við góðar undirtektir. Hafið þið aldrei hugleitt að syngja inn á plötu?“ Sigurður: „Jú, þaö hefur komiö til tals, aö viö syngjum klassíska óperettu á plötu og getur meira aö segja fariö svo, aö í þaö veröi ráðist fljótlega. Útgefandinn setur aö skilyrði fyrir útgáfunni aö textar séu á íslenzku og nú er verið aö þýöa þá. Væntanlega munum við syngja sitt í hvoru lagi og svo dúetta.'' Lesbók: „En hvað með okkar eigin sönglög?" Sigurður: „Enginn hefur að minnsta kosti beöið mig að syngja íslenzk lög á plötu." Lesbók: „En þú Sieglinde — hvernig kysir þú helzt að notfæra þér kunnáttu þína hér?“ Síeglinde: „Ekki endilega á þann hátt að syngja sem mest, en syngja samt eitthvað, kenna og aö geta miðlað þeirri réynSlL', sem ég hef.“ Lesbók: „FyráÍS reynsla ykkar á sviðinu hlýtur að vera eftirminniieg.“ Sigurður: „Hvort hún er. Mér fannst ég ekki byrja að læra í raun og veru fyrr en ég stóð á sviöinu. Fyrstu reynslunni gleymi ég aldrei — það var í óperunni í Stuttgart í Aidu eftir Verdi — og með heimsfrægu söngfólki. Sjálfur söng ég hlutverk sendiboöans; það eru aðeins fáir taktar og að vísu tókst það sæmilega. En á eftir varð ég þegjandi hás, þetta hafði svo mikil sálræn áhrif. Viö svona aöstæöur lendir maöur með fólki, sem hefur svo gífurlega reynslu, að yfirleitt er lítið æft. Eg haföi aöeins lært hlutverkið með píanóleikara og var sagt að ég ætti bara aö fara inná sviðið, syngja þaö og síðan út.“ Sieglinde: „Fyrst reynsla mín á sviöinu var í Wildschútz eftir Lortzing. Ég var á sviöinu ásamt sjálfum Fritz Wunderlich, en það gekk ofsavel og ég var ekki óstyrk þá. Það kom seinna; færðist í vöxt meö aldrinum." Sigurður: „í Stuttgart var eitt sinn hringt kl. 10 aö morgni og tilkynnt, að ég ætti aö syngja hlutverk í Lohengrin eftir Wagner þá um kvöldið. Ég vissi þá ekki einu sinni að þetta hlutverk væri til, en tók aö sjálfsögöu daginn í að læra þaö. Engin hljómsveitaræfing fór fram; samt fór þetta allt vel. Reyndar gerðist það fyrst hér heima á íslandi, aö ég þurfti að læra niúívSrH fne.ö örstuttum fyrirvara. Þaö var í I Pagliacci og d'r. L.'.rt?9ncic hringdi klukkan 6 aö kvöldi og spuröi hvort ég gæti sungið hlutverk Silvios, talsvert stytt, — daginn eftir í Þjóðleik- húsinu. Ég sló til, — þetta var líklega jólastykkið 1954 — texta þurfti að læra á ítölsku, én það gekk.“ - Lesbók: „Og nú hefur það enn gérst, aö gripiö var til þín með örskömmum fyrirvara og vakti athygli, að fram- kvæmdastjóri Sínfóníunnar skyldi sjálf- ur geta hlaupiö í skarðið, þegar maöur forfallaðist á síðustu stundu í La Tra- viata". Sigurður: „Já í þetta sinn var fyrirvar- inn hálftími, — og þrettán ár síðan ég söng þetta hlutverk úti í Þýzkalandi. Ég fékk aö vita þaö klukkan 8 aö Már Magnússon væri skyndilega kominn á spítala og tónleikarnir áttu aö byrja hálf níu. Ég sendi í ofboði eftir nótunum, sem ég átti heima hjá mér í Hafnarfirði og söng textann á þýzku eins og ég haföi gert í Þýzkalandi, enda ekkert um annað að gera. En það tókst; tónleikunum var bjargað og að öðrum kosti heföu þúsund manns farið fýluför í Háskólabíó í þaö skiptið". Lesbók: „Á hvað munduð þið hlusta, ef þið væruð ein heima í ró og næði og settuð einhverjar af uppáhalds plötun- iim vKkar a fóninn?“ Sieglinde: "„Éf egVSSf! SÍn,-bá mundi ég hlusta á úrvals Ijóöasöng, til dæmis Gundulu Janowitz, syngja Schubert og Emy Amelin, sem syngur mikiö eftir Hugo Wolf. Einnig mundi ég hlusta á Elisabet Schwarskopf og Fischer Dieskau syngja úr ítalskri ijóðabók eftir Hugo Wolf. En ef ég mætti bara eiga og hlusta á eitt verk, þá veldi ég óperuna Salóme eftir Richard Strauss; hún skipar alveg sérstakan sess í hjarta mínu, en þarnæst kæmi óperan Onegin eftir Tchaikowsky." Sigurður: „Ef ég væri einn í ró og næði, mundi ég hlusta á sinfóníur eða kamm- ermúsík, — til dæmis Erkihertogatríóiö, sem viö minntumst á áöur. Yfirleitt hlusta ég ekki síöur á hljóöfæratónlist en söng. En ef ég mætti bara eiga og hlusta á eina plötu, þá vandast nú málið. Mér er þannig fariö, aö ég hef alltaf verið hrifnastur af því sem ég hef veriö að vinna viö þá og þá stundina." Lesbók: „Nú hafa Þorrablótin staðíð yfir, svo og árshátíðir. Er það ekki einskonar vertíð hjá söngvurum?" Sigurður: „Jú, þaö er rétt; þetta er einskonar vertíö. Enda veitir ekki af, þegar verið er aö reyna aö koma þaki yfir höfuöið." Lesbók: „Hvað gerið þið í tómstund- um, þegar þið eruð saman og börnin eru heirna?" Sieglinde: „Þá spilum viö kanasta viö börnin." Sigurður: „Og förum saman í sund, — eöa þá eitthvað út úr bænum á bílnum. Á sumrin kemur fyrir að ég veiöi lax, — og hinir horfa á. Viö eigum líka góöa vini og kunningja, sem viö heimsækjum." Lesbók: „Er gott að syngja, þegar manni líður eitthvað illa; léttir það á sálinni, — eða er kannski ómögulegt að syngja, þegar söngvaranum líður illa, líkamlega eöa andlega?" Sigurður: „í atvinnumennskunni er ekki spurt aö því, hvernig manni líöur. Þar veröur maður aö syngja, hvernig sem sálarástandið er; þaö er ekkert sem heitir elsku mamma og engin afsökun gild, nema að vera dauður. Aftur á móti er til nokkuð, sem kallað er Amatörismi eöa Áhugamennska og á íslandi er hún skrifuð meö stórum staf. Þar gilda allt önnur lögmál; þar er sífellt hægt aö afsaka sig. En þegar ég er einn með sjálfum mér; til dæníis einn í bílnum á leiöinni til Keflavíkur, þá syng ég oft heilu Ijóöa- flokkana eöa óperuaríur. Nema mér líði eitthvaö illa, — þá syng ég ekki, — þá tala ég viö sjálfan mig. En þegar ég ek — og syng — þá tek ég eftir því aö aksturshraðinn breytist ósjálfrátt eftir því hvað þaö er, sem ég syng." Sieglinde: „Ég syng aldrei í bíl. En einu sinni geröi ég það; var þá í fyrsta bílnum mínum á leiðinni frá Stuttgart til Salz- burg, þar sem ég átti aö syngja á tónlistarhátíðinni 1961. Veröldin var svo ung og fögur, sólin skein og ég var bjartsýn. Ég man vel, aö ég söng Cosi fan Tutte eftir Mozart. En þegar minnst varöi, geröist eitthvað óvænt á hraöbrautinni; ég þurfti aö hemla, en hemlarnir voru þá bilaðir. Bíllinn hentist útaf; fór margar veltur, en ég slapp lítiö meidd. Síðan syng ég ekki í bíl. Nei, alls ekki. Ég er víst mjög hjátrúarfull." Sigurður: „Já, flestir söngvarar og leikhúsfólk, sem ég hef kynnst erlendis, hefur verið mjög hjátrúarfullt. Ég er þaö líka. Ti| dæmis fer ég ævinlega fyrst í vinstri skóinn og hafi ég verið eitthvaö utan viö mig og slysast fyrst í þann hægri, þá fer ég bara úr honum aftur til þess að geta farið fyrst í þann vinstri. Þaö veit á óhaþp aö boröa á sviöinu; maður gengur heldur ekki inn á sviðið með hatt á höfði, nema þaö eigi að vera svo, og ég get alveg trompast, ef ég heyri einhvern flauta í leikhúsi eða konsertsal á undan uppfærslu. í búningsherbergi má heldur ekki setja skóna uppá borö, — allt eru þetta óskrifuö lög og hefur í för meö sér einhverskonar ólukku á sýningunni, séu þau brotin." Sieglinde: „Já, þetta er alveg rétt. Ég held aö allir sem hafa starfaö í leikhúsum þekki þetta og reyni aö láta það ekki j(C,ma fyrir." Lesbók: „Svö Sr Í!e!?» a* sjá, aö myndlistarmenn geti fremur takmarkao hrifizt af verkum hver annars — að minnsta kosti ef það er eitthvað sam- kvæmt annarri stefnu en þeir sjálfir aðhyllast. Að minnsta kosti virðist mér þeir alltaf tala mest um, hvað það sé lélegt, sem þá og þá er verið aö sýna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.