Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 13
meitluð og lifandi mynd af hverfulli fegurð haustsins, hinsta sólsetri og tign hins torræöa dauða. Hér að framan var vikið að þeim alkunna dómi, að of margir íslensk- ir ráðamenn séu andvaralausir gagnvart meðferð málsins. Þegar betur er aö hugað, þá má með góðum rökum andmaela því, að sá dómur sé algildur. Á forsetastóli situr nú einn málsnjallasti fræði- og listamaður þjóðarinnar, sem aldrei hefur misboöið íslenskri tungu á embættisferli sínum, heldur veitt þegnunum fegurst fordæmi um vandað málfar. Auk gagnmerkra fræðirita, sem hann hefur samið, þá hefur hann unnið að þýðingum, sem skipa honum á bekk með höfuðskáldum. Þýðing hans á kvæðabálknum Norðurlandstrómet eftir norska skáldiö Petter Dass er afrek, sem legið hefur í láginni, serinilega vegna þess, að mönnum hefur ekki þótt viðeigandi að skjalla forsetann um of. Það sama á einnig við um biskup íslensku þjóðkirkj- unnar, sem veröur talinn meö málhögustu íslendingum á tuttug- ustu öld. Prestastéttin hefur löng- um veriö þögul um listræna hæfi- leika þessa mæta kirkjuhöföingja, sem hefur tekiö flestum kenni- mönnum fram um orðsnilld um langt skeiö. Heyrt hef ég góöskáld og bókmenntafræðinga bera lof á Ijóðaþýöingar biskups og snjallan ræðustíl hans. Þýöing hans á Játn- ingum Ágústínusar er andlegt þrekvirki. Þögult hefur veriö um þaö einstæöa framtak herra Sigur- bjarnar, er hann lagöi fram handrit að nýrri handbók fyrir presta og söfnuöi á synodus áriö 1976. Þaö vann hann einn og lagði fram afburöaverk, sem síöan hefur verið aö velkjast á meðal vígðra manna, án þess að heyrst hafi um það lof eða last. Handbókin ber sterkan svip höfundarins og sniö góðra bókmennta og þannig á hún aö vera, hafin yfir hreinsunareld smá- munasamra nefnda, þinga og ráöa. Þriðju áhrifamaöurinn, sem mér kemur í huga og telja má til völunda tungunnar, er núverandi útvarpsstjóri. Hann hefur verið mikilvirkur þýöandi, auk þess sem hann nýtur viröingar alþjóöar fyrir snjallan erindaflutning. Það er engan veginn áhættulaust aö hæla þessum mönnum, því auðvelt er að leggja það út á þann veg, að loftunguna langi í fálkakross, vegtyllur í kirkj- unni eða að þylja eitthvað í útvarp- iö. Kannski hefur þaö einmitt valdiö þögn og hógværð góðra manna. Hitt er Ijóst, að það verður ekki heiglum hent að taka við embætt- um þessara málsnillinga, þegar þar aö kemur. Þjóöin mun gera þá réttmætu kröfu, aö þeir, sem við taka, gangi á undan með góðu fordæmi um vöndun málsins og gæði ræöu sína þeim margslungnu tilbrigðum mildi og hörku, Ijóss , lita og tignar, sem íslenskt mál skortir ekki fremur en landiö sjálft. íslensk tunga er hornsteinn, sem ekki má klofna og molna í gjörn- ingaveðrum þeirrar kálfatrúar, sem lítilsigldir lífsþægindapostular vilja magna. Bolli Gústafsson í Laufási. hornreka. Hitt gleymist æði oft, að í bókaflóði skammdegismánaða' skína fjölmargar perlur, er vekja þeim fögnuð, sem vilja veg íslensk- unnar mikinn. Oft hverfa þessar gersemar í skugga óvandaös létt- metis, sem betur er auglýst með glaðlegri litadýrð og Ijúfum tónum. Þá dettur mér í hug dálítiö kver, sem út kom með hógværð fyrir síðustu jól, Veöurfræði Eyfellings eftir Þórð Tómasson frá Vallnatúni. Þar er af mikilli alúö og listrænni vandvirkni leitast við aö binda veöurmál byggöarinnar undir Eyja- fjöllum í samfellda fræði. Dylst engum, sem les, hversu mikil vinna og natni liggur að baki þessari bók. Þegar ég lagöi hana frá mér, var ég sannfærður um, að af þessari lind tilbrigðaríks veðurmáls þyrfti ungt fólk að geta ausið. Þaö ættu móöurmálskennarar að athuga og færa sér kverið í nyt við kennslu. Ef litið er með athygli yfir bókaaflann í vertíöarlok, þá hljót- um við að viöurkenna, aö þar kennir ýmissa safamikilla grasa, er verða til ávinnings bókmenntunum og íslenskri tungu. Þaö vekur eftirtekt, hversu margar vandaöar Ijóðabækur komu þá út. Nægir að minnast á Skildaga Heiöreks Guö- mundssonar og Hauströkkrið yfir mér eftir Snorra Hjartarson. Tvær ólíkar bækur, en verk, sem vaxa við kynningu og munu lifa og ilma, hin fyrri til markvísrar hvatningar í þeirri hörðu glímu, sem gerir mann- inn að manni. Hin síöarnefnda sem Orð eru alltaf til reidu eins og sælleg og skemmtileg börn, sem fúslega taka afokkur ómak þó stundum séu þau þreytt eftir erfidan dag, sífellda snúninga og hlaup. Þannig hefst eitt af frumlegum Orðaljóðum Jóns Dan, þar sem hann bregður upp tilbrigðaauðug- um myndum af gengi oröanna. Hægt safna ég saman orðum með nærfærnum höndum, því orö eru viðkvæm. Ilmur þeirra dofnar og litur þeirra fölnar og vængir þeirra kremjast ef tekið er fast á þeim. Oft er að því vikið í ræðu og riti, að uppsprettu orðanna, íslenskri tungu, sé hætta búin af áleitnum, erlendum áhrifum og þá ekki síöur af hroövirkni fjölmiðla í meðferð hennar. Einnig er vakin athygli á því, hversu margir stjórnmálamenn og aörir áhrifamenn í íslensku þjóöfélagi fari af lítilli gát og virðingu meö máliö. Málkennd þeirra virðist oft harla dauf, oröin ósjaldan ranglega beygð og ein- stök orð og orðtök útjöskuð vegna vanþekkingar á þeim auði orðanna, sem viö eigum og hægt er að grípa til. Kemur mér þá í huga ágæt vísa eftir vin minn og granna Magnús bónda á Syðri Grund: / ræðumennsku runnid er upp skeiö á rökum sérhver skoöun oss er téð. Auðvitað það auga gefur leið út frá mínum bæjardyrum séð. Þaö er staðreynd, aö á síðustu árum hefur þaö færst mjög í vöxt, aö menn komi fram lítt undirbúnir í útvarpi og sjónvarpi og eiga þess engan kost aö vanda ræðu sína vegna þeirrar ýtni, sem þolir enga bið. Fréttaþættir eru settir saman úr viötölum viö fólk, sem frétta- menn taka tali á förnum vegi. Við sjáum í sjónvarpi, hvernig þeir sitja eins og vökular og veiðibráðar refaskyttur fyrir stjórnmála- mönnum eða verkalýðsleiðtogum, þegar þeir koma beint af mikilvæg- um og erfiðum samningafundum, oft í misjöfnu hugarástandi, ög verða þá að svara spurningaregni, sem á þeim dynur fyrirvaralaust. Hætt er við, að ýmsir málsnillingar og mælskumenn fyrri tíma hefðu alls ekki staöiö sig betur við þessar miskunnarlausu aöstæður nútím- ans. Því er það ekki óeðlilegt, að menn grípi til orðtaka eins og þeirra, sem fram komu í vísu Magnúsar, til þess aö prýða með þeim lítt grundað mál og jafnvel með þaö í huga, að lengja ræðuna og fá þannig örlítinn umhugsunar- frest, til þess að komast að kjarna málsins. Þá verður mönnum og tíðrætt um varhugaverð áhrif lélegra bók- mennta þar sem málvöndun er ORÐ ERU ALLTAF TIL REIÐU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.