Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1980, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1980, Blaðsíða 7
Ein þeirra glœsikvenna, sem hafa látiö í Ijósi mikla aödáun á Karli, er bandaríska sjónvarpsstjarnan Farah Fawcett-Majors, en stjörnur eins og hún sækja mjög í þaö sviösljós, sem umlykur kónga og prinsa. Þrátt fyrir slíka aödáun, er Karl oft frekar einmana og mörg eru þau kvöld, aö sjónvarpstækið er einasti félagi hans. Nú vill meirihluti Breta, aö drottningin víki úr hásæti fyrir Karli og kannski gerir hún þaö um leiö og hann hefur drottningu sér viö hliö. Hann ætlar sýnilega aö vanda valið og hjónabandsmiðlanir, bæöi af háifu móöur hans og Hvíta Hússins, hafa fariö út um þúfur. hún sig á braut á alláhrifamikinn hátt, því að hún hélt til Vietnam, þar sem hún vann viö munaðarleysingjahæli í lok stríðsins. En vegna framsóknar Vietkong neyddist hún til að flýja og sneri heim á ný. Þar gerðist þá mikill harmleikur í fjölskyldu hennar, því að ráðizt var að heimili hennar í Oxfordshire og móöir hennar myrt. Hún leitaöi þá huggunar hjá prinsinum, og í árslok 1976 sáust þau leiðast aftur á almannafæri. Ómerkileg sögusögn getur bundiö endi á allt saman En svo varð hún fórnarlamb þeirra gervilífsreglna, sem hann veröur að lúta og fylgja. Hún var sögö hafa sézt nakin í búningsherbergjum karlmanna í Devon- vogi, þar sem Karl prins og kunningjar hans dvöldust oft við sjóböð og fjöru- göngur. Þaö gafst varla tími til aö bera þetta til baka, áður en fyrrverandi kærasti hennar kaus að gera heyrinkunn- ugt, að þau hefðu einu sinni búið saman. Það var nóg til að útiloka hana frá því að sjást aftur í fylgd erfingja krúnunnar, svo að ekki sé minnzt á að vera áfram hugsanleg drottning. Svipuð uröu örlög Fionu Watson, dóttur Mantons, lávaröar og landeiganda í Yorkshire, en prinsinn hafði nokkrum sinnum sézt með henni, þangaö til vinur hennar lét hafa eftir sér kvartanir út af myndum, sem hefðu birzt af henni á 11 síðum í„Penthouse“ og áttu að sýna líkamsfegurð hennar og hið makalausa mál 38-23-35 þumlungar. Sú fyrsta sem hann varö alvar- lega ástfanginn af En um fram allt var það Jane Welles- ley, sem hefur sennilega verið nánasta vinstúlka Karls prins og lengstan tímann, en hún er dóttir áttunda hertogans af Wellington. Hún var sú fyrsta, sem prinsinn varð alvarlega ástfanginn af og kom jafnframt mjög vel til greina sem hugsanleg drottning. Vegna síns göfuga ætternis átti hún vel heima viö hiröina. Hún hafði kosti og galla nútímaæsku, jafnaldra prinsins, en var reiðubúin aö koma fram með reisn og háttprýði, þegar nauðsyn bar til. Hún er ein af fegurstu stúlkunum, sem Karl prins hefur kynnzt um dagana og vafalaust einnig hin gáfaöasta og ein af þeim fáu, sem í raun og veru nýtur þess að vinna sjálf fyrir sér. Faöir hennar á miklar jaröeignir á Suður-Spáni, er forfeður hans höfðu átt: 30.000 ekrur lands við Molino del Rey, nálægt Granada, sem járnhertoginn vann í Spánar-herferð sinni. Þar var hinn ákjósanlegasti griöastaður. En í einu af fyrstu skiptunum af mörgum, sem þau dvöldust þarna, þegar prinsinn fékk leyfi frá skyldustörfum sínum um borð í HMS Minervu 1973, varð hann svo æstur út af frekju og ágengni blaðamanna, að hann gleymdi sér augnablik og hegöaöi sér eins og faðir hans, bölvaði þeim í sand og ösku og geröi þá bara ennþá sannfæröari en ella í sinni trú. Þeir skrifuðu heim, aö Lady Jane hefði sézt toga í hárið á prinsinum af Wales „og kasta melónum í hann í gáskanum". Hann baðst afsökunar á orðbragði sínu gegnum þann leynilög- reglumanninn, sem var harðari af sér, Paul Officer: „Þau eru bara tvær ungar manneskjur, sem dveljast hér nokkra daga sér til afþreyingar meö vinum sínum. Það veður, sem gert hefur verið út af kunningsskap þeirra, hefur ekki gert þeim lífið létt.“ Tíu þúsund manns komu til aö glápa En Paul Officer fylgdi fréttasnápunum úr hlaði með nokkrum orðum frá eigin brjósti: „Ég get algerlega fullyrt þaö, aö hér er ekki um neitt ástarævintýri að ræða. Hér hefur úlfaldi verið gerður úr mýflugu. Það er bara ekki um neitt slíkt að ræða — þau eru aðeins góðir vinir. Prinsinn vill ekki eiga hlut að neinni blekkingu. Það er þess vegna sem hann hefur neitað aö láta taka mynd af sér með Lady Jane.“ Enginn trúöi orði af þessu. Eftir því sem mótmæli hertogans af Wellington uröu stuttaralegri og afdráttarlausari, þeim mun sannfæröari uröu Bretar um, aö prinsinn heföi valiö sér veröandi drottningu. Síöar á árinu, þegar Jane var viö morgunguösþjónustu í Sandringham, þar sem hún var helgargestur konungs- fjölskyldunnar, buðu tíu þúsund manns konunglegum mótmælum og benzín- skorti byrginn og komu á staðinn til að glápa. Davina Sheffield, sem einu sinni hafði brostið í grát á Heathrow flugvelli vegna áreitni blaðamanna og ólmra áhorfenda, hafði jafnvel ekki orðið að þola annaö eins og Jane Wellesley. Hún braut sér leiö gegnum raðir blaðamanna, sem stóðu fyrir utan heimili hennar í Fulham á hverjum morgni, þegar hún fór til vinnu sinnar. Eftir að hafa neitað að láta neitt uppi við alla þá, sem hringdu til hennar á skrifstofuna einn daginn, blöstu við henni, þegar hún fór heim úr vinnunni, auglýsingaspjöld, þar sem stóð: ÁST MÍN Á KARLI — JANE SEGIR FRÁ ÖLLU". Hið kaldhæðnislega var, aö hún var blaðamaður sjálf, formaður síns félags og var brátt kjörin í framkvæmdanefnd Blaðamannasambandsins. Kannski hafnaöi hún honum Vinir Karls prins eru undrandi yfir því, að hann skuli ekki hafa kvænzt Lady Jane fyrir mörgum árum og vilja kenna um kjarkleysi hjá honum. Getum hefur verið aö því leitt, að hún hafi hafnað bónoröi hans, þar sem hún hafi ekki viljað láta af hendi frelsi sitt svo skilmála- laust. Þá hefur og verið sagt, að hin óbærilegu afskipti blaðanna hafi eyöilegt vináttu þeirra. En sannleikann er annars staðar aö finna. Karl prins hafði hjóna- band fastlega í hyggju, þegar herþjón- usta hans olli því, að hann var of lengi fjarvistum til þess, að það væri hægt, en um það leyti sem hann fór úr Flotanum, langaði hann til aö sjá meira af heiminum, áður en hann festi ráö sitt. En Jane Wellesley reyndist betri vinur en flestir, þrátt fyrir það hvað hann haföi ógurlega gaman af að stríöa henni. Bæði árin 1973 og 1974 töldu brezkir veömangarar öruggast að veöja á Jane og virtust telja hlaupinu lokiö, þegar hún fór með drottningarmóðurinni og Alex- öndru, prinsessu, á konunglega frumsýn- ingu 1974, en það hlyti að vera opinbert tákn um samþykki fjölskyldunnar. En síöar á árinu dró þó nokkuð úr líkunum, þegar glitfögur amerísk Ijóska var meöal virðingarmanna á gestasvölum lávaröa- deildarinnar, þegar prinsinn af Wales hélt þar jómfrúræðu sína. Þetta var Laura Jo Watkins, dóttir amerísks sjóliösforingja, sem prinsinn hafði hitt um sumariö, þegar HMS Jupiter heimsótti San.Diego í Kaliforníu. Alla vikuna skaut henni upp við ýmis konar tækifæri, og blööin voru Framhald á bls. 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.