Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1980, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1980, Blaðsíða 8
Á sama tíma og Ingólfur Arnarson nam land á íslandi, settust Víkingar aö í Jórvík á Englandi. Um 80 ára skeiö réöu þeir algerlega yfir bænum og aö undanförnu hafa verið grafnar þar úr jöröu ýmsar fornleifar, sem bregöa Ijósi á daglegt líf þeirra. ÖRVÍK ÍKINGA- TÍMANS í Jórvíkurborg er hægt að greina tiltekin menningarskeið 2000 ár aftur í aldir. Þessu veldur lega borgarinnar og rakur og þéttur jarðvegurinn undir henni. Borgin hefur um aldir verið í þjóðbraut bæði á landi og sjó. Á landi eru samgöngur auðveldar um láglendi Vale- dalsins og borgin stendur svo neðarlega við ána Ús (Ouse), að þangað ná sjávarföll og borgin var því í tengslum viö siglingaleiðir um Norðursjó. Þessi hagstæða lega borgarinnar til flutninga á her og varningi aö og frá henni bæði á sjó og landi gerði hana mikilvæga á ýmsum tímum sögunnar. Það er lítið vitað um Jórvík fyrir daga Rómverja þar, nema loftmyndir sýna aö í grennd við borgarstæðiö nú hafa veriö lítil bændabýli sem heyra til járnaldar- tímanum. Það var á árunum 71—74 að þar settist að 6 þúsund manna rómversk- ur her og til þeirrar hersetu er upphaf borgarinnar rakið. Borgin var hersetin af Rómverjum þar til um 400, síöan voru heiðnir Englar eða Engil-Saxar þar ráöandi á tímabilinu 400—627. Þá komst borgin undir yfirráö kristinna Engil-Saxa (King Edvin) og þeir sátu borgina, þar til Víkingar gerðu þar Legsteinn frá víkingatíma, — mað heföbundinni skreytingu í fléttustíl, er meðat þess, sem upp var grafið viö Smiösgötu. Qötumynd trá Jórvík, tekin á síðastliðnu sumri. Enn er þar við liði fjöldi örnefna frá víkingatímanum og sú var tfð, að Jórvík var nsest atssrata borg á Englandi. innrás 865 og settust þar að 874—76. Víkingar héldu borginni þar til Engil- Saxar unnu hana frá þeim 927 og þeir réðu fyrir borginni, þar til Norðmannar herlóku hana 1066. Á árunum 1200 til 1450 var mikið blómaskeiö í sögu Jórvíkurborgar. Þá var engin borg nema London henni meiri í Englandi. Jórvík var þá iðulega aösetur landstjórnarinnar, einkum í skozku strföunum á 14du öld. Borgin auögaöist og efldist og tók miklum breytingum á þessum öldum, en mest var veldi borgar- Innar um miðja 14du öldina en þá tók að halla undan. Vefnaðurinn, sem hafði veriö burðarásinn í atvinnulífi borgarinnar hélt ekki í við ýmsar iöngreinar, sem tóku að blómgast í öðrum borgum, en mestu kann þó aö hafa munað um, að Hull (Kingston-upon Hull) varð aðal-hafnar- borgin viö Humber. Jórvík hélt þó sínum hlut á mörgum sviðum, einkum vegna landgæöa og landrýmis, fólk leitaði þangaö til aö setjast þar að, og enn á ný byggöist Jórvík upp með nýjum hætti eftir miöaldaskeiöið. Af þessu stutta yfirliti má sjá, að Jórvík er mikil matarkista fyrir fornleifafræðinga og þá fræðimenn, sem eru að <eyna aö gera sér grein fyrir hinum ýmcJ menning- arskeiöum sögunnar. Á sjötta og sjöunda áratug þessarar aldar tóku aö rfsa nútfma stórbyggingar í Jórvfk og þá voru í hættu leifar gamalla tíma, sem geymdar voru í jörðu. Þá vöknuðu menn upp við bráöa nauðsyn fornleifarannsókna í þessari sögulegu borg, en tíminn var hlaupinn og þess vegna var hafizt handa af miklum krafti að bjarga því sem bjargað yröi. Efnt var til félagsskapar fornleifafræöinga til rann- sókna í Jórvík (The York Archaeological Trust) og starfa nú á vegum þessa félagsskapar ekki færri en 30 sérfræö- ingar. Á síöast liðnum sex árum hafa yfir hundraö landspildur eöa lóðir verið grafnar upp og rannsakaöar. Víkingar réðu fyrir borginnl í 80 ár og áhrifa þeirra gætti miklu lengur, enn má finna um 600 nöfn, gatna, býla, þorpa og bæja með norrænum nöfnum. Fjölmargar minjar og sögulegar um menningu og athafnir Víkinga og daglegt líf þeirra hafa fundizt í Jórvík og nú er vakin athygli á fornleifauppgreftinum í sambandi viö hina miklu Víkingasýningu, sem opnuð var í London 14. febrúar s.l. Brezka sjónvarpið (B.B.C., sjónvarp) sendi reglulega menn til Jórvíkur aö fylgjast með uppcjreftinum í Smiösgötu (Coppergate) og Islendingurinn Magnús Magnússon stjórnaöi sjónvarpsþætti um Vfkingatímann og byggði mjög á forn- leifarannsóknum í Jórvík. Þættir Magnús- ar uröu alls 12. Hin skrifaöa saga „Á síöari helmingi níundu aldar skipu- lögöu Víkingar það, sem sagnfræðingar nefna „herinn mikla“, sem herjaöi á England og Frakkland undir stjórn ým- issa foringja í leit eftir löndum. Á Englandi hófst landnám fyrir alvöru 874, þegar hluti af „Hernum mikla“ kom til Jórvíkur. Hálfdán foringi þeirra úthlutaði mönnum sínum landi og víkingar geröust bændur í Austur- og Norður-Englandi og héldu dönskum lögum og lífsvenjum, enda hlaut svæðið þar sem þeir réðu, nafnið Danalög". Svo segir í bókinni Víkingarnir, sem gefin var út í íslenzkri þýðingu af Almenna bókafélaginu 1967. Hins vegar segir svo í afmælisriti Jórvíkur (2000 Years of York, the arch- aeological story), en úr því riti er þessi grein hér tekin saman og mest bein endursögn á greininni Viking—York, þótt ýmsu sé skotið inn í leiðinni úr öðrum heimildum. „Skjalfestar heimildir greina frá því, að árið 865 hafi „Víkingaherinn mikli" sigrað Engla og hertekið Jórvík. Árið 876 hafi svo hluti af Hernum mikla tekiö sér bólfestu í Jórvík og nágrenni hennar. Um 80 ára skeið var borgin nær samfellt undir stjórn norrænna manna og danskir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.