Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1980, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1980, Blaðsíða 11
enn verulega saman viö legu bygginga frá víkingaöld. Þegar grafiö er niður fyrir lög eldri en frá 10. öld, fer aö koma í Ijós húsgerð af allt ööru tagi, þar eru hús úr tágum fléttuöum utanum og á milli stólpa og planka. Húsum af þessari gerö sífjölgar eftir því sem dýpra er grafið. Þaö er mönnum hvorki enn Ijóst af hverju breyting átti sér stað né hvernig hún gerðist. Þaö eru enn margir staðir í Jórvík forvitnilegir til rannsóknar til dæmis viö St. Denyskirkjuna og Sr. Margaret kirkj- una í Walmgate. Báöar þær kirkjur hafa verið reistar fyrir 1066 og því hljóta aö sjást einhver merki um Víkinga þar í grennd, en þetta svæöi nær frá Smiös- götu og yfir um Fossána. Um byggö á þessu svæöi á víkingaöld er enn ekkert vitað. Þá er aö nefna tvær byggingalóðir forvitnilegar mjög til rannsóknar á högum víkingahöföingja. Konungshöllin hefur líklega staöiö þar sem Kings Square eöa Kings Court (Kóngstorg eöa Kóngsgarö- ur) eru nú, eða þar mjög nærri. Nútíma- nöfnin eru eftirmyndir hins forna norræna nafns Kóngsgarður. Kóngsgaröur gæti hafa veriö reistur umhverfis leifar af rómversku varöstöö- inni að austan. Þessi lóö er einhver sú mikilvægasta sem um getur til upplýs- ingar um víkingatímann og það myndi áreiðanlega svara kostnaöi aö grafa þetta svæöi rækilega upp. Einu þrepi neöar í viröingastiganum, en með mikið almennt gildi til rannsóknar á þjóölíflnu, er bústaöur jarlanna sem sátu í Jórvík og stjórnuöu í umboöi Englakonunga. Þessir jarlsgaröar gætu hafa verið þar sem nú er Museum Garden eða rústirnar af St. Mary kirkju. Drake söguritari, uppi snemma á 18. öld, vitnar til þessa staðar, sem Earlburgh eöa Jarlsborgar og er þessi nafngift runnin frá tíma fyrir daga Normanna í Jórvík eöa með öörum orðum frá víkingatímanum. Enn er svo aö nefna nágrenni St. Olavs kirkjunnar, sem vitað er að Siward jarl reisti og hann dó 1055. Þessa kirkju hefur hann eflaust reist til eigin nota og bústaöur hans hefur þá veriö þarna í nánd. Uppgröftur þar hlyti aö leiöa ýmislegt í Ijós um heimili Siwards jarls. Enda þótt Normanar tækju öll völd í Jórvík og settust þar aö á árunum 1067—69, þá þurrkuöust ekki út öll merki norrænna manna eöa norrænnar búsetu. íbúarnir voru orðnir blandaðir norrænum mönnum og tengslin viö lifnaöarhætti norrænna manna rofnuöu ekki að fullu. Þaö er auðvitað aö hin nær algera eyðing Vilhjálms sigursæla á Jórvíkurborg og Jórvíkurhéraði 1069 og síöan kastalabyggingar hans, hlaut að hafa í för meö sér að upp reis ný Jórvíkurborg ólík hinni norrænu og eng- ilsaxnesku frá því fyrir 1066. Meira en helmingur þeirra húsa sem voru í Jórvík áriö 1066, þegar skráin mikla, Domesday Book, er rituð voru eyöilögö eöa yfirgefin. Þegar svo borgin var reist á ný úr rústunum og aftur fór aö lifna yfir mannlífinu þar, þá hlutu hinir nýju herrar, Normanarnir aö móta húsagerðina og lifnaöarhættina, aö verulegu leyti, þótt áfram eymdi eftir af norrænum áhrifum, og svo sé framá þennan dag. í auglýsingu frá The York Archaeologi- cal Trust, sem gefið er út í tilefni af The Viking Exhibition í London, er sérstaklega bent á þann mikla uppgröft sem nú stendur yfir í Smiðsgötu, en hún er í hjarta Jórvíkurborgar, liggur milli Parl- iament Street og Clifford Street. Þarna hefur veriö komið fyrir bekkjum uppi í brekkunni, þar sem fólk getur setiö og virt fyrir sér minjar um hýbýlaskipan. A þessu svæði við Smiösgötu hefur veriö grafið á þúsund fermetra svæöi og nú blasa viö leifar og útlínur fjögurra bygginga frá víkingatímanum. Einnig er þarna til sýnis mikill fjöldi muna frá sama tímabili, sem fundist hafa viö uppgröftinn. Ásgeir Jakobsson tók saman Þaö er langt síöan mér fyrst datt í hug hvert gósenland ísland hlyti að vera fyrir hagfræöinga og aöra þá, sem hefðu hug á aö stúdera efna- hagslífið, með tilliti til þróunar verð- bólgu. Hér er allþróaö atvinnu- og efna- hagslíf. Atvinnulífiö er einhæft og því einfalt, og allar stjórnunaraögeröir yfirvalda, hér aö lútandi, ákaflega grófar og brokkgengar. Vegna þess hve þjóöin er fámenn og atvinnulífiö einhæft, hættir sveiflum efnahagslífs- ins til aö vera tiltölulega stórar og snöggar, og áhrifin því áberandi og koma fljótt fram. Jafnframt eru haldnar hér fjöl- breytilegar og traustar hagskýrslur, sem unnar eru svo að segja jafnharð- an, þannig að hræringar efnahagslífs- ins liggja fyrir í skýrslum næstum um leió og þær gerast. Viö þetta bætist svo það, sem á drýgstan þátt í að skaþa nefnda sérstöðu íslenzks þjóðfélags, sem ákjósanlegs vettvangs hagfræðilegra rannsókna, að hér hefur lengi veriö forustusveit launafólks, sem ekki á sinn líka meöal siömenntaöra þjóða. Þessi gjörsamlega óábyrga forusta virðist líta á það sem sitt aðalhlut- verk, aö halda uppi látlausri spennu í kjaramálum, með þeim afleiöingum, aö öll einkenni sjúklegs efnahagslífs eru hér orðin „krónisk"; og þaö er aö sjálfsögðu ekki ónýtt fyrir þann, sem vill rannsaka sjúkdóm, að fá í hendur sjúkling, sem hægt er að treysta aö sé í„kasti“ alveg án afláts. í skrifum hér á landi um verðbólgu kemur fram, aö margvíslegar kenn- ingar eru uppi um orsakir verðbólgu almennt, og að allsherjarlausn liggi þannig enganveginn á lausu. Sam- kvæmt því, sem sagt var hér á undan, ætti samt að vera auðveldara að komast aö niðurstöðu um þaö á íslandi heldur en víöast hvar annars staðar, hvað veldur verðbólgu, að minnsta kosti ætti að vera vand- ræöalítið að finna út af hverju veröbólga á íslandi stafar. Þetta virðist þó vefjast fyrir undarlega mörgum. Auk verðhækkana erlendis, sem aðeins eru orsök 5% verðbólgunnar, nefna flestir eftirtaldar ráðstafanir, sem orsakir verðþenslu, án þess einu sé þar öðru fremur um kennt: verðhækkanir innlendrar framleiöslu og þjónustu; mikiö aukna peninga- veltu; mikla útlánaaukningu banka; halla á ríkisrekstri; erlendar lántökur. Nokkrir hafa nefnt miklar grunn- kaupshækkanir samfara sjálfvirkri vísitölu; en þeir vinstrisinnuðu sýkna yfirleitt kaupgjaldshækkanirnar, telja þær aöeins eðlilega afleiðingu ann- arra ráðstafana vondra manna. Öllum ætti þó að vera Ijóst, af 40 ára reynslu, að hver lota íþróunarferli veröbólgunnar á íslandi er ævinlega eitthvað á þessa leið: Þegar líða tekur á samningstíma kaupgjalds, fara þeir Guðmundur J. og Thorlacius á stúfana. Þeir byrja á aö gefa yfirlýsingar um aö allar kjarabætur, sem náöst hafi í síðustu samningum hafi horfiö í veröbólguna, og þannig runnið út ísandinn, og ekki nóg með það, heldur hafi rauntekjur jafnvel lækkað frá því sem var fyrir síðustu samninga. Nú þurfti því aö bregða hart viö og ná því upp, sem tapast hafi, og auk þess að fá verulegar kjarabætur. Síöan byrjar balliö.. Samiö er enn einu sinni um kauphækkanir, sem svara til margfaldrar aukningar þjóð- artekna. (Nú, miöaö viö 1. des. s.l., fara opinberir starfsmenn t.d. fram á 20—40% kauphækkun, en hagvöxtur hins vegar á núlli, eöa undir því.) Litlu síöar er gengi krónunnar fellt, því að auðvitaö þolir útgerö og fiskvinnsla ekki svo sem 20% kaup- hækkun án þess aö fá um leiö fleiri krónur, til aö standa undir megin- hluta hækkunarinnar. Nú fer ýmislegt aö gerast. Gengis- lækkun krónunnar hækkar verð er- lendrar vöru, en kauphækkanirnar verð innlendrar vöru og þjónustu. Ekki getur þetta gerst öðruvísi en það segi til sín í seðlageymslu Seölabankans, því að nauösynlegt magn peninga í umferð fer aö sjálfsögöu eftir veltu á viöskiptum, en ekki eftir duttlungum vondra banka- manna. Þegar hér er komiö fer hagur viöskiptabankanna óðum að þrengj- ast. Vísitalan hefur smám saman breytt 20% hækkun grunnkaups í tvöfalt meiri launahækkun, og sam- svarar verðþenslu og veltuaukningu. Nú þurfa atvinnurekendur því 40% meira rekstursfé en áöur, og þrátt fyrir allar fyrirskipanir Seðlabankans getur enginn mannlegur máttur kom- ið í veg fyrir, að útlán viöskiptabank- anna aukist af þessum sökum aö sama skapi og veröþenslan, enda neyðist Seölabankinn til að aöstoða þá í því. Samtímis þessu er ríkiö svo komiö í þrot, og á nú allt sitt undir Seöiabankanum. Seðlabankinn kemst svo ekki hjá að taka lán í útlöndum til að borga hallann á öllum galskabnum. Þegar hér er korhið fer svo óðum aö styttast í það að næsta lota hefjist, með því að Guðmundur J. og Thorlacius fari á stúfana, o.s.frv. o.s.frv. Er þaö glámskyggni þegar ég staðhæfi, að engum ætti að vera ofvaxið að komast aö raun um hvað hér er orsök og hvað afleiðing? Ég furöa mig jafnan á skrafi og skýrslugerðum um kaupmátt launa aö loknum samningsgeröum. Menn taia’ t.d. um kaupmátt samkvæmt sólstöðusamningum og viröast þá ganga út frá, að samningarnir einir sér skapi kaupmátt, alveg án tillits til hags þeirra, sem eiga aö greiöa kjarabæturnar, og án tillits til hags þjóöarbúsins. Auðvitað er þetta fjar- stæða. Að vísu fæst meira en áöur fyrir vikukaupiö !stuttan tíma, eftir aö samningar eru geröir, og þar til alls konar hækkanir vöru og þjónustu, sem óhjákvæmilega leiða af launa- hækkunum, hafa að mestu, eöa öllu étið upp kauphækkanirnar. Þá fyrst, þegar allar þessar hækk- anir eru komnar fram, er mál að meta hvort kaupmáttur launa hefur breytzt eitthvað. Sá aukni kaupmáttur launa, sem verður til fyrst eftir samninga, er að sjálfsögðu ekki raunhæfur, heldur er hér aðeins um að ræða úm- fangsmikla eignatilfærslu, frá kaup- mönnum og iðnrekendum til almenn- ings, vegna vanhugsaðrar fram- kvæmdar veröákvaröana. Þaö er svo auðvitað óhæfur máti, af hálfu atvinnurekenda, að semja um kaup, sem þeim er ofvaxið að greiöa í skjóli þess að ríkisvaldið sjái um, aö þeir fái endurgreiddan með gengis- fellingu krónunnar þann hluta kaup- gjaldsins, sem er umfram getu þeirra aö standa undir. En hvað skal gera? Það „ dularfulla “ við allsherjar kjarasamninga er, aö hafi hagur þjóöarbúsins t.d. batnaö um 5% á síöasta samningstímabili, er alveg sama hvort samiö er um 5%, 20% eða 40% kauphækkun; þegar öll kurl eru komin til grafar, endar glíman aö lokum í sem næst 5% kjarabót; að öðrum kosti mundi allur atvinnu- rekstur í landinu leggjast niöur. Elstu og frægustu reglu klassískrar hag- fræöi veröur nefnilega ekki ýtt til hliðar, hún blífur, sem betur fer, hvaö sem hver segir. Þess vegna eru samningar, sem lofa kjarabótum langt umfram það, sem efni leyfa, í raun ekki kjarasamningar, heldur samningar um stærð íslenzkrar krónu í næstu framtíö. Af framanskráöu ætti að vera Ijóst, aö það lítilræöi sem vantar til aö ráöa bót á óðaverðbólgunni á íslandi, er skynsöm og ábyrg forusta launafólks, sem lætur sér nægja að fá hverju sinni handa s!nu fólki, gjörvallan efnahagsbatann, en stendur ekki í því, eins og þursar, áratug eftir áratug, aö útdeila fjármunum, sem aldrei hafa veriö til. Björn Steffensen

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.