Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Blaðsíða 2
Ariö 1000 mætti til hægöarauka kalla þau aldamót þegar evrópsk siðmenn- 7 / ing var dýpst sokk- in. Frá þeim púnkti byrjar sú hreyfing uppávið ímenningarátt sem áfram hélt til ársins 1914." Svo skrifar Bertrand Russel í bók sinni History of Western Philosophy, amerísku útgáfunni bls. 198. Samt leið ekki nema öld þángatil kristnir menn brendu þrjár miljónir bóka í bókasafninu í Tripolis á Sýr- landi (1109), í fyrstu Krossferðinni, stríði sem var yfirhelgaö af páfanum, svo ég vitni í indverska heimild (Indian PEN 1957), og vona reyndar aö hér kunni eitthvað að vera málum bland- aö. Alt um þaö, lagt var á staö í Krossferðirnar um það bil sem verið var að kristna okkur hérna. Líka kynni eitthvaö aö vera bogiö við frásögnina hjá Ara í íslendíngabók, um kristnun okkar. Einkennilegt séráparti að kríngum 1000 virðist hvorki hafa verið menn- íngarleg né landfræðileg fyrirstaða á teingslum milli íslands og suövestan- verðrar Evrópu, tam Frakklands, Einglands og Þýskalands. Híngað komu nafngreindir klerkar sunnanúr heimi og settu hér skóla á nokkrum stööum aö upphafi 11 tu aldar. Þessir menn komu ýmist af meginlandinu eöa úr Bretlandi og ffuttu meö sér latínu, skólastík og gregorískan saung, svo og bókmentir af því tagi sem þá giltu á suölægum menníngarsvæðum álfunn- ar. Um sama leytj fóru líka úngir menn, nafngreindir, af íslandi til náms suörí Evrópu, til Einglands, Normandí, Þýskalands, Parísar og reyndar á marga staöi aöra, nafngreinda; sumir læröu í nafntoguðum skólum. íslensk- ur ábóti, Nikulás nokkur frá Múnka- þverá (d 1159) tók hæð leiöarstjörnu viö ána Jórdan á öndveröri 12tu öld. Bent hefur verið á aö um sama leyti þektu íslenskir fræöimenn arabískt oröafar um stjörnufræði, sem nútíma stjörnufræöingar botna ekki í hvar þeir hafa tínt upp. Nikulás ábóti segir líka í riti af suöurferö sinni nákvæmlega á hvaöa landfræöilegum mörkum túngur skiftast í Þýskalandi. Hópur pílagríma af íslandi, fótgángandi menn, gistu í klaustrinu Reichenau viö Bodensee um 1100 og má enn sjá nafn sérhvers þeirra varðveitt í eftirriti gestabókar. Fyrst íslenskra rita eru taldar hómilíubækurnar, helgisiða- rit reist á Gregoríusi, og hljóta aö hafa borist híngað meö klerkum á 10undu öld; byrjun ritaldar hér kann að hafa veriö í því falin aö snara þessu dóti úr latínu, svo fólk grynti ögn í þeim furöulegum sjónleik sem kaþólsk messa er, svo og tíöagerðum. Þarna kynni semsé að vera undirstaöa okkar í evrópskri bókarament, enda kristniboð ekki formandi fyren viðstaddir botna í messunni sjálfri; í raun var útskýring messunnar sama og katekesis — án útskýríngar á henni heföi eins mátt messa yfir hundum. En vandi hlýtur fróðum mönnum að hafa verið á höndum, nær árinu 1000 að útskýra slíkar bækur meö árángri til sálubótar nýkristnuöu fólki, sem átti sér ekki einusinni bókletur; (rúnaletur er óþekt sem bókletur á íslandi). Mikiö vanda- mál íslenskrar kristindómskenslu að Halldór Laxness ATHUGANIR UM FORNBÓKMENNTIR (Úr sendibréfi til próf. Régis Boyer) upphafi hefur veriö að þýða Pater noster. Slíkur texti hefur mönnum verið óskiljanlegur frá rótum, fd. faðir vor þú sem ert á himnum; og ekkl tók betra viö þegar kom bænin dimitte nobis debita nostra sicut et nos dimittimus debitoribus nostris, — þetta er viöskiftamál frá verslunar- þjóðum Miöjaröarhafsbotna og gerir ráö fyrir fjarstæöukendum millifærsl- um, ókunnum noröur hér. Orö einsog „skuldunautur" bar í sér hugtak lítt skilgreint í þeirra verslun; og í elstu þýðíngum Faðirvors er slíkur maður útúr vandræöum kallaður skulderi og reyndar festi ekki rætur. Þaö hefur líka jafngilt því aö „tala svart" viö krist- lausa menn í þann tíö, aö kenna þeim þá bæn úr Faðirvorinu sem svo segir ne nos inducas in tentationem. Tenta- tio, freistni, er meö öllu óskiljanlegt hugtak í menníngu þar sem synd er óþekt. Mikill málfræöíngur okkar, próf. Konráö Gélason, sem var bakhjallur íslensk-enskrar oröabókar Claesbys, varð aö leita aftrí hiö glataða mál, gotnesku, til aö hafa uppá ætterni glósu einsog þessarar. Við vorum aö fornu vanir að segja sögur af konúngum og hetjum af okkar ætt- stofni. Einhverskonar bann hefur veriö lagt á þaö allar götur frammaö lokum 12tu aldar aö skrifa sögur um íslendínga. Útlendar helgi- sögur af fjarlægum þjóðum í tíma og rúmi geingu fyrir. En þegar nálgast ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.