Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Qupperneq 7
kvöldmáltíð og krossfestingunni. Enginn málari hefur túlkað kvöld- máltíðina á svipaðan hátt og þó eru krossfestingarmyndirnar tvær ennþá meira í sérflokki. Ekki er það sízt vegna þess, hvernig Dali „sér“ Krist á krossinum. Á báðum þessum myndum er krossinn svíf- andi á lofti; annarsvegar geysi- lega stílfæröur kross og áhorfand- inn virðist vera Gala, kona listam- annsins. Þessi mynd er niður komin á Metropólitansafninu í New York, en hin krossfest- ingarmyndin, sem þó er öllu kunnari, er heimilisföst í þeirri stórborg, sem næst er íslandi: Glasgow. Þar er einkar gott lista- safn; leifar frá stórveldistíma Breta, en hvað ætli margir íslend- ingar hafi lagt leiö sína þangaö? Það ér þó vel þess virði, þó ekki væri nema til að sjá meistaraverk Dalis, sem er stolt safnsins og komið fyrir í öndvegi. Þessi mynd er prentuð á forsíðu Lesbókar í tilefni páskanna. Mér er þessi mynd minnisstæð- ari en flest af því sem ég hef séð á söfnum. Hún er í senn ákaflega einföld og sterk — án þess að vera máluð í sterkum litum. Fyrsta skíma dagsins fellur á heröar Krists á krossinum; hann verður sem í sviðsljósi og athyglin beinist að snilldarlegri útfærsl- unni á mannslíkamanum á kross- inum, sem sker sig skarplega frá dimmunni á himinhvolfinu. Blá og fölleit dagsbrúnin úti við sjón- deildarhring minnir á íslenzkan skammdegismorgun og vatnið, fiskimaöurinn og bátur hans, er allt í skugga. Þetta er frumlegasta útfærsla sem ég hef séö á þessu klassíska myndefni og um leið er hin tæknilega snilld í þvílíkum mæli, aö maður stendur agndofa: Eftir grandskoðun á því, slær maður föstu að þarna sé að minnsta kosti eitt listaverk frá þessari öld, sem standi sig tæknilega á móti Vermeer og Rubens og hverjum stórmeistara öörum. Að sumu leyti hefur leik- araskapur Dalis orðið honum til frægðarauka, en sögurnar um hinn kynlega kvist, hafa einnig orðið til þess að draga athyglina frá því, sem mestu máli skiptir: Að Salvador Dali er listamaður af guösnáð, — einn þeirra, sem gnæfa óralangt uppúr skara með- almennskunnar. Það segir líka sína sögu um menningarlega afskekkt okkar, að hér á landi hafa aðeins verið sýndar nokkrar grafíkmyndir iistamannsins. Með fullri viröingu fyrir þeim, verður aö segjast, aö mikiö djúp er staöfest á milii þeirra og meiri háttar verka Dalis. Þær gefa aðeins ófullkomna hug- mynd um hátindana í list hans. Ekki ein einasta þessara mynda hefur nokkru sinni verið sýnd á íslandi, en til eru allmargar bækur um myndlist Dalis og margir þekkja verk hans af þeim. Gísli Sigurðsson. Heilög kvöldmáltíö eftir Salvador Dali. Þegar trúðleikn um sleppir A síöunni til vinstri er útdráttur úr nýlegri grein, sem birtist um Dali í norska blaöinu Aktuelt. Hún er gott dæmi um þá umfjöllun, sem þessi listamaður fær langoft- ast — og sem hann að vísu gefur tilefni til. í hinu þykist víst minna púður, að Dali telst einn alsnjaliasti myndlistarmaður heimsins og hefur verið það í áratugi. Sú staðreynd vill gleym- ast, þegar trúðleikurinn og skringilegheitin eru annarsvegar, svo og allskonar yfirlýsingar eins og þessi nýjasta, aö hann muni snæöa konu sína að henni látinni. Þesskonar auglýsingabrellur hafa sín áhrif og auglýsa Dali sem furðufugl. En þegar áhorfandinn stendur frammi fyrir einhverju af meiri háttar verkum Dalis, þá gleymast trúðleikarnir og þaö eitt blasir við, að hér er snillingur á ferðinni. Á tuttugustu öldinni hafa ófáir myndlistarmenn náö frægð og frama aö því er virðist fyrir litla veröleika. Þeir hafa vakið athygli með uppátækjum og „billegum“ brellum sem hætt er við að framtíöin dæmi léttvæg. Dali er sjálfum sér samkvæmur í þá veru, aö myndir hans sýna samskonar furöuheim og hann vill sjálfur hafa í kringum sig, þar sem svokallaö- Dálítill eftirmáli um einn snjallasta myndlistarmann vorra tíma — Súrrealfak kroaafestingarmynd aftir Dali. Áhorfandinn ar Gala, kona lista- mannsins. ur raunveruleiki fær sérstaka meöhöndlun. En á bak viö þaö allt er listamaöur, sem aldrei bregst. Tækni Dalis er slík, að dæmi um annað eins sjást naumast hjá myndlistarmönnum þessarar ald- ar. Aö því leyti er hann hliðstæða við svokallaða „gamla meistara", sem bjuggu yfir undursamlegri tækni og nú virðist aö mestu leyti glötuð. Salvador Dali er frábær teiknari og hugmyndaríkur í bezta lagi, enda byggir súrrealisminn mjög á frjóu hugmyndaflugi. Meðan sam- tíðarmálarar uppgötvuðu stóra- sannleik kúbismans og síðar af- straktið, hélt Dali sínu striki. Um langt skeið var súrrealismi langt í frá aö vera í tízku. En það hefur breytzt í seinni tíð meö tilkomu popplistar og nýraunsæis og nú eru margir, sem reyna að feta í fótspor manna eins og Rene Magritte og Salvadors Dali. Eins og allir sannir súrrealistar, er Dali umfram allt myndskáld. Hann sýnir okkur heiminn í furöu- legu Ijósi; stundum sem afskræm- ingu, — en stundum sýnir hann gamlar og rótgrónar hugmyndir í nýju Ijósi. Til dæmis um það má nefna hin tilkomumiklu málverk Dalis af atburðum páskanna: Heilagri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.