Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Blaðsíða 9
SLITRUR AF BORG Þegar flogið er yfir Reykjavík, blasir sú staöreynd harla vel við aö byggðin er ótrúlega gisin, þetta eru aðeins skæklar og slitrur af borg, smáhverfi út um hvippinn og hvappinn en óbyggðar víðáttur um allar trissur. Hér nægir aö benda á flugvallarsvæöiö Vatnsmýrina, Öskjuhlíðarsvæðið, vesturhluta Fossvogsdalsins, Kringlumýri, Sogamýri, Laugardal, galeyðurnar meðfram Suöurlandsbraut og Sig- túni, Laugarnesið, Elliðaárdalinn og Mjóddina. Á þessum svæðum mætti ugglaust koma fyrir mörgum Breiðholtum, en þess í stað eru viðraðar áætlanir um ennþá meiri útþenslu og hverfaslitring inn með öllum sundum, allt til Blikastaða. Virðist aó því stefnt, að Reykjavík geti orðið jafn djöfullega erfið til búsetu og stórborgir heimsins, enda er hún víðlíka stór að flatar- máli og sumar milljónaborgir. Mætti til samanburðar nefna, að Amsterdam, sem telur milljón íbúa, kæmist eftir því sem mér sýnist fyrir á helmingi Reykjavíkursvæðis- ins. Þar eru enda engar umtals- verðar vegalengdir til: flestir ferð- ast um borgina á reiðhjólum eða með almenningsvögnum. Hin tilgangslausa staérð Reykja- , vikur kostar of fjár, hvernig sem á það er litið. Fólk verður alveg háð bílum og á fjarlægari útskikunum fer mjög í vöxt að hver fjölskylda telji sig ekki geta komizt af með minna en tvo bíla. Smávægilegar útréttingar útheimta gífurlegan akstur, tímaeyöslu og þvílík útlát fyrir bensín, að miðlungs mánað- arreikningur tveggja bíla fjölskyldu getur hæglega hljóðaó uppá 140 þúsund á mánuöi, — og er þá kannski orðinn einn stærsti út- gjaldaliðurinn í búskapnum. En það eraðeins ein hlið málsins. Samgöngumannvirki, leiöslur og lagnir í ný hverfi kosta of fjár; til Bersvæði meðfram Suðurlandsbraut — vestur af Álfheimahverfi. Þegar Reykjavík er skoðuð úr lofti, kemur í ljós, að allt er í skæklum og bersvæðum, jafnvel þar sem á að heita að byggt sé. dæmis hefur nýlega verið upplýst, að skolpræsið eitt fyrir hugsanlega byggð í Fífuhvammslandi í Kópa- vogi, mundi kosta milljarð króna. Einhver verður að borga þessi ósköp; húsbyggjendur sjálfir eða skattborgararnir. Svo reisum við nýja skóla í stað þeirra eldri sem standa tómir eöa hálftómir, verzl- anir og palisanderklædd bankaúti- bú. Við höfum kennt bersvæðapóli- tíkina við „græna byltingu" og sú bylting byggðist á misskilningi og aðalkostur hennar er sá, að hún étur ekki börnin sín eins og sumar aórar byltingar. Bersvæðin eru að vísu græn yfir sumarmánuð- ina, en hverjum kemur það að gagni? Jafnvel á bersvæðum, þar sem reynt hefur verið að hola niöur trjáþlöntum eins og á Klambratúni, sést yfirleitt ekki sála á ferli; ekki einu sinni á sólbjörtum sumardög- um. Þetta er einfaldlega alltof dýr lúxus, — og þó í raun elnskis manns lúxus, þegar það er ekki notað. Þá stendur það eitt eftir að hafa af því útgjöldin. Almennings- garðar af þessu tagi verða aldrei notaðir sem neinu nemur héðra og vegur veðráttan ugglaust þyngst af ástæöunum. Þýöingarlaust er að bera þessi svæði saman við al- menningsgarða í borgum heitari landa og við höfum sáralítið við hliðstæóu að gera af þeirri einföldu ástæöu, aö rétt utan við borgina eru margfalt unaðslegri reitir, Heið- mörkin, Bláfjöllin og yfirleitt Reykjanessvæðið. Þá segir einhver: Það er bara „hreyfanlegi hópurinn", sem nýtur þess; bílfólkið. Hvar eiga hinir að vera, þegar sólin skín; börn, gam- almenni og lasburða fólk? Þvíer til að svara að viö fjöldan allan af húsum borgarinnar eru yndislegir garðar, þar sem græna byltingin heldur vonandi áfram og þar sem ekkert er síðra að vera ígóou veðri eri á bersvæðunum; að minnsta kosti er ekki aö sjá að hinir bíllausu notfæri sér bersvæðin. Lái þeim hver sem vill. Nú er það loksins komið á umræðustig, að ef til vill væri betra að tefja eitthvaó fyrir byggöaslitr- ingi inn með öllum sundum og byggja þess í stað á flugvallar- svæðinu og í Vatnsmýrinni. Framá- menn í flugi viröast eiga bágt með að kyngja því, að völlurinn geti þurft að víkja fyrir byggð og víst hefur það sína kosti — ekki sízt fyrir utanbæjarmenn — að geta lent inni í miðri Reykjavík. Miklu þyngra á metunum hlýtur þó að teljast að geta komiö fyrir 20—40 þúsund manna byggð á svæðinu; allt eftir byggingarmáta. Hafa arð- semisreikningar sýnt og sannað þjóðhagslega hagkvæmni þessa og er nú mál að finna flugvellinum nýjan stað, annaðhvort nyrzt á Alftarfesi ellegar í Kapelluhrauni. Ekki er stætt á að halda ber- svæðastefnunni til streytu lengur; forsendur hafá endanlega brostið með margföldun sangöngukostn- aðar. Mál er aö linni og mál er að Reykjavík verði annaö en skæklar. Einn skækillinn átti aö verða svo- kallaður „miðbær" samkvæmt löngu úreltu skipulagi, því þá þótti mestu varða aö geta látið hinn raunverulega miðbæ Reykjavíkur deyja alveg. Varla á nokkur höfuð- borg í víðri veröld eins dapurlegan miðbæ. Samt hefur hann lagazt til muna við breytinguna í Austur- stræti og á Lækjartorgi. En ekki var von til þess að gamla kvosin dafnaði á meðan menn trúðu því aó miðbæjarstarfseminni þyrfti um- fram allt að dreifa út um allarjarðir. Þétting byggðar er stórmál í orkukreppunni og þýðir ekki að . hlusta á úrtölur þeirra sem væla yfir skertu útsýni. Það fylgir þvíað búa í alvöru borg, að útsýnið er ekki endilega uppá marga fiska. Auk þess þarf aö hefja skipulagt land- nám innan gömlu Reykjavíkur. Þar virðast æði margar óbyggöar lóðir; ónotaðir skikar og kofarusl, sem ekkert minjagildi hefur og betur væri á bak og burt. Án efa yrði mjög eftirsótt að búa í nánd við gamla miðbæinn, ef þar yrði byggt til muna. Kannski yrði þá hægt að manna gömlu skólana á nýjan leik og bankarnir þyrftu ekki að byggja nýpalisanderútibú, þvíþaö erhvort sem er ekki nema faðmslengd á milli þeirra neðantil við Laugaveg og Bankastræti. Kannski yröi þá fólk á ferli í miðbænum, — jafnvel eftir klukkan sex, — og ungu konurnar sem barnavögnum aka yrðu ekki allar uppi í Breiðholti. Margfalt fleiri gætu þá ef til vill gengið úr og í vinnu, — ellegar hjólað, og þá hægt að tefja eitt- hvað fyrir þeirri þróun, að fjölskyld- an þurfl yfirleitt tvo bíla. Þaó eitt samsvarar kjarabót uppá tvær til þrjár milljónir á ári og munar um minna. Þá væri fólk ekki nauðbeygt til að vinna önnur eins ósköp; það gæti verið ögn meira með börnun- umsínum og ef til vill veitt sérþann munað að bregða sér saman uppí Heiðmörk, þar sem græna byltingin verður ástunduð í framtíðinni — á réttum stað. Gisli Sigurðsson ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.