Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Síða 9
Bersvæði meðfram Suðurlandsbraut — vestur af Álfheimahverfi. Þegar Reykjavík er skoðuð úr loíti, kcmur í ljós, að allt er i skæklum og bersvæðum, jafnvel þar sem á að heita að byggt sé. SLITRUR AF BORG Þegar flogiö er yfir Reykjavík, blasir sú staöreynd harla vel viö aö byggöin er ótrúlega gisin, þetta eru aðeins skæklar og slitrur af borg, smáhverfi út um hvippinn og hvappinn en óbyggöar víöáttur um allar trissur. Hér nægir aö benda á flugvallarsvæöið Vatnsmýrina, Öskjuhlíöarsvæöiö, vesturhluta Fossvogsdalsins, Kringlumýri, Sogamýri, Laugardal, galeyðurnar meöfram Suðurlandsbraut og Sig- túni, Laugarnesiö, Elliðaárdalinn og Mjóddina. Á þessum svæðum mætti ugglaust koma fyrir mörgum Breiöholtum, en þess í stað eru viðraðar áætlanir um ennþá meiri útþenslu og hverfaslitring inn með öllum sundum, allt til Blikastaða. Viröist aö því stefnt, aö Reykjavík geti orðið jafn djöfullega erfið til búsetu og stórborgir heimsins, enda er hún víðlíka stór að flatar- máli og sumar milljónaborgir. Mætti til samanburöar nefna, aö Amsterdam, sem telur milljón íbúa, kæmist eftir því sem mér sýnist fyrir á helmingi Reykjavíkursvæöis- ins. Þar eru enda engar umtals- veröar vegalengdir til: flestir ferð- ast um borgina á reiöhjólum eða meö almenningsvögnum. Hin tilgangslausa staérö Reykja- víkur kostar of fjár, hvernig sem á þaö er litiö. Fólk verður alveg háð bílum og á fjarlægari útskikunum fer mjög í vöxt aö hver fjölskylda telji sig ekki geta komizt af meö minna en tvo bíla. Smávægilegar útréttingar útheimta gífurlegan akstur, tímaeyðslu og þvílík útlát fyrir bensín, aö miölungs mánaö- arreikningur tveggja bíla fjölskyldu getur hæglega hljóöaö uppá 140 þúsund á mánuöi, — og er þá kannski oröinn einn stærsti út- gjaldaliöurinn í búskapnum. En þaö eraðeins ein hliö málsins. Samgöngumannvirki, leiöslur og lagnir í ný hverfi kosta of fjár; til dæmis hefur nýlega veriö upplýst, aö skolpræsiö eitt fyrir hugsanlega byggö í Fífuhvammslandi í Kópa- vogi, mundi kosta milljarð króna. Einhver veröur aö borga þessi ósköp; húsbyggjendur sjálfir eöa skattborgararnir. Svo reisum viö nýja skóla í staö þeirra eldri sem standa tómir eöa hálftómir, verzl- anir og palisanderklædd bankaúti- bú. Viö höfum kennt bersvæöapóli- tíkina við „græna byltingu “ og sú bylting byggðist á misskilningi og aðalkostur hennar er sá, aö hún étur ekki börnin sín eins og sumar aörar byltingar. Bersvæöin eru aö vísu græn yfir sumarmánuö- ina, en hverjum kemur það aö gagni? Jafnvel á bersvæðum, þar sem reynt hefur veriö að hola niöur trjáplöntum eins og á Kiambratúni, sést yfirleitt ekki sála á ferli; ekki einu sinni á sólbjörtum sumardög- um. Þetta er einfaldlega alltof dýr lúxus, — og þó í raun einskis manns lúxus, þegar það er ekki notaö. Þá stendur það eitt eftir aö hafa af því útgjöldin. Almennings- garöar af þessu tagi veröa aldrei notaðir sem neinu nemur héðra og vegur veöráttan ugglaust þyngst af ástæöunum. Þýöingarlaust er aö bera þessi svæöi saman viö al- menningsgarða í borgum heitari landa og við höfum sáralítiö við hliðstæðu að gera af þeirri einföldu ástæöu, aö rétt utan viö borgina eru margfalt unaöslegri reitir, Heiö- mörkin, Bláfjöllin og yfirleitt Reykjanessvæöiö. Þá segir einhver: Þaö er bara „hreyfanlegi hópurinn", sem nýtur þess; bílfólkiö. Hvar eiga hinir aö vera, þegar sólin skín; börn, gam- almenni og lasburöa fólk? Því er til að svara aö við fjöldan allan af húsum borgarinnar eru yndislegir garðar, þar sem græna byltingin heldur vonandi áfram og þar sem ekkert er síðra aö vera ígóöu veöri en á þersvæðunum; að minnsta kosti er ekki aö sjá aö hinir bíllausu notfæri sér bersvæðin. Lái þeim hver sem vill. Nú er það loksins komiö á umræðustig, aö ef til vill væri betra aö tefja eitthvaö fyrir byggöaslitr- ingi inn meö öllum sundum og byggja þess í stað á flugvallar- svæöinu og í Vatnsmýrinni. Framá- menn í flugi virðast eiga bágt með að kyngja því, að völlurinn geti þurft aö víkja fyrir byggö og víst hefur þaö sína kosti — ekki sízt fyrir utanbæjarmenn — að geta lent inni í miöri Reykjavík. Miklu þyngra á metunum hlýtur þó að teljast aö geta komiö fyrir 20—40 þúsund manna byggö á svæðinu; allt eftir byggingarmáta. Hafa arð- semisreikningar sýnt og sannað þjóðhagslega hagkvæmni þessa og er nú mál aö finna flugvellinum nýjan staö, annaöhvort nyrzt á Alftarfesi ellegar í Kapelluhrauni. Ekki er stætt á aö halda ber- svæöastefnunni til streytu lengur; forsendur hafa endanlega brostiö meö margföldun sangöngukostn- aöar. Mál er að linni og mál er aö Reykjavfk veröi annaö en skæklar. Einn skækillinn átti að verða svo- kallaöur „miðbær" samkvæmt löngu úreltu skipulagi, því þá þótti mestu varöa aö geta látiö hinn raunverulega miöbæ Reykjavíkur deyja alveg. Varla á nokkur höfuö- borg í víöri veröld eins dapurlegan miðbæ. Samt hefur hann lagazt tii muna viö breytinguna í Austur- stræti og á Lækjartorgi. En ekki var von til þess aö gamla kvosin dafnaöi á meöan menn trúöu því að miðbæjarstarfseminni þyrfti um- fram allt aö dreifa út um allar jaröir. Þétting byggöar er stórmál í orkukreppunni og þýöir ekki að hlusta á úrtölur þeirra sem væla yfir skertu útsýni. Það fylgir þvíað búa í alvöru borg, að útsýnið er ekki endilega uppá marga fiska. Auk þess þarf aö hefja skipulagt land- nám innan gömlu Reykjavíkur. Þar viröast æöi margar óbyggðar lóöir; ónotaðir skikar og kofarusl, sem ekkert minjagildi hefur og betur væri á bak og burt. Án efa yröi mjög eftirsótt að búa í nánd viö gamla miðbæinn, ef þar yröi byggt til muna. Kannski yröi þá hægt aö manna gömlu skólana á nýjan leik og bankarnir þyrftu ekki að byggja ný palisanderútibú, þvíþaö er hvort sem er ekki nema faðmslengd á milli þeirra neöantii viö Laugaveg og Bankastræti. Kannski yröi þá fólk á ferli í miöbænum, — jafnvel eftir klukkan sex, — og ungu konurnar sem barnavögnum aka yröu ekki allar uppi í Breiðholti. Margfalt fleiri gætu þá ef til vill gengiö úr og í vinnu, — ellegar hjólaö, og þá hægt að tefja eitt- hvað fyrir þeirri þróun, að fjölskyld- an þurfi yfirleitt tvo bíla. Þaö eitt samsvarar kjarabót uppá tvær til þrjár milljónir á ári og munar um minna. Þá væri fólk ekki nauöbeygt til að vinna önnur eins ósköp; þaö gæti verið ögn meira með börnun- um sínum og ef til vill veitt sér þann munað aö bregða sér saman uppí Heiömörk, þar sem græna byltingin verður ástunduö í framtíðinni — á réttum stað. Gísli Sigurðsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.