Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Blaðsíða 14
Algengur matur á Möltu Allskonar hveitilengjur (pasta) eru mjög algengar í fæöi Möltubúa. Algeng- astar eru spaghetti og makkarónur. Spaghetti meö tómatsósu er venjulega boröaö tvisvar í viku. Á sumrin eru ferskir tómatar notaöir í sósuna, en á vetrum tómatpurée eöa niöursoðnir tómatar. Algengt er aö sjá húsmæöur í litlum matvörubúöum kaupa „nofs-qwart" (um 120 gr) af tómatpurée, sem afgreitt er í fituþéttum umbúöapappír, rétt mátulegt í hádegismatinn. En á sunnudögum er boröaö timpana eða mqarrun fil-forn (ofnbakaöir makkarónu- og kjötréttir, sjá uppskrift). (vtargir hafa þann siö aö útbúa matinn heimafyrir, setja hann í eldfast mót og láta svo bakaríio um aö baka hann á meoan fjölskyldan'fer í sunnu- dagsbíltúrinn. ATH. í uppskriftunum er miöaö viö enskt pund (Ib). sem mun vera nálægt 450 gr. TIMPANA 1 pund pæduft 1 pund makkarónur 1 pund smásaxaö kjöt (blanda af nauta- og svínakjöti) Vi heili eða V? pund kjúklingalifur (hvort heldur sem vill) 1 stór laukur 2 kúffullar matskeiöar tómatpuróe 4 matskeiðar rifinn Parmaostur salt, pipar 4egg smjör eða olía til steikingar. Búiö sósuna til á eftirfarandi hátt: Steikiö laukinn gullinn í smjöri, olíu eöa blöndu af þessu tvennu. Bætiö út í smásöxuðu kjötinu, salti og pipar. Hræriö vel í og sjóðiö í 15 mín. Bætiö út í tómatpurée og 1 pela af heitu vatni ásamt súputeningi. Látið malla minnst 1 klst. Á meöan látiö þið heilann (ef þiö notiö hann) liggja í söltu vatni, takiö himnuna af. Sjóoiö heilann í saltvatni í 10 mín. Kæliö og sneiöiö í fremur þykkar sneiöar. Steikiö lifrina (ef hún er notuö) í lítilli feiti í 5 mín. Sjóöiö makkarónurnar í miklu, söltu vatni unz þær eru næstum meyrar. Helliö bollj af köldu vatni í pottinn um leio og þær eru tilbúnar. Mikilvægt er að makkarónurnar séu ekki of linar og haldi lögun sinni. Blandiö kjöti og tómatmauki saman við makkarónurnar, bætið við þeyttum eggjunum og rifnum ostinum ásamt salti og pipar. Hræriö vel saman. Breiöiö út % af pædelginu til aö setja í botninn og hliöarnar á kökuformi eöa eldfastri skál. Látið í þetta lag af makkarónublöndunni. Ef notaöur er heili eöa lifur, látiö þá lag af því yfir og því næst annaö lag af makkarónublöndunni. Setjiö þvínæst deiglok yfir allt saman og bakið viö meöalhita í 1 — 1V? klukku- stund. Ef þiö haflö bakaö timpana í kökuformi má vera aö deigiö í botninum sé ofurlítiö vanbakað. Ef þiö óttist þaö, takiö þá réttinn úr ofninum 15 mín. fyrr en sagt var til um og hvolfið honum á ofnplötu. Setjið íofninn í 15 mín. íviöbót. Timpana er boriö fram í sneiðum og það sneiöist betur sé þaö látiö standa í Vs tíma eftir að þaö er tekiö úr ofninum. Fallegast er að sneiöarnar sýni snyrti- iegar, gagnsæjar, holar makkarónurnar á báðum hliöum. Þetta næst meö því aö vera ekki of hræddur viö aö sjóöa makkarónurnar í of stuttan tíma. MQARRUN FIL-FORN Þessi réttur er búinn til á sama hátt og timpana, en pædeiginu, heilanum og lifrinni er sleppt. í staöinn er vani aö strá brauðmylsnu eða raspi í fituborin form eða eldfasta skál. Hvolfiö því úr eftir aö þaö hefur kólnaö dálítiö. Bæði timpana og mqarrun fil-forn batna viö geymslu. Hitið upp afganga í ofni eftir aö þeir hafa verið sneiddir í snyrtilegar sneiðar. í flestum þorpum á Möltu eru útimark- aöir. Þeir eru kænlega staösettir nálægt þorpskirkjunum. Sala hefst kl. 5 aö morgni og konur gera innkaup á leiö úr kirkju. Þeir, sem fyrstir rísa úr rekkju, gera beztu kaupin. Fisksalarnir, sem oftast eru konur, hafa fiskinn til sýnis í grunnum málm- pönnum og vigta hann á gamaldags reislu. Fiskur er oftast borðaöur á miövikudögum og föstudögum, gamlar leifar kaþólsks siöar (ekki er lengur bannaö aö boröa kjöt á föstudögum.) Vinsælasti fiskurinn er lampuka. Lampukavertíðin er frá miðjum ágúst og fram í nóvember. Lampuka er líka kallaöur „dorado" (sá gyllti) vegna þess að hann er raunverulega gylltur nýveidd- ur. Fiskurinn er stinnur og hvítur og bragðið mjög sérstakt. Möltubúar kalla Eins og víðar í Mið- jarðarhafs- löndum, eru matvæli gjarnan seld á götumörk- uðum. Hér eru húsmæð- ur i Valetta að velja sér ávexti í mat- inn. það „tohgma ta'bahar", sem þýöir bók- stafiega sjávarbragö. En Möltubúar boröa líka saltfisk, þó aö ekki sé mér kunnugt um, hvort þeir kaupa hann af íslendingum. Hér kemur uppskrift af saltfiski í nýstárlegum bún- ingi: STUFFAT TAL- BAKKALJAW Vh pund saltaöur þorskur 2 laukar 8 olívur 2 msk maiarona 2 msk tómatpurée 1 msk söxuð mynta 1 meöalstórt blómkálshöfuð % pund melóna (pumpkin) 1V»—2 pund flysjaðar og brytjaöar kartöflur. Fiskurinn lagður í bleyti yfir nótt. Látið sítrónusneið í vatnið. Léttbrúniö laukinn í olíunni, bætiö við tómatpurée og brytjuö- um fiskinum. Setjiö út í steinlausar olívurnar og grænmetiö og helliö á vatni, svo rétt fljóti yfir. Sjóðið viö lágan hita, þangaö til grænmetiö er meyrt. (Þýtt og endursagt. AMb) konungshirða Evrópu. Loks bauð Karl V keisari riddurunum Möltu gegn því aö þeir verðu Tripoli fyrir Tyrkjum. Að ööru leyti var landleigan ekki önnur en sú, aö Jóhannesarriddarar skyldu senda keisara einn fálka á ári. Áöurnefndur de Valetta var Stórmeistari Jóhannesarreglunnar á sínum tíma. 10. maí 1798 var örlagadagur í lífi Möltubúa ekki síöur en 10. maí fyrir íslendinga 142 árum síöar. Þann dag sigldi Napóleon franska flotanum inn til Valetta og hernam eyjuna. Napóleon dvaldist þó ekki nema viku í Palzzo Parisio í Valetta, sigldi þvínæst til Egypta- lands, sæll í þeirri trú, aö hann heföi stofnsett lítið byltingasínnað Frakkland á Möltu. Bylting lá aö vísu í loftinu, en henni var beint gegn Frökkum, sem Möltubúum tókst að fullu að reka af höndum sér 1800. Á þessum árum voru skip Nelsons á sveimi umhverfis eyjuna og svo fór að Bretar hernámu Möltu og höfðu þar yfirráö allt til þess aö eyjarskeggjar hiutu sjálfstæði 21. sept. 1964 aö undangeng- inni þjóöaratkvæöagreiöslu. Á Möltu höföu Bretar þýðingarmikla flotastöð í fyrra stríöi og í seinni styrjöldinni varð þessi litla eyja fyrir þrjú þúsund loftárás- um og í þeim eyðlögðust þrjátíu þúsund byggingar. Trúræknin setur svip á daglegt líf Bresk áhrif eru enn mikil á Möltu, t.d. viröist hver einasti maöur mælandi á enska tungu. En íbúarnir eiga sitt eigiö tungumál og útvarp fer einungis fram á þvt' máli. Þetta mál, maltískan, er mjög sérstætt og fátt er í rauninni vitað um uppruna þess, sem þó er álitinn mállýska Fönikíumanna og hafa oröiö fyrir sterkum arabískum áhrifum. Síöar hafa veriö tekin í máliö ítölsk, spönsk og ensk orö. Öldum saman var þetta eingungis talmál, ritmál var ekki tekiö upp fyrr en á tuttugustu öld. Uppruni íbúanna er einnig óljós, þeir rekja ættir sínar ýmist aftur til Fönikíu- manna, eöa ítala og annarra Evrópubúa. Einnig mætti nefna Araba í þessu sam- bandi (sbr. nálægö eyjarinnar við Norður- Afríku.) Möltubúar eru sjálfstæöir, glaö- sinna, iöjusamir, skarpir, en heiðarlegir í viöskiptum, heimakærir og ákaflega trú- ræknir. Trúarbragöafrelsi er á eyjunni, en flestir eru áhangendur rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Trúræknin setur mikinn svip á daglegt líf. Kirkjuklukkum er hringt kvölds og morgna og um miðjan dag, lítiö líkneski dýrlinga, langoftast Maríu meyj- ar, eru við dyrakarma allflestra húsa og áöur hefur verið sagt frá dýrlingamyndum ístrætisvögnunum. Nær daglega gengum viö framhjá lítilli kirkju, en á garövegg utan hennar var komið fyrir áletrun til feröamanna, breytilegri meö nokkurra daga millibili, en oftast var boöskapur hennar á þá leiö aö ganga ekki hálfnaktir um göturnar, baðföt og stuttbuxur ætti aöeins við á baöströndum. Svipaöa klausu er aö finna í baeklingi sem hótelin dreifa. En þekktasti þáttur í trúrækni Möltubúa eru hinar íburðarmiklu trúar- hátíðir, þar sem hvert smáþorp og bær heldur sinn dýrlingsdag hátíölegan meö pompi og prakt, kirkjur og götur eru skreyttar blómum, borðum og Ijósum, skrúögöngur fara fram, hljómsveitir leika og flugeldum er skotið á loft. Fram aö þessu hef ég aöeins nefnt Möltu, sem er alls ekki fullnægjandi, því aö í lýöveldinu eru auk þess tvær aörar byggðar eyjar, Gozo og smáeyjan Com- ino á sundinu á milli hinna tveggja, en þaö kallast Cominosund, Syöra og Nyrðra. Gozo er 26 fermílur að stærö og landslag er þar öllu svipmeira en á Möltu. Þar búa bændur og fiskimenn. Þaöan kemur bezta grænmetiö, bragöbesta svínakjötiö og Ijúffengustu sauöaostarnir. Þar eru líka geröir hinir frægu knippl- ingar. Sagnir herma, aö á Gozo hafi verið hellir hafmeyjarinnar, Calypso, sem heill- aöi Ulysses og hélt honum föngnum á eyjunni í sjö ár. Comino er aöeins ein fermíla að stærð. Nafn sitt dregur eyjan af kúmenjurtinni, sem eitt sinn var þar ræktuð í stórum stíl. En við komum hvorki til Gozo né Comino í þetta sinn né heldur heimsótt- um viö höfuöborgina fornu og sögu- frægu, Mdina, þar sem foröum bjó Publius, gestgjafi Páls postula og síðar fyrsti kristni biskupinn á Möltu. Mdina er nefnd „Borgin þögla" og íbúar gera allt til að varöveita sögulegar minjar og fornan andblæ í hinum dularfullu, þöglu stræt- um, kirkjum, klaustrum og höllum. Mdina er líka þekkt fyrir glerblástur sinn. Fyrsta síödegiö okkar á Möltu fórum viö í göngutúr yfir ströndina fyrir framan aöaldyr hótelsins okkar, Cavalieri. Þarna var kalkborinn, sendinn jarövegur, þar sem uxu nokkrar tegundir af grænum, blaöþykkum fjörugróöri auk þyrkings- legra brúska, sem gáfu frá sér krydd- kenndan ilm. Kannski óx þarna rósa- marín og timían, sem kvaö vaxa villt þarna á eyjunni? ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.