Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Blaðsíða 23
LOUISA MATTHÍASDÓTTIR fær góöa dóma á sýningu í New York I dagblöðum fra New York og listtímaritum getur aö líta umsagnir og gagnrýni um nýlega sýningu Louisu Matthíasdóttur í galieríi R. Schoelkopf, — sem er eitt af liðlega 400 sýning- arstöðum í þeirri miklu heimsborg. Tímaritiö New York segir frá þeim sýningum, sem merkastar þykja og eru margar taldar upp, en segir þó sína sögu, aö einungis ein mynd er birt meö allri súpunni: Olafsvík 1979, eftir Louisu Matthíasdóttur. Telst myndin fremur dæmigerð fyrir íslenzkar um- hverfislýsingar Louisu; áherzla er á fleti og einfaldleika fremur en línur, heildaráhrifin fremur abstrakt og minna framar öðru á Nínu Tryggva- dóttur, enda voru þær mikiö saman; bjuggu saman í Reykjavík, spreyttu sig á sömu yrkisefnum og uröu fyrir áhrifum hvor af annarri. Á korti, sem blaöinu hefur borizt frá sýningarstaön- um, R. Schoelkopf Gallery, er hins vegar litprentuð kyrralífsmynd eftir Louisu og fylgja þessar tvær myndir hér meö, enda ágætt dæmi um þau myndefni, sem þessum prýöilega full- trúa okkar í heimsborginni miklu hafa oröiö kærust. Einhvers staöar segir, aö sígandi lukka sé bezt, og Louisa Matthíasdótt- ir hefur einmitt haft þess konar meöbyr; hún er nú orðin vel þekktur málari í New York og gagnrýnandinn Hilton Kramer gengur svo langt aö telja Louisu mála nú um stundir „bestu kyrralífsmyndir, sem sjáist". Hann getur líka sérstaklega um Ólafsvík- urmyndina og telur aö Louisa hafi þar „wonderful quick touch". Kyrralífs- myndir Louisu eru oftast mjög ákveön- ar í teikningu, stundum „stífkompón- eraöar" eins og sú er hér sést. Athyglisvert er að sjá, hvernig Louisa notar litinn: Annars vegar myndar hún skarpar andstæöur á miili þess sem Ijóst er og dökkt í myndinni. Hér er leikiö gamalt stef um samspil — eða andstæöu — þess f jólubláa í flöskunni og græna litarins á boröinu. Á hinn bóginn er athyglisvert aö sjá, aö Louisa endurtekur græna litinn í einhverjum hlut, sem liggur á dúknum, — og rautt og appelsínugult, sem fyrir kemur í ávextinum, endurtekur hún í diskinum, Ekki eru allir á eitt sáttir um slíkar endurtekningar, sem einnig koma fyrir hjá Louisu í Ólafsvíkur- myndinni, en í myndlist er mörg kenningin og sumir málarar ganga vísvitandi í berhögg viö þær — og stundum meö góöum árangri. Af þessum myndum — og eins þeim er Louisa sýndi hér um áriö aö Kjarvalsstööum, má sjá að hún er umfram ailt norrænn málari; þetta er miklu fremur skandinavískt málverk en amerískt, — og akademísk áhrif eru auösæ. íslenzk áhrif eru líka ótrúlega lífseig í myndum Louisu og þá á ég ekki viö áhrif frá íslenzkum myndlistarmönnum, heldur áhrifin frá landinu, birtunni hér og því sérstaka umhverfi, sem séð verður á íslandi og Ólafsvíkurmyndin endurspeglar til dæmis. Mér virðist aftur á móti, aö bandarískir gagnrýnendur geri sér Ólafsvík 1979. Olíumálverk eftir Louisu. ekki grein fyrir því, hvaöan þessi áhrif eru sprottin. Að vísu nefnir John Ashbery, að expressjónismi af þessu tagi sé oft í augum Noröurlandabúa raunveruleikinn sjálfur — og þaö held ég aö fái staðizt. En aö heimfæra Louisu uppá de Chirico hlýtur aö teljast í hæpnara lagi. g.S. Uppstilling eftir Louisu Matthíasdóttur. Einn gagnrýnandinn gefur henni einmitt mjög góða einkunn fyrir uppstillingarnar og segir þær vera meö því albezta sem sjáist á sýningum af því tagi. talin hefir veriö lofsöngur til vorsins, enda gætir þeirra minna þar, en það sem helst hefir þótt vanta í þennan flutning er ferskleiki og að tónlistin fái að streyma fram eöli sínu samkvæmt. EMI gefur út ASD 3295. > Fiðlusónötur Beethovens eru til í mörgum og góöum hljóöritunum. Er þar fyrst að telja aö Perlman og Ashkenazy hafa gert mjðg góða upptðku á þessum tveim, sem hér er um fjallaö Decca sx 16736. Nýleg er einnig upptaka meö Arthur Grumiaux og Claudio Arrau á Vorsónötunni og nr. 1 á hinni hliöinni Philip* 9500 055. Þá hafa englr minni menn en Yehudi Menuhin og Kempff leikið allar sónötur Beethovens fyrir fiðlu og píanó inn á hljómplötur ásamt fleiri verkum DGG 2721 132. Pinchas Zukerman og Daniel Barrenboim hafa gert þaö sama HMV sls 871. Nýveriö hefir Philips gefið út aö nýju allar sónöturnar með Oistrakh og Oborin, sem þóttu frábærar á sínum tíma. Af eldri upptökum, sem eru á markaöi annaö kastiö má nefna Philips universo, þar sem Clara Haskil leikur á píanóiö en Arthur Grumiaux á flölu númeriö er 6580 032, þarna er Kreutzérsónatan á annarri hlið en Vorsónfjtan á móti. Önnur plata með sömu. verkum er á RCA þar sem Henryk Szýryng leikur á flöluna en Arthur Rubinsrein á píanóiö. Hljóöritunin ber þess merki aö ryera komin til ára sinna, en gaman er aö'eiga Rubinstein viö píanóiö í þessum verk- um. Nú er þetta hluti af setti meö 3 plötum, þar sem sónötur Brahms fyrir fiðlu og píanó eru meö RCA ser 5701/3. Plöturnar ASD 3620 og ASD 3295 fást í Fálkanum og sumar þeirra sem hér eru nefndar. STEINBECK frh. af bls. 21 hluta til karlmaöur og aö hluta til stjórnmálamaður. Þær hugsa eins og hórur en hafa leggöng eins og öldunga- ráö biskupakirkjunnar. Mæður þeirra ala á fyrfrlitningu þeirra á karlpeningnum og þar af leiöandi keppa þær viö karlmenn og ef þær fara ekki meö sigur af hólmi, þá fara þær vælandi til sálfræöingsins. Dæmigerð amerísk stúlka gerir þjón úr eiginmanni sínum og þegar það hefur tekist fyrirlítur hún hann. Amerískt hjóna- líf er fyrsta þrepið í tröppum hóruhússins. Að lokum mun þeim takast að skapa heilan kynflokk þar sem allir karlmenn veröa kynvillingar. Og þær munu ekki láta þar viö sitja. Nú er ég byrjaður að sjá ofjarla okkar hlutlægt og ég er ekki ánægöur meö þaö sem ég sé og ég vil ekki láta þær ala drengina mína upp. Tilhneigingar amerískra kvenna til aö gelda eiginmenn sína og vana syni sína er mjög sterk. Mexíkanskar konur eru ánægöar meö aö vera konur og eru góöar sem slíkar, gagnstætt því sem er meö okkar konur sem reyna aö vera menn og eru þar af leiöandl ómögulegar." Samantekt byggð á bokinni: A Life ín Letters: Elaine Steinbeck og Robert Walden. <§>

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.