Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 4
Maður mn i speglinum Smásaga eftir Sídney J. Bounds A kránni voru menn orðnir fúlir í skapi. í loftiö var kominn gustur, sem ekki var þar stundu áöur. Ástæöan var ekki einvörðungu sú, aö heimamenn höfou beöiö ósig- ur. Doug Hone viöurkenndi þaö meö sjálfum sér, aö sökin væri hans sjálfs. Hann vissi það, aö í hita leiksins gat hann ekki varist þess aö láta ákafann sjást á sér, og þaö kom fólki í vont skap. En auövitaö var hann góður í skák. Ekkert vit var í að neita því — en hann þurfti ekki aö þröngva leikni sinni upp á aöra, eða hvað? Svona hafði hann alla tíð verið, þegar skák var annars vegar. Sigur var það eina sem skipti máli; þá lét hann mannasiðina lönd og leið. Hone var í sumarleyfi, og á leið sinni frá London til Somerset kom hann viö í þorpinu og hugöist fá sér snarl á kránni. Þegar hann komst á snoðir um, að á kránni styttu menn sér helst stundir viö skák, - komst hann allur á loft. Hann pantaði sér herbergi til gistingar yfir nóttina, síöan bauö hann öllum öörum gestum upp á glas með sér og loks var honum boöið að tefla með. Hone tefldi þrjá leiki og vann þá alla. Síðan þurfti hann endilega að fara að gorta af sigrum sínum í taflfélaginu í London. Þá tók aö síga brúnin á heimamönnum. Hann litaöist um eftir einhverju, sem gæti eytt spennunni. Stofan var viðarklædd og þokkaleg. í henni miðri stóöu fjögur borö. Meðfram einum veggnum endilongum stóð bekkur og þar voru einnig dyr og gangur inn af þeim. Á bak viö skenkinn var spegill en á skenknum var glerhjálmur. Undir honum var gamalt tafl. Hone haföi tekiö eftir tafli þessu áöur, en ekki gefiö því frekari gaum fyrr en núna; hann gekk aö því og virti það fyrir sér. „Fallegir taflmenn," sagöi hann og reyndi aö gera rödd sína hlýlega. Þaö var rétt. Hrókarnir voru eins og virkisturnar í laglnu, riddar- arnir á hestbaki, biskuparnir meö mítur á höföi og kóngarnir og drottningarnar krýnd svo sem vera ber. Er hann horfði með aðdáun á smíðina, hóf hann að ágirnast tafliö. „Handskorið, aö sjálfsögöu. Er þaö falt?" „Nei, góðurinn. Taflið atarna er ekki til sölu." Það var seinasti andstæöingur hans sem talaöi. „Þetta er tafliö hans Stew gamla." Taverner, kráareigandanum, virtist brugöið, og hann kallaði upp: „Vilt þú fá þér aftur í glasið áður en við lokum, Bert?" Hone bauðst til að gefa öllum, sem vildu, í glas, en enginn haföi áhuga á því. Hann keypti sér þá einn gin handa sjálfum sér. Bert færði sig nær, lymskulegur á svip. „Ég efast um að þér gætuð sigraö hann Stew gamla ..." Tavernér leit við og sagöi hvasst: „Hættu þessu, Bert." Bert horfði framhjá honum í spegilinn. „Þú átt ekki tafliö, þaö er klúbburinn okkar sem á það. Og við getum fundiö okkur aöstööu annars staðar." Hann sneri sér aftur að gestinum. „Stew var taflmeistarinn hér á staönum — hann stóð hvaða skákmanni frá Lundúnum, sem vera skal, á sporði £¦ myndin parna á veggnum er af honum." Hone leit á daufa Ijósmynd í svörtum ramma. Hún var af gömlum manni með hvítt hár og yfirskegg og tottandi pípu. Hann virtist ekki góölegur, sá karl. Fyrir neöan var letraö, meö snyrtilegum prentstöf- um: THOMAS STEWART Klúbbmeistari i959—1963. „Hann fékk hjartaáfall og dó hérna inni," sagði Bert, „í miðjum leik. Síðan hefur þetta tafl aldrei verið notað. Það er andi í því, taflmenn- irnir hreyfast sjálfkrafa. Þannig er, að Stew gamla finnst ennþá gaman aö tefla." Hone misskildi þessar fréttir sem eitthvert grín og skellti upp úr. „Reimleikar ítaflborði. Hann var góður þessi." Enginn annar hló. Andrúmsloft- ið varð enn þvingaðra. „Þoriö þér aö sitja hérna ein- samall um miönæturskeið, herra?" spurði Bert. „Þér yrðu dauðhrædd- ur." Hone yppti öxlum og fékk sér sopa af gini. „Ef ég þyrði þaö, hvað mundi ég græða á því?" Bert virtist horfa meö athugun á hann. „Langar yöur ekki í tafliö þarna? Ef þér sigrið Stew gamla í kvöld, þá megiö þér eiga tafliö. Klúbburlnn færir yður það að gjöf." „En ef draugurinn ykkar skyldi nú ekki mæta?" „Bíðið þér bara kyrr og sjáið," sagöi Bert. Hone leit á tafliö. Þetta var snotrasta tafl og mikils virði. „Ég tek boöinu. Ég skal tefla við drauginn ykkar — tíl sigurs." „Veriö þér ekki svo viss í yðar sök," anzaöi Bert. Hann tók lykil upp úr vasa sínum og opnaöi skápinn, sem var utan um taflið. Hann tók taflmennina upp meö gætni og lét þá á borð í miðju stofunnar. Viö boröið voru stófar báöum megin. „Viljið þér ekki hafa svart?" spurði Bert. „Stew gamli gefur merki um, aö hann sé reiöubúinn til að hefja leikinn." Hone lauk úr glasinu og lét þaö aftur á skenkinn. „Mér er heldur ekkert aö vanbúnaöi." Bert og hinir skákmennimir fóru; kráareigandinn lokaði dyrun- um og skaut slagbrandi fyrir. „Er þeim alvara?" spurði Hone. „Fæ ég virkilega að halda taflinu, ef ég get verið hér kyrr fram að • miönætti?" Traverner sagöi: „Gleymið þessu, hr. Hone. Farið að hátta og hugsið ekki meira um þetta. Ég ráðlegg yður það." „Ekki hann ég. Ég hef aldrei hafnaö leik fyrr á ævinni. Og hitt er satt, taflinu hef ég ágirnd á." Kráareigandinn virtist svo sem hann ætlaöi aö segja eitthvaö fleira, en þess í stað yppti hann aöeins öxlum. Hann slökkti öll Ijósin í stofunni, aö undanskildu Ijósinu yfir miðborðinu, síðan fór hann út um dyrnar bak viö skenkinn. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.