Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 10
HUGLEIÐINGAR UM ARKITEKTUR — 7. OG SIÐASTI HLUTI EFTIR HARALD Ágrip af íslenzkri byggingasögu Eitt af gömlu bárujárnshúsunum í Hafnarfirði, sem ennþá er búiö í og haldið í upprunalegri gerö. Að klæöa bæði þak og veggi meö bárujárni var séríslenzkt fyrirbæri. Byggingarlist endurspeglar líf fólksins í landinu, hugsun þess, verkmenningu og efnahag. íslendingar búa ekki yfir miklum auði í gömlum byggingum, en ritaðar heimildir, uppgröftur fornminja og vitn- eskja um byggingarháttu síðari tíma veita nokkuö glöggar upplýsingar um bygg- ingar frá því er landið byggðist. Heimildum ber saman um að land hafi verið skógi vaxið, þegar norrænir menn námu landiö á 9. öld. Landið haföi fengið aö vera í friði fyrir grasbítum og öörum lifandi náttúrueyöandi öflum um árþús- undir. Einkum mun hafa veriö um birkiskóg að ræöa, en fátt um stærri lauftré. Var því ekki hægt að nota við þennan tii meiri háttar byggingafram- kvæmda. Landnemarnir fluttu meö sér byggingartækni, sem þróazt hafði á vesturströnd Noregs, í Danmörku, Fær- eyjum og víðar, þar sem norrænir víkingar höfðu haft lengri búsetu á norðlægum slóöum. Þær byggingaraö- ferðir voru þó víðast aö leggjast niður um þetta leyti, og var víðast farið aö smíöa hús eingögnu úr tré, enda sæmilega auðvelt um aðdrætti á góðum smíðaviöi. Vafalaust hefur hér víöa veriö mikiö um góöan rekavið, sem hægt hefur veriö aö nota í þakbita, sperrur og stoðir, en boröviður hefur líklega alltaf verið fluttur inn, einkum frá Noregi. Margir land- mámsmanna munu hafa veriö efnafólk, og töluvert var lagt í húsakost. Veðurfar var hagstætt fyrstu aldirnar eftir landnám og afkoma líklega almennt góð. Híbýli landnámsmanna munu hafa veriö lítt skiptir eöa óskiptir skálar, þar Myndarlegt nútíma steinhús meö álklæöningu á þaki. Nútíminn er dálítið harkalegur í samanburöi viö margt af því sem eldra er og ber þess oft vitni að sparnaðarsjón- armiö sitja ekki í fyrirrúmi. Bitarnir setja svip á húsiö, en til eru þeir sem segja, aö þesskonar bitar séu ekki annaö en haglega gerðar kulda- brýr. sem allt heimilisfólkiö starfaði og svaf. Langeldar voru eftir miöju gólfi. A þeim var eldaö og þeir sáu mönnum fyrir yl. Upphækkaðir bekkir voru meðfram veggjum, þar sem menn sátu og unnu, eða lágu og sváfu. Útveggir voru gerðir úr torfi og grjóti, en klæddir að innan með viðarþiljum. Þak var byggt upp af trégrind, sem hvíldi á veggjum og burðarstoöum, sem mynduðu súlnaröö inni á gólfinu. Að utanveröu var trégrind- in klædd viðarboröum, þöktum torfi, sem geröi þakiö hlýrra og þéttara gegn slagveöursrigningu. Gólfiö var þétt mold- argólf. Þegar tímar liöu, breyttist skálabygg- ingin og herbergjum fjölgaöi. Fyrst var útbyggingum bætt við skálann af handa- hófi, en síöar verður uppbyggingin skipu- legri. Inngangur er þá venjulega á miðri langhliö, milli skála og stofu, sem varö sérstakt herbergi. Enn síðar varð til sérstakur baöklefi aftan viö inngang. Nóg var af eldiviöi og voru steinar í baöklefa hitaöir upp og á þá hellt vatni, svo aö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.