Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Blaðsíða 2
Fregnir ogfurður á liðnu ári Þegar jól eru aö baki og gamla áriö er endanlega llöiö í aldanna skaut taka svipir endurminninganna að sækja aö. í gamla daga töldu menn að norn ein réði fyrir líðandi stund, önnur fyrir fortíöinni og sú þriöja fyrir framtíöinni. Sú valda- skipting var ekki út í hött, svo ólíkan sess sem þessar þrjár víddir tímans skipa í meövitundinni. Sumir eru sífellt aö böðlast í samtíðinni. Aörir fljúga skýjum ofar í framtíöardraum- um. Og enn öðrum þykir náöugast aö halla sér að svæfli liöinnar tíöar. Þegar minnst er ársins sem leið veröur manni orös vant. Ég kann ekki þá tæpitungu sem næði aö skrá sögu þess. Kannski er maður í nánd viö veruleikann aö segja aö þaö hafi veriö grátbroslegt. Stjórnmálin voru í framúrstefnustíl. Og æsifréttirnar ráku sig hver á annars horn eins og graðpening hendir vorn. Flugleiðum var til dæmis legiö á hálsi fyrir að græöa of lítiö en Álverinu í Straums- vík fyrir aö græöa of mikiö. Einkum hlaut þó fyrrnefnda málefniö að sliga augu og eyru fjölmiölanotenda. Síð- ara dæmiö bar hins vegar upp á afmæli Ríkisútvarpsins sem aö eigin sögn er aö sálast úr fátækt. Furöu- legt að enginn skuli nokkru sinni græða hæfilega heldur alltaf annaö hvort of lítiö eða of mikiö. Þá bar þaö til nýlundu að Frakk- land er oröiö svo vont en ísland svo gott aö Frakkar vilja unnvörpum flytjast til síðarnefnda góða landsins. Hvaö er oröiö um þaö háloflega »frelsi, jafnrétti og bræðralag« sem, síöast þegar ég vissi, var letraö á sérhvern bréfhaus sem frönsk stjórnvöld sendu frá sér? Svo mátti skilja aö einkum vinstri og hægri Frakka fýsti aö komast hingað og fer þá að þrengjast í þvísa landi því einmitt hægri og vinstri eru pólitísk hugtök þaöan runnin. Þaö er út af fyrir sig gleðifrétt aö ísland skuli vera oröiö betra en Frakkland. Hitt þótti undirrituðum sýnu lakara að ráða mátti af fréttum aö eingöngu franskir karlmenn vildu flytjast hingaö, en eins og kunnugt er vantar hér stórum kvenfólk þar sem karlmenn eru hér allt of margir og leiðin- legir. Nóg um Fransmenn, karia og konur. Á gamlársdag ieiftraöi skær flug- eldur á gráum himni stjórnmálanna: Veröbólgan skyldi keyrö niöur í fjörutíu prósent á komandi ári. Nýkrónan skyldi með öörum orðum haldast svo stööug eða hitt þó heldur að hún yrði bara sextíu aurar aö ári liðnu. Þetta ákvað landstjórnin ínafni mínu og þínu: kjósendanna — meö meirihluta okkar á bak viö sig. Samt átti ég hreint ekki von á að kallaö yrði á mig eöa þig — atkvæöin — og spurt: er þetta það sem þú vildir? Ekki aldeilis, atkvæði gilda ekki lengur en á kjördegi. Að sjálfsögöu var kallaö á þá sem raunverulega ráða: forsvarsmenn launþegasamtakanna og þeir spuröir — ætliö þið virkilega að láta þetta viögangast? Ætlið þið ekki aö gera eitthvað? Kannski þaö sama og í hittífyrra? Stööva? Fjármálaspekingur einn amerískur sem þónokkuð mark er tekiö á þar vestra — sérfræöingur í verðbólgu meö meira — hefur sagt að fjögur prósent veröbólga, hvaö þá meira, sé háskaspil. Fjörutíu prósent verð- bólgu hefur hann líkast til aldrei heyrt nefnda. Sem kjósandi veitti ég með at- kvæöi mínu umboö til þess við síöustu kosningar aö veröbólgan skyldi færð niöur í núll. Því miöur mátti ekki skrifa það á seðilinn. Þá heföi hann víst talist ógildur. En kannski hefði þaö litlu skipt þegar öllu er á botninn hvoift, gildi hans reynist allt aö einu hið sama þegar á reynir. Sem sagt ekki neitt! Undir árslok var skyndilega og eins og upp úr þurru fariö að nefna skólamál. Upplýst var aö ekki væru allir skólar jafngóöir hér á Fróni. Var svo aö skilja sem sumum þætti þetta furöu gegna. Gott er aö menn eru ekki búnir að týna niður hæfileikan- um að veröa hissa. Undirritaöur er löngu búinn að týna því niður. Stjórnmálamönnum (öðrum en þeim sem eru í eða utan á Alþýðubanda- laginu) þykir yfirhöfuð henta að hafa enga skoöun á menntamálum og látast helst ekkert af þeim vita. Þeir hægri sinnuðu segja aö þetta sé »allt kommum aö kenna« — rétt eins og hér hafi setið ráðstjórn að völdum síöustu hálfa öldina. Er því líkast sem allar ráðstafanir varðandi þessi mál berist einhvers staðar utan frá vetrarbrautinni. Einu sinni — þegar mér þótti einhver vitleysan keyra úr hófi — hringdi ég í ráðuneyti þaö sem fer meö þessi málefni öll saman og spurði: hver ber ábyrgö á þessum fjára? Svarið var svo kænlega oröaö að jafnvel Björn á Leirum heföi varla svarað af meiri klókindum. Svarað var sem sé á þessa leiö, skýrt og skorinort: »Ja, þetta var nú unniö hér í ráöuneytinu?« Slíkt og þvílíkt getur maöur nú kallaö aö kunna aö fela sig. Rotið og spillt valdakerfi gerir hvort tveggja: aö draga aö sér liðleskjur og amlóða en eyöileggja frumkvæöi hinna sem ella kynnu aö hafa kjark til aö gera góöa hluti á eigin ábyrgö. Nú er það vitaö mál að í mörgum íslenskum skólum er unniö vel, svo er Guöi fyrir aö þakka. En kerfi, sem enginn veit í raun og veru hver stjórnar, biöur ekki um slíkt. Það heimtar meðalmennsku! Hvers vegna? Vegna þess aö meðal- mennskan ein kann aö hlýöa og þegja. Þegar sú frétt berst út aö allir íslenskir skólar séu orönir jafnlélegir — þá loks er kerfið búió aö fullkomna verk sitt! Þá þarf ekki frekar aö spyrja. Erlendur Jónsson HLJÓM- PLÖTUR ________—. .-J Fáir hljómsveitarstjórar, sem nú eru horfnir af sviðinu, hafa skiliö eftir jafn mikið af góðum hljóðritunum og Otto Klemperer. Þær koma aftur og aftur í endurútgáfum, betur unnum en gert var í upphafi, enda fleygir tækninni í gerð hljómplötunnar fram. Gott dæmi um þetta er endurútgáfa á Das Lied von der Erde eftir Gustav Mahler EMI Electrola C 065-00065. Áöur en farið veröur aö fjalla um upptökuna og flutning verksins undir stjórn Klemperers, langar mig aö fara nokkrum orðum um ævi hans og lista- mannsferil á lífsleiöinni. Klemperer fæddist í Breslau 1885, en ólst upp í Hamborg og stundaði tónlist- arnám sitt í Frankfurt hjá Pfitzner og í Berlín. Upphaflega ætlaði hann aö veröa píanóleikari, en þegar fundum hans og Gustavs Mahlers bar saman árið 1907, tók hann aðra stefnu og fyrir atbeina hans veröur hann hljómsveitarstjóri í Prag og síöan lá leið hans upp á festingu tónlistarinnar. Hann varð hljómsveitar- stjóri í Hamborg og Köln, en frægastur varð hann fyrir uppfærslur sínar viö Kroll-óperuna í Berlín, en þangaö kom hann 1927. Þar mátti segja, að hann stæði fyrir tilraunaflutningi nútíma óperu- tónlistar. Hann færöi upp verk eins og ödipus rex eftir Stravinski, verk eftir Hindemith og Schönberg, svo að eitthvað sé talið og uppfærslurnar voru þannig unnar, að þær komu af staö áköfum umræðum og deilum, menn hrifust og hneyksluðust, enda lauk þessu með því að stjórnvöldin tóku í taumana og lokuðu óperunni, enda var Klemperer gyöingur og sá tími nálgaöist óðum, að þeim var gert ómögulegt að lifa og starfa í Þýskalandi. Árið 1933 flyst Klemperer til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.