Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Blaðsíða 4
Buferlaflutnmar yfir obrúuó jmufljót um áðustu aldamót Bærinn á Berghyl í Hrunamannahreppi í búakapartíö Sæmundar. Bærinn var byggður 1921 og er einkennandi fyrir bæi, sem byggðir voru einkum á öörum tug aldarinnar: Bárujárniö er komiö til sögunnar, en aö ööru leyti halda menn fast í gamla byggingarlagiö. Jón Guðmundsson, Fjalli Á seinni hluta nítjándu aldar voru landþrengsli oröin mjög tilfinnanleg í Vestur-Skaftafellssýslu. Urðu margir frumbýlingar aö gera sér að góðu að vera í húsmennsku í nokkur ár eða aö búa í margbýli, sem ekki þótti eftir- sóknarvert hlutskipti. Þegar kom fram á öldina fóru aö veröa ýmis teikn á lofti, sem bentu til þess aö batnandi tímar vaeru framund- an. Farið var þá í smáum stíl að innleiöa ýmsar nýungar í verklegum efnum, sem leiddu til þess að framleiðsla fór vaxandi; farið var að finna að vöru- vöndun er varð til hagsbóta fyrir seljandann ekki síöur en kaupandann. Þá fór að gæta framfara í heil- brigöismálum þjóðarinnar og draga úr hinum ægilega ungbarnadauða er ver- iö haföi landlægur í gegnum aldirnar. En hvar átti fólkið í sveitunum, sem hvergi gat fengið jarðnæði að leita sér staöfestu? Það voru ekki nema fáir sem enn gátu fengiö atvinnu viö sjávarsíðuna. Að vísu var víða að myndast vísir að þorpum þar sem vel hagaöi til sjósóknar. I byrjun nítjándu aldar fara nokkrir menn bæði viö Faxaflóa og á Vest- fjörðum aö stunda fiskveiðar á þilskip- um og reyna nýjar verkunaraöferðir við aflann. Þetta gaf góða raun en lengi vel var það ekki í svo stórum stíl aö drægi til verulegrar bæjarmyndunar. Þegar kemur fram yfir miðja nítj- ándu öldina fara ýmsir aö velta því fyrir sér hvort ekki væri rétt fyrir íslendinga að hefja landnám í Vesturheimi, en þá lögöu Evrópubúar leið sína þangað í stórum stíl. Vesturfararhreyfingin kom fyrst fram í Þingeyjarsýslu á árunum á milli 1850 og 1860. Þá voru orðin þar mikil landþrengsli og á undanförnum áratugum höföu víða verið reist nýbýli í heiðarlöndum þar sem föst byggð hafði ekki haldist nema á hlýviðra- skeiöum. Þegar kólnar í veöri minnkar grasvöxtur og þeim mun meira eftir því sem landiö liggur hærra yfir sjó. Um þetta hafa veöurfræðingar sett fram ákveðnar kenningar. Árið 1875 er taiiö að ferðir til Vesturheims hefjist fyrir alvöru. Það var áberandi hvað margir fluttu vestur af Noröur- og Austurlandi, einnig fóru margir af Vesturlandi. Talið hefur veriö aö tiltölulega færri hafi farið af Suður- landi. Megin orsök þess mun hafa veriö sú aö á seinni hluta nítjándu aldar varö veruleg aukning útgeröar viö Faxaflóa og þá tóku þorpin á Stokkseyri og Eyrarbakka við mörgum. Vestur-Skaftfellingar munu ekki hafa lagt leiö sína í stórum stíl til Vesturheims, en víst er að þegar leið að lokum nítjándu aldar var farið að bera þar á verulegum landþrengslum © eins og víða annarsstaöar á landinu. Þaö leiddi til þess að margir leituðu sér staöfestu í öörum héruöum, bæöi til sjávar og sveita. í kringum síðustu aldamót fluttu margar fjölskyldur úr Vestur-Skafta- fellssýslu í uppsveitir Árnessýslu. Flest- ir þessara Skaftfellinga ruddu sér þar rösklega til rúms og búa afkomendur margra þeirra enn í dag á sömu jörðunum. Einn þeirra Skaftfellinga, sem flutti vestur í Árnessýslu um aldamótin var Eiríkur Runólfsson bóndi á Berghyl í Hrunamannahreppi. Eiríkur var 38 ára gamall þegar hann flutti aö Berghyl og þar bjó hann til.dauöadags í 36 ár. Hann var ágætur bóndi og komst ætíö vel af og varð þekktur búfjárrræktarmaöur. Sérstaklega þótti hann léttfær og hélt þreki sínu til elliára. Sæmundur sonur Eiríks tók viö búi á Berghyl aö fööur sínum látnum og bjó þar í nokkur ár. Þegar Sæmundur hætti búskap tók Eiríkur Jónsson frá Þverspyrnu við búi á Berghyl, og hefur búiö þar síöan. Eiríkur er systursonur Sæmundar. í höndum þeirra frænda hefur jöröin oröið eitt af glæsilegustu stórbýlunum í Hrunamannahreppi. Nú hefur Sæmundur verið um langt skeiö starfsmaöur á Hótel Borg í Reykjavík og stundar þar enn vinnu sína þó kominn sé hátt á níræðisaldur. Fyrir nokkru fór ég til Sæmundar og baö hann aö segja mér eitthvað af búskap foreldra sinna, og hvaða orsakir lágu til þess aö þau tóku sig upp og fluttu búferlum alla þessa leiö. Frásögn Sæmundar fer hér á eftir: „Faöir minn Eiríkur Runólfsson var fæddur í Skálmarbæ í Álftaveri 22. Þegar Arnesingar fluttu á mölina, eða til Vestur- heims, tóku Skaftfell- ingar sig upp úr land- þrengslunum fyrir austan og fluttust vestur í Tung- ur og Hreppa. Hér segir Sæmundur Eiríksson, fyrrum bóndi á Berghyl í Hrunamannahreppi, frá þessum búferlaflutning- um og fleiru ágúst 1861. Hann var sonur Runólfs Gunnsteinssonar, sem var bóndi í Skálmarbæjarhrauni. Hann var tvígift- ur og var faðir minn af fyrra hjóna- bandinu. Með fyrri konu sinni 'átti afi minn tvö börn auk fööur míns. Seinni kona hans hét Þórunn Jónsdóttir og með henni átti hann sex börn. Móðir mín hét Sigríður Sæmunds- dóttir fædd 11. 3. 1864 á Ljótar- stööum. Foreldrar mínir hófu búskap í Hraunbæ í Álftaveri 1892. Á þessum árum voru mikil landþrengsli í Álftaver- inu og víða margbýli. Faðir minn fór snemma að fara aö heiman til þess að reyna að afla heimilinu tekna. Fyrsta ferð hans aö heiman var til Vestmannaeyja. Var hann sendur meö bróður sínum, sem var þá kominn að tvítugu. Gekk hann á milli skipa sem kallað var, því hann gat

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.