Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Blaðsíða 6
Hingað til lands mun tóbakið hafa komiö frá Danmörku eins og fleira, illt sem gott. Til eru margar tóbaksvísur og sumar mjög vel kveönar, bæöi Hallgrímur Pétursson og Stefán Ólafsson ortu lof um tóbaksjurtina og þá nautn, sem hún veitir. En oft hefur veriö þröngt í búi hjá alþýðufólki á íslandi og þá hefur það mælst illa fyrir, aö hafa vanið sig á óþarfa. Gamall maður á Hólastaö rölti friölítill um hlaðið og mætti einum af fyrirmönnum staöarins. Síöan hefur lifaö þessi góöa staka: Ég er aö róla raunamóður, réttan varla finn þó stig. Meistari skóla Gunnar góður, gefóu karlinum upp í sig. Það fylgir sögunni, að gamli maður- inn hafi fengiö þaö sem hann baö um. Konur læröu að taka í nefið, og var fyrirgefið, en þaö var varla fyrr en á þessari öld, aö þær tóku að ráði til viö reykingar. Hér er gömul glettnisvísa, þar sem stúlka er ávörpuö: Taktu í nefið, tvinnahrund, til er baukur hlaöinn. Komdu hingað kát í lund og kysstu mig í staðinn. Á fyrri öldum á meöan strangtrún- aður var meiri en nú er viö boö og bönn kirkjunnar, þótti þaö óguðlegt aö vinna viö heyskap eöa sjósókn á helgidögum. Árni Þorsteinsson var sýslumaöur Snæfellinga um miöja öldina sem leið og bjó á Kvíabryggju. Þaö var einhverju sinni sem oftar, að bjargarlítið var orðið í vetrarlok og langur ógæftakafli. En á páskadag gaf á sjó og skipaöi hann svo fyrir, aö allir bátar á verstöð hans skyldu róa. Vel aflaðist, en Árni hlaut nokkurt ámæli fyrir þetta. Hann svaraöi meö þessari vísu: Þó ég rói í þetta sinn, það er ei guði á móti. Verra er að dýrka djöfulinn daglega með blóti. Á Þjóöminjasafninu eru til margar rúmfjalir, sem oddhagir menn hafa skreytt meö útskurði af ýmsu tagi, oft eru þar bænir eöa heilræöavísur meö rúnaletri. Hér er rúmfjaiarvísa ættuð úr Hafnarfiröi: Aflamanni enn á ný aldan kveöur bögur. Börn og svanna bænum í blessar vonin fögur. Maöur gæti hugsaö sér, aö þetta heföi útróðrarmaður ort og skorið, hugsaö heim og ætlaö fjölina konu og börnum. Oft segja menn: Hvergi er fegurra á íslandi en hér. Nefna svo einhvern tiltekinn staö, en það fer eftir smekk manna hvað er fagurt, og þar blandast tilfinningamál í dóminn. Ekki er heldur sama á hvaöa árstíma komiö er á ákveöna staði, tími dags og veöurfar ræöur líka miklu. Óhætt mun samt aö fullyröa, aö á Snæfellsnesi eru margir undurfagrir staöir. Frá Stapa má fara útfyrir jökul, annaöhvort efri leiöina hjá Hólahólum eöa meö sjónum, framhjá Steinar Sigurjónsson Gelískar áráttur og norrœnar — Hvílíkur reginmunur Taktu í nefið tvinnahrund Lóndröngum. Lægri drangurinn hefur þótt öllu erfiöari viðureignar. Til er saga um þaö, aö fjailagarpur einn hafi klifiö hann fyrr á öldum, hlaðið þar vöröu og kveöiö þessa vístu Enginn þorir upp á Drang aö yngja upp hruninn [vörðubing. Gengin er þeim frægð í fang, sem fingrar viö þá [spássering. Líklega er vísan síöari tíma skáld- skapur, ort þegar varöan var komin aö niöurlotum. Strútur heitir sérstætt fjall skammt frá Kalmannstungu í Borgarfirði, en þar átti lengi heima Siguröur Eiríks- son, er síöar varö kunnur hjálpræöis- hermaöur í Reykjavík. Hann orti þessa alkunnu hestavísu: Lyngs viö bing á grænni grund glingra og syng viö stútinn. Þvinga ég slyngan hófahund hring í kring um Strútinn. Þaö er ekki víst aö eftirfarandi mannlýsing sé gömul, gæti veriö ort á okkar tíö. Veit nokkur, sem þetta les, um höfund og tildrög? Maður þú ert makalaus, mögnuð sérhver taug og liður. Þú hefur góðan gáfnahaus, en guöi tókst meö hjartað miöur. Jón Dóri er maöur nefndur, yrkir sér til gamans og hugarhægöar, en fram að þessu hvorki hlotið fyrir lof né frægö, enda sjaldan látiö til sín heyra. Svona orti hann um vinnufélaga sinn og kvaöst myndu prenta í blööum aö honum látnum. Sá er þó enn á lífi og fær hér að sjá sín eftirmæli. Helgi var mesti heiöurskarl úr Húnaþingi, átti góða ektakvinnu og aðra haföi í næturvinnu. Um sjálfan sig yrkir sami hagyröing- ur: Ó, mín sára ástarþrá, æviraunin þetta: í beðinum sem ég byltist á brenninetlur spretta. Á heilsugæslustöðinni nýju í Kópa- vogi fara húösjúkir í eins heitt bað og þeir þola og síöan Ijós og smurningu. Þar eru sumir hagmæltir og var einn slíkur spuröur, hvort hann væri ekki alveg aö bráöna. Hann svaraöi: Ójá, mér er ósköp heitt, eigi gott mun boða, undir mér er ekki neitt oröið nema froða. Ungar fiskvinnslustúlkur voru í kaffi- hléi aö gantast viö stöllu sína, roskna konu, spuröu um kynni hennar af karlmönnum. Hún svaraði: Ég þóttist eitt sinn þekkja mann, það var fyrir nokkuö löngu. Tröll og dauöi tóku hann, tættu, geröu smátt að öngu. Viö höfum freistast til aö hugsa okkur aö við landar gætum saman staöiö af tveimur gerólíkum manngerðum — af mjúkum og höröum einstaklíngum. Og þá má finna aö hinn mjúki maöur í þeim gæti vel sagt sig til ættar viö íra — og þeir sem harðir eru gætu talið sig ættaöa suöaustur í norður- lönd. Þetta má aö vísu vera of lángsóttur grunur, og síst af öllum viljum við styrkja trú manna á erfðamátt blóðsins. En allt um þaö meiga þessar tvær manngerðir, sem alls staðar veröur vart, minna á þaö að viö erum frá keltum komnir engu síður en norðurlandaþjóöum. Viö sjáum fyrir okkur ýmsa presta og lögmenn sem hugöu hér haröir að sínu, hversu þeir minna á norrænan þrifnað. Þá meigum viö ekki gleyma mönnum með pólitískar áráttur, sem er sami þrifnaöur- inn, og þaö er varla hægt að hugsa sér jafn hallærislega menn og íslendinga meö þennan sjúkdóm — gagnstætt því hug- mjúka fólki sem samdi gælurnar, viðlögin og annarsheimslegu ævintýrin. Viö getum vel hugsaö okkur aö þessu sveigjanlega fólki hafi lengi framan af ekki þýtt aö rembast mjög til metorða meöal hinnar höröu víkingaþjóöar og látiö sig sitja á sér og fremur kosiö að sýngja sínar stemmur en aö rembast til valda, þess vegna verið haldið niöri, líkt og keltum meöal breta, ef þeir ekki viidu heldur sýngja í ánauð en aö þræla fyrir efnislegum gæöum. Okkur viröist furöu gegna hversu sjaldan mýktin kemur fram í því sem menn tjá á þessu fagra landi, og nú er óhætt aö minna á hina ströngu hljóðstafasetníngu í ís- lenskri Ijóðagerö og hin skotheldu form dróttkvæöa og rímna; orðafarið er hart og hrjóstrugt með ólíkindum. Þegar nánar er farið út í þessa sálma meigum við hugsa okkur hvernig kuldinn hlýtur jafnan að koma fram í því sem lögmenn skrifa — og þarna erum við komin í kviku bókmenntanna, eöa hvað! Allt veröur aö mæla eftir gögnum. Jafnvel hinar merkilegu íslendíngasögur eru einatl skrifaðar þannig að bágt er aö trúa aö þær geti hafa veriö skráðar af öörum en rétturum. Því hversu óhýrar eru þær oft og einatt og hversu harðlega reknar í jörö. Viö erum óneitanlega nokkuö stiröir í lifandi innileika, og aö því leyti svipar okkur til frænda okkar á noröurlöndum, sem eru fremur lítilmótlegir, og vegna þess aö þeir eru ekki nógu ríkir í sjálfum sér, og auðvitað um leið fyrir aðþrengd á sjálfu menníngarsvæöinu. Hversu hart er þetta frændalið — og nú er um enga miskunn aö ræöa. Hvílíkir herramenn þeir eru í bókmenntum, og það er fremur leiöinlegt. Hvílíkir pólitískt ergöir menn, og ávallt vegna sinnar ástkæru efnishyggju, og hversu hallærislegir þeir eru þegar þeir halda til hins göfuga skáldskapar. Ibsen er einn þessara lögmanna í bókmenntastétt, og okkar vegna má hann vera mesta skáld noröurlanda, tröll í skáldskap, og hann minnir nokkuö á þá landa og norömenn sem bókuöu fornan skáldskap. Fullur af formi, aö vísu, meistari í formi, og formiö er jafn strángt og hrímþurs. Þaö er heldur ekki aö furöa þótt einhverjum kunni aö blöskra hið púnktaöa mál sem skrítileikinn fékk aldrei rúm í. Allt er nú eins og raöaö sé upp meö kubbum, og t>ess vegna er sjaldan um sveigjanlegar línur að ræöa. Hversu þrifnaðarlegt, hversu hraust, hversu afspyrnu norrænt: það brakar í öllu verkinu ekki síöur en til dæmis í Egils sögu, stolti okkar fróna. Og okkur finnst sem viö stöndum allan tímann í lestrinum frammi fyrir brúnaþúngum jötni. Þannig kemur hinn bókmenntalegi per- sónuleiki noröurlanda okkur fyrir sjónir: sem væru bækurnar samdar af þrifnaöar- legum dáöadrengjum, sem okkur virðist aö ættu fremur að starfa í skátahreyfíngu en aö rembast viö að beisla Pegasus. Ef viö höldum til annara frænda okkar og til annars mennínarsvæöis, til íra, virðist okkur aö formerkin veröi öll önnur. Meö þeim er ekki þessi þriflegi sigurstrángleiki, þar eru ekki þessir bolmiklu menn, og í orðum þeirra brakar ekki karlmennskan. írskur andi er þvert á móti kvenlegur, og þó fremur móöurlegur, gagnstætt því sem um okkur verður sagt: aö íslenskur andi er karllegur — sem væri út af fyrir sig ágætt, ef hann væri það ekki á jafn aðþrengdan máta; á þessum matarmiklu tímum öllu fremur strákslegur en karlmannlegur. Við erum ekki endilega að halda því fram að írinn sé mikill í skáldskap; þaö skiptir heldur ekki máli hér. En aö því leyti sem honum tókst að slá sannan slag kom þaö líklega til af því aö hann hefur öldum saman notiö viturs föður í öllum ráöum: þess manns sem fór meö sögur viö móeldinn og sló stundum undir á hörpu, þular sem talaði lágt á meðal annara manna; en þeir hlustuöu nógu andaktugir til þess að honum þýddi að tala lágt, og frá þessu fólki heyröist gjarnan ef slitnaöi þráður: Og hvaö svo! Hvað svo! Aö sjálfsögðu hélt þulurinn áfram meö sína sögu, en hann notaði aldrei orö sem voru með lögun kassans, helþur ávallt meö hinum óreglulegu sveigjum línunnar, og þessi lína leiö í ótal myndum frammi fyrír eldunum, gaf ýmislegt í skyn á meðal þeirra sem komu til að hlusta, og kveikti elda í augum þeirra. írar voru vissulega karlmenni, en þeir mundu hafa verið hraklegir karlar aö svo miklu leyti sem konuna vantaði í þá; annars mundu þeir ekki hafa oröiö jafn söngnir og þá mundi heldur ekki vera jafn erfitt og þaö er oft og tíðum aö segja til um hvort í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.