Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 3
í þróun en byltingu. En munurinn á ensku poppurunum og þeim amerísku var kannski sá, aö Bretarnir heilluöust ekki eins af allskonar iönvarningi og hlutum; manneskjan sjálf var ævinlega í fyrirrúmi hjá þeim, líkt og hjá Francis Bacon, sem var lengi áhrifamestur enskra myndlistarmanna. Þeir Hockney, Jones og Kitaj voru allir frábærir teiknarar og sumt af því bezta, sem liggur eftir Hockney eru einungis blýantsteikningar, sem hann hóf í æöra veldi. Ronald Kitaj hefur aftur á móti málaö fólk í stríöum straumum. Þaö var dæmigert nútíma- fólk og oftast stílfært á skemmtilegan og persónulegan hátt. En þar kom aö þessar flötu stílfærsl- ur hættu aö fullnægja listrænni sköp- unarþrá Kitajs. Hann fór að nýta fágæta teiknihæfileika sína í vaxandi mæli og um leið aö fara í smiöju til löngu genginna stórmeistara. Einkum uröu honum hugleiknar teikningar Degasar hins franska, sem margir kannast bezt viö sem höfund pastel- teikninga af ballettdönsurum. Degas var þaö sem enskir kalla „draftsman", meistari hreinnar teikningar, líkt og Goya, Rembrandt og fteiri. Þegár Kitaj fór aö sökkva sér niöur í Degas, fór einnig Svo aö hann greip æ oftar tll pastelkrrtarinnar og meö þeim árangrl, að hann hlýtur aö teljast meöal stórmeistara í teikningu. Til heiöurs lærifööur sínum, Degasi, geröi Teikning eftir Kitaj frá siöasta ári af bandaríska skáldinu Paul Biaekburn, unnin með koli á pappír. hann teikningu meö koli og pastellit- um, sem birt er á forsíöu. Hún er unnin eftir Ijósmynd og sýnir Degas á dánar- beöi sínu. Síöastliöiö haust hélt Ronald Kitaj sýningu á pastelteikningum sínum í Marlborough-gaileríinu í London og gagnrýnendur voru sammála um, að hún heföi verið merkasta sýning haustsins í London. Samt var ekki um aö ræða neitt, sem kenna mátti viö framúrstefnu; þvert á móti. Hér var vissulega horfiö til gamalla vinnu- bragöa og kannski birtist í þessu viss leiöi yfir öllu gumsinu, sem hengt er upp í sýningarsölum undir merki fram- úrstefnu. Gagnrýnendur töldu aö sjálf- ur mergurinn í sýningu Kitajs væri röð af nektarstúdíum — ekkert myndefni er vtst útþvældara en einmitt þaö og enginn, sem vill umfram alit vera frumlegur, lætur sér til hugar koma aö sinna þesskonar yrkisefni. Engu aö stÖur heldur mannslíkaminn áfram að vera hrífandi — nú ekki síöur en á dögum Michelangelos — og Kitaj hefur vissulega tekizt aö sýna þaö á sann- færandl hátt. Gfsli Sigurösson. w Alkunnugt er hverju hægt er aó fá áorkaó meö þrýstingi „á réttum stöóum“ eins og þaö er kaliaó. V landi kunningsskaparins láta ráöa- menn undan slíkum þrýstingi sé hann langvarandi og haröskeyttur, hvort sem þörfin er knýjandi eöur ei — ogef til vill mun viturlegra að gera eitthvaö annaö viö pen- ingana. í þessu sámbandi mætti minna á óskynsamlega fjárfestingu í fiskiskipaflota landsmanna uppá síökastiö. En hvaö er einn togari milli vina og skrtt og lagó meö þaö, þótt fiskifræöingar telji að ekki sé hægt aö úthluta honum einu beini úr sjó. A þurru landi er einnig hægt aö benda á all hrikalegar fjárfestingar, sem orðnar eru til fyrir þrýsting og rúmast ekki innan ramma skyn- seminnar. í því sambandi þykir mér nærtækast Borgarleikhúsið í Kringlumýri, sem kunngert var 1975 dg enn er ekki komið uppúr jöröinni. Starfsemi Leikfélagsins í lönó hefur lengi verið borgarbúum hjartfólgin og mikils metin — og Ijóst var, aö Leikfélaginu var ekki boöleg framtíö í húsinu í því ástandi sem þaö var og er í. En hugmyndin um nýtt aösetur Leikfélags Reykjavíkur, Borgar- leikhúsiö, er dæmigerö fyrir þau hugarfóstur, sem taka aö hlaöa utaná sig í meðförum; vaxa yfir sig, unz niöurstaöan er oröin skýjaborg og ekki í nokkru samræmi viö aöstæður og mannfjölda. Astæöa væri til aö bera þessa hugmynd fram til sigurs og flýta húsinu eftir mætti, ef ekki vildi svo til, aö fyrir er í borginni Þjóöleik- hús. Viö viljum veg þess mikinn; þó er nú svo að aösókn fór talsvert minnkandi í fyrra og í allan vetur mun hafa veriö leikið fyrir hálfu húsi aö jafnaöi. En þaö hefur líka ýmislegt annaö komiö til skjal- anna, sem skýrír þaö kannski aö einhverju leyti: Leikfélag Kópavogs er oröin staðreynd, sem veröur aö reikna meö; Alþýöuleikhúsiö er aö f málamönnum eins og flest sem aftaga fer íþéssu landi. En hvaö á; aö gera ylð kjallarann og grunninn, sem þegar er búiö aö ausa fjár- magni f? Ragnar Þóröarson hefur lagt til aö þar veröi komiö upp leikmunageymslu og saumastofu fyrír öll leikhúsin, en heimili fyrir aldraða leikara byggt ofaná. Þaö er aö minnsta kosti skárri hug- mynd en halda lengra útí ófæruna. Þjóöleikhúsiö hefur starfað í 30 ár og reyndar var bygging þess hafin fyrir síðari heimstyrjöld. Aftur á móti á tónlistin í landinu engan samastaö á því herrans ári 1981. Sinfónían býr aö Háskólabíói, sem veröur aö telja mislukkaðan kon- sertsal, nema þá helzt hvaö stærö- ina áhrærir. Þegar meirí háttar snillingar sækja okkur heim á listahátíöum, hefur þeim og áheyr- endum veriö vísaö í Laugardals- höllina og mætti þá eins raða stólum í eitthvert flugskýlið á Keflavíkurflugvelli. Nýstofnuð ópera á engan samastaö heldur, en hefur augastaö á Gamla bíói. Sjálfgefið er, aö þar yröi tjaldaö til einnar nætur. Unnendur tónlistar hljóta aö vera linur þrýstihópur, ella væri hafin bygging í stíl við Kennedy Center í New York. En tónlistin þarf ekki fremur en Leikfélag Reykjavíkur einhverja álfaborg, heidur konserthús, sem byggt væri meö hljómburð íhuga og samsvar- ar mannfjölda nú og í næstu framtíö. A sama tíma og aðsókn aö leikhúsum fer heldur rénandi, fer aösókn að tónleikum Sinfóní- unnar svo vaxandi aö í vetur hafa sumir tónleikagestir látiö sér lynda aö standa utanmeö veggjum, því skipað hefur veríö í hvert sæti. En landsfeður og borgarstjórnarmenn hafa líklega ekki mikla hugmynd um þaö; að minnsta kosti er þaö viðburður, ef einhver úr þeirra hópi sést á hljómleikum. Gísli Sigurösson. hasla sér völl við Barónstíginn og'. ■i'i hleypt hefur verið af stokkum leikfélagi í Breiöholti. Öll er sú þróun mjög eölileg og gæti fariö ... svo aö fleiri hópar áhugamanna. > stofnuöu leikhús; ungir leikarar. ; eiga kannski þann kost einan, ef þeir ætla sér aö stunda list sína. í Ijósi alls þessa erum viö ekki meö öllum mjalla aö fara aö byggja nýja leiklistarhöll — eigin- lega nýtt Þjóöleikhús — meö tveimur leiksviöum og sölum sem taka 650 manns í sæti. Borgaríeikhúsiö yröi samkvæmt teikningum arkitektanna, Guö- mundar Kr. Guömundssonar, Ólafs Sigurössonar og Þorsteins Gunnarssonar, hiö glæsilegasta hús, en ekki ýkja frumlegt og má í því sambandi minna á nýlega reist þjóðleikhús í London. Einhvern- tíma kemur upp þörf fyrir leikhús af þessari stærö til hliöar viö Þjóöleikhúsið og önnur smærri leikhús; til dæmis þegar íbúar höfuöstaöarins eru orönir 300 þús- und. En þá er eins víst, aö teikningar Guömundar, Ólafs og Þorsteins veröa taldar mjög úrelt- ar. Fyrir næstu framtíö verður vita- skuld aö gera eitthvaö innan skynsamlegra marka fyrir Leikfé- lag Reykjavíkur. Staðkunnugir menn hafa haldiö því fram aö auövelt sé aö breyta lönó í því augnamiöi; taka allt húsiö eins og það er nú fyrir áhorfendur, en bæta viö byggingu í sama stíi austan viö lönó fyrir sviö og tengja þaö síöan við Búnaöarfélagshúsiö viö Lækjargötu, sem yröi úm leiö tilheyrandi leikhúsinu. Þeir Leikfélagsmenn hafa sýnt geysilegan dugnað og ósérhlrfni í fjáröflun fyrir leikhúsbyggingu. Þeir lögöu glaöbeittir á brattann, en sá bratti hefur vaxiö þeim og oröiö að ókleifu bjargi. Það er þó ekki þeim að kenna, heldur misvitrum stjórn- • -'M ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.