Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 10
landi gilti hiö sama og í Prússlandi, aö hinn menntaöi og hugsandi liösforingi hafði tekiö viö af hinu raupsama merkikerti sem fyrirmynd. Þar sem í Rússlandi var ógerningur aö ræða saman í stórum hópi, án þess aö leynilögreglan frétti af því, uröu til mörg leynifélög í klúbbhúsum liösfor- ingjanna. Seinna voru hinir gunnreifu meölimir þeirra í heild sinni kallaöir „dekabristarnir", „desembermennirnir", af því aö uppreisn þeirra brauzt út í desember 1825. Meöal þeirra voru margir vina Púsjkins, Kuchelbecker, von Delwig og margir fleiri úr þeim hópi. Sjálfur var hann mjög hlynntur þeim. Haföi sína eigin hentisemi 18 ára gamall, 1817, lauk Púsjkin námi sínu í menntaskólanum í Tsarskoje Selo, en fór þó ekki í háskóla, heldur tók viö stööu í utanríkisráöuneytinu. Hann var ekki sú manngerö, sem gat unað því að slökkva fróöleiksþorsta sinn á fast- mótuöum námsbrautum. Þaö, sem hann haföi áhuga á, stundaði hann, eins og honum sýndist. í veizlusölum Péturs- borgar vakti hann brátt athygli kvenn- anna fyrst og fremst. Hann var maður meö óvenju auðugt hugmyndaflug. Ör í skapi og stööugt ástfanginn af einni af dáöustu fegurðardísunum, alls ekki glæsilegur útlits, en afar aðlaöandi. Kvæöi þau, sem hann orti í skóla, höföu þegar vakiö aödáun manna, og söguljóö hans, „Ruslan og Ludmilla", geröi hann frægan um allt Rússland. En svo orti hann óö til frelsisins og vakti meö því svo mikla gremju valdhafanna, að hann var útlægur ger til syðsta hluta Rússlands. Skyldi hann meö aösetri í Odessa vera aöstoöarmaöur landstjór- ans í Bessarabíu, von Voronzovs greifa. í Odessa hóf Púsjkin aö rita söguna „Eugen Onegin". Hann haföi þó nokkrar tekjur af bókmenntastörfum sínum, en eyddi því brátt aö mestu í fjárhættuspil eöa munaðarlíf. Það var ekki einleikiö meö hið unga skáld. Alitaf varö hann ástfanginn af konum, sem honum miklu ríkari og voldugri menn geröu tilkall til. Þaö voru .greifyrtjUr og prinsessur, sem hann daöraöi við, ungar konur roskinna hershöföingja og meira aö segja eigin- kona landstjórans, Voronzovs, sem var honum alls ekki hliöhollur. Odessa var glæsileg borg meö menningarbrag, leikhús, hljómleikasali og veitingastaöi. Þar var hægt aö lifa lífinu. Fyrir kvenfólkið orti Púsjkin hin feg- urstu ástarljóö og háökvæöi handa herrunum. Og brátt fékk hann aö finna fyrir reiði þeirra, sem fyrir barðinu á honum uröu. Skobelev hershöfðingi kraföist þess í skýrslu til stjórnvalda í Pétursborg, aö skáldiö yröi hirt með hnútasvipu:....Þaö væri þarfaverk, ef af höfundi svo viðurstyggilegs kveö- skapar yrðu teknar nokkrar holdtætlur En þegar Voronzov greifynja tók greinilega að veita æ minni mótspyrnu gegn ásókn skáldsins, skrifaöi maöur hennar einnig til Pétursborgar. í síöasta bréfinu voru óduldar grátbænir: ...Fyrir alla muni losið mig viö þennan Púsjkin! Hann kann aö vera gott skáld, en ég vil ekki hafa hann hér!“ Og loks komu boö frá æöstu stööum: Púsjkin var gert aö búa á landareign fööur síns og halda sig þar, í héraðinu Pskov í norövesturhluta Rússlands. Augljóst var, aö Alexander keisari haföi minni áhyggjur af ástarævintýrum skáldsins heldur en því, aö þaö fyllti flokk hinna ungu umbótamanna, eins og leyniskýrslur gáfu til kynna. Fyrirmælun- um lauk með þessum oröum: .. Hans Hátign mun alls ekki láta 8. febrúar 1837 hlaut Púsjkin banvænt skotsár í einvígi. Andstæðing- ur hans, ungur, kvenlegur Frakki, skaut of fljótt. Dauðastríð Púsjkins stóð í tvo daga. Innfellda myndin sýnir teikningu eftir Púsjkin af konu sinni. hann dvelja þar án eftirlits, þar eö hann kynni ella aö notfæra sér frelsiö til aö breiöa út byltingarkenndar hugmynd- ir . . .“ Héraöiö Pskov lá aö þremur baltn- eskum landsvæöum, Kúrlandi, Líflandi og Eistlandi, þar sem einni kröfu desembermanna haföi þegar veriö full- nægt. Baltnesku barónarnir höföu þeg- ar eftir Napóleonsstríöiö afnumiö ánauðina, sem þó var áfram viö lýöi í hálfa öld enn annars staöar í Rússlandi. Á landsetrinu gekk Púsjkin um eins og bóndi, í stígvélum og víöum buxum meö hvíta Rússatreyjuna utan yfir bux- urnar. Hann ráfaöi um akrana, hangsaði á kránum, dansaöi á markaðshátíðum, hlustaöi á þjóökvæöasöngvara og sagnaþuli og læröi af þeim. Þarna heima lauk Púsjkin viö „Eugen Onegin“ og vann stööugt aö leikriti sínu, „Boris Godunov“, fyrsta meiri háttar harmleik rússneskra bókmennta. Keisarinn dansaði vals með prýði — annað var síður prýðilegt Á sama tíma í þrjú hundruð km fjarlægö undirbjuggu vinir hans í Pét- ursborg hina miklu byltingu. Alexander keisari haföi tekið viö völdum meö háfleygum hugmyndum og eldmóöi í ræöum, hann haföi af myndugleik kom- ið fram fyrir hönd Rússlands á öllum fundum þjóöhöföingja í Evrópu og hann haföi af mikilli prýði dansað vals, sem þá var nýkominn í móö, á Vínarráð- stefnunni, en ekki gert neitt fyrir þjóö sína. Henni lét hann sömu öryggissveit- irnar halda í sama ófrelsinu og allir aðrir keisarar á undan honum. Menn heföu gjarnan viljaö losna við hann og reyna að koma á þingbundinni keisarastjórn meö einhverjum af yngri bræörum hans, en syni átti Alexander enga. Sumir umbótasinnar vildu þó afnema keisaradæmiö og koma á lýö- veldi aö fyrirmynd Bandaríkja Norður- Ameríku. Hinn andlegi leiötogi desember- manna var þýzkur heimspekiprófessor, sem hafði komiö til Rússlands á stjórn- arárum Katrínar og komiö á fót barna- skólum og kennaraskólum og meira aö segja sjúkrahúsi einnig. En hinn pólitíski leiötogi var Paul von Pestel herforingi en afi hans hafði komið til Rússlands frá Þýzkalandi á dögum Elísabetar drottningar. Hinn ungi herfor- ingi haföi hlotið æöstu heiöursmerki ríkisins og gulliö sverö fyrir hugprýöi úr hendi keisarans. Á ári uppreisnarinnar, 1825, var hann 32 ára gamall, hámennt- aöur og víösýnn maöur. Margir aörir herforingjar voru meöal samsærismanna, og þaö sem mest var um vert, margir þeirra höföu yfir heilum liössveitum aö ráöa og voru fúsir til aö taka þátt í uppreisninni meö þeim. Þá voru og þrír fursta þeirra á meöal og mörg skáld, og meðal annarra Kuchel- becker, sem skömmu áöur haföi heim- sótt Goethe í Weimar. Ákveðið að skjóta keisarann En Alexander Púsjkin, sem fyrstur haföi vakiö eldlegan áhuga margra þeirra á hinu mikla máli meö ættjarö- arljóöum sínum, sat á landareign sinni undir lögreglueftirliti og vann aö „Boris Godunov“. Paul von Pestel geröi sér Ijóst, aö þaö var eitt aö ræöa stjórnmál í klúbbi yfir kampavíni og annaö aö gera uppreisn, koma á nýrri skipan í ríkinu og breyta öllu frá grunni. Hann haföi þegar gengiö frá ítarlegri stjórnarskrá fyrir rússneskt lýðræðisríki í framtíöinni og þurfti á mönnum aö halda, sem gætu innt af hendi raunhæf verkefni og heföu forystuhæfileika. Hann hafði meiri áhuga á herforingjum, sem gætu teflt fram heilum liössveitum, heldur en heimspekingum, trúarofstækismönnum og sveimhugum. Gegn rammafturhalds- sömu ríkisvaldi stoöuöu ekki næturlang- ar umræður um hugmyndafræðileg blæbrigöi. Þaö varö aö láta verkin tala! Þessi niöurstaöa varö til þess, að Kakovskij liösforingi ákvaö aö fórna sér. Hann hét því að skjóta keisarann. En þá skeöi óvæntur atburður: Alexander 1. slapp viö tilræöiö, þar sem hann dó á ferðalagi 19. nóvember 1825. Vikum saman var ekki Ijóst, hvern Kakovskij ætti nú að skjóta, því aö fyrst uröu ríkiserfðir aö liggja fyrir. Loks var skýrt frá því, aö næstyngsti bróðir Alexand- ers, Nikulás, hafi veriö útnefndur til aö taka viö hollustueiöum hinna rússnesku tignarmanna hinn 14. desember. Kvöldiö áöur hittust samsærismenn- irnir og ræddu um þaö alla nóttina, hvaö gera skyldi. Þeir höfðu margar mismun- andi skoöanir, en litla tilhneigingu til aö koma sér saman. Allt barst lögreglunni til eyrna gegnum njósnara. Spurningin var aðeins, hverjir yröu fyrri til aö láta til skarar skríöa, uppreisnarmennirnir eöa lögregla. Púsjkin fékk einhvern veginn veöur af því í útlegöinni, aö til tíöinda gæti dregiö. Andi samsærismanna náöi til hans. Hann fylltist óróa og fannst, aö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.