Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 2
Marteinsklæöið eins og Anna G. Kristjánsdóttir útfæröi þaö meö hliðsjón af hinu forna íslenska altarisklæöi frá Grenjaöarstaö. Hef alltaf haft áhuga á göml- um og þjéélegum fgrírmgndum Hulda Valtýsdóttir ræðir við Onnu G. Kristjánsdóttur . 'ZÆRáfo*. Aö venju gaf kvenfélagiö Hringurinn út kort fyrir síöustu jól og í þetta sinn varö fyrir valinu mynd af veggteppi sem frú Anna G. Kristjánsdóttir hefur saumaö. Anna saumaði þetta teppi meö hliösjón af ísiensku miöalda-altarisklæöi frá Grenjaö- arstaö, en á því eru myndir úr sögu heilags Marteins frá Tour. Upprunalega klæðiö er saumað meö yfirlögöum saum (refilsaum) í hvíta einskeftu og er töluvert minna. Anna saumaöi hins vegar meö krosssaumi og perluspori í stramma og er hennar klæöi ca. 190x170 aö stærð. Á Marteinsklæðinu eru 12 hringir og í hverjum hring greinir frá atviki í lífi heilags Marteins. Fyrsta myndin sýnir er Marteinn gefur hálfa skikkju sína fáklæddum bein- ingamanni. Önnur myndin sýnir er Martein dreymir Jesú íklæddan þeim helmingi skikkjunnar sem hann gaf beiningamannin- um. Þriöja myndin er af skírn Marteins. Á fjórðu myndinni er hann aö vekja mann frá dauðum, á þeirri fimmtu kallar hann þrael sem hefur veriö hengdur aftur til lífsins. Á þeirri sjöttu er veriö að vígja hann til biskups en á þeirri sjöundu er mynd af djákna sem lætur undir höfuö leggjast aö gefa beiningamanni fatnaö. Áttunda mynd- in sýnir Martein gefa kirtilinn undan skikkju sinni þessum beiningamanni. Sú níunda sýnir Martein vekja barn frá dauöum, á þeirri tíundu er hann aö reka illa anda úr nautgrip, á þeirri elleftu rekur hann burt einhver illfygli sem spilla veiöi í vatni en sú síðasta sýnir Martein á dánarbeöi. Hann sést þar svífa til himins í barnslíki en djöfsi reynir um leiö árangurslaust aö krækja í sál hans. Þetta stóra klæöi prýöir vegg í stofu hjá Önnu. Þaö er allt hiö vandaðasta aö gerö og fer ekki milli mála aö hér liggur geysileg vinna að baki. Anna segist hafa verið meö þessa vinnu milli handanna annaö veifiö í sjö ár en hún lauk við þaö áriö 1971. „Þetta var nokkuð sein-unniö,“ segir hún. „T.d. get ég nefnt aö andlitin og reyndar fleiri hlutar eru saumaðir meö miklu fínna spori, eöa V< úr krosssaums- spori og í hverju andliti eru allt aö 12—20 Anna G. Kristjánsdóttir. litir. Og stundum þegar ég var búin aö sauma heilu kaflana var ég ekki nógu ánægö, rakti allt upp og byrjaði á ný.“ Anna var aö því spurö hvort hún heföi fengist lengi viö útsaum. „Ég hef verið aö sauma allt frá unglings- árunurn," segir hún, „en ég hef alltaf haft áhuga á gömlum þjóölegum fyrirmyndum. Ég hef harmaö þaö síöar á ævinni aö ég aflaöi mér ekki meiri menntunar á þessu sviöi, en ég haföi ekki tök á því aö fara í skóla og haföi reyndar ekki áhuga á hannyröum yfirleitt — aðeins á þessari grein. Á Þjóðminjasafninu er óþrjótandi náma fagurra útsaumsgripa og ég hef saumaö mikiö eftir fyrirmyndum þaöan. Oftast hef ég veriö meö eitthvaö milli handanna svo þetta er drjúgur tími á langri ævf. Þó held ég ekki sé hægt aö segja aö ég hafi veriö meö neina „sauma-dellu" en 6g hef notaö hverja smástund til aö grípa í þetta. Systir mín Ásta haföi líka áhuga á þessum þjóölega útsaumi og viö studdum hvor aöra og bárum saman bækur okkar. Hún saumaöi reyndar meira en ég. Bandiö lita ég sjálf og hef löngum gert. Inga Lára Lárusdóttir teiknikennari gaf mér norskar litunarbækur þegar hún sá aö ég hafði áhuga fyrir slíku og ég hef veriö á fartinni upp um fjöll og firnindi aö safna laufi og berki eins og vitlaus væri. Um tíma bjó ég í Fellsmúla og þá var ég stundum aö fást viö þetta alla nóttina því ég haföi í ööru aö snúast á daginn. Þetta tók sinn tíma. Ég varö aö fara út í læk aö skola bandiö og hengja þaö síöan upp og þurrka. Ekki vantaöi áhugann, en þaö er mikil ná- kvæmnisvinna aö finna réttu litina." „Nú hangir hiö upprunalega Marteins- klæöi ekki á Þjóöminjasafninu hér heldur á Cluny-safninu í París. Hvaö kom til aö þú valdlr þér þetta verkefni?" „Ég man ekki hvar ég sá mynd af þessu altarisklæði fyrst — líklega í blaði þar sem sagöi aö klæðiö væri í Frakklandi. Þaö var svo löngu seinna aö dóttir mín og tengda- sonur voru búsett í París um hríö. Ég baö þau aö hafa upp á þessu og sendi þeim úrklippuna. Eitt sinn voru þau stödd í Louvre-safninu og hitta þá fyrir gamlan safnvörö. Þau fóru aö sýna honum mynd- ina og þá segist hann kannast viö þennan grip. Hann sé á Cluny-safninu og tengda- sonur minn tók myndir af klæöinu þar og sendi mér. Ég notaði svo þessar myndir til hliösjónar en varö að geta mér aö mestu til um litina. Ég teiknaði mynstriö eftir Ijós- myndunum en það finnst mér einna erfiðast, enda hef ég ekkert lært aö teikna. Sumir halda aö ég hafi látið teikna fyrir mig en þaö er nú ekki rétt. Mér finnst ég hins vegar eiga auöveldara meö litina og tel mig hafa nokkuð gott litaskyn, og ég vanda mig mikið viö litavalið. Um leiö reyndi ég að afla mér upplýsinga um heilagan Martein frá Tour en þaö gekk nú ekki of vel. Einna helst er aö finna um hann sagnir í biskupasögum frá miööldum. Hann mun hafa veriö uppi árin 316—397 e.Kr. Hann var sonur hermanns og liföi hinu „glaöa lífi“ framan af. Síöan geröist hann fráhverfur öllum munaöi og gaf eigur sínar hinum fátæku og smáu. Hann tamdi sér fábrotiö líferni, líka eftir aö hann var oröinn biskup og kom sér þess vegna illa hjá klerkastétt sem haföi yfirleitt um sig hirö og barst mikið á. Hann var síöan tekinn í heilagra manna tölu og fólk fer enn þann dag í dag í pílagrímsferöir aö gröf hans í Suður-Frakklandi og finnst þaö fá bót meina sinna þar.“ Anna er spurð aö því hvort hún hafi nokkra tölu á útsaumsverkum sínum en hún kveöur nei viö og segist hafa gefiö þau hingaö og þangaö. „Mörgum finnst til um þessa handavinnu mína, en ég geri ekki mikið úr henni. Aö vísu er þaö töluvert átak aö leggja í stór verk en ég geri þetta af tómri ánægju." Og Anna bætir viö: „Eitt af mörgu sem ég hef saumað meö hliðsjón af gömlum gripum er Maríudúkur- inn svokallaöi. Á honum eru myndir úr ævi Maríu meyjar og er hann úr Reykjahlíöar- kirkju. Hann var sendur til Danmerkur og er nú einn merkasti gripurinn á Þjóöminja- safninu þar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.