Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 3
Maríudúkur Önnu þar sem eru rakin nokkur æviatriöi hinnar helgu meyjar. ViA gerð hans studdist Anna einnig viö íslenskt altarisklæoi frá mioöldum. Minn Maríudúkur er nú hjá dóttur minni sem er búsett í Kanada en þangað fer ég oft. Ég var tvisvar beöin aö segja frá handavinnu minni í kanadíska sjónvarpinu og ég held aö sá þáttur hafi vakiö töluveröa athygli. Að minnsta kosti gekk fólk aö mér á götu og fór að minnast á þetta. Mér var reyndar boöiö fé í Maríu-dúkinn minn af kanadískum ráðherra sem var aö setja upp safn í Nova Scotia, en ég gat ekki fengiö af mér að selja hann, svo ekkert varö úr kaupum. Ég fer nú aö slaka á viö saumaskapinn hvaö úr hverju. Þó er langt ífrá að éjg ætli, mér aö sitja og horfa í gaupnir mér. Eg er í saumaklúbb og svo spila ég bridge mér til gamans." Um hinn upprunalega Marteinsdúk Áriö 1946 birtist í Lesbók Morgunblaðs- ins þýdd grein úr ársriti danska þjóðminja- safnsins áriö 1941, eftir Gertie Wandel en hún var manna fróöust um fornar hannyrðir og gat sér víða góðan orðstír fyrir. Húp var auðvitaö gjörkunnug Maríu- dúknum frá Reykjahlíðarkirkju sem geymd- ur er á Þjóöminjasafninu danska, þangaö sendur af Schewing presti á Grenjaðarstaö sem sjá má af skrá safnsins. Gertie Wandel segir í greininni aö áriö 1937 hafi hún rekist af tilviljun á mynd í frönsku blaöi frá 1896 af fornu klæöi meö myndum úr ævi heilags Marteins frá Tour og hún hafi strax séð skyldleikann með þessu klæðj og Maríudúknum. Tveim árum síöar haföi hún upp á Marteinsklæöínu í Louvre-safninu í París þar sem þaö var taliö meö frönskum myndvefnaði frá 14. öld. Hún fékk þær upplýsingar þá aö um þetta klæöi vissu menn ekki annaö en að Karl 10. hefði keypt þaö 1829 til varöveislu á safni. Meö samanburöi við Maríudúkinn virtist henni hér vera um sömu gerö og handþragö aö ræöa og rökstyöur þaö fimlega aö hér muni vera um íslenska handavinnu frá miööldum aö ræöa. Ekki skal sá rökstuön- ingur rakinn hér en aðeins vitnaö í kafla undir lok greinarinnar þar sem hún reynir að geta sér til um hver muni hafa veriö sú hin ágæta íslenska hannyrðakona sem gæti hafa veriö höfundur þessa verks: .....í kirknaskrá Hólabiskupsstóls 1360 stendur í skrá um gripi Grenjaðarstaðar- kirkju: „Marteinsrefill, myndadúkur með sögu hins heilaga Marteins." Ekkert veröur nú um það sagt hvort tveir Marteinsreflar kunni að hafa verið til, eöa hvort sá Marteinsrefill sem hér er getið um, hefur verið seldur til Frakklands. En eitt er víst að í Grenjaðarstaðarkirkju hefur verið til Marteinsrefill og í Reykjahlíðarkirkju var Maríudúkurinn. Og svo finnum vér þá konu sem þekkti svo vel helgra manna sögur aö hún gat saumað æviferil þeirra í myndum. Hún hét Ingunn. Hennar er getið í sögu Jóns biskups helga og hún var uppi á öndveröri 12. öld og átti heima á sjálfu biskupssetr- inu Hólum. Gunnlaugur Leifsson munkur segir svo frá henni: „Þar var og í fræðinæmi hreinferðug jungfrú, er Ingunn hét. Öngum þessum var hún lægri í sögðum bóklistum, kenndi hún mönnum grammaticam og fræddi hvern er nema vildi. Urðu því margir vel mentir undir hennar hendi. Hún rétti mjög latínubækur, svo að hún lét lesa fyrir sér en hún sjálf saumaöi, tefldi eöa vann aörar hannyröir með heilagra manna sögum, kynnandi mönnum guös dýrö eigi aöeins meö oröum munnnáms heldur og með verkum hand- anna." Er nú hér um að ræöa handaverk þessarar skírlífu konu, eöa eru dúkarnir eftirmynd handaverka hennar? Úr því veröur tæplega leyst," segir Gertie Wandel. Síöan þessi groin var skrifuö eru liöin 40 ár og ef til vill nýrri hugmyndir og rökfærslur komnar til. Frelstandi er aö athuga þaö nánar en látum hér staöar numiö að sinni. 1 Kristján Karlsson Úr Anecdota pastoralia Fyrir Charlie LoPinto Af Einari á sjó ¦ Haust- legir garöar Með óskýrum útlínum hugans og óvissri samsetning hjartans situr döggin á glerinu daglangt, rnild dögg, þvíaö Ijósiö er kalt. Ljósið var gult, en ígaröinn féll glitrandi regn: á eftir tært loft og óendanleiki án litar á bragö eins og stál; allt rataöi aftur, þvírökkriö rann fyrir austurhornið eftir íbláum sporum auðsveipt hinnar ensku kærustu Charlies. Með óskýrum útlínum hugans og óvissri samsetning hjartans situr döggin á glerinu daglangt, mild dögg, þvíaö Ijósiö er kalt. Frá týndum bæjum sig bylgja bláir reykir um höllin. Einar rær einn til fiskjar. Vatnið er kyrrt; fyrir kjölnum kvistast og byltist smælkið, spegilinn brýtur bringa. Skugginn ívatninu, vinur, vindur sig langur og djúpur: blæjur fjalla sem bylgjast. Heiðarnar dökkna, þó dimmir ídjúpinu fyrr og þess myndir ýfa nú yfirborð vatnsins. Utar til, allan daginn alheill er spegill vatnsins. Einar kom ekki aftur, hann liggur ílátbragði vatnsins. Allt glatast ílátbragði Ijóðsins sem er látbragöið eitt í fyrstu. Dagsbrotin falla hljóölega aö húsabaki Hallfríður rakar þeim saman. Senn, upp úr gislingu garðsins stígur síösti ilmur ársins, langdreginn reykur af laufi. Og innviðir anda vors trén hvorki ímynd né teikn eöa von standa albúin undir gervismíð vetrarins. Nágranninn horfir hugsi á viðbúnaö skáldsins. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.