Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 4
Ragnar Þórðarson skrifar um Grjótaþorpið: Hluti af lifandi borg - ekki byggðasafn Allt frá 1920, og jafnvel lengur, hefur endurskipulagning Grjótaþorps veríö í hug- um forráðamanna Reykjavíkur. Þetta verk- efni hefur alltaf öðru hvoru legið á teikniboröum skipulagsmanna og arki- tekta, allt frá þeim tíma. Öll meðferð málsins hefur óneitanlega minnt mjög á vinnuaðferðir þeirra manna, sem eyða allri starfsorku sinni í að ausa sandi í sömu botnlausu tunnurnar. Lengi var sú hugmynd ríkjandi að Suðurgatan skyldi sameinast Aðalstraeti og framlengjast í Vesturgötu og Grófina, og flestar lóðir við vesturhlið Aðalstrætis skyldu fara undir götu — Aöalstræti breikka til vesturs. — Þessi hugmynd hafði mjög mikil áhrif á verð lóða við Aðalstræti og Vesturgötu á vissu tímabili — þaö átti ekkert að byggja á þessum lóðum — og svo kom Morgunblaðshöllin. Þá hefur á tímabilum sú skoðun verið ríkjandi, að allt Grjótaþorp skyldi rifið og í staðinn kæmi þétt háhýsahverfi. Frá öðrum hefur komið sú tillaga að Grjótaþorpið skuli varðveitt, alls óbreytt frá því sem nú er. ) Margar fleiri hugmyndir um Grjótaþorp hafa verið nefndar á umliðnum árum. Vandratað meðalhófið Nýlega hefur staðið yfir sýning, á Kjarvalsstöðum á nýjustu skipulagstillög- um, sem uppi eru um Grjótaþorpssvæðið — gerðar á vegum Borgarskipulags Reykjavíkur af Hjörleifi Stefánssyni og Pétri Ottóssyni. Hefur þessi sýning gefið mér tilefni til að setja á blað hugmyndir mínar um skipulag og nýtingu Grjótaþorpssvæö- isins. — En ég hef eytt miklum tíma til ferðalaga á undanförnum árum, m.a. til þess aö skoða ýmsa staði, sem ég hef talið að gáetu gefiö jákvæðar vísbendingar og hugmyndir að skipulagi, nýtingu og endur- bótum Grjótaþorpssvæðisins. Mín skoðun er, að áður en borgarsvæði er tekið til skipulags og deiliskipulags, sé .eölilegt að ákveða hvaða tilgangi á að ná með skipulagningunni; til hvers eigi að nota svæðið, hvers konar fólk eigi að búa þar og hvaða starfsemi eigi aö verða þar, og hvort eitthvað sé þar af byggingum og svipmóti, sem ástæöa sé að varðveita af sögulegum ástæðum eöa vegna útlits. Bæjaryfirvöld hafa tekiö þá ákvörðun að varðveita beri mörg húsanna á þessu svæði og svipmót Grjótaþorps. Mér vitanlega hafa bæjaryfirvöldin ekki tekið afstöðu til annarra hér umræddra atriða, hvað snertir Grjótaþorp og aðra hluta svæðisins, sem liggur milli Garða- strætis og Aðalstrætis. Þegar teknar eru ákvarðanir um skipu- lag verður að taka fullt tillit til þess ástands og þeirra þarfa, sem eru fyrir hendi. Þetta eru atriði sem eðlilegt er að bæjaryfirvöld, með aðstoð félagsfræðinga sinna og hags- munaeigenda, taki afstöðu til áður en málin eru fengin í hendur skipulagsmanna og arkitekta, til endanlegrar meðferðar. Hvaö snertir ástand og þarfir í dag er það að segja, að í Reykjavík er líklega nú nóg, og jafnvel of mikið, af stórum broddborgaraíbúðum og einbýlishúsum, samtímis því að hér í miðbænum er mikill skortur íbúða fyrir aldraða og einhleypinga, svo að til vandræða horfir. Þessvegna er eölilegast að beita kröftunum að byggingu smáíbúöa, og í bili er eðlilegt að byggja í Reykjavík eingöngu slíkt íbúðarhúsnæði. Sumt er þess virði að láta það standa. Annað er hreint rusl. Spyr ja má, hvort það sem sést á þessari mynd sé varðveizlunnar virði. Reykjavík er of dreifð og leiðir það af sér mikla bílaþörf, og bílanotkun. í Reykjavík er líklega einnig orðiö of mikið af skrif- stofuhúsnæði, og ef við viljum ekki leggja ofurkapp á aukna skriffinnsku er hæpið að byggja nokkuð teljandi skrifstofuhúsnæði til viðbótar. Aftur á móti virðist vera mikill skortur á litlum, vingjarnlegum, persónulegum þjón- ustufyrirtækjum í miðbænum; einnig mætti vera hér í bæ miklum mun fjölbreyttari veitingastarfsemi, t.d. meira af ódýrum almenningsveitingastöðum sbr. krónumál- tíðastaði liðins tíma, þegar tímakaup verkamanns var um kr. 1.35. í miðbæinn vantar einnig mun meira af félagsmála- starfsemi. Við skipulag Grjótaþorpssvæöisins tel ég eðlilegt að taka tillit til þess, sem hér hefur verið sagt: þ.e. ekki vantar brodd- borgaraíbúðir eða einbýlishús, ekki heidur skrifstofuhúsnæði. í Grjótaþorpshverfinu er rétt að skapa sem mest af smáíbúðum, fyrst og fremst fyrir aldraöa — einnig fyrir námsmenn og einhleypinga. Einnig að staðsetja þar félagsþjónustu fyrir þessa þjóðfélagshópa. T.d. bókasafn, lesstofur, spila- og taflstof- ur, lítil bíó og leikhús (t.d. í Fjalaketti), heilsuræktarstöö meö sundlaug og útivist- arsvæði. Einnig mætti skapa þarna hús- næöisaöstööu fyrir fjölda lítilla, persónu- legra þjónustufyrirtækja, t.d. saumastofur, þvottahús, straustofu, fatahreinsun, fata- viðgerð, skósmiö, hannyrðaverzlanir, skartgripaverzlanir, heimabakarí, konfekt- gerð, veitingahús og vínstúkur, fornsölur, snyrtistofur, hárgreiðslustofur, rakarastof- ur og svo framvegis. Nú hef ég gert nokkra grein fyrir hvernig ég tel aö nota eigi þetta svæði og hvaða starfsemi eigi að vera staðsett þar. Við skipulag hvers borgarsvæðis eru viss sjónarmið, sem taka verður tillit til í öllum tilfellum, hvert sem svæðið er, en það eru m.a. eftirtalin atriði: 1. Umferðarsjónarmið. 2. Brunavarnasjónarmiö. 3. Nýtingarsjónarmið. 4. Útlits- og umhverfissjónarmið. 5. Óskir og hagsmunir lóöaeigenda og annarra hagsmunahópa. 6. Fjárhagssjónarmið bæjarfélagsins — tekju- og gjaldasjónarmið. Vesturhlið Aðaistrætis með Morgun- hlaðshúsinu og öðrum húsum, sem Ragnar leggur til að yrðu hækkuð (nema Fjalakötturinn) til þess að íá hetri nýtingu. Umíram það sem tillög- ur Hjörleifs og Peters gera ráð fyrir, eru hér um 30 íbúðir fyrir aldraða á tveimur efstu hæðum Aðalstrætis 4,12 og 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.