Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 6
Úr skipulagstillögu Hjörleifs og Peters: Horft niður eftir Vesturgötu. leikhúss og félagsheimilis aldraðra neðst viö Túngötu á lóðum nr. 2 og 4 og allt aö Grjótagötu. Einnig heilsuræktarstöð á baklóöum Garðastrætis 5—7 og 9, og á lóöinni Vesturgötu 9, í krikanum milli Garðastrætis og Vesturgötu, og kæmi ofan á tveggja hæða bílastæði, sem ætti að grafast inn í hólinn frá Garðastræti og í átt til Aðalstrætis milli Vesturgötu og Ficher- sunds. Ef farið væri eftir þessum tillögum mínum yrði nýting svæðisins í heild sæmi- leg og samt tekið fullt tillit til verndunar- sjónarmiða. 4. Útlits- og umhverfis- sjónarmið Ég tel eðlilegt, að flutt séu gömul hús úr öðrum hverfum og Árbæjarsafni og stað- sett á auðum lóöum Grjótaþorps — í stað þess aö byggja þar ný hús í gömlum stíl — þótt það sé í vissum tilfellum nauðsynlegt. Hvað snertir útlit og svipmót þeirra nýju húsa, sem ég legg til að byggö veröi við Garðastræti, tel ég koma til greina aö þau hafi svipmót stuölabergs og útveggir þeirra séu hlaðnir úr íslensku grjóti og tengdir íslenskum gróðri, svo þessi hús heföu svipmót klettaborga, sem skýldu hverfinu. Þá tel ég ástæðu til að á lóðunum 7 og 9 við Vesturgötu séu sett hús, sem fara vel við svipmót neðsta hluta Vesturgötu, þ.e. við Naustiö — Geirsbúð og hús Björns Kristjánssonar og endurveki þennan hluta Vesturgötu sem verslunarhverfi með svip- móti síðustu aldamóta. Til dæmis mætti staðsetja þarna annaöhvort hús Ingibjarg- ar Johnsen úr Lækjargötu eöa hús Jóns Brynjólfssonar úr Austurstræti. Húsiö á lóöunum Túngötu 2 og 4 og til Grjótagötu mætti gjarna hafa hliðstætt svipmót og Smiðshúsið á horni Lækjargötu og Skóla- brúar eða Bryggjuhúsið við enda Aðal- strætis. Ég tel eðlilegt að þeir sem ekki eiga bíla hafi að öðru jöfnu forgangsrétt aö leigu og kaupum húsnæöis á þessu svæöi. Þá tel ég eðlilegt að aldrað fólk og einhleypingar, sem nú búa í stórum íbúðum eöa einbýlis- húsum við Ránargötu, Bárugötu, Öldugötu, Túngötu og því nágrenni, sitji fyrir um húsnæöi á þessu svæöi, enda afhendi það íbúðir sínar eöa hús til afnota fyrir barnafjölskyldur eða til starfrækslu einka- elliheimila, ef um stór hús er að ræða. Hvort sem um sölu eða leigu er að ræða, er nauðsynlegt að ráðstöfunin fari fram fyrir milligöngu eða í samráði við borgaryfirvöld. Miðað við það sjónarmið, að í þessu hverfi búi aðallega aldraö fólk og eitthvað af einhleyþingum, er óeðlilegt og ástæðu- laust að hafa þarna leikskóla, dagheimili barna eða leikvelli, enda færi slíkt mjög illa við hið gamla svipmót hverfisins. Voru nokkrir nýtísku leikvellir eða barnadag- heimili í Grjótaþorpi 19. aldar? Þétt byggð og mikið af litlum þjónustufyrirtækjum er þaö, sem ég tel æskilegt í Grjótaþorpi og vegna hinna öldruðu teldi æg tilvaliö að minnst einn dómkirkjuprestur væri búsett- ur í hverfinu til trausts og halds fyrir hverfisbúa, enda væri hann til viðtals fyrir hina öldruðu og aðra vissa tíma í viku hverri. Gott væri að þarna væri staðsett heimilis-sjúkraþjónusta fyrir aldraða. Þá væri æskilegt aö þorpið hefði sína eigin stjórn og yfirþorpara, sem gætti hagsmuna þorpsbúa, og komi fram fyrir hönd þess. Ef endurreisa á 18.—19. aldar svipmót þessa bæjarhluta, sem takmarkast af Aðalstræti að austan, er líklegt að tölu- verðar breytingar og viðgerðir, undir um- sjón góöra fagmanna og kannske þyrfti að flytja inn frá útlöndum, færu fram á flestum húsum hverfisins. Til dæmis er líklega nauðsynlegt að Morgunblaöshöllin fái nýjar úthliðar í stíl, sem félli vel við svipmót 18. og 19. aldar, bæði hvað efnisval og form snertir. Þá þarf að færa til gamals forms Duushúsið (nú Geysishús), Liverpool (Vest- urgötu 3) svo og Aöalstræti 10 og 16. Æskilegt væri og að endurbyggja Fjala- köttinn á hliðstæöan hátt og mun hafa verið gert við Lyric Hammersmith-leikhúsið í London, nú nýlega. 5. Um afstöðu lóðaeigenda Um ákvarðanir, varðandi skipulag þessa svæöis, verður auðvitað aö taka fullt tillit tii sanngjarnra óska og hagsmuna lóðaeig- enda og íbúa og annarra notenda hverfis- ins. Áður en alvarleg vinna, umfram þá vinnu, sem þegar hefur farið fram, er lögö í þetta skipulag, þarf að kynna sérafstöðu og réttarstöðu hvers einstaks lóðareig- anda, þar meö á hvaða forsendum og kjörum núverandi eigendur hafa eignast hús sín og lóðir. 6. Fjárhagssjónarmið Borgarinnar — Tekju- og gjaldasjónarmið Skipulagstillögur þær, sem nú liggja fyrir, myndu þó framkvæmdar yrðu, gefa bænum mjög litlar tekjur af hverfinu umfram það sem nú er. Það skipulag, sem ég mæli með, mundi aftur á móti gefa töluverða tekjuaukningu frá því sem nú er. Þá yrði 250—300 íbúðum fleira á þessu svæði en nú er og aukning atvinnuhúsnæð- is á þessu svæði yrði um 3000—5000 fermetrar. Allt þetta gæfi möguleika til viðbótartekna fyrir bæinn — líklega sem svarar 600 þús. til milljón nýkrónum. Og fjárfesting í nýjum götum og lögnum yröi Jíklega hverfandi og miklum mun minni en fjárfesting vegna jafnmargra íbúöa og verzlunarhúsa í úthverfi með öllu sem því fylgir. Hér hefur verið gerð grein fyrir helstu atriðum núverandi skipulagstillagna Hjör- leifs og Péturs og skoðunum mínum á einstökum þáttum þeirra. Að öllu samanlögðu er tillaga mín aö skípulagstillögur Hjörleifs og Péturs skuli samþykktar, en þó með eftirtöldum breytingum: 1. Ekki verði leyft að byggja aftur á lóöinni Aðalstræti 18. 2. Nýju húsin sem gert er ráð fyrir á lóðunum Aðalstræti 4, 12 og 14 séu steinhús í 18. eöa 19. aldar stíl og séu 3 lágar hæðir undir þakskeggi, síðan komi minnst 1 hæö í risi. 3. Húsið Fjalakötturinn sé rifiö og endur- byggt úr varanlegu efni sbr. það sem sagt var hér að framan. 4. Að gert sé ráð fyrir 5—8 hæða blokkum á Garðastrætislóðum, austan götu, samanber það sem sagt hefur veriö hér á undan. 5. Að vestan Skreðarahúss, Aðalstrætis 16, sé reist steinhús í 18. eða 19. aldar stíl sbr. hér að framan. Ef allt, sem hér er gert ráð fyrir aö framkvæma, kæmist í verk, yröi það mikil bragarbót fyrir aldraða og við þetta skapaðist mjög svo aukin félagsþjónusta fyrir íbúa gamla vesturbæjarins og þetta myndi lífga hverfið að nýju, m.a. með því að skapa íbúðaraðstöðu fyrir 150—200 barnafjölskyldur, þ.e. fyrir ca 700—1000 manns, á svæðinu frá Vesturgötu að kirkjugaröinum. Þá mundi skapast, við þetta, mikið bætt aöstaða til að staðsetja þarna smáverzlun- ar- og þjónustufyrirtæki og veitingahús, sem gerðu þetta hverfi eftirsótt af fólki úr öllum bæjarhverfum svo og ferðamönnum. Þarna kæmi lítið leikhús (gamli Fjalaköttur- inn), sem líklega yrði ekki síður jákvætt fyrir bæjarfélagiö en fyrirhugað stórleikhús — Borgarleikhúsið — til þess að þetta geti orðið þarf viljann, viljann til aö bæta bæjarfélagið. — Það verður að afskrifa annarleg hégóma- og forréttindasjónar- mið, þar sem leikur og ánægja hinngjáu er metin meira en lífshagsmunir hinna mörgu. Okkur vantar hér í Reykjavík meira af íbúðum fyrir aldraða og fyrir hina efnaminni og hina nægjusömu. Fyrir þá sem ekki vilja eða geta átt þíla og þurfa því að búa miðsvæðis. Húsnæðisvandamál hinna öldruöu yrðu leyst samtímis því að svipmót Grjótaþorps yröi endurvakið og flest það gamla, sem þar er, yrði varðveitt. Miðþær- inn yrði skemmtilegri og líflegri við þessar framkvæmdir — og líklega yröi þetta ein ódýrasta lausn á íbúðavandamáli aldraðra og einhleypinga og drægi úr bíla- og strætisvagnanotkun. Morgunblaðshúsið þykir fyriríerðarmikið i Grjótaþorpinu og er það vissulega. En bygging stórra húsa þar hófst ekki með því, heldur stórhýsinu Glasgow, sem reist var 1885. Það brann skömmu eftir aldamótin. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.