Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 7
Landið okkar Ljósmynd og texti Björn Rúriksson Haustkvöld w a Fljótsdalshéraöi Ljósmyndin er tekin síöla ágústskvölds á Úthéraði. Framræsluskuröirnir skipta myndinni í fleti, sem skuggar hnígandi sólar undirstrika kröftuglega. Horft er í suöur. Gagnheiöi er t.v. viö miöja mynd, þá sér inn á Fagradal, og hægra megin laugar kvöldsólin ný- snæviö á Kistufelli og Sandfelli í Skriödal. Þessar aðgeröir geröu líf þúsunda Reykvíkinga miklu betra, og væri hag- kvæmt frá fjárhagslegu sjónarmiöi bæjar- félagsins. Ég er á þeirri skoöun, aö tillögur mínar fari mjög æskilegan meöalveg um verndun og nýtingu. Þær gera ráö fyrir aö varðveita og endurbæta flest eöa öll gömul hús á þessu svæöi — og varðveita svipmót hins eiginlega Grjótaþorps og neösta hluta Vesturgötu og Túngötu og endurvekja myndarlegt svipmót Aöalstrætis vestan götu. Meö nýbyggingum viö Garöastræti austan götu er sköpuö sæmilega viðunandi nýting þessa svæöis milli Aöalstrætis og Garöastrætis. Til gamans og fróöleiks má aö lokum geta þess, aö Lundúnabúar eiga líka sitt Grjótaþorp. Þaö er kallað Shepherdsmark- et og er í hjarta Lundúnaborgar, í króknum milli Piccadilly og Park Lane, en á bak viö Curzon Street. Þetta þorp er fyrst og fremst byggt 2—3 hæöa húsum og heldur í svipmóti og meö notkun sínum gamla blæ og veröur aö telja aðdáunarvert, hvaö vel hefur tekizt til um varöveizlu og endurbyggingu þessa hverfis. Umhverfis þorpiö, út viö aöalgöturnar sem umlykja þaö, hafa verið byggö glæsileg 5—7 hæða hús og viö vesturhliö hverfisins, sem veit út aö Park Lane, stendur eitt hæsta hús borgarinnar: Hiltonhóteliö. Þaö er 24 hæöa hús og eftir aö búiö er aö kveikja ijósin, verkar þaö tilsýndar eins og undraheimur eöa álfaborg og gefur þessu gamla hverfi vinalegan ævintýrablæ. Ef okkur tekst jafn vel til um varöveizlu og endurbyggingu Grjótaþorps og Bretum hefur tekizt meö Shepherdsmarket, mætt- um viö vel viö una. Þá yröi nýting þessa svæöis mjög aukin frá því sem nú er og Grjótaþorpið yröi í senn vinsælt og nota- drjúgt, bæöi til íbúöar fyrir hundruö manna og sem viðskipta- og skemmtihverfi fyrir borgarbúa alla og feröamenn. Þannig geta margir hugsað sér að Grjótaþorpið liti út. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.