Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 8
Eru dðyðr Afríkufílsins senn taldir? Hjónin Oria og lain Douglas-Hamilton hafa fariö iim Afríku þvera og endilanga og reynt aö fá svar viö þessari spurningu. Greinina skrifaöi Oria fyrir þekkt tímarit og myndirnar tóku þau hjón bæöi. Kaflar eru þýddir orörétt, aörir endursagöir. „í djúpri þögn dögunarinnar, áöur en sólin kom upp og kveikti í himninum, horfði ég út um tjaldopið á morgunfegurð ósnort- ins staöar og hugsaöi dreymandi um, hvað viö værum hamingjusöm aö vera stödd hér í einu af griðlöndum Afríkufílsins. Þá drundu skothvellir yfir hæöirnar á Selous-villidýraverndarsvæöinu í Tanzaníu og mölbrutu alla drauma. Hræöileg þögn fylgdi á eftir, síðan glumdu tvö, þrjú, fjögur skot og ég fékk dynjandi hjartslátt. Ég sá fíl haltra í burtu frá röö tjalda. Fólk var á harðahlaupum. Ég dreif mig í einhver föt og hljóp niöur græna brekkuna. Fíllinn var mjög haltur og hægri hlið hans rauölituö. Ég rakst á nokkra hálfklædda leiösögumenn. Einn, sem haföi sveipaö utan um sig handklæöi, hélt á tæmdri byssu. Hann var á leiö í tjald sitt til aö sækja fleiri skothylki. Fíllinn hélt áfram aö fjarlægjast og viö eltum hann, 15 manns. Hann var svo dapur á svipinn — sýndi hvorki reiöi né ofsa. Höfuöiö sveiflaöist til hliöanna og hann gaf okkur gætur, en þreifaöi meö rananum um jaröveginn framundan. Tjaldbúinn kom nú aftur, hleypti af, en hitti ekki. Skaut aftur og hæföi hann í öxlina og blóðið spratt út gegnum hrukkótta, haröa húöina. lain, maðurinn minn, tók byssuna af manninum. Hann langaði ekki til aö skjóta fílinn, hann haföi andstyggö á að skjóta fíla, en hann átti engra kosta völ. lain miöaöi og skaut. Fíllinn öskraöi og lamdi runnana með rananum og riöaöi á þrem fótum. Kúlan haföi ekki gert út af viö hann. „Þaö eru ekki fleiri skothylki til,“ sagöi leiðsögumaöurinn. „Bara lítil byssa í varö- kofanum," og hann fór aö sækja hana. Viö biöum í þéttu, votu runnaþykkninu á meðan bltóöstokkinn fíllinn staulaöist þjáöum skrefum í átt aö lítilli á. Hann stóð og horföi á vatniö, beiö dauða síns hjá okkur, þegar byssan kom. lain gekk að honum, beindi byssunni aö hjarta hans og sagði: „Mér þykir fyrir þessu, gamli rninn," og togaöi í gikkinn. Um leið böggluöust fæturnir undir fílnum og hann skall til jaröar. Enginn hreyföi sig, fuglarnir héldu kyrru fyrir, ekkert hljóö heyröist utan árniöurinn. Þetta var sú dapuriegasta sjón, sem ég hef nokkurn t/ma séð. Tjaldbúinn stóö þarna rétt hjá. „Af hverju skaustu?" hvíslaöi ég. „Af því aö hann snerti tjaldsnúrurnar mínar," svaraöi hann. Þessi sýn veröur Oriu tákn um aldagöm- ul viöskipti fíla og manna. Fíladráp hefur aukizt mjög í Afríku upp á síökastið og hlutfallslega fækkar því fólki, sem berst fyrir friöun þeirra. Eftir því sem menningin breiöist út og þörfin fyrir landrými undir búgaröa eykst, þrengist um fílana og menn halda áfram drápi á þeim vegna fílabeinsins: meö eitruöum örvum í Kenya, eldum í Súdan, fallgröfum í Zaire og svo framvegis. En aöaldrápsvopniö á undanförnum árum er þó byssan. Á fáeinum árum eru tugir þúsunda af fílum drepnir og heil fjöll af fílabeini eru flutt frá Afríku og notuð sem gjaldeyrir, í skartgripi og listmuni. lain byrjaði rannsóknarstarf sitt áriö 1966 í Lake Manyara-þjóögarðinum í Tanzaníu. Seinna kom Oria til sögunnar og saman hefur þeim tekist aö fylgjast með æviferli einstakra fíla og fjölskyldna. Gríö- arlegir þurrkar herja svo árum skiptir á þetta landsvæöi. Manyara-vatniö minnkar og saltskán myndast umhverfis þaö. í slíku árferöi leggjast fílarnir á trén og fletta af þeim berkinum til aö seöja hungur sitt, þegar gróöur er skrælnaður. Mesta ágirnd hafa þeir á akasíutrjám. „Viö lain höföum sérstakan áhuga á aö komast aö því, hvaö orðiö heföi um fjölskyldu hinnar eintenntu Jezebel, sem dó fyrir ári. Tarfarnir eru ekki höfuö fjölskyldnanna, heldur eru þeir reknir burtu af ættmæörunum, þegar þeir öölast kyn- þroska um 13 ára gamlir, en koma síðan meö vissu millibili til mökunar, þegar þeir hafa náö tvítugsaldri. Leiötogar fjölskyldn- anna eru reyndustu ættmæðurnar. Því varö Curie, sem líklega var systir Jezebel og tók viö af henni, leiötogi en ekki dóttirin Valeria. Aöstoöarforingi Curie var Hera, sem fræg var frá fornu fari fyrir grimmd. Þegar lain var á feröinni um þessar slóöir tveim mánuöum áöur, í ágúst, komst hann aö því sér til mikillar undrunar, aö Valeria haföi eignast tvíbura, þá fyrstu, sem viö höföum séö. Þeir hafa veriö um 10 daga gamlir, báöir karlkyns. Annar haföi beina rófu, hinn bogna. Boginhali haföi yfirhöndina. Þótt hann væri aöeins minni, gekk hann á undan Beinhala og náöi þeirri aöstööu aö ganga fast á eftir móöurinni. Ættmóöirin Curie átti fjögurra mánaöa dóttur, sem kölluö var Pili og hún og Valeria voru einu mæöurnar í fjölskyldunni, sem höföu unga á spena. Þegar tvíburarnir reyndu aö fá sér mjólk úr Curie, sem var nokkuö skapbráö, lamdi hún þá meö rananum og sparkaöi í þá og skellti þeim um koll og kom þeim til aö góla. Þaö var Yusta ein, unglingsdóttir Heru, sem reyndi aö hugga þá og ýtti þeim undir kviö sér. Ungar fílskvígur hjálpa oft til í fílafjölskyld- um, auka meö þv/ lífsmöguleika kálfanna og læra um leiö sjálfar, hvernig þær eiga aö haga sér, þegar þær veröa sjálfar mæöur. Mánuöi eftir aö tvíburamir fæddust var Mhoja (svartur starfsmaöur í Tanzanía- þjóögarðinum) á eftirlitsferð um skógana og heyröi hátt fílsöskur. Curie braust út úr þykkninu meö fjölskylduna á hælunum. Mhoja sá, að Hera hafði fengið spjót í síöuna og blóöið fossaöi úr henni. Yusta aöstoöaöi móöur sína, leyföi henni aö styöjast viö sig, tróö mold í sáriö og nældi þaö saman meö tveim totum á rananum eins og væru það fingur. Hún var alblóöug í framan. Enn einn heíur verið lagður að velli vegna þess að gráðugir veiðimenn ásælast tennur hans. Málverk eftir hollenzka málarann Kees van Bohemen.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.