Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 10
Fíllinn er vitur skepna. Skjóta varð einn úr hjörð, vegna þess að hann olli hvað eftir annað tjóni. Beinin af honum voru flutt á brott og látin hjá filaslóð. Ættingjar fíls- ins hirtu vandlega upp beinin og fluttu á afvikinn stað. Fyrrum lenti mest af fílabeininu í skrautgripaverslunum í Nairobi, höfuðborg Kenya. Oria segir frá því, þegar hún fór inn í eina slíka að morgni dags árið 1977. Brosandi ungur Indverji heilsaði henni og dró fram og sýndi henni ótal freistandi fílabeinsmuni úr yfirfullum hillum af stytt- um, skartgripum og smátönnum. Hún álítur, að þarna í versluninni hafi veriö um 200 tennur af ýmsum staeröum. Hún kom inn í bakherbergi, þar sem tveir Afríkubúar sátu og skáru út í fílabeinsbúta úr sundursöguöum tönnum. Hrúga af fíla- beinsdufti hafði safnast á gólfið og hún spuröi, hvað eigandinn gerði við þaö. „Ég set það í poka á hverju kvöldi og hann fer með það heim og setur á veginn hjá sér,“ svaraöi útskurðarmaðurinn. „Þú skilur, svo aö vegurinn heim að húsinu hans veröi fallegur." Nairobi varö nokkurs konarfílabeinshöf- uöborg Afríku. Þaðan voru flutt út 400 tonn af fílabeini áriö 1976, bæöi löglega og ólöglega, og kom það frá Zaire, Uganda og Tanzaníu. Nú er sköpum skipt í Tsavo- þjóðgaröinum í Kenya, þar sem veiðiþjófar létu áöur greipar sópa, en hafa nú verið reknir á brott. Líf er aftur að færast í fyrra horf og varla sést dauöur fíll. Kenyatta forseti lýsti á sjálfstæðisdeginum, 12. des. 1977, yfir algjöru banni á einkaverslun meö villidýraafurðir, skinn og fílabein. Frá Nairobi flugu lain og Oria til Rhodesiu (nú Zimbabwe), þar sem þeim var boðið til setu á ráöstefnu, sem haldin var í tilefni 50 ára afmælis Wankie-þjóð- garösins. Af ásettu ráöi er viss fílafjöldi felldur í Wankie-þjóögarðinum. Ráöamenn álita, aö meö því aö halda fjöldanum í skefjum, sé fílunum tryggð nóg fæöa. Fyrst eru ætt- mæöurnar drepnar, þá aðrir fullorönir fjölskyldumeölimir, sem reika um foringja- lausir og loks eru ungarnir deyfðir og fluttir í stíu nálægt aöalstöðvum þjóðgarösins. Oriu farast þannig orð: „Ég sá um 40 ungvlöum hrúgaö saman í ungastíunum." Þau yröu seld verslunarmönnum fyrir um þaö bil 100 dollara stykkiö og síöan seld í dýragarða og sirkusa í Bandaríkjunum og öörum löndum. Tvö smákríli voru geymd í stórum kössum. Einn vlrtist mjög einmana og hljóp beina leið til mín í von um mjólk. Ég rétti honum þumalfingurinn til að sjúga og hann teygöi fram mjúka, Ijósrauða tunguna. Þeir minnstu fá mjólk úr pela, en þar sem þá skortir mótefni úr móöurmjólk- inni, hættir þeim viö aö deyja úr innvortis sjúkdómum. Aörir ungar innan þriggja ára voru haföir í hóþi saman í nokkurs konar rétt, sumir borðuöu appelsínur, greinar og grænan gróöur, aörir stóöu bara úti í horni og sugu á sér ranann. Viö og viö dró einn sig út úr hópnum og réöist aö verðinum, sem gætti þeirra. í enn minni réttum voru ungfílar, þriggja til fjögurra ára, og voru þeir ennþá taugaveiklaðri og í sífelldum árásarham. Allir ungir fílar, senl eru meira en 60 þumlungar yfir herðarnar eru of stórir og of grimmir. Byssumenn, þrautþjálfaöir í aö greina aldur, voru ekki lengi aö koma auga á þá. Kannski var hlutskipti þeirra ekki verra en hinna. Þeir, sem eftir lifðu, myndu héðan í frá eyða ævinni á litlum bletti, mönnum til skemmtunar og hefðu næstum ekkert annað fyrir stafni en éta." Fílasláturtíðin í Wankie er á tímabilinu frá maí og fram í ágúst, því að þá er nógu svalt til þess að hægt sé að verka kjötið. Það er skorið í ræmur og breitt á löng og lág borö úr stálstöngum og hænsnavír. (Muna ekki ýmsir eftir stakkstæðunum í gamla daga? (Innskot þýð.)) Fyrir þurrkað kjöt af einum fíl fást um það bil 100 dollarar. Húðin er notuö í skjalatöskur, afkliþþur í skó og buddur. Fæturnir verða að ruslakörfum, regnhlífahöldurum eða blýantshöldurum, ef um unga er að ræöa. Fitan er brædd og notuð til matseldar. Ef til vill eru þéttir frumskógar mið- baugssvæöisins besta vörn fílanna fyrir ágangi manna. Þó gefa gróöavonir veiði- mönnum byr undir báöa vængi og þeir eita fílana daga og nætur um stórskógana, sem teygja sig frá Cameron yfir Miðafríku- Lýðveldið, Zaire, Angola, Congo, Gabon og Miðbaugs-Guineu. lain og Oria ferðuðust til Mauritaniu, sem er norður undir Sahara-eyöimörkinni. Þar komu þau í lítið þorp, Harr, og vöktu mikla athygli, því aö útlendingar eru þar sjaldséöir. Allir þorpsbúar þyrptust í kring- um þau og þau töluöu viö höföingjann, 79 ára gamlan. Hann sagöi þaö ekki siö þorpsbúa aö drepa fíla. Kæmu þeir of nálægt þorpinu, væri klæðisbútur brennd- ur, en lyktin fældi fílana í burtu og þorpsbúar beröu tom-tom-trumbur sínar. Hann kvaö fíl hafa drepiö stúlku þar í þorpinu áriö 1919 og væri þaö eina slysiö, sem hent hefði. Á Gourma-svæðinu í Mali eru 550 fílar, sem lifa í sátt og samlyndi við hirðingja- þjóöflokkana þar og drekka um nætur úr sama vatnsbóli og nautgripir drekka úr á daginn. Gourma-fílarnir í Mali eru fulltrúar þeirra Afríkufíla, sem við mest haröræöi lifa. Oria lýkur greininni á þessum orðum: „Saga Afríkufílsins gæti endað vel, en þaö er undir okkur komið. Eigum við að sitja sallaróleg og láta okkur lynda aö lífsskeiöi þessara risa sé lokið? Eigum viö aö líða þaö, aö hinn mikli fíll sé rekinn á verndarsvæöi, sem viö höfum úthlutaö honum? Eöa eigum við að veiía viönám og gera þennan risa aö lifandi tákni frelsis okkar? Þennan kraftmikla og þó Ijúfa feröalang, sem hvorki hefta sléttur nó skógar hinnar miklu Afríku, verður aö losa úr pólitískum og fjárhagslegum viðjum mannsins, svo aö hann megi lifa áfram." (AMÞ þýddi og endursagöi) Sigurður Skúlason magister Nokkur aðskota- orð í íslensku ARISTÓ, af bestu tegund. Orðiö er komiö af aristos í gr. er merkir: bestur. Hér á landi hefur aristó veriö notaö sem heiti á karlmannafatnaöi. Þaö finnst í ýmsum málum, m.a. í orðinu aristókrat sem merkir: yfirstéttar- eöa tignarmaöur og heyrist hér oft í tali, en sést einnig stundum í ritmáli. Þ. Aristokrat, d. aristokrat, e. aristocrat. Orðmyndin aristó finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1904 (OH). ARKÍV, skjalasafn. Oröiö er komiö af archivum í lat. sem merkir: skjala- geymsla. Þ. Archiv, d. arkiv, e. ar- chives. Þetta aöskotaorð hefur lengi heyrst í íslensku talmáli. ARÓMA, ilmur, angan. Oröiö er komiö af aroma í gr. Fr. arome, þ. Aroma, d. aroma, e. aroma. Heyrist hér stöku sinnum í talmáli. ASBEST, þráöótt kísilsteinteg. í um- mynduöu bergi, notuö t.d. í eldtraust- ar hlífar (OM). Orðiö er ættaö úr grísku, heitir þar asbestos og merkir: óslökkvanlegur. Þ. Asbest, d. asbest, fr. asbeste, e. asbestos. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1821 (OH). ASFALT, malbik, jarðbik (OM). Oröiö er komiö af asfaltos í gr. sem merkir: jaröbik. Fr. asphalte, e. asphalt, þ. Asphalt, d. asfalt. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1878 (OH). ASÍA, glægúrka, sýrö gúrka. Orðið hefur verið rakiö til persneska orösins achar sem ritað er eins á ensku, en azia á hollensku, d. asie. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1846 (OH). ASÉTTA, smádiskur. Oröiö er ættaö úr frönsku þar sem þaö heitir asiette og merkir: diskur. Þaö orö á rót sína aö rekja til latneska so. assidere, sitja. Þ. Assiette, d. asiet og asjet. Orðiö hefur lengi heyrst í ísl. talmáli. ASSESSOR, meðdómari, annar af tveim í landsyfirrétti; meöstjórnandi í opinberri stjórnarnefnd (OM). Oröiö er komiö óbreytt úr latínu þar sem þaö merkir eiginlega: Sá sem situr hjá. Þaö var fyrrum haft um einn af dómurum réttar. Þ. Assessor, d. assessor, e. assessor. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1685 (OH). ASTER, blóm af körfublómaætt. Orðið er ættað úr gr. þar sem aster merkir: stjarna. Þ. Aster, d. asters sem er fleirtölumynd úr hollensku, e. aster. Orömyndin asters finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1898. Aster, stjörnufífill, finnst hér á prenti frá 1958 (OH). ASTMI, ASTMA, ASMA, andarteppa, andþrengsli (OM). Oröiö er ættað úr gr. þar sem asthma merkir: andar- teppa. Þ. Asthma, d. astma, e. asthma. Orömyndin asthma sést í ísl. ritmáli frá árinu 1866 (OH). ASTRAKAN, svart eöa grátt skinn meö hrokkinni ull af ófæddum eöa nýfædd- um lömbum. Heitiö stafar frá nafni rússnesku borgarinnar Astrakhan þar sem mikil skinnaverslun hefur átt sér staö. Þ. Astrachan, d. astrakan, e. astrakhan. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1897 í samsetta oröinu astrakans- borðar (OH). ATLASK, slikjusilki (OM). Orðið er komiö af atlas í arabisku er merkir: sléttur. Þ. Atlas, d. atlask. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1826 (OH). ÁDÍENS, áheym. Oröiö er komiö af audientia í lat. (en þaö no. er komið af so. audire, heyra) og merkir þar: Áheyrn sem menn fá hjá tignarmanni. Merking orösins hefur því ekki breyst í okkar máli. Þ. Audienz, d. audiens, e. audience. Orðið hefur oft heyrst í talmáli hér á landi. ÁRA, mismunandi litur geislahjúpur, sem sumir skyggnir menn sjá umlykja manninn (OM). Oröiö er komiö af aura í lat. og merkir þar: vindblær. D. aura, e. aura. ÁRÓRA. Oröiö er komið af aurora í lat. og merkir þar: morgunroöi. Sérnafniö Aurora merkir þar: gyöja morgunroö- ans. Þ. Aurora, d. aurora, e. aurora. ÁTÓMAT, sjálfhreyfivél. Oröiö er kom- iö af automaton í gr. sem merkir: sjálfhreyfanlegur. Þ. Automat, d. auto- mat, e. automaton. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1872 (OH). BAKKUS, vínguö. Oröiö er komiö af Bakchos í gr. Það varö Bacchus í lat. og merkir þar vínguðinn er samsvaraöi Dionysos meö Grikkjum. Þ. Bacchus, d. Bakkus, e. Bacchus. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1854 (OH). BALALÆKA, þríhyrnt strengjahljóö- færi. Oröiö er komiö af balalaika í rússnesku. Þ. Balalaika, d. balalajka, e. balalaika. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1917 (OH). BALLANS, jafnvægi. Oröiö er komiö af balance í frönsku, en þaö orö er komiö af latneska oröinu bilanx sem merkir: með tvær vogarskálar. (í íslensku heyrist oft so. ballanséra sem komið er af ballans). Þ. Balance, d. balance, e. balance. Finnst í ísl. ritmáli frá 2. tug 20. aldar (OH). BALDAKIN, silkiefni frá Bagdað og tjald eöa dúkur úr þvílíku efni. í fornu máli sjást orðmyndirnar baldikin, baldrkin, balderkin, baldrskin. Þessi dýrmæti dúkur var upphaflega unninn í borginni Bagdaö sem kölluö var Bald- ak (Baldac) í skáldskap miöalda á Vesturlöndum og er nafniö þaöan komiö (Fr.). Þaö hét baldacinum á miöaldalatínu. Oröið baldakin merkir nú: hásætishiminn (þak yfir hásæti), prédikunarstóll, hlíf borin yfir tignar- mönnum o.fl. Þ. Baldachin, d. balda- kin, e. baldachin o.fl. BALDÉRA og BALDÝRA, sauma út- saum meö gulli eöa silfri (OM). Taliö er aö þessi so. séu komin af franska no. brodure, útsaumur, en það viröist ólíklegt. Hins vegar er auösýnt aö no. bródéring og so. brodéra muni vera ættuö þaöan um brodering og brodere í dönsku. Baldýra er komiö af danska so. baldyre. Bæöi baldéra og baldýra finnast í ísl. ritmáli frá 17. öld (OH). BALLEST, kjölfesta, seglfesta, undir- staöa. Oröiö er ættaö úr miölágþýsku, heitir þar barlast og merkir: aðeins meö lest, þ.e. án eiginlegs farms. Þ. Ballast, d. ballast, e. ballast. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1930 (OH), en er talsvert eldra í talmáli. BALLERÍNA, iistdansmær. Orðiö er komiö af ballerina í ítölsku sem merkir: listdansmær. (Karlkyniö heitir þar ball- erino). Þ. Ballerina, d. ballerina, e. ballerina. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1959 (OH). /

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.