Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 14
Meðan einhver elskar Þig Það hefur lengi verið siöur Ijóða- og vísnavina á íslandi aö hafa viö hendina vasabók til aö hripa í vísur, er þeir heyröu á skotspónum, gamlar eða nýortar. Margar slíkar vasabækur eru sem betur fer varöveittar á söfnum. Ég er meö eina slíka í höndum. Eigandi hennar og ritari er gamall kunningi minn frá Hvamms- tanga. Ég birti úr henni aö þessu sinni aðeins eina sláttuvísu, hún er eflaust aö norðan. Viö hana stendur nafniö Ingólfur á Haugi. Hún lýsir vel sambandi starfs- mannsins viö náttúruna. Ljúfur friður líknar mér, leggjum niður orfin. Sól til viöar síga fer, söngvakliður horfinn. En ég ætlaði aö minnast á annað, sem þessi vísnabók ber með sér, og gott er aö varðveitist hér á prenti. Á öörum tug aldarinnar komst á sá siður á Hvamms- tanga, þegar lítiö geröist fréttnæmt í skammdeginu, aö hagmæltir menn laum- uöust í skjóli myrkurs og hengdu á auglýsingastaura í plássinu heilar og hálfar kersknis-, skamma- og ástarvísur, oftast án þess aö höfundar væri getiö. Stundum voru svþ komnir botnar daginn eftir eða svör. Úr þessu varö gaman, stundum nokkuö grátt, vegna nafnleynd- ar, og getgátur haföar uppi um hver hefði ort hvaö. Stundum lentu svarskeytin á skökkum stööum. Um þetta leyti voru þarna í sveitum hagyrðingar, er þá eða síðar uröu þjóökunnir: Jón S. Bergmann, Gísli frá Eiríksstööum og Jósef S. Hún- fjörð. Úr því aö þeir eru nefndir koma hér vísur eftir þá, ein eftir hvern. Jón S. Bergmann: Ástin heilög heillar mig, hún er drottins líki. Meöan einhver elskar þig, áttu himnaríki. Gísli frá Eiríksstööum: Lífið fátt mér Ijær í hag, lúinn þrátt ég glími. Koma máttu um miðjan dag mikli háttatími. Jósef S. Húnfjörö: Guð mig ber á brjóstum sér, blómgar frerans vöku, leyfir mér aö lifa hér lengi — og gera stöku. Tómas Guðmundsson gaf út Vísnabók Káins 1965. Hann lýkur stuttum formála meö þessum orðum: „Svo er K.N. lýst, aö hann hafi verið fríöur sýnum og hinn glæsilegasti ásýndum, mikill velli, svip- hreinn, djarfmannlegur og gáfulegur. Hann var hvers manns hugljúfi og hrókur alls fagnaðar, jafnt í heimahúsum sem á mannamótum, fyndinn, frjálslyndur og víösýnn. Hvar sem hann fór og hverju sem hann klæddist bar hann yfir sér meöfædda reisn og höföingsbrag.“ Hér eru nokkrar tækifærisvísur eftir Káinn. I Glaöur hér ég laga Ijóö, landar allir fagni, því að mér og minni þjóð mátti ég verða að gagni. II Gaman er aö gleðja fólk á gömlu tungu Braga. Hún hefur veriö móðurmjólk mín um lífsins daga. III Aö láta skáldin lúra ein, Ijótur er það siöur. Þetta er gamalt þjóöarmein, því er verr og miður. IV Leikur hróðug, frjáls og frí, — fljóð með rjóöar kinnar —, sjóðheitt blóðið ólgar í æöum góöu minnar. V Oft ég gekk um grýtta strönd, gegnum lífsins boða. Máski einhver hulin hönd hafi firrt mig voða. VI Þyngir auöur ekki dreng, þótt yfir hauður svífi. Móti dauða glaöur geng frá gleðisnauðu lífi. VII Mörg er stakan meinlaust grín, mest um trúar grillu. Líka taka Ijóöin mín lítíö rúm í hillu. VIII Rjúföu, sunna, sortaský, sýndu að þú kunnir skína. Kysstu á munninn, hýr og hlý, hana Gunnu mína. IX íslensk Freyja björt á brá bið ég Ijóð mín geymi. Fegra meyja úrval á engin þjóö í heimi. — HLJÓM- PLÖTUR Aðalgeir Kristjánsson _____________' Píanó- leikarinn Edwin Fischer Á aöfangadag áriö 1960 andaðist svissneski píanóleikarinn Edwin Fisch- er rúmlega 74 ára aö aldri og með honum kvaddi einn af þekktustu píanó- leikurum frá fyrri hluta þessarar aldar. Hann átti þá aö baki langan lista- mannsferil bæöi sem píanóleikari og hljómsveitarstjóri og þekktastur var hann fyrir flutning og alla meöferö á verkum Bachs, Beethovens og Brahms. Hann stjórnaði lengi eigin kammerhljómsveit sem vann mikið aö kynningu eldri tónlistar. Jafnframt tón- leikahaldi sem einleikari og hljómsveit- arstjóri, var Edwin Fischer kennari viö tónlistarháskóla í Berlín, en hann nam þar hjá M. Krause og í fæöingarborg sinni Basel hjá H. Hubner. Tveir af nemendum hans, Alfred Brendel og Paul Badura-Skoda, hafa báöir komiö hingaö til lands til hljómleikahalds og eru okkur aö góöu kunnir — og á sviöi kennslunnar vann hann sér mesta frægö meö námskeiöum sem báru heitið Luzerner Festwochen. Samt er þaö píanóleikur hans sem mestur Ijómi stafar af í endurminningunni. Hann lék jöfnum höndum kammertónlist og ein- leik og frægt er tríó sem hann lék í ásamt Kulemkampff og síðar Schnei- derhan og Enrico Mainardi. Einnig er til ein hljómplata þar sem Elisabeth Schwartzkopf syngur lög eftir Schubert og Fischer leikur meö og sú hljómplata hefir veriö hér á markaði fram til þessa. stjórnaöi og lék einleik í konsertum Bachs og Mozarts og til er hljóðritun þar sem hann stjórnar og leikur einleik í d-moll konserí Mozarts, en sá galli er á aö fæstar af þeim hljómplötum sem Fischer lék inn á, hafa veriö á markað- inum aö undanförnu. Nú eru hins vegar aö koma á markaöinn endurútgáfur á hljómplötum, þar sem Fischer er ein- leikari og stjórnandi í einni persónu og er fyrst aö telja píanókonserta Beeth- ovens nr. 3 og 4, en hljómsveitin Philharmonia í London leikur meö. Þessi útgáfuröö ber heitið Dacapo og númerin eru: 1c 047—01 404 píanó- konsert nr. 3 og 1c 047—00 842 M, nr. 4 og þar er einnig píanósónata nr. 8 í c-moll — „Pathetique-sónatan". Edwin Fischer átti sér jafnaldra aö nafni Wilhelm Furtwangler. Hann hefir veriö talinn einn mesti hljómsveitar- stjóri þessarar aldar, þeir Fischer voru nánir vinir og unnu mikiö saman allt til þess aö Furtwángler dó áriö 1954. Þeir voru eins og tvístirni á festingu tónlist- arinnar, fulltrúar þýskrar síörómantík- ur, eins og hún gat orðið best og áhrifaríkust. Svo vel vill til aö til er ein hljómplata þar sem þeir eru báöir í sviðsljósinu — 5. píanókonsert Beeth- ovens, þar sem Fischer situr viö flygilinn, en Furtwangler stjórnar fíl- harmóníuhljómsveitinni í London og númeriö er 1c 047 803. Nýveriö kom út sett meö tveimur plötum, þar sem Edwin Fischer leikur 5 píanósónötur eftir Beethoven, nr. 7, 8, 23, 31 og 32. Elst er upptakan á As-dúr sónötunni op. 110, frá árinu 1938, en hinar eru frá árunum 1952 og 1954, hljóðritanirnar eru í mono, og aidurinn segir til sín aö því leyti aö hljómurinn er allur rýrari í roðinu en í þeim hljóöritun- um sem unnar eru í dag. Hins vegar þarf ekki lengi aö hlusta til aö skynja persónuleikann sem aö baki flutnings- ins býr. Edwin Fischer var laus viö þaö sem kallað er aö vera „akademiskur“ í flutningi sínum. Leikur hans var hlað- inn frumkrafti, ofsi og innileiki héldust hönd í hönd í flutningi hans, þar var „ódýr strengur aldrei sleginn" og til aö finna þessum oröum staö má sérstak- lega benda á leik hans í D-dúr sónötunni op. 10, nr. 3, öörum þætti — Largo e mesto — eöa í c-moll sónötunni op. 111, síðari þættinum — Arietta — Adagio molto semplice e cantabile. Væntanlega koma fleiri hljómplötur meö Edwin Fischer á markaöinn innan tíöar í endurbættum útgáfum og er ástæöa til aö benda á þær, þó aö hljóðritunartækninni sé ábótavant, en Beethoven-sónöturnar sem hér er get- iö aö ofan eru gefnar út af Electrola C 147—01 674/75 og þessar plötur eru í Dacapo-flokknum og þær er aö fá í hljómplötuversluninni í Fálkanum. A.K.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.