Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Page 6
ÁRIÐ saga eftir Jorge Luis Borges Flestir þeirra héldu, aö orustan — sá iöandi, óstööugi hlutur — heföi rekið þá inn í hinn mikla, myrka furuskóg. Þeir voru tíu, kannski tólf, aö áliðnum degi. Menn, sem voru vanir plógum og árum, erfiðismenn, sem nærðu sig af jöröunni í sveita síns andlitis, þeir voru nú stríösmenn. Hvorki þjáningar annarra né þeirra eigin skiptu þá nokkru máli. Wulfred féll rétt utan viö skóginn. Ör hæfði hann í öxlina. Enginn sá aumur á honum, enginn leit viö. Þaö var fyrst, er þeir voru komnir djúpt inn í skóginn, aö þeir létu fallast á jöröina allir, en enginn sleppti takinu á skildi sínum eöa boga. Aidan settist upp og talaði af íhygli, eins og hann hugsaði upphátt. „Byrhtnoth, sem var herra okkar, hefur gefið upp öndina. Nú er ég elztur og ef til vill harðskeyttastur. Ég veit ekki, hversu margra vetra ég er, en tími þeirra virðist mér skemmri en sá, sem ég hef lifaö frá morgni þessa dags. Werferth var sofandi, þegar bjallan vakti mig. Eg sef hinum létta svefni hinna öldnu. Frá dyrum mínum kom ég auga á hin rákóttu segl víkingaskipanna, sem þegar höföu varpaö ankerum. Viö söðluöum hesta okkar og fylgdum Byrhtnoth. í augsýn óvinanna var vopnum deilt meöal manna, og mörgum manni var sýnt, hvernig ætti að halda á skildi og bregöa sveröi. Af bakkanum handan fljótsins bar sendiboöi sjómannanna (víkinganna) þau boö, aö þeim yrðu afhentir gullhringir, og jarl okkar svaraði honum, aö hann myndi gjalda með gömlum sverðum. Fljótið skildi herina aö, og það var aðfall. Viö óttuðumst stríö og við vorum áfjáöir í þaö, af því aö þaö varö ekki umflúið. Werferth var mér á hægri hönd, og dönsk ör haföi nærri hæft hann.“ „Þú brauzt örvarlegginn meö skildinum, faöir," skaut Werferth inn í meö varfærni. En Aidan hélt áfram: „Þrír af okkar mönnum vöröu hlaðna stíginn. Sjómennirnir báðu okkur um að mega fara yfir á vaðinu. Byrhtnoth féllst á þaö. Hann gerði það, trúi ég, af því að hann var óöfús aö berjast og af því aö hann vildi vekja lotningu heiðingjanna og ótta meö því trausti, sem hann haföi á hugrekki okkar. Óvinirnir fóru yfir á vaðinu og héldu skjöldunum hátt. Þeir komu upp á grösugan árbakkann. Og síöan geröu þeir áhlaup." Mennirnir hlustuöu á Aidan meö athygli. Þeir mundu atburðina, sem hann rakti, en fyrst nú, þegar rödd mótaöi þá í orö, virtust mennirnir gera sér grein fyrir dáöum sínum. Frá því lýsti af degi höfðu þeir barizt fyrir England og fyrir veldi þess í fjarlægri framtíö, og þeir vissu það ekki. Werferth, sem þekkti fööur sinn vel, grunaöi hann um aö dylja eitthvaö á bak viö hina alvöruþrungnu ræöu. „Nokkrir flýðu, og þeir munu uppskera háö og spott lýösins," sagöi Aidan enn. „Meöal okkar, sem hér erum óbugaðir, er enginn, sem ekki hefur drepiö Dana. Þegar Byrhtnoth var höggvinn, stóö ég viö hliö hans. Þar sem hann vissi, aö allir menn eru syndugir, baö hann ekki Guð um fyrirgefningu synda sinna. Hann færði Honum þakkir fyrir þá daga ævintýra, sem Guö hefði gefið sér á jöröunni og þá umfram allt hinn síðasta — dag orustu okkar. Þaö sæmir okkur að vera veröir þess aö hafa orðið vitni aö dauða hans og að falli annarra og afrekum á þessum mikla degi. Ég veit, hvernig bezt er hægt aö gera þaö. Viö förum stytztu leið til þorpsins og verðum á undan víkingunum. Viö liggjum í launsátri beggja vegna vegarins og tökum á móti þeim meö örvum. Viö höföum barizt lengi og vorum orönir þreyttir. Ég fór meö ykkur hingað til aö hvílast." Hann var staöinn á fætur og var stór og sterkur, eins og hæfir Saxa. „Og hvaö svo, Aidan?" spurði einn úr hópnum, sá yngsti. Síöan munu þeir vega okkur. Viö getum ekki lifaö herra okkar. í morgun var hann foringi okkar. Nú hef ég forustu. Ég mun ekki þola neinn heigul. Þannig skal það verða.“ Mennirnir tóku aö rísa á fætur. Einn eöa tveir mölduöu í móinn. „Viö erum tíu, Aidan,“ sagöi drengurinn. „Viö verðum níu,“ sagöi Aidan hversdagslegri röddu. „Werferth, sonur minn, nú er ég aö tala viö þig. Þaö, sem ég ætla aö bjóöa þér aö gera, er ekki auövelt. Þú verður aö fara burtu einn og yfirgefa okkur. Þú verður að snúa baki viö bardaganum, svo að þessi dagur megi lifa í manna minnum. Þú einn getur séö um, aö svo verði. Þú ert söngvarinn, skáldiö." Werferth féll á kné. Þetta var í fyrsta sinn, sem Aidan haföi minnst einu oröi á kvæöi hans viö hann. „Faðir,“ sagöi hann og barðist við grátinn, „viltu láta son þinn veröa sakaðan um rag- mennsku eins og ómennin, sem flýöu?" „Þú hefur þegar sannað, aö þú ert ekki heigull," svaraöi Aidan. „Viö munum efna heit okkar viö Byrhtnoth og láta lífið viö hliö hans. Þú munt efna þitt meö því aö halda á loft minningu hans um ókomin ár.“ Síöan sneri hann sér aö hinum og sagöi: „Þá höldum viö gegnum þennan skóg. Þegar síöustu örinni hefur veriö skotið, ráðumst við til atlögu meö sverðum og skjöldum.“ Werferth horföi á þá hverfa inn í rökkur dagsins og skógarins, en vísa var þegar aö koma fram á varir hans. Sveinn Ásgeirsson íslenzkaöi. Tvær ljóðaþýðingar Eftir Árna Grétar Finnsson HANSON TOWNE Handan við hornið Góöan vin handan viö horniö ég á, í heimsborg, sem breiöir sig endalaus grá. Samt dagarnir líöa og verða að vikum, varnarlaus tímann í árum viö stikum; og vin minn auönast mér aldrei aö líta, ævilangt erum viö okkur að flýta. Hann veit, aö mín vinátta er söm og fyr, er var ég vanur aö drepa á hans dyr og hann hjá mér. Þá vorum við ungir enn. Nú erum við umsetnir, örþreyttir menn: Örþreyttir leitum aö gagnslausri gnægö, örþreyttir reynum að vinn’ okkur frægö. „A morgun, „ég afræö," ég ákveöið fer, honum að sýna þann hug sem ég ber. “ En nýr dagur kemur — og líöur aö kveldi, mill'okkar vex fjarlægöin í sínu veldi. Handan viö horniö! — rétt hálf míia talin... „Hér er símskeyti, herra, “ „Hann er fallinn í valinn. “ Nú á ég aö endingu og undan styn: Handan viö horniö, horfinn vin. R. W. EMERSON Gef ástinni allt Gef ástinni allt, hlýö þínu hjarta, ástvini, ættingja, daga, eigur og oröstír góðan, áform, upphefð og vizkuleit, — ástinni um ekkert neit. Hún er heillandi drottning háleitra sona: Fylg henni fast, von handan vona. Hærra og hærra til hæöa stefnir, með óþreyttum vængjum, óræð seiöir, er sem guö, þekkir eigin vegi og himinsins leiöir. Deigir ei duga. Djörfung er hennar krafa, sálir án vafa, vaskar, óragar, vel mun hún launa. — Til baka þær snúa betri en þær vóru og bæta sig alla daga. Gef allt fyrir ást. En heyr mig samt, enn eitt orö; lát aldrei mást ástareiöa úr þínu hjarta. Gæt þín í dag, á morgun, alla daga, þá frjáls sem fákur ert þú íþinni ást. . . Þó unnir þú henni sem eigin lífi og elskir sem hjartað í brjósti þér, þó dagsbirtan dvíni þá hún fer, og dauflegt sé einn að vaka. Vinur, þú vita skalt bara: Er hálf-guöir fara, heim snúa guðir til baka. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.