Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Blaðsíða 7
URNEMOUTH Sólarlandastemmn- ing í Brighton Áfram liggur leiðin vestur meö ströndinni; landslagiö hæöótt og hlý- legt og skógi vaxiö víðast. Sunnudags- umferöin er í algleymingi og eftir um þaö bil klukkustundar ferð er komiö til Brighton, sem verður aö telja mesta sumarleyfa- og sjóbaðstaö Breta ásamt Blackpool og Bournemouth. Allt er miklu stærra í sniðum en í Hastings; ósvikin sólarlandastemmning og geysilegur mannfjöldi, sem ekki er undarlegt, því Brighton er beint suöur af London og samgöngur þar á milli eru mjög greiöar. Á svona staö er höfuöverkur númer eitt aö leggja bílnum og geta oröið ýmsir snúningar unz því er lokiö. Eftir göngu- ferð um gamla bæinn, þar sem göturnar eru sumar lítið meira en faðmsbreiðar, var kominn tími til að fá sér eitthvaö í gogginn, enda mikil gnægð alls konar veitingahúsa til að velja um. Fyrir valinu varð The Oyster Bar — Ostrubarinn, ■■ Annar hluti af þremur Eftir Gísla Sigurðsson Kráin í Findon. Einn næturstaður i ferðinni var þarna uppi á loftinu. Þrfr öndvegisstaöir viö Ermarsund Georg 4. var byggingamaður og fram- kvæmdamaður og gefinn fyrir iburð. Þannig þóknaðist honum að hafa matsalinn. Ljósa- krónan ein er þvilikt fyrirtæki, að erfitt er nú á dögum að meta hana til f jár. sem er ágætt sjávarréttaveitingahús, óhátíölegt og ungt fólk á gallabuxum gekk þar um beina. Á svona stöðum er stórmál aö fara yfir matseðilinn, en eftir kalda krabbasúpu og humar með Ijúfu hvítvíni, var haldiö áfram; ekki dugar að eyða deginum í slímusetur á vertshús- um, þegar margt er aö sjá og tíminn helzti naumur. Viö höfðum aðeins þenn- an eina dag í Brighton og þaö dugar rétt til aö þefa af staðnum. í sumarleyfisferð á eigin spýtur er Brighton sjálfsagöur áningarstaður og þá er rétt aö vera þar ekki skemur en tvo til þrjá daga. Undir kalksteinsbjargi austan viö bæj- armiðjuna er bátahöfnin og það er ómaksins virði aö fara í stuttan göngutúr þangaö. Bátabreiðan nær yfir marga hektara; sumir litlir eins og gengur, en inn á milli eru lúxusjaktir, sem eru í raun fljótandi nútíma hallir meö öllum hugs- anlegum þægindum og helztu leikföng auðmanna ásamt einkaþotum nú á dögum. Nöfnin og flöggin bera meö sér, að margir eru langt að komnir og nota þessi glæstu farartæki til ferðlaga og búa í þeim. Annaö er svo sem viö má búast; baöströnd sem nær útúr augsýn og óendanleg röð hótela meðfram henni. Sumar göturnar i Brighton eru ekki nema faðmsbreidd — þar er urmull af smábúðum og veitingahúsum. The Royal Pavillion — Höll Georgs 4. í Brighton. Austurlenzkur iburður og eins- konar Þórshafnartorgari á sinum tima. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.