Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Page 14
Nýjungin misheppnaðist naumlega Skákmenn sem hætta sér út á troönar slóöir byrjanafræöinnar eiga þaö oft á hættu er viö brögðótta andstæóinga er aó etja aó vera slegnir út af laginu meö nýjum óvæntum leik, ekki endilega sérlega sterkum, heldur nægilega óljósum til aö slá ryki í augu mótherjans. Sálfræóileg áhrif slíkra leikja er verðugt rannsóknarefni, því það kemur fyrir aö menn ofmeti nýja byrjun andstæöingsins og tefli fram- haldiö algjörlega ráöalausir. í skákinni hér á eftir er þaö einmitt nýr leíkur, augljóslega fyrirfram undir- búinn, sem kemur viö sögu. Skákin er tefld á síöasta Sovétmeistaramóti af þeim Alexander Beljavskjy, og stór- meistara Valery Cehov, en þeir eiga þaö sameiginlegt aó hafa báöir oröiö heims- meistarar unglinga fyrir nokkrum árum. Cehov beitir fyrir sig afbrigöi sem skákfræöin hreinlega afskrifaöi fyrir fimm árum síöan eftir aö Karpov haföi tekiö Júgóslava nokkurn, er beitti því gegn honum, illilega í karphúsiö. Síöan þá hefur Cehov fundiö athyglisverða leiö til aö endurbæta taflmennsku svarts og leggur mjög erfið vandamál fyrir hvít. A knattspyrnumáli myndi þetta líklega heita aö Beljavsky væri á útivelli í þessari skák, því hann er aö tefla stööu sem andstæð- ingur hans hefur gaumgæfilega rannsak- aö heima. Hvítt: Beljavsky Svart: Cehov Kóngsindversk vörn I. d4 — Rf6 2. c4 — g6 3. Rc3 — Bg7 4. e4 — d6 5. f3. Saemisch-afbrigöið, vafaiaust traustasta svariö viö kóngs- indversku vörninni og sérlegt uppáhald Beljavskys. 5. — 0—0 6. Be3 — c5!7. Þessi peösfórn er afskaplega frumleg aö því leyti aö hún gefur hvíti strax færi á aö skýra iínurnar með drottningakaupum auk þess sem hann vinnur peöið. Hugmyndin er fremur nýleg og byggist á því aö í hinu drottningalausa miötafli sem kemur upp standi hvíta peöiö á f3 í vegi fyrir því að hann geti þróaö kóngsvæng sinn eðlilega meö því aö leika Rg1—f3. 7. dxc5—dxc5 8. Dxd8 — Hxd8 9. Bxc5 — Rc6 10. Rd5l. Þetta er einmitt léikurinn sem Karpov kom Júgóslavanum Barle í opna skjöldu meö á móti í Portoroz í Júgóslavíu áriö 1975. Barle tók þann kostinn aö vinna peöið til baka, en fékk mjög erfiða stööu eftir 10. . . .—Rxd5?! II. cxd5 — Bxb2? (Betra var 11. ... — b6) 12. Hb1 — Bc3+ 13. Kf2 — b6 14. Ba3! Síöan þetta hefur afbrigöið ekki sést á mótum fyrr en nú aö Cehov finnur endurbót: 10. — Rd7l? 11. Ba3. Hvítur gat unnið annaö peö, en eftir 11. Rxe7+ — Rxe7 12. Bxe7 — Bxb2 13. Hb1 — Bc3+ 14. Kf2 — He8 15. Ba3 — Bd4+ hefur svartur unniö annað peöiö til baka og hefur góö færi vegna þess hve veikur hvítur er fyrir á drottningarvæng. 11. — e6 12. Rc7. Beljavsky tekur erfiöa ákvörðun aö fara meö riddarann svo langt inn í herbúöir óvinarins, en eftir 12. Rc3 — Bxc3+ 13. bxc3 — b6 sækir svartur aö hvíta tvípeðinu á c-línunni í anda hugsuöarins góökunna, Arons Nimzowitsch. 12. — Hb8 13. 0—0—0 — Bh6+. Aö vísu þýddi hér lítið að ætla sér aö loka riddarann inni með 13. ... — a6 vegna 14. Bd6 — Be5 15. c5, en 13. ... — b6 kom hér til greina. Því myndi væntanlega vera svaraö meö 14. f4 og Rf3, en þann möguleika hindrar svartur meö texta- leiknum. 14. Kb1 — b6 15. Re2 — Bb7 16. Rc3 — Rc5 17. Be2 18. R7b5 — a6. Riddarinn er nú kominn í ógöngur, en Beljavsky á skemmtilegt úrræöi sem bjargar honum frá glötun: 19. — b4! — axb5 20. cxb5I. en auövitaö ekki 20. bxc5 — b4! Nú hlaupa riddarar — SKAK ____________________________v eftir Margeir Pétursson svarts ekki báöir á brott í einu þannig aö hvítur hlýtur aö vinna manninn til baka og vera áfram peöi yfir. 20. — Rxe4 21. Rxe4 — Rd4 22. Bd3 — f5 23. Rc3 — Bd6. Svartur hyggst hindra Ba3 — b2, en veröur ekki kápan úr því klæöinu. Nítjándi leikur hvíts hefur því riðiö svörtu stööunni að fullu. 24. Bc4 — Be7 25. Bb2l — Kf7. Engu betra var 25. .. . — Bxb4 26. — Ra4 og hvítur nær tveimur samstæöum frípeðum á drottningarvæng. 26. — a3. Nú má í raun segja aö svartur sé búinn aö vera. Honum hefur ekki tekist aö vinna peöiö til baka og hvíta staðan ber síst merki þess aö hvítur eigi í nokkrum kröggum. 26. — Hbc8 27. Ba2 — Hd6 28. Hhe1 — Hcd8 29. Hxd4l. Smiðshöggiö. Hvítur kemur til meö aö fá þrjú peö fyrir skiptamuninn og eftirleikurinn er auð- veldur. 29. — Hxd4 30. Hxe6 — Kf8 31. Hxb6 — H8d7 32. Bc1 — Hc7 33. Kc2 — f4 34. He6 — g5 35. He5 — Kg7 36. b6 — Hcd7 37. Rb5 — Bf8 38. Rxd4 — Bxe5 39. Re6+ — Kf8 40. Rc5 — He7 41. a4 og svartur gáfst upp, því hvíti peöamassinn á drottningarvæng veröur ekki stöðvaður án mikilla fórna. Um vegi og vegleysur Veizt ef vin átt þann es vel trúir far þú at finna oft, því at hrísi vex og háu grasi vegur sá er vætki trööur. Þannig hljóöar gömul vísa, sem oft var skrifuð í „minningabækur" þær er gengu skólasystkina á milli hér á árum áður — og ósköp var líka létt í þá tíö aö varna því, að gras yxi á vegi milli vina. En margt breytist meö árunum, búk- og búsorgir ýmiskonar koma til sögu og ekki lengur hver til annars gegnum þéttvaxiö annahrís og amsturs. Kannast ekki margir viö þessar setn- ingar eöa aörar líkar: „Sérðu ekki skóla- systurnar stundum?" — „Nei, en viö tölum stundum saman í síma." Sjálf get ég tekið undir þetta. Síminn er núoröiö eini tengiliöur minn viö gamlar vinkonur svo vikur og mánuöum skiptir. krækiber Oft er þá talað lengi eöa réttara sagt (svo notuð sé skýrsluviska Flosa): það er talaö sjaldan en lengi. Skipst er á fréttum af fjölskyldunum, gömlum skólasystkinum og mörgum heimspekilegum og sálfræöi- legum vandamálum velt fyrir sér. Nú skal ég veröa fyrsta manneskja til aö viöurkenna að slík viöfangsefni væri skemmtilegra aö ræða augliti til auglitis, en eins og nú er í pottinn búiö, þegar allir hafa svo mikiö og merkilegt aö gera, þykir þaö tíöindum sæta aö sjást og síminn er þá löngum eini tengiliðurinn milli fólks. Nú er samgöngumáti ööruvísi en talaö er um í vísunni hér yfir. Þar er talaö um aö troöa — ganga veg milli vina. Sá vegur er vitaskuld langoftast ekinn nú sé hann á annaö borð farinn. En til eru þeir, sem hvorki geta bælt niöur óþurftargras milli vina meö fótum né bílhjólum. Þaö eru þeir fötluöu og gömlu. Síminn er ótvírætt þeirra líftaug viö umhverfið. Sameinuöu þjóöirnar gangast fyrir því, að árið 1981 veröi Alþjóölegt ár fatlaöra, notaö til að vinna aö málefnum þeirra og keppa aö því, aö þeir öölist jafnrétti á viö heilbrigöa til menntunar, atvinnu og allrar þátttöku í þjóðlífinu. Hér á landi hefur verið skipuö nefnd til aö vinna aö þessum málum og hefur hún gefiö út bækling, sem ber heitiö Tíundi hver maður er fatlaöur. Er þar átt viö fötlun af öllu tagi: lömun, blindu, heyrnarleysi, vangefni, geðveiki og allskyns aðra fötlun af völdum mismunandi sjúkdóma. Ekki efa ég, aö íslendingar verði fullir áhuga aö berjast fyrir málefnum fatlaöra og ýmsir hafa þegar riöiö á vaðiö. Skammt er t.d. aö minnast fjörugs og fjölmenns fundar Bandalags kvenna í milli vina Reykjavík, sem nefndur var Fræöslufund- ur um málefni fatlaöra. Hefur hann vafalaust oröiö til aö vekja fundargesti til dáöa á komandi ári. En á þessu ári fatlaðra er líka komið upp mál, sem skýtur töluvert skökku viö tilgang þess. Þar á ég við fyrirhugaða skrefatalningu á innanbæjarsímtölum. Kannski er okkur lítil vorkunn, fullfrísk- um vinkonum, þó aö viö verðum aö leggja niður rabbsímtöl okkar eða draga úr þeim aö mun. Þau hafa þó oft lyft hvunndeginum í æöra veldi. En hvers eiga þeir gömlu og fötluöu aö gjalda, ef þessi oft einu tengsli þeirra viö lífiö úti fyrir verða gerö þeim fjárhagslega ofviöa? Ég heyröi einhvern valdamikinn mann mæla þau orö í útvarpið, aö símtöl ættu ekki að taka lengri tíma en þrjár mínútur. Það má vel vera aö beinum skilaboöum og fáorðum upplýsingum veröi komiö til skila á þeim tíma, en virkileg tengsl milli hjartna nást ekki á svo skammri stund. Sá vísi maður stakk upp á því, aö gjöld yröu minni að kvöldinu. Sú ráöstöfun missti mikils til marks. Þá er oftast eini tíminn, sem fólk er samankomið á heimilum sínum. Jafnvel getur sá, sem er einmana og bjargarlítill á daginn átt einhverja fjölskyldu, sem hann hittir á kvöldin eöa hinn einmana veigrar sér viö að trufla vinafjölskyldur í samveru þeirra aö kvöldi til. Hver er annars tilgangurinn meö þess- ari fyrirhuguðu hækkun á innanbæjar- símtölum? Er verið aö reyna aö afla meira fjár eöa minnka álagiö á símanum? Hvernig væri aö koma á skrefatalningu á öllum vinnustööum á venjulegum vinnu- tíma? Það yröi kannski til þess, aö fólk lægi ekki í símanum og hjalaði um sín einkamál, þegar þaö ætti aö vera aö gera annaö eins og vísast er víöa gert. Aftur á móti yröu gömlu, veiku, fötluöu og einmana fólki leyft aö tala ódýrt viö vini sína og halda einhverju sambandi viö lífiö úti fyrir með því móti. Fundur Bandalags kvenna í Reykjavík geröi þaö aö tillögu sinni til þeirra, sem þessum málum ráöa, aö fella niður fyrirhugaða skrefatalningu. Ekki er ég í vafa um, aö langflestir landsmenn eru þeirri tillögu fylgjandi. Komum í veg fyrir að enn veröi aukið á vegleysur milli vina, fatlaöra og heil- brigöra. Þaö ætti aö veröa eitt af mörgum veröugum viöfangsefnum á Alþjóölegu ári fatlaöra. Anna María Þórisdóttir 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.