Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1981, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1981, Blaðsíða 2
Guöbergur Bergsson BIKARINN Þaö henti fyrir rúmum tuttugu árum, þegar ég flæktist í fyrsta sinn um hinar miklu víöáttur Spánar, aö ég rakst inn í safn í borginni Leon á norð-vestur horni Kastilíuhásléttunnar. Um þessar mundir reyndi ég að stunda nám í fagurfræöi og listasögu, og ætlun mín haföi verið aö skoöa þaran í borginni hin dýru veggmál- verk, sem eru í svo nefndu Konungagraf- hýsi, og er þaö kennt viö heilagan ísídor frá Sevilla. Veggmálverkin eru löng saga, sögö í litum og myndum, máluð á kalk í rómönsk- um stíl. Málverkin eru undarlega vel varðveitt í hinu kalda og þurra hásléttulofti; og eru myndirnar orðnar átta alda gamlar og aö mestu óviögerðar og sem nýjar. Þær eru eitt af furðuverkum heimsins en furöulítiö þekktar af öörum en sérfræöing- um á sviöi myndlistar og stöku flökkurum. Á þessum árum var í ríki Francos fátt hægt aö skoöa af verömætum þeim, sem söfn og kirkjur varðveita, án þess aö feröamaðurinn fengi til þess leyfi prestsins á staönum. En þá geymdu spænskir prestar flesta lykla sem gengu aö menn- ingu, fræöslu og andlegu frelsi hinnar spænsku þjóöar. Klerkastéttin var þess vegna sannur vöröur valdsins; og þaö meö sama hætti og í sumum löndum, sem kenna sig við alþýöuna, aö hugmynda- fræöingar eins stjórnmálaflokks vaka yfir andlegri velferö þegnanna. Ferðamenn voru fátíðir á Spáni á þessum tíma, en ef þaö henti forvitinn feröamann aö hann kom að læstum safndyrum í litlum bæ og hann spyröi vegfaranda: Er safniö lokaö? þá barst honum sífellt sama svarið: Faröu til prestsins, hann geymir lykilinn. Aldrei hef ég gengiö jafn oft fyrir presta og á þessum árum. Og allir lyktuöu prestarnir af súrum þef af tólgarkertum, húsraka og eggjum steiktum í þrárri viðarolíu. En þessir þjónar valdsins voru ýmsum góöum kostum gæddir, og yfir höfuö vingjarnlegir og mannslegri en hinir veraldlegu valdhafar: prestarnir gerþekktu umhverfi sitt, sál manna, trú og hjátrú þeirra, kirkjur og söfn, á svipaðan hátt og flokksþrællinn þekkir spjaldskrár síns' stjórnmálaflokks og hina pólitísku heiö- ingja í bænum. Næstum án undantekningar fögnuðu prestarnir útlendingnum sem haföi álpast af undarlegum hvötum inn í hin afskekktu þorp hásléttunnar. Stundum litu þjónar guös meira aö segja á hann, eins og á ferðinni væri fjandinn eöa einn af árum hans, á pílagrímsför tll iðrunar og yfirbótar að altari guös. Þá bentu þeir honum á faöm móðurkirkju alls mannkyns, þá kaþólsku. Hún hýsti oft bæði Kölska og Krist í tréskurði og myndum undir stólsetum í aðalkór kirkjunnar. Slíkar myndir haföi ég skoðað undir eftirliti prests í dómkirkjunni í Þamora, og sagði presturinn aö munkarnir gætu þreifað á hinum útskornu samförum undir setunni, á meöan þeir sy ngju um samneyti sálarinnar við guðssoninn og Maríu mey. Hann lauk lofsoröi á frjálsiyndi Fólk í hinum frjálsa hluta heims heldur yfir höfuö aö hiö algera vald sé illúölegt og fjandsam- legt ókunnugum gesti, eöa aö öllum sé óvært í einræðisríkjum. Ööru nær. Alræöisvaldiö og afleiö- ingar þess er einkar heillandi og fram úr hófi forvitnilegt. Ég kynntist því rækilega á vissum tíma, en ekkert rúm er til aö fjalla um jafn víöáttumikiö efni hér.Alræöisvaldiöerhöföingiheim aösækja.^^ trúarinnar á miööldum, glotti og benti mér á staö í bænum, þar sem hægt væri aö kaupa Ijósmyndir af hinum dýrmætu lista- verkum fyrir talsvert fé, því þær væru seldar Sem klámmyndir. Einnig benti hann mér á aö lyfta ævinlega kórbekkjum í kirkjum, því undir lokinu væri oft aö finna stórbrotin iistaverk. Það reyndist rétt og var ég presti fram úr hófi þakklátur. Og þegar hann heyrði þakklætiö vildi hann ólmur fræðast um helvíti frelsisins, sem var handan viö Pýreneafjöllin, og einnig um veöurfar á íslandi, sem hann haföi fræöst eitthvaö um viö lestur bókar í safni klaustursins. Fólk í hinum frjálsa hluta heims heldur yfir höfuö aö hið algera vald sé illúölegt og fjandsamlegt ókunnugum gesti, eöa aö öllum sé óvært í einræöisríkjum. Ööru nær. Alræðisvaldiö og afleiðingar þess eru einkar heillandi og fram úr hófi forvitnilegt. Ég kynntist því rækilega á vissum tíma, en ekkert rúm er til aö fjalla um jafn víöáttumikiö efni hér. Alræöisvaldiö er höföingi heim aö sækja. Veggmálverk Meðan á heimsókn stendur er örlæti í konungagraf- alræðisvaldsins næstum jafn taumlaust í hýsi því í Leon, garö gestsins og þörf fátæks alþýöumanns sem kennt er er fyrir aö sóa í óreiðu skjótt fengnu fé. við hcilagan Gesturinn veröur þó aö gæta eins, hann Isidor frá Sev- veröur aö dansa eftir nótum valdsins, illa. Bikarinn í Leon. Hann er með því skrauti, sem oftast einkennir víkingalist, enda að öllum líkind- um þeirra handverk og þá frá 10. öld. meðan veislan er haldin, og hafa svipaöa skoöun og þaö á hinum ýmsum málum. Þetta sama gildir um hinn gjafmilda fátækling sem vill anda í þig brennivíni. Þó kann valdið oft að meta andstæðinga, einkum þá sem eru jafn ofstækisfullir í skoöunum og þaö sjálft. í veislusölum valdsins er hollast að hlusta á vaðal þess, meö hlýlegt bros á vör, leyfa gestgjafanum að troða óspart í maga þinn ókjörum af kræsingum og ótal víntegundum, ævinlega sætum vínum og væmnum. Valdið er frumstætt og mikiö fyrir sætindi: allt sem glitrar og er sætt er fagurt og gott. Valdiö er til alls víst ef grunnt er á botn í maga gestsins. Valdamaður hjá einangr- aöri þjóö er án fjölda undantekninga troöfullur af hvers konar þembu, og þess vegna grípur hann tækifærið þegar erlend- an gest ber aö garöi og treður í hann af alefli hugsunum sínum, heimspeki, hetju- dáöum, trú sinni og kynstum af kryddvín- um og afar þungmeltum mat. í lokin vökvar hann oft borðdúkinn og herðar gestsins meö skelfilegu táraflóöi, eins og ekki hafi nóg duniö af ósköpum yfir gestinn af gestrisni meðan á borðhaldi stóö. Aumingja gesturinn, ef hann er grunn- hygginn eöa hans pólitíska lyktarskyn er brenglaö eöa ófullkomiö, fer síðan heim til sín hræöilega blekktur, og hann heldur í sinni einfeldni og hugsjónavímu aö átvögl í ábyrgðarstööum í einræðisríkjum séu fram úr hófi mannleg og tilfinningarík, af því einu Bærinn Leon á norðvesturhorni Kastilíu-hásléttunnar. aö þau éta á borö viö þrjár vísitölufjöl- skyldur og grenja í veislulok ofan í glösin sín. Nú var þaö í þökk eins gestrisins átvagls, og álíka matlystugs prests, aö mór var heimilað aö skoöa listasafniö í borginni Leon. Og hafði safnið að geyma bikar, smíöaðan úr einhverju efni sem presturinn kallaöi skandinavískt fílabein, en er vafa- laust rostungstönn. Honum þótti sjálfsagt að í jafn fjarlægum löndum og í Skandin- avíu ættu furöudýr heima; og vekur fjarlægöin ætíð furöu. Safniö haföi einnig aö geyma ýmsa dýrgripi. Þarna var vísigotnesk Biblía frá árinu 960, fágætur bagdalídúkur frá 10. öld, skrín eitt sem forðum geymdi jarön- eskar leifar hins heilaga fræöimanns ísi- dors frá Sevílla, teiknibók frá 12. öld, ekki óáþekk þeirri sem geymd er í Árnasafni, og ýmsir aörir fágætir gripir. Bæir og þorp á Kastilíuhásléttunni eru yfirleitt troðfullir af fágætum munum. Velgerðarmenn mínir Dikarinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.