Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1981, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1981, Blaðsíða 5
Saga úr raunveruleikanum eftirJennu Jensdóttur innan um hóp af jafnöldrum sem voru fluglæs og skiluöu sínum verkefnum meö ágætum meöan hann barðist viö ólæsi og algert skilningsleysi í tungumál- um, en átti þó aö taka sama próf og hinir nemendurnir — samræmda prófiö. Með mörgum orðum erfiöum henni reyndi yfirkennarinn að gera henni skiljanlegt þaö einstaka tækifæri sem ungum nemendum hlotnaöist meö til- komu þeirra sjálfsögöu mannréttinda aö allir fengju nú aö nema hiö sama og ganga undir sömu próf. Guörún Guðmunda fann til innra meö sér þegar hún gat ekki af sínu brjóstviti gert honum skiljanlegar sálarkvalir Láfa síns og henni var á hinn bóginn fyrirmunaö aö meötaka visku hans um ágæti hins nýja menntakerfis. Meö Ijúfmannlegum viöbrögðum fylgdi nú yfirkennarinn Guörúnu Guömundu til umsjónarkennara Láfa. Meö hjartaö berjandi í brjóstinu og titrandi hendur tók hún sér sæti í skólastofu fyrir framan lærimóöur á fimmtugsaldri, sem beiö þess meö rólegu augnaráði aö Guörún Guðmunda tæki til máls. En hvernig sem Guörún Guðmunda leitaöi í hug sínum fann hún engin orö til aö byrja á. Eitt vissi hún að hún mátti ekki skaða drenginn sinn meö óvitru tali. Hún þagði — og þagði þar til lærimóöirin tók sjálf til máis — hægt og hátíðlega. — Jú hún vissi aö koma hennar var vegna Ólafs. Og hún skildi vel áhyggjur móöurinnar vegna drengsins — enda ef hún mætti vera hreinskilin: „Ólafur var latur og áhugalaus auk þess var hann farinn aö skrópa aö undanförnu. Móðirin gat tæplega búist viö því aö skólinn legöi blessun sína á slíkt. Auk þess var hann ekki til friðs í kennslustundum. Og ef Ólafur bætti ekki ráð sitt bráölega gæti endaö meö því aö honum yröi vísaö úr skóla. Guðrún Guömunda hnipraöi sig saman i stólnum og hafði hendurnar undir boröinu til þess aö lærimóðirin sæi ekki hve mjög þær titruöu. Fram yfir varir hennar komu nú í slitrum setn- ingarnar sem hún var margbúin aö hugsa, en haföi ekki kjark til aö segja fyrr en nú er tilfinningar hennar hrærö- ust svo ákaft til varnar drengnum hennar. — Ólafur er ekki læs ennþá og honum er svo mikil raun aö því aö sitja heilu kennslustundirnar undir því sem hann skilur ekki, eins og tungumálin — og meö þessum duglegu börnum. Getur hann ekki fengiö aö vera með börnum, sem eru líkt stödd og hann. Lærimóðirin varö mildari á svipinn er hún sagöi: „Jú viö vitum hér aö Ólafur er eitt af þessum áhættubörnum og allar vænt- ingar um hann eru skammtaðar. En sú mannúöarstefna er ríkjandi nú aö leysa vandamál nemandans innan um deildar- félaga hans af hugkvæmni og innsæi. Og slíkt veröur reynt meö Ólaf.“ Guðrún Guömunda fann titring í brjósti sínu er hún varö þess vör aö hún skildi engan veginn hvaö lærimóöirin var aö fara. En þar sem henni fannst allt viö liggja aö hún gæti talaö máli drengsins síns nú, tók hún enn til máls stamandi og rjóö af andlegri áreynslu. — Væri ekki hægt aö hafa drenginn minn í fámennari hóp — meö börnum sem þurfa á hjálp aö halda eins og mér finnst hann þurfa og lofa honum svo aö taka próf viö hans hæfi?“ Augnaráö lærimóöur harönaöi og röddin kólnaði: „Það getur enginn ætlað skólanum það aö hann vanræki nem- endur sína eöa ofgeri þeim. Sammannleg viöhorf eru ríkjandi í skólakerfi okkar í dag. Öllum nemend- um er nú jafnt gert kleift aö stefna til sömu nýtingar meö markmiðum er leiöa til félagslegra þroskaöra samskipta- hátta. Auk þess sem samþættingar hinna ýmsu greina eru reifaöar eins fyrir öllum. Þetta ættu allir foreldrar aö kynna sér í hinu nýja menntakerfi," sagöi lærimóðirin og leit á klukkuna. Guörún Guömunda stóö á fætur. Skelfingin náöi tökum á anda hennar skilningsleysi hennar á tali lærimóöur- innar varö algert. Guðrún Guðmunda varð ráöalaus og ótal smásorgir hlóöust eins og steinar aö hjarta hennar allar í tengslum viö Láfa. Eitt skildi hún, aö hún var hér aö eyða dýrmætum tíma lærimóðurinnar til einskis. yfir Guðrúnu Guðmundu þyrmdi hennar eigin heimska og umkomuleysið settist að henni. Ein spurning brann þó á vörum hennar og fyrr en hún vissi af hafði hún borið hana fram: „Ef Ólafur minn hættir í námi núna, getur hann þá lært til gagnfræðaprófs seinna?“ Lærimóöirin var einnig staöin á fætur. Þaö var vorkunn í röddinni er hún sagði: Nei kona góö. Gagnfræöapróf er ekki lengur til í kerfinu. Þarna er aö finna verkefni fyrir félagsráögjafa okkar að gera könnun á því hve margir foreldrar hafa fylgst meö breytingum þeim er oröiö hafa á skólakerfinu með tilkomu grunnskólans. Guörún Guðmunda beit sig í vörina fyrir þessa vanviskuspurningu sína. Hún vissi ósköp vel aö gagnfræðapróf var ekki lengur til. Hún kvaddi síðan hina vísu lærimóöur og fór heim meö ein- kennilegan beyg í brjósti sér. Þessi beygur óx næstu daga þegar Láfi fór aö veröa þögull og innhverfur annars vegar, en hins vegar trylltur af æsingi út í allt og alla. Einkum kennara og skóla. Og til mikillar hrellingar fyrir Guörúnu Guömundu fór sjálfur himna- faöirinn ekki varhluta af oröbragði Láfa, þar sem hann gat sýnilega ekki haft stjórn á þessum andlegu píningaraö- feröum skóla og kennara gagnvart Láfa. Viku fyrir samræmda prófiö varð sprenging í tilfinningalífi Láfa. Þaö var liöið á hádegi á virkum hríðardegi. Guörún Guömunda sat í eldhúsinu meö kaffibolla í höndum og sötraöi kaffið, sem bræddi vænan syk- urmola á tungu hennar. Þá var huröinni hrundiö upp og Láfi kom inn. Hann henti töskunni sinni harkalega í vegginn og kom inn í eldhúsiö án þess að taka skóna af fótum sér eöa fara úr yfirhöfn. Guörún Guö- munda náöi ekki aö sjá í andlit honum áöur en hann settist á stólinn gegnt henni og grúföi þaö í höndum sér fram á boröið. Og þessi stóri drengur hennar meö löngu handleggina og löngu fæt- urna grét svo beisklega aö allur líkaminn engdist sundur og saman. Guörún Guðmunda stóð á fætur og fálmaöi til hans. Svo byrjaöi hún aö strjúka yfir axlir hans og hvísla í sífellu: Svona, svona. — Drengurinn hrinti henni ekki frá sér, hann hélt bara áfram aö gráta. Allt í einu leit hann upp greip um hendur hennar og baö grátkæföri röddu. Hjálpaöu mér, mamma, komdu mér eitthvaö burtu. Strax, komdu mér eitthvaö burtu? „Nei — ég bara fór, ég get þetta ekki, ég er verstur af öllum ég get ekki tekiö prófiö, ég get þaö ekki. Guörún Guö- munda vildi hjálpa drengnum sínum af allri sinni sálu og hún sagöi róandi: Þú þarft ekki aö taka þetta próf Láfi minn. Ég skal hjálpa þér, ég skal. Eftir nokkra stund róaðist Láfi klæddi sig úr skóm og yfirhöfn og fór inn til sín. Guörún Guðmunda lét hann afskipta- lausan fyrst í staö. Er hún leit inn til hans skömmu seinna var hann sofnaður. Seinna trúöi hún því að einhver hulin hönd heföi leitt hana til góös í þessum þrengingum þeirra. Hún tók sér far meö strætisvagni í bæinn og fór rakleitt til húsakynna skipafélagsins sem hann Eirmundur haföi unniö hjá. Hér haföi hún oft komiö áöur og var þá jafnan fagnaö meö hlýjum oröum um hann Eirmund. Svo var einnig í þetta skiptiö. Hún baö um tal við skrifstofustjórann og þaö gekk greiðlega. Guðrún Guðmunda rakti honum raunir Láfa síns. Skrifstofustjór- inn, hæggeröur maöur aö sjá lofaöi henni aö tala, en sagöi er hún haföi lokiö máli sínu: „Strákurinn hefur áreiöanlega gott af að skiþta um umhverfi þegar svona er komið. En þaö er slæmt aö hann skuli ekki geta lokiö þessu prófi. Viö skulum reyna aö gera eitthvað í málinu. Hann Eirmundur á þaö sannar- lega inni hjá okkur aö viö liðsinnum ykkur á einhvern hátt. Hann var einstak- lega góöur starfskraftur. Þú heyrir seinna frá okkur". Meö þetta fór Guörún Guðmunda heim. Láfi hennar var vakn- aður. Hann var þungur á brún og fékkst ekki til aö svara símanum er skólabróðir hans hringdi í hann. Um kvöldið hringdi skrifstofustjórinn. Láfi gat fengið aö fara sem léttadrengur meö einu skipi þeirra í næstu viku. Hann mátti koma daginn eftir til aö ganga frá öllu. Ekki haföi Guörún Guömunda séð Láfa sinn glaöari í annan tíma. Morguninn eftir hringdi lærimóöirin og spuröi um Ólaf. — „Hann er hættur í skólanum" sagði Guörún Guðmunda. — „En synd. Þaö heföi veriö svo gaman fyrir hann aö reyna viö sam- ræmda prófiö, jafnvel þótt hann hafi engin skilyröi til aö ná því. Þaö þroskar persónuleika einstaklingsins aö reyna viö eitthvaö". — „Ég held þaö sé hverjum best aö ráöa viö þaö sem hann gerir," sagöi Guörún Guðmunda og fann ekki lengur til ótta vegna velferðar Láfa síns. Viku seinna stóð Guörún Guðmunda á bryggjunni stóru viö miðborgina og horföi á eftir skipinu sem bar hann Láfa hennar burtu. Hún hafði oft staöið þar sem barn og horft á eftir fööur sínum á litlum togara út á reiðan sjó. Hún haföi horft á eftir honum Eirmundi á flutningaskipi mörg fyrstu hjúskaparárin þeirra. Og nú á eftir yngsta syninum sínum. Þessi einkennilegi söknuöur í hjart- anu, sem skar djúpt á slíkum stundum, var ef til vill sárari nú en nokkum tímann fyrr. En fyrir hugskotssjónum hennar var andlit drengsins hennar Ijómandi af gleði og hún fann frelsið í fari hans og hverri hreyfingu. Næstu vikurnar voru vikur vonar og ótta hjá Guðrúnu Guðmundu. En þar kom aö drengurinn hennar Láfi stóö á gólfinu heima hjá þeim einn morguninn um fótaferðartíma. Hann haföi frá mörgu að segja og gleði sú sem Guörún Guðmunda fann er hún kvaddi hann, hafði sest að í andliti hans. í hljóðlátri hamingju fann Guörún Guðmunda aö hjartsláttur drengsins hennar var í takt viö hjartslátt þess lífs er hann liföi nú Samið 5. des. 1980. Hreinritað 20. jan. 1981. Sigurjón Ari Sigurjónsson UNADALUR Hefur þú vakaö þegar vorið kemur, og vindurinn byrjar að hlýna, hlustað á lagið sem lækurinn semur fyrir lindina, unnustu sína? Hefur þú fundið þann ilm og þann angan af alfyrstu blómunum smáu, eða fundiö hve notaleg næturgangan er nautn gegnum runnana lágu? Hefur þú hlustað á kyrrðina kæfa og kæla hið ólgandi bál, fundið er friöur og fögnuður svæfa í faðmi sér örþreytta sál? Hlustaö á hvísliö í birki runna er hafgolan þýtur viö grein séð hvernig glettnar öldurnar una að ærslast við sæbarinn stein? Heyrt þegar tónarnir titra í dalnum er tíguleg vorsólin rís, séð brosandi sólgeisla brenna í salnum, og bræða hinn helkalda ís? Að finna þann fögnuð í dalnum bjarta sem fyllir brjóstið af þrá, er eins og að unna af öllu hjarta, alsælu njóta og fá. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.