Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1981, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1981, Blaðsíða 7
 Þaö var í sumar er leið, — sumarið '80, eitt bezta sumar sem komið hefur á Suðuriandi ! áraraöir. Þeir langminnugu sögðu: Þetta er eins og sumarið '39; hiti og logn. Já, umfram allt logn og góðviðri, sem telst sjaldgæft á Suðurlandi, því að jafnaði skín sólin helzt ínoröanátt og þá er svalt. En það var nú eitthvaö annaö í sumar leiö — og sumarið '39. Þá var til þess tekiö einnig úti í Evrópu, hvað veðurfarið var stór- kostlegt og aldrei hafði sést annar eins mannfjöldi á baöströndum Dan- merkur, Norður-Þýzkalands og Hol- lands. Samt fundu flestir á sér aösteöjandi ógn, dómsdag. Þaö var eins og veröldin mundi enda með þessu sumri, enda gerði hún það nánast í þeirri mynd, sem hún hafði veriö: Um haustiö brast hann á, — Hitler gat ekki á sér setiö lengur. Og sumrin sem á eftir gengu voru þessar sömu baöstrendur mannlaus- ar. Þeir svartsýnu sögðu í sumar leið: Þetta veit á eitthvað alvarlegt, kannski náttúruhamfarir, kannski stríð. En það er nú gömul og bjargföst trú á íslandi, að ekki megi bregða til langvarandi góðviðris, þá hefnist fyrir það. Hvernig var ekki yfirleitt gefinn sá hæfileiki að vera ekki langminnug á veðurillsku og rudda, en þeim mun betur munum við eftir einstaka blíðudögum. Og þegar hann er brostinn á með blíöu, eins og stundum er sagt, þá trúir maöur því einhvernveginn, að blíðan hljóti að haldast. Fyrstu dagana í marz létti upp með blíðskaparveðri ! nokkra daga eftir nær þriggja mánaða éljabarning og eitt síðdegisblaðið fór á stúfana og spurði vegfarendur gáfulega eins og tíðkast á þeim bæ, hvprt vorið væri nú ekki komið. Jú, jú, viðmæl- endur voru alveg himinlifandi og þess fullvissir, að nú væri vorið komið. Síðan kom öskudagsbylurinn og allir átján bræöur öskudagsins með tölu. Viku eftir viku varð aö bíða þess eins að linaði frostið og fimb- ulvetur nyrðra. En afstaða þessa fólks getur talizt nokkuö dæmigerð, einkum fyrir kaupstaöarfólk. Bændur hefðu ekki svaraö þessu svona; þeir vita betur: Þurr skyldi Þorri, þeysöm Góa, votur Einmánuður og þá mun vel vora. Það er gaman að þessum fornu vísindum veðurspámennskunnar, en óneitanlega er erfitt að sannfærast um mikilvægi þess, hvort sólin sest 1896, spyrja þeir ennfremur, þeir langminnugu. Ekki vegna þess aö þeir muni þaö sjálfir, nema kannski Halldóra Bjarnadóttir og örfáir aðrir. En þeim hefur verið sagt, og þeir hafa lesið, að sumariö 1896 var svo frábært á Suðurlandi, að kannski var það ennþá betra en í fyrra. Viku eftir viku bærði ekki vind; jafnframt óx hitinn. Unz ósköpin dundu yfir eins og þruma úr heiöskíru lofti: Suöur- landsskjálftinn, sem lagði í rústir meiripartinn af bæjum á stórum svæðum sunnanlands. Og nú, þegar tímabært þykir að tala um stóran Suðurlandsskjálfta á nýjan leik eftir 85 ár, þóttust ýmsir vitringar sjá fyrirboða hans í góð- viörinu í fyrra. En árið leið og sem betur fór kom hvorki jarðskjálfti né stríð. Engin regla er víst án undantekn- inga; ekki gildir þaö sízt um veðrið. Gagnstætt því sem oft var trúað, eru engar sérstakar líkur á góöu vori og góðu sumri eftir vondan vetur. Þegar að er gáð, var veturinn 1980 alveg einstaklega góður, — og síöan annað eins sumar. Ekkert í ríki veðurfarsins virðist fela í sér trygg- ingu fyrir einu eöa neinu, sem á eftir kemur hér á ísa köldu landi. En eins og oft fylgir líkn með þraut, er okkur eða sést á Kyndilmessu og Páls- messu og annaðhvort: Snjóa vænta máttu mest/ maður upp frá þessu, — eða: Mun þá verða mjög gott ár/ mark skal taka á þessu. Miður er það, að alþýðuvísindi veðurspámennskunnar eru mjög á undanhaldi og einvörðungu treyst á þá spámenn, sem starfa á Veður- stofunni. Þeirra spádómar eru nú svona upp og ofan eins og hjá hinum. Hinsvegar þykja mér veöur- fregnir skilmerkilegar og betur fram settar í sjónvarpi hjá okkur en allsstaöar annarsstaöar, þar sem ég hef komiö og séð sjónvarp. Mörgum gengur betur aö hrista af sér vetrarharöindi en rosasumar. Þesskonar sumur eru ekki einvörð- ungu sunnlenzkt fyrirbæri; eitt slíkt kom nyrðra 1979 og tókst ekki að þurrka töður á noröausturhorninu fyrr en um veturnætur. Rosasumur leggjast ævinlega þungt á sálina og mikil eru þau viðbrigði, þegar sólin skín á nýjan leik eftir langvarandi rosa. Það eru engin undur, að marga fýsi þá til sólarlanda, en í fyrra var í raun engin þörf á að leita út fyrir pollinn af þeim ástæðum. í fyrsta sinn sáum viö eitthvað, sem kalla má alvöru mannlíf úti á götum í miðborg Reykjavíkur. Það var ekki bara dúðað fólk, sem setur undir sig hausinn til að verjast hraglandanum og flýtir sér leiðar sinnar. Lækjartorg og Austurstræti urðu dvalarstaóir og margan dag mátti sjá þar mannlíf svipað því sem séð verður á mynd- unum í næstu oþnu. Ekki bara fólk að flýta sér, heldur að njóta lífsins og blíðunnar. Sumir sátu langtímum saman á hlöðnu steinbríkunum, sem setja skemmtilegan svip á torgið. Aörir settust flötum beinum á gangstéttina við Útvegsbankann. Á myndunum má sjá, aó forsetakosn- ingar eru framundan: „Maöur fólks- ins“ hefur sett upp boróa ígluggum höfuðstöðvanna. Og höndlun hefur haldió innreið sína á Lækjartorg: Rautt tjald og allskonar varningur til sölu. Líka blóm, skór og leirker. Styttan af Tómasi er ósköp fyrir- ferðarlítil innan um allt þetta; vegfar- endur viróast almennt ekki taka mikið eftir henni. En það er mjög við hæfi að hafa myndina af Tómasi þarna; hversu mjög hefði hann lofsungið Austurstræti bernskunnar, ef það hefði í þá daga verið svo iðandi af lífi. Um skeió hefur fyrirbærið „lifandi borg“ veriö á dagskrá og um leiö hefur því oftsinnis veriö slegiö föstu, að miðbær Reykjavíkur hefur þótt lífvana. Á það hefur veriö bent, bæói hér í Lesbók og annarsstaðar, að veöurfariö á drýgstan þátt í því. Jafnframt hefur verið bent á, að með því að byggja yfir heilt stræti — og jafnvel einnig aö nýta þann hitagjafa, sem hér fæst úr iðrum jarðar — mætti koma upp miðbæjarkjarna, sem væri lifandi áriö um kring. Við sáum ! fyrra í Austurstræti og á Lækjartorgi, hvernig þar gæti oröiö umhorfs. Og viö fengum sönnun þess, að fólk vill nota miðbæinn á þennan hátt, sé þess kostur. Og nú, þegar sumarið '81 er ! seilingarlengd, þá veit enginn fremur en fyrri daginn, hvort fólk muni sitja flötum beinum á gangstéttum; selja blóm og skó og annaö smálegt — ellegar setja undir sig hausinn til aö verjast rigningunni. Vonandi koma fleiri sumur eins og ! fyrra, þegar miðbærinn stendur undir nafni og verður vettvangur fyrir alvöru borg- arlíf. Ef aö líkum lætur, veröur það þó aöeins endrum og sinnum — þangað til viö ákveðum að stjórna þessu sjálf meö tæknilegum meöul- um og komum okkur upp yfirbyggð- um kjarna til að safnast saman í, þegar veöurfarinu þóknast aö sýna á sér verri hliðina. Gísli Sigurðsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.