Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1981, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1981, Blaðsíða 12
Tvö finnsk Ijóð í þýðingu sr. Sigurjóns Guöjónssonar Jacob Tegengren Undir linditrénu Einn sumarmorgun, þegar ég var lítill, sat ég hjá móöur minni undir nýútsprunginni lind í trjágarðinum. Og móöir mín las hátt í bók bókanna. Hreimfögur rödd hennar var sem hóglát blíöuatlot. Ég sat kyrr og leit framan í hana, en ég gat ekki höndlaö milt augnaráöiö, því aö augu hennar drukku orðin frá opnu bókinni á hnjám hennar eins og menn njóta hunangssætu og unaösilms Hátt yfir höföum okkar suöuöu býflugurnar í trjákrónunni, og lítil blóm féllu eins og gulliö regn á bókarblöö móður minnar. Dingull tímans bæröist ekki. Vindurinn stóö kyrr, / sólin stóð kyrr. í öllum heiminum vorum viö aöeins tvö og Guð, sem frá endalausri firrö leit niður til okkar milli greinanna í nýútsprungnu trénu. Og í djúpri kyrrðinni heyröi ég rödd móöur minnar: „Sælir eru hjartahreinir, því aö þeir munu Guð sjá. “ Solveig von Shoultz Steinninn í skóginum Þarna stendur hann alltaf þó aö maöur sjái hann ekki. Grenitrén fela hann í litlausu muldri sínu fingur runnanna teikna villandi skugga. Hann er eitt með skóginum. En rétt fyrir sólarlag kemur hann skyndilega fram allur upplýstur: þungur, meö þrjózka strýtu segir hann: ég er hér. Þaö gerir kvíöinn líka. M VERDI kra*íber bra>ðir klakanti í rauninni má þaö teijast mikil hetjudáö hjá öllum þorra fólks aö fara á sinfóníutónleika til aö hlusta á stór og mikil verk í fyrsta sinn án þess að þekkja á þeim haus né sporð. En allt er einu sinni fyrst og fyrstu kynni af góöu og vel fluttu tónverki veröa án efa oft til þess, aö þeir, sem hafa á því tök og sækjast eftir að kynnast því nánar annað hvort meö því aö kaupa hljóm- plötu meö verkinu eöa sæta færi að hlusta á þaö í útvarpi eða á öðrum hljómleikum. Ánægja tónleikagesta er margföld, þegar þeir þekkja tónverkin, sem flutt eru og vex yfirleitt í réttu hlutfalli við kunnugleika þeirra á þeim. Hjá þeim vex spennan og ótal spurningar koma upp áöur en tónleikar hefjast. Hvernig skyldi Guðmundi takast við Credo Jagos? Hvernig verður ástardú- ettinn hjá Sieglinde og Spánverjanum? Hvernig ætli bassaleikurunum takist meö sinn „konsert" í 4. þætti? Þannig gætu þeir, sem til þekkja, hafa spurt áður en flutningur hófst á óperunni Ótelló eftir Verdi í Háskólabíói 19. mars sl. Án efa hafa þessar og aðrar spurningar aöeins iiöiö í gegnum huga minnihluta áheyrendaskarans, sem fyllti Háskólabíó þetta hryssingslega mars- kvöld. Allir hinir hafa þó vafalaust beðið í spenningi eftir óperu eftir Verdi minnugir La Traviata á sama staö fyrir rúmu ári. Þar gegndi þó nokkuö ööru máli, því aö sú ópera er svo þekkt, aö nánast hvert mannsbarn, sem eitthvaö hlustar á tónlist, kannast hérumbil viö hverja einustu aríu úr henni. En Ótelló? Skyldi hann ekki vera nokkuð þungur og strembinn eins og leikrit Shakespeares? Ekki er óeölilegt, aö margir hafi hugsaö svo hafandi lítið annaö fyrir sér en efnisþráöinn í prógramminu, sem er náttúrlega allra góöra gjalda veröur, en nær afskaplega skammt í því aö kynna anda tónverks- ins. Til dæmis finnst mér il fazzoletto (vasaklútnum) gerö alltof rækileg skil í kynningu í öörum þætti. Nær heföi veriö aö nefna aöeins fegursta og Ijúfasta kórþátt verksins (þar sem barnakór- inn syngur meö), þar sem Kýpurbúar fagna Desdemónu eins og drottningu og strá rósum og liljum á leið hennar og maöur finnur bókstaflega blandast saman blóma- og sjávarangan í tónlist- inni. Auðvitaö átti aö vera búiö aö kynna þetta glæsilega og mikilfenglega en skemmtilega verk í Ríkisútvarpinu mark- visst og ákveöiö í margar vikur fyrir hljómleika. Mér finnst útvarpiö alger- lega hafa brugöist hlutverki sínu í þetta skiptið og skil alls ekki hversvegna þeir á tónlistardeildinni létu svona framúr- skarandi tækifæri til upplýsingar þjóð- inni renna eins og sand gegnum greipar sér. Ég hef orðiö þeirrar gæfu aönjót- andi aö fá aö taka þátt í flutningi Söngsveitarinnar Fílharmóníu á hverju stórverkinu á fætur ööru sl. 16 ár. Auðvitað er ánægjan alveg geysileg aö fá aö syngja með, fá að spreyta sig á aö læra áður óþekkt verk, fá þetta smátt og smátt inn í heila, hjarta og sál, finna samhljómana og dýptina í verkinu, kanna nýjar víddir, ef svo má segja. En ánægjan yfir því aö taka þátt í þessu er ekki síður fólgin í því aö hlusta á þátt einsöngvaranna og hljómsveitarinnar, aö kynnast verkinu innan frá hverju sinni. Þaö er ekki svo lítils viröi aö hafa verið „dæmd“ til aö sitja 10 sinnum steinþegjandi og grafkyrr á sviöinu og hlusta á 3 fyrstu þætti 9. sinfóníu Beethovens áöur en kórinn reis upp og söng meö í þeim 4., að hlusta á „gullvíravirki" einleiksfiölunnar í Bene- dictusþættinum í Missa Solemnis og elskulega dúetta Adams og Evu í Sköpuninni svo aöeins sé fátt eitt nefnt af viöfangsefnum kórsins. En kannski er allra mest gaman, aö yfirleitt þykir manni hvert viöfangsefni, sem yfir stendur, þaö allra skemmtileg- asta. Þess vegna finnst mér núna, þegar nýlokiö er þátttöku okkar í flutningi ótellós, aö þaö hafi nú veriö það allra dásamlegasta og skemmtileg- asta af því öllu. Aldrei höfum viö í Fílharmóníu þurft aö læra og æfa jafnstórt og viöamikið verk á jafnskömmum tíma og þetta nú. Þrisvar til fjórum sinnum í viku brutumst viö á æfingar í kulda og ófærö vestur í Melaskóla úr Árbæ, Breiðholti, Kópa- vogi, Hafnarfiröi, ofan úr Mosfellssveit og jafnvel sunnan af Suöurnesjum, upp- tendruö allra síðustu vikurnar af eldlegum áhuga, dugnaöi og elskuleg- heitum þeirra stallbræöra Levines og Goldbergs frá New York, sem eiga mestallan heiöurinn skiliö fyrir þessa uppfærslu. Auðvitaö er hápunktur alls erfiðis- ins tónleikalok meö dynjandi lófaklappi, bravóhrópum og blómahafi á sviðinu, þó að ánægjan dreifist, mismikil að vísu, yfir margar vikur á meðan á æfingum stendur. Fyrir mér varö þó hápunkturinn að þessu sinni á lokaæfingu miöviku- dagsmorguninn 18. mars, þegar kórinn fékk aö sitja frammi í sal og hlusta á 4. þátt, sem hann syngur ekki í. í byrjun þáttarins eru þær Desdemóna og Em- elía einar í svefnherbergi þeirrar fyrr- nefndu. Desdemóna, sem er haldin illum grun um andlegt ásigkomulag Ótellós, segir þjónustustúlku sinni aö sig ásæki þetta kvöld gamalt lag, sem vesalings Barbara, þjónustustúlka móöur sinnar, hafi sungið þar heima endur fyrir löngu, en örlög hennar uröu þau að unnusti hennar missti vitið. Og Desdemóna syngur þetta Ijúfsára gamla lag, „Viöjusönginn“, Salce. Hvaö eftir annaö syngur hún þetta orö, salce, og klarinettan endurtekur tónana ofurmjúkt eins og fjarlægt bergmál. Sieglinde Kahmann söng þetta undurfagra lag af svo mikilli innlifun og djúpri tilfinn- ingu, aö því veröur ekki meö oröum lýst. Og sama gildir um túlkun hennar á Maríubæninni, sem fylgdi strax á eftir. Þegar tárhreint og undurmjúkt as-iö, síðasta nótan í Ave í lok bænarinnar, leiö um loftiö féllu þó nokkur tár í hálfrökkv- uðum sal Háskólabíós. Gamal Verdi tókst eins og svo oft áöur aö bræða klakann í hjörtum landans, þó ekki hlánaði um sinn klakinn utandyra. 23. mars 1981. Anna María Þórisdóttir. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.