Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1981, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1981, Blaðsíða 14
Sigurður Skúlason magister: Nokkur aðskota- orð í íslenzku GALEIÐA, herskip sem þrælar réru, einkum notaö á Miöjaröarhafi; komast út á galeiöuna, lenda á villigötum (OM). Oröiö er komið af galea í miðaldalat. og merkir þar: skip. Þaö varö í ít. galea og galera, í fornfr. galée, í miölágþýsku galei(de). D. galej, e. galley. í ísl. fornmáli finnst orömyndin galeiö (Fr.), en galeiða finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1584 (OH). GALLON og GALLONA, lagarmálsein- ing í engilsaxneskum löndum, í Banda- ríkjunum 3,785 I (vín-g); í breska sam- veldinu 4,543 I (OM). Oröiö mun vera komiö úr ensku og heitir þar gallon. Þ. Gallone, d. gallon. Orömyndin gallon finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1832 og gallóna frá árinu 1899 (OH). GALVANISERAÐ járn, málmhúöaö meö rafstraum. Oröiö er dregiö af nafni ítalsks læknis sem hét L. Galvani. D. galvaniseret, e. galvanized. So. galvanis- era finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1865 og galvaniseraður frá 1869 (OH). GAMMOSÍA, há skóhlíf (úr gúmmí) legghlíf (OM). Þetta orö er langt aö komið, alla leiö frá Afríku. Þaö heitir gadamasi á arabisku og merkir þar; leöur frá Gadames í Tripolis. Meö viökomu í Frakklandi varö þaö aö gamache. Þ. Gamasche, d. gamache. Ekki er mér kunnugt um aldur þess í íslensku, en á öörum tug þessarar aldar heyröi ég sagt: gammasía, gammasíur, gammosía, gammosíur. GARDÍNA, gluggatjald. Oröið á sér rætur í miöaldalat., heitir þar cortina og merkir: fortjald. Fr. courtine, þ. Gardine, d. gardin. Finnst í r'sl. ritmáli frá árinu 1750 (OH). GANERING, legging á flík. Hér er komiö í íslenskri mynd danska oröiö garnering, komiö af so. garnere sem merkir: prýöa föt og húsgögn leggingum, skreyta mat á fati, en þaö er komið af þýska so. garnieren sem merkir: gera umgerö um, skreyta, prýöa. í fornhá- þýsku hét þetta so. warnjan. Fr. garnir. í ensku merkir oröiö garnishment: skraut, prýöi. No. ganering finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1779, en so. garnera frá 1883 (OH). GAS, eldfim lofttegund (OM). Orðiö má rekja til chaos í gr. sem merkir: óskapnaöur, ringulreiö. Þaö var eftir dag^ svissneska læknisins Paracelsusar (d. 1541) haft um loft. Þ. Gas, d. og e. gas. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1820 (OH). GASELLA, smávaxnar antílóputeg. í Afríku og Asíu (OM). Oröiö heitir ghazala á arabisku, ít. gazzella, spænsku gazela, þ. Gazelle, d. og e. gazelle. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1878 (OH). GEISHA, atvinnudans- og söngmær í japönsku tehúsi. Oröiö er auövitaö komiö úr japönsku þar sem gei merkir: list og sha: manneskja. E. og d. geisha. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1954 (OH). GERMANI, maöur af þjóöflokkum, er frá forsögulegum tíma bjuggu þar, sem nú eru Noröur-Þýskaland og Skandín- avía og töluöu sama indóevrópskt mál; maöur af þjóö, sem talar germanskt mál (OM). Orðið heitir Germanus á lat., en grunur leikur á að þaö sé ættaö úr keltnesku. E. German, þ. Germane, d. germaner. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1882 (OH). GIFS, steintegund (Ca SO4), notuö til aö steypa úr ýmsa muni, finnst viö brennisteinshveri hér á landi (OM). Oröiö er ættaö úr semítisku, varö gypsos í gr. og gypsum í lat. E. gypsum, þ. Gips, d. gips. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1706 (OH). GÍRAFFI, mjög hálslangt afrískt jórtur- dýr (OM). Orðiö er komiö úr arabisku. E. giraffe, þ. Giraffe, d. giraf. Orömyndin gíraf finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1859, en gíraffi frá árinu 1863 (OH). GLÁKA, blinda sem leggst eins og ský yfir augaö (OM). Oröiö er komiö úr grísku þar sem glaukos, blágrænn + om merkir: hin græna starblinda. Þ. Glauk- om, d. glaukoma, e. glaucoma. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1943 (OH), en er auövitaö talsvert eldra í talmálinu. GLORÍA, dýrö, dýrðarljómi. Oröiö er komiö af gloria í lat. Þaö er frægt orðið í fornlatneska lofsöngnum: Gloria in ex- celsis deo sem merkir: Dýrö sé guöi í upphæðum. Þ. Glorie, d. glorie, e. glory. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1861 (OH). GLÓSA, útskýring; ft. glósur, glósu- bók, oröaskýringar eöa þýöingar er- lends texta (OM). Oröiö er komið af glossa í gr. sem merkir: tunga, mál. Lat. glos(s)a, sömu merkingar og í gr. Þ. Glosse, d. glose, e. gloss. Orðiö finnst í ísl. fornmáli í merkingunni: skýring, túlkun (Fr.), en einnig frá 15. öld og er þá ýmist stafsett glos eöa glossa (OH). GLYSERÍN, glusserín (OM). Oröiö er komiö af glycérine í fr., en á rót aö rekja til glykys í gr. sem merkir: sætur. Þ. Glyzerin, d. glycerin (er upp á síökastiö nefnt þar glycerol), e. glycerine. Oröiö finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1884 (OH). GNEIS, ummyndaö berg, kristallaö og flögótt, mjög útbreitt meðal elstu jarö- myndana, en ekki til hér á landi (OM). Þ. Gneis, d. gnejs, e. gneiss. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1878 (OH). GÓBELÍN, glitvefnaöur, Hstvefnaöur meö myndum. Þessi fornfrægi vefnaöur dregur nafn af franskri litarafjölskyldu sem bjó í París á 17. öld. í húsi hennar lét Lúövík konungur 14. stofnsetja teppaverksmiöju sem átti fyrir sér aö veröa mjög fræg. Fr. gobelins, þ. Gobelin, d. og e. gobelin. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1927, en f samsetta oröinu góbelínsvefnaöur frá árinu 1888 (OH). GOLF, útiíþrótt, þar sem kepþendur reyna aö slá lítinn haröan knött í sem fæstum höggum í ákveöinn fjölda holna á þar til geröum velli (OM). Oröiö er komiö óbreytt úr ensku. Þ. Golf, d. golf. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1942 (OH). Oröiö heyröi ég af vörum Sveins Björnssonar, þáverandi sendiherra ís- lands í Kaupmannahöfn, áriö 1929, en hann haföi mjög miklar mætur á þessari íþrótt og mælti meö iökun hennar hér á landi. GONDÓLL, ítalskur róörarbátur, ein- göngu notaöur á skuröum og síkjum, t.d. í Feneyjum (OM). Oröiö er komið úr ítölsku þar sem langur og mjór bátur af þessu tagi meö háum stafni heitir gondola. Þaö orö er sennilega dregiö af so. gondolár sem merkir: rugga og heitir nú raunar dondolare, en gondólarnir rugga geysilega á lygnum síkjunum, ekki síst af völdum ferjumannanna sem róa þeim standandi meö ærnum tilburðum og bægslagangi. Þ. Gondol, d. gondol, e. gondola. Oröið heyrist oft í ísl. talmáli. Frh. af bls. 3 Svo er sagt að Hákon konungur gamli (sem Sturla Þórðarson skrifaði um sögu) hafi einnig átt eitthvert tilkall til ríkis á Þýskalandi, og víst er aö konungurinn rak talsveröa útþenslustefnu um noröanveröa Evrópu allt til íslands. Um þá útþenslu- stefnu var Alfonso læröa kunnugt, og einnig þaö að hinn norski konungur gæti oröiö líklegur keppinautur hans. Því var þaö, að þegar Alfonso læröi bauö Hákoni gamla aö’ hann skyldi gifta Kristínu dóttur hans, einhverjum bræðra sinna, þá hugöist hann um leið teygja yfirráö sín langt noröur um álfu, enda hét hann þeim bróöur sem kvæntist Kristínu að hann skyldi hljóta konungdóm í Noregi. Hákoni gamla var einnig auösætt aö hann gæti seilst til valda suöur í heim, ef Kristín dóttir hans gengi aö eiga mann af spænskri konungsætt. Báðir konungarnir hugöu af þeim sökum gott til glóðarinnar, sem mundi kvikna við hjóna- band og væntanlegar ástir konungsdóttur og prinsins. Nú var það aö Alfonso spaki af Spanía sendi til Noregs prestinn Ferant að semja um ráðahaginn, og hitti presturinn fyrir Hákon konungsson, ríkisarfann og bróöur Kristínar. Og fékk konungssonur skömmu síöar sjúkleik. Sturla Þóröarson segir svo: „Kom þá læknir sá er kominn er að Spanía meö síra Ferant, og lagöi ráð um sóttarfar hans. En sóttin þröngdi konungi eigi að síöur, og andaöist hann af þeirri sótt og var jarðaður í Hallvaröskirkju þar sem Sigurður Jórsalafari hvílir.“ Sá Sigurður haföi komiö til Jakobsborg- ar í Gallsíulandi hálfri annarri öld áöur en þetta varð. Ekki er ólíklegt aö læknir fööur Ferants hafi fremur en lagt ráð um sóttarfar konungssonar, bruggaö honum banaráö meö ólyfjan, og rutt ríkiserfingjanum þann- ig úr vegi. Þó hefur Hákoni konungi, fööur piltsins, ekki dottið í hug álíka vélræöi. Hann ákvað aö senda dóttur sína, jumfrú Kristínu, út í Spaníam, eftir því sem Alfonso spaki haföi orö til sent, meö því að jumfrúin skyldi kjósa sér til manns af bræörum konungs þann, sem henni líkaði. Þaö er ekki kynlegt aö í fylgdarliði Kristínar er Loðinn leppur, sá maöur er einnig var sendur til íslands af Hákoni gamla, og átti hann að koma landinu undir Noregskonunga. Loöinn leppur hefur ef- laust staöiö nútímaleppum jafnfætis í þeirri list, hvernig sérfræöingar brjóta undir sig lönd meö hvers kyns lævísi og flaöri. Einnig voru í fylgdarliöi Kristínar meira en hundr- að manna. Hákon konungur geröi dóttur sína heiman meö svo miklu fé í gulli og brenndu silfri, skinnavöru, hvítri og grárri, og öðrum dýrgripum, aö engi maöur vissi dæmi til, að þvílíkt fé hefði greitt verið með nokkurri konungsdóttur af Noregi fyrr. Þau höföu snekkju mikla. Það hvernig Kristín er gerö að heiman er í algeru samræmi við þær gífurlegu vonir sem Hákon konungur geröi sér um aukin völd í suðurálfu að lokinni giftingu. Nú er það að séra Ferant var enginn sjógarpur. Þess vegna var ekki siglt til Galisíulands á snekkjunni miklu, heldur mátti presturinn ekki annaö fyrir sjóveiki en fara landleiöina í gegnum Frakkland. Og kannski hefur Kristínu konungsdóttur einn- ig langaö til að skoða sig dálítið um í heiminum, líkt og ferðamenn nútímans. Hún og fylgdarlið hennar reiö á meir en sjö tugum hesta yfir Frakkland þvert allt til Marbonn. Þaðan hélt liðiö til Kataloníam og borgarinnar Gerona. „Og er jarl sá, er í staðnum var, spuröi til jumfrúarinnar, reiö hann móti henni og tveir biskupar meö honum og þrjú hundruð manna tvær mílur." Þegar Kristín kom til staöarins, tók jarl í beisli hennar og leiddi hana í staðinn, en biskup á aðra hönd. Lýsing Sturlu Þórðarsonar á hirösiöum og hinni riddaralegu framkomu, gæti bent til þess að hann hafi heyrt einhvern úr fylgdarliðinu segja frá ferðinni. Og það er einna helst aö sjá sem hann fegri gestrisn- ina með blæ franskra Ijóöa frá þessum tíma. Síðan heldur Sturla áfram: „Þá er jumfruin reið til Barðsalona (þaö er Barcelona, og er kóngsdóttir nú komin á alþekktar túristaslóöir) reið konungurinn af Aragún í móti henni með þrim biskupum og ótalligum her meir en þrjár mílur, og fagnar henni allsæmilega og tók sjálfur í beisli hennar og leiddi hest hennar í staöinn undir henni. Hvar sem fylgdarliöiö kemur til staöar, þá riðu í móti jumfrúnni bæði riddarar og barúnar. Eftir mikil veisluhöld heldur Kristín konungsdóttir áfram ferö sinni. Tveim náttum fyrir jól kemur hún í Kastel (Kastilíu) til þess staöar er Sarti heitir (eöa Soría nú). Þau komu jólakveld til Burghs (þeirrar borgar er heitir Búrgos) — „og var þar virðulega viö þeim tekið. Og offraöi jumfrúin miklu borðkeri, en öðru hafði hún offraö í Rotterdam.“ Og enn heldur Sturla áfram og fylgir konungsdóttur í huganum; hann segir: Af slíkum hlutum og öörum þvílíkum fékk hún svo mikla frægö í þessari ferö, aö engi maður viti dæmi til, aö né ein jumfru útlend mætti jafnmikla sæmd fá. Og hugsa menn eftir, að eigi hafi sú ferð verið farin af Noregi, að jafn virðuleg hafi veriö, síöan er fór Siguöur konungur Jórsalafari. Svo viröist að tilgangur feröarinnar og ástæöan fyrir hinni miklu viöhöfn hafi farið fram hjá Sturlu, þegar hann skráði söguna fimm árum eftir aö förin var farin. Þaö sama er aö segja um fjölda sagnfræðinga, enda er tíðum raunin sú aö manninn tekur aldir aö skilja hvaöa orsakir liggja að baki valdabrölti þjóðhöfðingja. Sögumenn dúöa bröltiö tíðum í draumórabúning, færa þaö í hjúp hugsjóna eöa drekkja sanneikanum í þeim bikurum sem þeim eru bornir af barúnum valdsins af mikilli gestrisni. Hitt er líka aö fræöimenn missa annað hvort af ritlaunum eöa höfuðið, ef þeir skilja sannleikann á meöan hann er hættulegur höfðingjum. Nú verður flogiö yfir sögu: Svo viröist sem konungurinn af Aragún hafi orðið ástfanginn af Kristínu konungsdóttur meö- an hún dvaldi í Barcelona. Vegna ástar sinnar, segja sögur, aö konungurinn af Aragon sendi Alfonso lærða, mági sínum, bréf þar sem hann beiddist þess að konungur skyldi gifta honum jumfrúna. En það vissu norðmenn í fylgdarliðinu, aö konungurinn af Aragon var á efra aldri, — „og fundu þeir þaö við gjaforð þetta,“ segir Sturla. Þannig lauk þeirri umleitan, og hefur Loðinn leppur eflaust eygt betri bita af konungakjöti en hold hins háaldraöa manns. Kristín heldur því sem leið lá yfir Kastilíuhásléttuna uns hún kemur í kon- ungsgarð og hittir Alfonso lærða og hirö hans, líklega í borginni Leon eöa í Burgos. Eftir þetta taldi Alfonso læröi upp alla bræöur sína og sagði, hversu hverjum var háttaö. Þegar hann hefur upp talið ágæti allra endar hann á Filipusi, erkibiskupi af Sílío (þeirri borg er nú heitir Sevílla). Þennan bróöur sinn sagöi hann ekki vera skaptan til klerks, heldur aö fara meö skemmtan, haukum og hundum, og kvaö hann vera hinn mesta einvígismann aö björnum og villisvínum, jafnlega glaöan. Og Filipus er einnig — „kátur, sæmilega mildur og lítillátur og hinn besti félagi. Hann er og sterkastur af öllum vorum bræörum og mjög góöur riddari." Alfonso lærða hefur þótt hlýöa, aö jafn stór og gerðarleg stúlka og Kristín hefur veriö, gengi að eiga hinn mesta einvíg- ismann aö björnum og villisvínum. Af hjónabandi þeirra heföi átt að fæöast

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.