Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1981, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1981, Blaðsíða 5
Karfavinnsla 1936. Sjötíu manns við lifrartöku. Samtímis námamálum voru önnur at- vinnutækifæri á Flateyri skoðuö. Útgerð stærri vélbáta jókst og síldarsöltun hófst. Fiskimjölsverksmiðjunni var breytt í síldarverksmiðju, þar var byggður 1000 tonna lýsistankur úr járnbentri stein- steypu sem þá var nýmæli, síldarþrær steyptar, sérlega vandaðar bryggjur byggðar, fyrsta snigilpressan keypt og ýmis önnur tæki og búnaður. Þá var keyptur stór seglbarkur og annar leigöur og báðir notaðir til fyrstu síldarflutninga hér á landi. Þetta voru 3—4000 tonna skip. Þaö má því augljóst vera aö á döfinni voru stórhuga framkvæmdir. Böl var þaö hinsvegar að verksmiöjan var síðbúin, vélar komu of seint til landsins, og að miklar skemmdir urðu á hráefninu sem í börkunum var flutt. Því fór sem fór. Á Flateyri var einnig á svipuðum tíma byggð hafskipabryggja, kola- og vatns- afgreiðsluaðstaða fyrir togara, saltfisk- verkunaraðstaöa og íshús og auðvitað komu þá fram fleiri atvinnurekendur verslana og bátaeigendur. Fjarri er líka aö allt sé upptaliö í atvinnuþróun á Flateyri á umræddu tímabili. Eins eru enn ónefndar fjöldi hugmynda, sem yfirvegaðar voru en ekki varö hrundiö í framkvæmd. Af slíkum hugmyndum skal hér aðeins nefnd sjóefnavinnsia og fóöurbætisvinnsla úr þara og lifrarbræðsluúrgangi, en einka- leyfi voru veitt til hvoru tveggja. Ekki fer milli mála aö í öllum meiri háttar umsvifum þessa tímabils voru vsynir Torfa Halldórssonar virkir þátttak- endur og frumkvöölar, einkum Kristján verksmiðju. Um þessar mundir er farið aö huga að brúnjárnssteini sem finnst í tertier-lög- um í Eyrarfjalli ofan Flateyrar. Málm- steinninn reyndist gott hráefni bæði skv. efnagreiningum Steins laboratorium í Kaupmannahöfn og tilraunabræðslu í Svíþjóð. Hinsvegar fer tvennum sögum af magni. Félag var stofnaö um námurn- ar og norskur námaverkfræðingur feng- inn til úttektar á þeim. Niöurstöður voru að málmlagið væri of þunnt til hag- kvæmrar vinnslu. Hinsvegar benti hann á að margra metra þykkt álríkt leirlag utar á Sauöarnesi væri líklegra til námuvinnslu. Nokkru síöar er þetta lag af öðrum fræðingi nefnt bauxit leir, þ.e. kjörefni í súrál. Engan þarf að undra þótt fundur slíkrar auölindar vekti mikinn ahuga. Á næstu árum var líka hafinn mikill undirbúningur aö stóriöju af hálfu náma- félagsins og m.a. hönnuð 35000 hestafla virkjun í Mjólká (Verkfr. fyrirtækiö var danskt en aöalhönnuöur norskur, S. Hauth, síðar forstjóri viö Norsk Hydro). Staðfesting á því aö hin sérkennilegu leirlög væru bauxit fékkst hinsvegar ekki. Almenn jarðfræðiþekking var ekki mikil hér á landi á árunum 1917—1922 þegar námamálin voru aöallega í sviös- Ijósinu, en fljótlega mun þó hafa komið í ijós aö hin Ijósu lög á Mosskerjakambi á Sauðanesi voru ekki bauxit. Hins vegar verður ekki neitað að efnagreiningarnar sem sönnuöu ágæti brúnjárnssteinsins vöktu draumsýnir, sem aldrei fengu stoð í veruleikanum. Að venju blekktust líka sumir varanlega af þessum hillingum. Kathe Larsen Ævibrautin Ef þú leitar þess þolinmóður sem lífiö hefur í raun og veru að bjóða þér muntu finna styrk þess og frið gjöf tára sársauka og sorgar. Um margbreytilega stigu liggur slóö þín milli réttrar leiðar og villu þrotlaus er leit þín að sannleika og tekur aldrei enda bjarta lífgeisla muntu finna og uppsprettur lífs. Kaldsvalur andvari leikur um hug þér og svifar burt inngróinni andúö en þegar nóttin hnígur að og lokar augum samferðafólksins ríst þú einn upp með endurnýjaðan þrótt. Og harta þitt gistir ekki lengur fangelsi hinna þrúgandi handa heimskuleg lamandi orð hverfa sem dögg og reykur í birtu komandi dags. Vitund mín skelfur lostin sársaukafullri hamingju koss þess óhöndlanlega brennur á vörum mér ég er vígð til vornæturbirtu ilmandi dýrðar. — Já, eins og varir mínar hefðu verið kysstar óskiljanlegri elsku. í dag er hjarta mitt barmafullt af þakklæti til lífsins. Þökk hrópa ég fyrir öll þau sár sem ég hef verið lostin og læknuð hafa verið. Já þökk fyrir þá djúpu samhygð og hlýju sem ég hef fundið streyma til mín — og kannski þökk fyrir sjálft lífið. Torfason. Þetta var þróun, sem byggðist á einkaframtaki, en einkennandi var hversu vandað var til mannvirkja. Þau dugðu líka lengur og til annarra hluta en þau voru byggö til. Á Flateyri dugði hafskipabryggjan fyrir starfsemi staðar- ins langt fram á sjötta áratuginn, þegar hafnarbakki leysti hana af hólmi. Sól- bakkabryggjan nægði sem aðstaða til fiskkaupa af vélbátum Vestfirðinga, og ísfiskútflutnings með togurum Consoli- dated Fisheries einn veturinn (sennilega 1927). Sólbakkaverksmiðan entist líka sem síldarverksmiðja allt til síðari stríðs- loka og á kreppuárunum var karfa- vinnsla þar afar þýðingarmikil atvinnu- bót fyrir byggöarlögin frá Bíldudal til Bolungarvíkur. Mannvirkin dugðu líka lengur en mennirnir. Námufélagið skilaði ekki arði. Endurbygging Sólbakka verksmiöjunnar var dýr og hún var ekki tilbúin á réttum tíma. Hlutafélagið varð gjaldþrota. Síld- arútgerö og síldarsöltun var erfið á þessum árum og margir töpuðu eignum sínum, þar á meðal Kristján Torfason. E.t.v. var það sök þessara manna að hætta djarft eignum sínum. Torfasynir veðjuöu öllu sínu fyrir atvinnutækifæri í byggöarlagi sínu og þeir töpuöu. Kristján Torfason andaöist eignalaus í maí mánuði 1931. Á gröf hans á Flateyri stendur háreistur minnisvarði en meö þessum varða heiðruðu nokkrir vinir hans í Reykjavík unnin brautryðjanda- störf. Þessi mikli steinn vottar um leiö aö meðal samtíðarmanna Kristjáns voru ýmsir er kunnu að meta frjálshyggju og athafnasemi og skildu aö hún er í raun 5 .V.Y.V. V\ grunnurinn að frjálsræði okkar. Ofanskráöir minnispunktar eru á blað settir eftir lestur bókarinnar Ófriður í aösigi eftir Þór Whitehead. í bókinni eru því geröir skórnir að námuréttindi í Önundarfirði hafi veriö mikið áhugaefni stórveldanna á fjórða áratugnum. Jafn- framt eru lífsviöhorf og störf bræðranna Kristjáns og Páls Torfasonar lítillækkuö með skjálgum tilvitnunum um ævintýra- mennsku og mang í sambandi við sölu námuréttinda. Þessi skrif eru rakin tímaskekkja. Starfsdagar bræðranna voru þá liðnir. Námumálin voru mál annars og þriðja áratugarins, en ekki þess fjórða, og þau byggðu fyrst og fremst á skýrslum sem skrifaöar voru 1917—1922. Þeir sem muna fjórða áratuginn greina heldur ekki sannindin í staðhæfingunum. Hins- vegar er kveikjan á hugarþuröi Þórs Whitehead viöbrögö fjölmiöla viö ósk íslandsvinarins Newcomes Wrights 1939 um aö fara gagngert niður í saumana á því sem þessar gömlu skýrslur fjölluöu um. Ósk hans olli eingöngu því að hann varð að þola háö og spott í þáverandi stjórnarpressu, og síðan synjun beiön- annar. Þetta hefur ugglaust verið óverö- skuldaö, en er ekki einsdæmi og fjöl- miðlar eru sífellt að hrella landsmenn með því að erlendir kapitalistar séu að seilast í auðlindir þeirra. Oft erulíka notaðar misvandaöar umsagnir í hrell- ingunum. Hins vegar verður að gera kröfur tii sagnfræöings um vandaöri meðferö heimiida og ekki veröur séð hvaöa erindi háð og spott eiga inn í sagnfræðirit.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.