Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1981, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1981, Blaðsíða 7
Ég rifja upp þessar minningar hér í Bhutan, þar sem viö erum austan fjallatindanna. Viö notuöum litla flugvél og þyrlu, en einnig hin frumstæöu farartæki viö þessa ferö okkar. Jakuxar voru söðlaöir og riöinn spölur upp eftir bröttum sióöa. Annars gengum viö upp troöning sem flestir leiðangurs- menn fara um í átt til fjallsins. Loftið í þessari hæö, 4.500 m, er svo þunnt aö erfitt er aö ganga lengi án hvíldar. Sherpakofi var á vinstri hönd. Veggir voru hlaönir úr steini og jakuxamykju troöiö í rifur tii þéttingar. Stígurinn liöaöist upp hlíöina. Fyrir neöan var hengiflug ofan í heljardjúpa dalskoru. Langt fyrir neöan rann hvít jökuláin. Viö slóöann óx maríu- vöndur meö stórum bláum blómum innan um fjandafælu og lyng, en yfir þeim uxu grænir einirunnar. Þá voru þarna stæölleg furutré og birki, en einkennandi fyrir svæöiö voru rhododendron-runnarnir, sem á vorin eru þaktir hinu fegursta blóma- skrúöi. Við efstu byggð á leiðinni til Mount Everest Fjöidi fjallatinda gnæföu í norðri, snævi- þaktir, brattir eða eggjóttir, og fjallgaröar risu himinátt í fjarska. Viö fórum nær og nær. Fjöllin uröu hrikalegri eftir því sem innar dró í dalinn, en förinni var heitiö aö Thyangboche-klaustrinu, þar eru efstu byggöir á leiö upp á hinn 8848 metra háa fjallstind Mt. Everest. Klaustriö stendur á klettahjalla og er mörgum kunnugt af myndum frá leiööngrum á fjalliö. Tenzing kynnti okkur fyrir æösta presti, ábóta klaustursins. Viö Sigrún höföum oröiö viöskila viö félaga okkar og vorum þarna tvö á ferö meö Tenzing. Nokkrir nauörak- aöir munkar leiddu okkur sólarsinnis fram hjá hlöönum vöröum úr steintöflum meö áletruöum bænum. Gullnar spírur risu upp af hofþökunum. Hús voru þarna hlaöin úr grjóti, en gólf voru úr timbri. Viö gengum í hofiö. Inni voru nokkrir langbekkir og hillur fullar af handritum. Munkarnir sátu þar og leiddu hugann aö almættinu og færöu hugrenningar sínar í letur. Bjöllur hljómuöu og bænahjólum var snúiö. Á þau voru skráöar bænir sem bárust fjöllum ofar. margfalt ofar en hægt væri aö mæla þær af munni fram. Nokkrir fjallafarar höföu setzt þarna aö í tjöldum og biðu uppgöngu á einhvern tindinn. Okkur þykir mikiö til koma aö hafa fengiö tækifæri til aö heimsækja þennan staö, þar sem munkar komast næst guöi sínum í fjallakyrrðinni undir bláum himni, hvítum risafjöllum og þar sem þeir búa viö mestu fábreytni í veraldargæöum, sem finnst hér á jöröu. Við bjöiluóm frá bænahaldi munka Þaö kvöldaöi og kólnaöi viö sólsetur, en hin einstæöa fjallasýn varö æ stórfenglegri. Frh. á bls. 15 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.