Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1981, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1981, Blaðsíða 11
Vilhjálmur Friðþjófsson Mál sem varöar okkur öll Þótt við íslendingar búum á eyju og virðumst stundum álíta að um okkur gildi einhver önnur lögmál og merkilegri en um aðra, þá erum við nú bara lítill liöur ístóru samhengi og það skiptir höfuðmáli fyrir okkur að þekkja þetta samhengi. Þar sem við erum meö tiltölulega einfalda fram- leiðslu og erum ekki sjálfum okkur nógir, eigum við mikið undir samn- ingum við aðrar þjóöir. Samnings- staða okkar hlýtur alltaf að vera sterkari eftir því sem við þekkjum betur þann sem skipt er við. Þetta gildir ekki bara um viöskiptahætti — lög og reglur, heldur einnig um pólitíska framvindu. Fyrir skömmu var farin kynnisferö á vegum Félags íslenskra iönrek- enda til aðalstöðva Efnahagsbanda- lags Evrópu í Brussel. Ég hygg að flestir þátttakenda hafi oröið fyrir nokkuð eftirminnilegri reynslu. Þaö má draga hana saman í eitt orð: undrun. Sú undrun sneri ekki endi- lega að því sem þarna kom fram, heldur miklu fremur því andvara- leysi og skilningsskorti sem ríkir hér heima á þvísem er að gerast ínæsta nágrenni við okkur. Þeta mun vera fyrsta skipulagða hópferðin frá ís- landi í þessum erindagerðum og viróist þessi viðleitni vera tekin alvarlega hjá EBE. Það kom bæöi fram ! máli manna og eins í því hverjir þaö voru sem kynntu starf- semi þandalagsins. Eftir að heim er komið fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér hvernig á þessu fálæti okkar stendur um hluti sem kunna að ráða úrslitum um hvernig lífi er lifaö íþessu landi. Það er einstök tilfinning að skynja hvaö Efnahagsbandalagið er feikileg valdamiöstöð, hvernig þar er unnió og hvað er aflvakinn. Einnig er áhugavekjandi að finna hvaö breytt valdahlutföll í aóildarlöndunum, í þessu tilviki Frakklandi, koma af staö mikilli undiröldu innan veggja bandalagsins. Einhverra hluta vegna virðast menn hafa tilhneigingu til að gleyma pólitísku markmiði EBE þótt það hafi aldrei veriö neitt leyndarmál. Það er kannski vegna þess að svo miklu lengri tíma hefur þurft til aö ná sérhverjum áfanga að settu marki en ætlað var í fyrstu. Samt var ekki að finna á neinum þar minnsta hik eða efa um að bandaríki Evrópu væri framtíðin. Að vísu miðaði hægt, en þróunin væri tvímælalaust öll.í rétta átt. Þessi sterka sannfæring kom dálítiö flatt upp á mann. Hún lýsti sér meðal annars þannig, að fjallaö var um hugsanlegt „borgarastríð“ milli tveggja af aðildarþjóðum bandalags- ins, rétt eins og búið væri aö þurrka út mismun á þjóðerni. Við slík ummæli staldrar maður óneitanlega við og íhugar hversu langan tíma taki að tileinka sér svona hugsunarhátt og hvað hann standi djúpum rótum. Þegar talsmenn EBE fjölluöu um framkvæmdir og stefnumál var ein- kennandi ákveðin harka (þótt hún væri spariklædd) í málflutningi þeirra. Hún verður skiljanleg þegar maður áttar sig á hversu langan tíma og mikla vinnu hefur þurft til að ná samstöóu um sérhvert atriöi. Enda var bent á að enn væri langt í land með að ná pólitískri samstöðu, fyrst yröi að ganga frá efnahagshliöinni. Ummæli eins og „Politically we are beginning to have profile of our own“ benda þó til að einhverjir telji að farið sé að grilla í fyrirheitna landið. Nú er auðvitað alveg ástæðulaust fyrir okkur hér uppi á íslandi að fá einhverja glýju íaugun yfir þvísem er að gerast úti í heimi eða mikla fyrir okkur það sem hugsanlega gæti gerst. Það á bæði við um þann vettvang sem hér hefur verið rabbað um og aðra. Hinsvegar er það ekki bara brýnt, heldur lífsnauðsyn aö sem flestir íslendingar opni skiln- ingarvitin fyrir því hvað Efnahags- bandalag Evrópu er og fylgist nægi- lega vel með, til að skilja hvað þær fréttir sem hingað berast hverju sinni, raunverulega þýða. Þetta á ekki síst við um þá einstaklinga í atvinnulífi og stjórnmálum sem kunna aö bera ábyrgð á ákvaröaná- töku um meiriháttar mál á næstu árum og áratugum. Loks er mikilvægt að missa ekki sjónar á langtímamarkmiðum ann- arra þjóða. Má íþvísambandi minna á stórveldið fyrir austan tjald, sem hefur haft að markmiði í fimmtíu ár að breytast ekki sjálft heldur breyta okkur hinum. Þótt viö höfum spyrnt við fótum með því að sameinast í varnarbandalag þýðir það ekki að markmiöinu hafi verið hnikað eins og allir vita. Það er aðeins leitað nýrra leióa samkvæmt kínverska máltæk- inu „Verið þolinmóðir — það er nægur tími“. Langtímamarkmið þeirra þjóöa sem við erum í nánustum tengslum viö er hlutur sem við þurfum að vera glaövakandi fyrir. Ekki síst þeim áföngum sem virðast litlir en eru það ekki þegar samhengið er skoöað. Þetta er ekki mál fyrir sérfræðinga eingöngu. Þetta er mál allrar þjóöar- innar þvíþað varðar okkur öll. Jónína Michaelsdóttir. Óttinn elzti Þegar gerfibirta raf- Ijósanna lýsir okkur, gleymum viö þér. Þegar heimur sem kemst fyrir innan í plastkassa sýnir okkur villuijós sitt í Super Color hlæjum við aö tilvist þinni. En þegar rafmagnið fer á vetrarkvöldi stirðnar bros okkar — það verður dimmt — svo dimmt og kalt eins og í hellinum forðum þegar eldurinn dó. Og við leitum hvors annars skjálfandi af óttanum elzta og höfum ekkert breytzt í þrjátíu og sjö þúsund ár. Kristinn Magnússon Þrá mín Svo langt frá leiknum blundar máttur minn við rætur fjallsins eftir samfögnuð við sólina sem stakk mig af og kyssti myrkur hafsins eftir hlustar þrá mín á veðurfræðinginn segja: sólin teflir fjöiskák við alla landsmenn út sumarið. 11 .> i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.