Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1981, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1981, Blaðsíða 12
Maria Callas, sem sumir kalla óperusöng- konu aldarinnar, var stóra ástin í lífi skipakóngsins Onassis — og einnig hann virðist hafa verið stóra ástin í lífi hennar. Samt kvæntist Onassis Jackie Kennedy — og hjónaband þeirra varð allt annað en hamingjuríkt. Maria Callas meðal tveggja aðdáenda, sem kannski hafa ekki að sama skapi dáðst hvor að öðrum: Til hægri eiginmaðurinn Battista Meneghini og til vinstri skipakóngurinn Aristóteles Onassis. Myndin er tekin 1959. Aðra elskaði hann, hinni giftist hann. Þessi klípa fór með Aristoteles Onassis. Hann haföi elskaö Maríu Callas meira en nokkra aöra af þeim mörgu konum sem hann hafði verið með. Hún dó tveim og hálfu ári seinna en Onassis. En Jacqueline Onassis-Kennedy, ekkjan eilífa, lifir og hvernig hún lifir: Fyrir skemmstu efndi hún til kvöldverðar fyrir sextíu gesti til heiðurs tízkudrottningunni Díönu Vreeland í New York og þá létu menn þessi orð sér um munn fara: „Henni bregður við að geta ekki framar sent Ara reikninginn...“ Það má segja, að „Ari“ Onassis lifi, og þá helzt í minningum gesta þeirra, er sækja fast íburðarmestu veitingahús heimsins. Þar eru miklir eyösluseggir enn bornir saman við litla Grikkjann meö stóru bréfatöskuna. En hvorki heföu auöaefi hans né gróusögurnar mörgu um hann nægt honum til heimsfrægðar. Til þess uröu tvær konur, söngkonan Callas og frú Kennedy. Þegar gríski skipakóngurinn sá mestu óperusöngkonu á okkar dögum í fyrsta sinn á dansleik í Feneyjum, var nafn hans orðið að einskonar hugtaki um fyrirferð- armikla peningafursta sem hvarvetna þrengja sér fram á sjónarsviðiö. — Menn höfðu hrist höfuð yfir því, að mikilmenniö Winston Churchill gamli, léti lítt þekktan Grikkja halda sér uppi á skrautlegri snekkju, sem sigldi fram og aftur um Miöjaröarhafiö. Churchill var ekki vanur því að taka sér nærri það sem um hann var sagt, en hann lét sér vel líka að vera meö sérstæöum mönnum og það átti heima um Onassis hinn ríka. Onassis haföi sextán ára unglingur sloppiö frá Smyrnu á Litlu-Asíu- strönd, en þá myrtu Tyrkir fjölda Grikkja í borginni. Með fáeina dali í vasanum komst hann til Buenos Aires. Meö tvær hendur tómar haföi hann heppnina með sér og tókst smám saman aö koma undir sig fótunum fjárhagslega. Dansleikurinn, sem kvenskörungurinn Elsa Maxwell frá Hollywood efndi til í Feneyjum sumariö 1957, stóö hvorki meira né minna en í sjö daga. Og ástæöan var sú, aö Onassis varö yfir sig ástfanginn af Maríu Callas. Hún haföi þá þrjá um þrítugt, stóö á 12 Fyrir Onassis tefldi Maria Callas söngferli sínum i tvísýnu. Hér er hún með skipakónginum um borð i lúxusjakt hans á Miðjarðarhafinu. hátindi frægöar sinnar, „primadonna asso- luta“, eins og ítalir kölluðu hana. Hún var gift Meneghini, sem var eigandi tígulsteina- verksmiöju. Um hana gengu hneykslissög- ur. Hún söng þá og lék „Normu“ í rómverskri óperu. Að leiknum fyrsta þætti þaut hún heim til sín, af því að röddin hlýddi henni ekki allskostar, og lét ítalska forsetann sitja og bíða fyrir framan niöur- dregið tjaldið. Og á eftir beið hennar löng nótt í næturklúbbnum „Circolo degli Sacchi“. Onassis var líka giftur, Christinu Livan- os. Hún var dóttir mesta skipakóngsins á undan Onassis. En ekki tók hann hjóna- bandiö alvarlega enda þótt „Tína“ heföi aliö honum son og dóttur. Callas söng m.a. á Maxwell-dansleiknum í Feneyjum þekkt amerískt lag „Stormy Weather“. Onassis sannfærðist þá um eitt: Þessa konu verð ég aö eignast. Undir niðri var hann ekki með öllu laus viö vanmeta- kennd sakir uppruna síns. En hann var haldinn metoröagirnd, streðaöi viö að hljóta alþjóða viðurkenningu. Látlaus fyrirferöarmikil auglýsingastarf- semi til heimsfrægöar fyllti áróöursdálka stórblaöa um tveggja ára skeið, unz honum loksins tókst aö vinna ástir Maríu Callas. Það var óveðursnótt eina úti fyrir Píreus í matsal lystisnekkju hans. Makar beggja voru á snekkjunni. En þeir hvíldu í klefum sínum. Bæöi voru yfirkomin af sjóveiki. Um borö voru auk þeirra sjálfur Churchill og Fiat-konungurinn Umberto Agnelli. Þeir dáöust aö nýja gullarmbandinu hennar Maríu þegar þau gengu á land í Feneyjum. Því hafði veriö laumað um borö í snekkjuna meöan á siglingunni stóö. Á þaö höföu veriö grafnir bókstafirnir TMWL — To Maria with Love: Til Maríu meö ást. Svipaö armband bar Tina, frú Onassis: TTWL, og Jackie Kennedy fékk eitt þessu líkt eftir fyrstu nóttina hjá Onassis: TJWL. Eiginmaöur Maríu Callas segir svo frá: „Viö vorum varla komin heim úr þessari hræöilegu ferö, þegar Onassis skaut upp aö næturþeli viö heimili okkar í Sirmione viö Gardavatn og söng af öllum iífs og sálar kröftum viö glugga Maríu dægurlag úr „West Side Story“: „María, María.. .1"

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.