Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1981, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1981, Blaðsíða 15
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu & LÚTfl HÖFÐI ■ -foBAI* tuÓlHL ■ f'1" UPP' hr r ■ 5YM01 AhM' 1 n i í| R 'E 5 E D w 5 V £) u R B n ■ °1 N/ \w/ n b £> R R NJff 1 K A I úrt i/i i-i e S1ÓRH F o T U T| m rTHr r AR ■L J u F A R CiIHnP 1 0 S T / aj N| fj; jMjf' Y* A p A LXR F O 0 F A (f> N RflC F A £1 Fofí' íruDU A B B A S) '1 S> H c V r'hícþ T A £> A Pfll ,'tA / N fcvn Á fíCT’ 5 i mn PVR »1- M c T ó O E PÝS>- 1*6. A L A FflMCfl 1 L| Hálí" klút íiC T R E F i L L FoA- f £!■/'■ jUf>l 11 M 'iíiEL ioHC. fl.KKU A U M Nlfl - NMS- NflfMl L ftL' V O r A HRLLf? UR T A r 1? E lc £ T cí rJ II E F A R imcxn iNC- t-v rt ! £> A UM- fuR- Hfl ■R b T A srfl«r- « c A A1 l N ÖCLT Ö£>(M \JoKVI Ck A gfJP i |J A 1 K FéLflO. poö- MflFN K R uRKo- Mfl fAVNT R £ & M R A ÖL A R áH. TcýffR 3 eiHS A 5 1 L 1 N rw A A L \ r —► VuV. 1 N '1 A. N A R ■KýRIN E L T A N1 ■R A N u R A R 1 Immjn Ikáfn 'A S L A & R U N A L A u N u Meö fjallagarpinum Tenzing Loftið var nær heiöskírt og fullur máni reis aö baki Everest, hinum tignarlega hvíta tindi, konungi allra fjaila. í fjarska ómuöu bjöltur frá bænahaldi munkanna og reykj- ariimur barst til okkar frá hlóöum Sherp- anna. Viö dvöldumst þarna í sæluhúsi um nóttina, en loftiö var þunnt og svefninn léttur, og sumir höföu not af súrefnisgeymi til aö auövelda andardráttinn. Viö dögun tóku tindarnir aftur aö gióa viö morgunsólina. Þaö haföi frosiö um nóttina, utan dyra lágu nokkrir hundar, sem voru eins og hvítar kristalskúlur, svört tík og hvolpur hristu af sér hrímið og voru stirö eftir næturkuldann. Fjallamenn, sem höföu bækistöö í tjaldi komust í talsam- band viö félaga sína á fjallgöngu. Ég safnaöi fræi og plöntum af ýmsum tegund- um, bæöi grösum, berjarunnum og trjám. Viö gengum aftur niöur troöninginn. Sherp- ar báru farangurinn. Niöri í fjallshlíöinni var klettur og á hann voru festar spírur og hengd bænaflögg. Viö mættum nokkrum Sherpum og konum þeirra. Þau voru meö jakuxa og nakkýr, bjuggu í steinhlöðnum kofum eöa tjöldum, höföu eld í hlóöum og stóö reykurinn upp undan þakhellunum. Þarna voru einnig feröalangar frá Tíbet og seldu varning. Þeir buöu til sölu jakux- abjöllu á bandi, flókaskó meö jakuxaleöur- sólum og tíbezka bænahringlu, sem þeir nefna þrumufleyg. Þarna í Nepal var sölumennskan ríkari þáttur í mannlífinu en i Bhutan. Viö Ijúkum þessum hugleiöingum og þökkum Tenzing fyrir einstaka hjálp- semi og liðveizlu, er hann fylgdi okkur um undirhlíðar Everest, þar sem tign fjallanna var óviöjafnanleg. Klaustur utan í hamri í 3000 metra hæö En nú erum viö í Bhutan og enn er fyrirhuguö ævintýraleg ferö. Um morgun- inn er risiö úr rekkju fyrir dögun og lagt upp í leiöangur aö Tak Dzong-fjallaklaustr- inu. Landstjóri nokkur og lama í Paro lét byggja þetta sérstæöa klaustur á miöri 17. öld. Þessi lama haföi veriö í Tíbet og var talinn göldróttur og geta fariö hamförum. Hann átti þaö til aö fljúga um loftiö ríöandi á tígrisdýri. Klaustriö byggöi hann utan í bröttum hamri í 3.000 m hæö. Þarna var hellir í hamrinum og haföi lengi hvílt helgi á (Dessum staö. Til þess að komast í klaustrið veröur fyrst aö klífa fjalliö, en síöan aö fikra sig eftir einstigi á klettasyllu. Um dagmál erum viö komin í dalinn undir fjallinu. Er þá oröiö ratbjart og viö göngum af staö í áttina aö klaustrinu. Fyrst er farið á hengibrú yfir Paro-ána, og gengiö inn í skóginn, komum viö brátt aö bóndabæ sem stendur viö undirhlíöar fjallsins, þá eru reknir aö okkur söðlaðir hestar og múldýr. Söölarnir eru aöeins hálmdýnur meö tré- ístöðum, en hrossin eru á stærö viö íslenzka hesta. Múldýr mitt er brúnt og heitir Tomcho, en Sigrún ríður bleiku dýri, sem er allframsækiö, og veröur hún fljótt í fararbroddi upp eftir moldartroöningnum. Fyrst liggur leiðin um smáás, yfir lækjar- sytru, sem er brúuö plönkum og þaöan upp aö bænahúsi. Lækur rennur undir húsiö og snýr hjóli, sem hringir bjöllu í sífellu. Einhver hugvitsamur bóndi hefur fundið upp þá tækni, aö þannig gæti hann á auðveldan hátt komið þúsundföldum bæn- um sínum á framfæri. Þurfa reiöskjótarnir aö ganga upp heliulagöar tröppur upp aö kapellunni. Þaöan er lagt á brattann. Riöiö er um skógargötu í eintómum sneiöingum og krákustígum hærra og hærra. Fyrir neöan blasa viö hrísakrar, en hiö efra eru hvítfurur og eikur. Inn um þessi skógartré sjást einstaka ýlliviöarrunnar meö rauðum haustlituöum blööum. Þegar hærra dregur kólnar í lofti og rakinn vex. Loftiö er þokukennt um morgunínn og efri hluti fjallsins skýjum hulinn. Þarna uppi er mikill mosi á trjánum og skófir hanga í tjásum eins og rifnar slæöur blakti á hverri grein. í skógarbotni vex kristþyrnir, lágvaxinn runni meö rauðum berjum. Á stöku staö eru einnig einitré viö vegkantinn, en í rjóðrum má enn sjá ýmsar blómstrandi jurtir, þótt hér sé aö veröa haustlegt, hvítar fjandafælur, valmúar og prímúlur skarta í skjóli trjánna. Matarbiti á klettanöf Lestin mjakast upp eftir fjailinu. Fylgd- armenn hvetja dýrin okkar, hotta og hóa. Aldrei er áö heldur haldiö áfram fet fyrir fet og sífellt sótt á brattann. Loks sjáum viö hilla undir klettaklaustriö. Þaö viröist hanga utan á hamrinum. Við erum komin jafn hátt því, fram á nálæga klettanöf. Þarna förum við af baki, tökum fram nesti og fáum okkur matarbita. Sjálfskeiöungur minn kemur aö góöum notum viö aö skera kjötflísar og smyrja brauöbita. Fjölskylda frá austurhluta landsins, kona meö barn og nokkrir menn, eru á ferö upp klettariðið frá klaustrinu, sönglandi bænir. Þau hafa komið gangandi um langan veg. Viö gefum þeim brauö aö bíta í. Aö loknum snæöingi leggjum viö í síöasta áfangann út á hengiflugið, sem búið var aö ógna okkur meö. Tenzing fer á undan, klöngrazt er fram á nöfina, og síöan mjökum við okkur niður þrep, sem gerö hafa verið í klettinn. Þá er farið eftir mjóum hjalla. Þetta einstigi er vart meira en tvö fet á breidd og svimandi hátt bjargið fyrir neðan. Á stöku staö hefur þurft að brúa meö plönkum yfir skörð, sem hafa brotnaö í sylluna. Inni við bergið fellur hár foss fram af klettunum, þar er stallurinn breiöari og bunan myndar læk, sem rennur þaöan niður á bergiö undir okkur. Steinhella hefur veriö lögð yfir lækinn og viö stiklum yfir og göngum þaðan upp skáhalla sneiö upp aö sjálfu klaustrinu. Hér drögum vid skó af fótum okkar Munkar eru fyrir og vísa okkur aö helgistaönum. í skúta er heilög mynd af stofnanda kiaustursins, sitjandi á tígrisdýri. Viö göngum aö bænahúsi og síöan aö hellinum. Er þar læst hurö fyrir. Þetta er mesti helgidómur klaustursins og drógum viö skó af fótum okkar. Huröinni er lokið upp og sjáum viö þar líkan af lamanum Padma Sambhava á tígrisdýrinu. Yfir því hvílir himnesk helgi og okkur er skylt aö lúta því berhöföuö og berfætt. Frá hellinum er gengiö um timburpalla, og þannig er klaustriö aö hluta byggt utan á lóöréttu bjarginu. Hengiflug er undir og blasir akurlendiö viö langt undir fótum okkar niöur í dalnum. Við snúum bænahjólinu í þakklæti fyrir að hafa fengiö aö koma í þetta furðulega klaustur í þessu hrikalega landslagi og gefum pening fyrir sálum okkar. Síöan er haldiö niöur sömu leið og við komum. En þegar upp á snösina er komið, fyrir handan einstigið, eru reiðskjótarnir farnir. Þeir höföu strokiö á leið niöur í dalinn. Veröum viö því aö ganga niður af fjallinu og tekur þaö drjúgan tíma. Á leiðinni erum viö samferöa fólki, sem er aö safna spreki í skóginum. Ekki er um annaö brennsluefni að ræöa en sprek og taö. Þetta fólk gengur síðan með viðinn í körfu á bakinu niöur í dalinn og alla leiö til þorpsins. SJÁ NÆSTU SÍÐU ^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.