Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Blaðsíða 2
og myndir hans af frægu fólki Mao í yfirstærð. 1973. óþekkt fólk eins og Andrew Wieth til dæmis. Þaö er þó ekki fyrst og fremst þetta, sem vekur misjafnar kenndir, þegar rætt er um þortret Andy Warhols, heldur sjálf aöferöin. Eöa meö öörum orðum eldgömul sþurn- ing: Er þaö list, eöa einungis handverk og iönaöur? Andy Warhol byggir á Ijósmyndatækni, en þaö er ekkert sérstakt viö þaö; fjöldi nútíma and- litsmyndamálara gerir þaö sér til hægðarauka, en án þess aö mikið beri á því. Þaö er þá aöeins spurning um að nota þá verktækni, sem auðveldar manni starfið, en ræður ekki úrslitum um árangurinn. Aftur á móti má halda því fram meö gildum rökum, aö harla litla færni þurfi í teikningu — og raunar í málverki einnig — til þess aö framleiða mynd aö hætti Warhols. Aöferöin er sem hér Warhola-fjölskyldan var verkafólk austur í Tékkóslóvakíu, en fluttist búferlum til Bandaríkjanna, og sonur- inn nefndi sig Andy Warhol. Hann lagöi stund á myndlist og varö einn af forgöngumönnum popp-byltingarinn- ar í Bandaríkjunum um 1960. Líkt og Rosenquist, Lichtenstein og fleiri, varð Andy fyrir sterkum áhrifum af auglýs- ingaskiltum, sem voru og eru fyrirferð- armikil þar vestra; unnin á sterkan og sláandi einfaldan hátt. í bókum um upphaf popplistar eru myndir Andy Warhols af súpudósum, rafmagns- stólnum og Marilyn Monroe orönar einskonar klassík. En allt frá því Warhol meðhöndlaöi andlit Marilyn Monroe á sérstæöan hátt, hafa andlit veriö fyrirferöarmikill þáttur í verkum hans. Þróunin hefur raunar orðið sú, að andlitsmyndir af frægu og ríku fólki hafa orðiö uppistaðan í vinnu hans síðari árin og á síöasta ári hélt Whitney-safnið stóra yfirlitssýningu á andlitsmyndum Warhols: „Portraits of the 70’s“. Sjálfur hefur Warhol löngum oröiö drjúgur frétta- og fjölmiðlamatur. Hann hefur gert kvikmyndir, haldið frægar veizlur og er kunnur sem samkvæmishetja á þeim stööum, þar sem hinir frægu og ríku í New York frílysta sig. Að komast í partý hjá Warhol hefur veriö einskonar stööu- tákn og aö fá hann til aö mála af sér portret er hreinlega gæöastimpill, sem óhætt er aö borga of fjár fyrir. Allt hefur þetta oröiö til þess aö listunnendur og gagnrýnendur líta þessi verk stundum óhýrum augum og sýningin í Whitney-safninu fékk væg- ast sagt misjafna dóma. Til eru þeir sem geta vart vatni haldið fyrir hrifningu, en aörir líktu þeim viö „ístertur meö jarðarberjum“. Mörgum þykir af því ólykt, aö Warhol hefur alltaf aö þessu leyti baðað sig í Ijósi annarra frægöarmanna; hann kemur ekki nærri því aö mála gersamlega Henry Geld- zahler, 1979. Truman Capote, 1979. Listkaupmaðurinn Leo Castelli, 1975. segir: Warhol notar polaroid-mynda- vél, þar sem myndin skilar sér á pappír eftir fáeinar mínútur. Hann tekur stundum aöeins 10 myndir, en stundum jafnvel nokkur hundruð. Áö- ur fyrr útvegaöi hann sér myndir, en nú tekur hann þær sjálfur. Þegar hann hefur valiö mynd, er hún send á Ijósmyndastofu, sem stækkar hana í endanlega stærö í svart-hvítu. Warhol undirmálar nú léreft meö acryl-litum; smyr stundum litnum þykkt á og gjarnan meö grófum pensilstrokum. Ofan á þennan grunn silkiprentar hann Ijósmyndina og málar ef til vill eitthvað ofaní andlitiö á eftir. Oftast er þaö þó silkiprentaö ofaní einlitan flöt, sem látinn er halda sér. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.