Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Blaðsíða 5
Atli Már Lengi man... Blítt lét sú veröld á löngu liðnu vori, er lífi tveggja orti sama stef. Og enn þá grær þar gleymmérei í spori, er gekkstu fyrr sem unnað mest ég hef. En síst skal gráta örlög þó oss angri og innst í hjarta búi tregi sár, en minnast hins af vegferó Ijúfri og langri sem lífiö gaf — það voru sólskinsár. eignast. Ég þóttist hafa vit á málverkum og var vanur aö fást viö menn eins og þennan, sem vissu ekki hvílík verömæti þeir höföu undir höndum. Ég kunni mitt fag og ég var handviss um aö áður en sól gengi til viöar heföi ég þetta málverk undir höndum. Þetta skyldi þó aldrei vera eftirlíking, sagöi ég meö uppgeröarkæruleysi. Þaö er mikiö um slíkt nú til dags. Almenning- ur lætur auðveldlega blekkjast, en viö, fagmennirnir, vitum hvað viö erum aö gera. Viö erum tilbúnir aö greiða sanngjarnt verö fyrir ósvikin málverk. Svo, ef þú lánar mér myndina eitt andartak, þá skal ég meta hana og greiða síðan sanngjarnt verö fyrir grip- inn. Hvaö segirðu um þaö? En ókunnugi maöurinn þagöi bara og staröi á mig eins og hann skildi ekki hvaö ég var aö fara. Eftir óþægilega þögn spurði ég hann hvort einhverjir fleiri en ég heföu fengið aö sjá myndina og hvort hann heföi rengiö einhver tilboö í hana. Auövitað vonaöi ég aö svo væri ekki, því þá sæti ég einn um grautinn og gæti borðaö hann í rólegheitum. Þú ert ekki sá fyrsti sem sérö hana, sagöi ókunnugi maöurinn rólega. Reyndar hafa allir sem ég hef sótt fengiö aö sjá hana áður en við lögðum af stað. En þú ert sá fyrsti sem vilt eignast hana. Mér létti til muna viö þessa fregn og mig klæjaði í lófana af löngun yfir aö fá aö fara höndum um þetta listaverk. Ég var gjörsamlega búinn aö gleyma mynd- inni minni sem ég haföi lagt svo mikla rækt viö aö mála. Þaö var engu líkara en aö ókunnugi maöurinn heföi lesiö þessar síöustu hugsanir hjá mér, því í sömu andrá studdi hann fingri á lítinn blett á málverkinu og bauö mér aö koma og líta á. Auðvitað færöi ég mig nær og er ég sá hvaö þetta var sem hann benti á, þá varö ég fyrst fyrir alvöru undrandi. Þetta gat ekki verið. En samt var þetta svona. Eg hlaut aö sjá ofsjónir. En ég vissi mæta vel aö ég sá engar ofsjónir. En hvaö var þetta þá? Þessi litli blettur var ekkert annaö en fallega myndin mín sem hafði horfiö mér sjónum fyrir stundu. Núna var hún orðin örsmá og virtist falla inn í þessa stóru mynd. Ég tók eftir ööru. Þetta stóra listaverk sem ég haföi veriö svo ólmur í aö kaupa var ekkert annaö en milljónir örsmárra mynda á stærö viö mína, settar saman í eina heild. í undrun minni yfir þessari uppgötvun hrökklaðist ég nokkur skref aftur á bak uns ég staðnæmdist viö stólinn sem ég haföi setiö í. Óljósum grun skaut upp í huga mér. Grun, sem ég vonaði aö væri ástæöu- laus og aðeins heimskulegur hugarburö- ur. Hver . . . hver . . . hver ert þú eiginlega, stamaði ég og starði skelfdur á manninn sem hafði fylgst gaumgæfi- lega meö mér. Þaö er þá runnið upp fyrir þér Ijós, sagöi hann. Grunur þinn er réttur. Þinn tími er kominn. Hann sagði þetta eins og ekkert væri sjálfsagöara og þaö eitt nægöi til aö fylla mig skelfingu. Ég ætlaöi aö hlaupa, en fann þá aö ég haföi misst allan þrótt og hneig niöur í stólinn. Myndin var horfin. Myndin, sem ég haföi ætlaö aö kaupa var horfin og ekkert eftir nema svart myrkriö og þessi vera sem ég haföi í sakleysi mínu haldiö aö væri maöur af holdi og blóöi. Ég var hættur að hugsa og skynjaði þaö sem á eftir kom eins og í óljósri þoku. Hann færöist nær uns hann stóö uppi yfir mér. Svo ... svo .. . svo .. . Og svo vaknaöi ég. Ég var í einu svitakófi og er ég hreyfði mig fann ég aö ég skalf allur. Þaö var kominn morgunn og sólargeislarnir gægöust inn á milli gluggatjaldanna. Fyrir utan sungu fugl- arnir í kapp viö hvern annan hina fegurstu söngva til dýrðar sumrinu og lífinu sem hraeröist þennan sumardag úti í náttúrunni. Ég staulaöist upp úr stólnum og inn í baöherbergið þar sem ég fór í kalt sturtubaö. Ég hresstist til muna og fór aö hugsa í réttu samhengi. Þetta hafði þá allt saman veriö draumur. Bara saklaus draumur. Ég var aö því kominn aö fara aö hlæja aö þessari vitleysu sem mig haföi dreymt, er mér varö litiö inn í vinnuherbergiö mitt, þar sem ég geymdi myndirnar mínar. Vissu- lega var ég málari, en ég málaði aöeins andlitsmyndir eftir fyrirmyndum. Ég er sæmilega góöur málari, þó ég segi sjálfur frá, enda voru margir sem létu mig mála myndir af sér. En er mér varö litiö inn í vinnuherbergiö mitt þennan morgun þá blasti við mér óvenjuleg sjón. Mynd af mætum manni hér í borg, sem ég hafði verið aö mála kvöldiö áður, haföi dottið úr rammanum og niður á gólf og litirnir, sem ekki voru þornaðir, höföu lekiö í taumum niöur eftir mynd- inni og eyðilagt hana. Ég kenndi kæru- leysi í frágangi um þetta óhapp og ætlaði aö sjálfsögöu aö bjóöa mannin- um aö mála aðra mynd af honum. Ég hugsaöi ekki meira um þetta fyrr en síöar um daginn er mér barst þaö til eyrna aö þessi sami maður heföi orðiö bráökvaddur um nóttina. Þaö var þá sem ég fór aö hugsa um drauminn, myndina og dauöa mannsins í einu samhengi. Þú, lesandi góöur, veröur aö dæma fyrir sjálfan þig, en ég er sannfæröur um aö draumurinn hafi ekki veriö hugarburöur og einn góöan veöur- dag komi ókunnugi maöurinn meö myndina til mín og þín og þá eru peningar einskis viröi, því myndin er ekki til sölu. 5 ENDIR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.