Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Qupperneq 6
Þóra Elfa Björnsson. „Þió hvítu menn, þðð eigið áhöld ogtækni...‘‘ Um sleöaekilinn Oodaq og nyrstu eyju í heimi, sem hefur veriö skírð eftir honum. Sá merkilegi atburöur hefur skeö, aö áöur óþekkt eyja hefur veriö mæld og kortlögð, sem nyrsti staður í heimi og hefur hlotið nafn. Hún heitir eftir einum af grænlensku fylgdarmönnunum úr norðurskauts- leiðangri Pearys og kallast nú Oodaaq-eyja. Aö Peary komst á Norðurskautið má þakka því, að hann hafði með sér einvalalið Eskimóa og bar mikla virðingu fyrir reynslu þeirra og nýtti sér hana í hvívetna, en reyndi ekki að brydda upp á nýjungum, sem hefðu verið tímafrekar og trúlega árang- urslausar. Ekki hefur áður þótt ástæða til, að heiðra neinn af þessum fylgdarmönnum fyrr með því aö koma nafni þeirra á landakort. Sá staður, sem áður var álitinn nyrsti punktur Grænlands, var nefndur eftir vini Pearys, Morris K. Jesup, sem aldrei kom til Grænlands, en var einlægur áhugamaður um rannsókn- ir á heimskautalöndunum og for- maður klúbbsins, sem safnaði fé til að kosta leiðangra Pearys og hvatti hann á alla lund til aö gefast ekki upp við að ná takmarki sínu, að komast á Norðurskautiö. (Morris dó reyndar rétt áður en Peary lagði af stað í síðasta leiðangurinn, svo hann uppliföi ekki að sjá draum sinn rætast.) Árið 1978 var gerður út leiðangur til að fá úr því skorið, hvort Kap Morris Jesup eða Eyja Kaffi- klúbbsins væri nyrst. Meðan á mæl- ingum stóð, uppgötvaði einn leið- angursmanna, Uffe Petersen, frá Nuuk, einhvers konar malarbing úti við sjóndeildarhringinn en viö nánari athugun kom í Ijós aö þetta var lítil eyja, 30 metrar í þvermál. Mælingar sýndu að eyja þessi er á 83° 40’ 32“ N og 30° 40’ 10“ V og um 703 kílómetra frá Norðurskautinu. Notað var „doppler“-tæki viö mælingarnar en það tekur viö merkjum frá gervitunglum og þykir mjög ná- kvæmt. Og þegar að nafngiftinni kom þótti örnafnanefnd Grænlands tilhlýöilegt að heiðra heimskautsfarann Oodaaq og nefna eyjuna eftir honum. Hver var svo eiginlega þessi Oodaaq? Eftir því sem næst verður komist fæddist hann í nánd við Thule árið 1878 og er það því á aldaraf- mæli hans sem eyjan er uppgötvuð. Hann þótti frábær sleðaekill og var sem slíkur þátttakandi í ferðum Pearys, sem alls fór í átta leiðangra og tókst í þeim síðasta, árið 1909, að komast á Norðurskautið. Leiðangr- inum var skipt og höfðu sumir það verkefni að koma fyrir birgðastöðv- um á leiðinni en síðasta áfangann fóru sex menn, þar af var Peary sá eini, sem var hvítur. Hinir voru: Matthew Henson, sem var svertingi, og fjórir eskimóar. Það voru þeir Oodaaq, Eegingwah, Sigdlu og Ooqueak. Ferðin til baka gekk lygilega vel og Peary vitnar í Oodaaq í dagbók sinni 23. apríl 1909: „Kölski hlýtur að hafa sofið eða staðið í rifrildi við kellu sína, annars hefði okkur ekki gengið svona vel.“ Ekki veit ég, hvort Peary fylgdist eitthvaö meö vinum sínum eski- móunum, eftir heimkomuna til Amer- íku en ýmislegt dreif á daga þeirra og ekki víst að honum hefði líkaö þaö allt. Hann hafði stundum haft eskimóa með sér til Ameríku en flestir þeirra fengu umferöarpestir og dóu en einn kom þó aftur til Grænlands. Hann hét Uvisakavsik og var feiknarlega montinn af því, sem hann hafði heyrt og séö hinum megin hafsins. Fólkiö lét sér fátt um sögur hans finnast og kallaði hann Lygarann mikla. En Uvisakavsik leit stórt á sig. Hann átti eina konu en vildi fá sér aðra til, því annar eins veiðimaður og hann þurfti tvær konur til aö vinna úr öllum skinnun- um, sem hann kæmi með heim. Og konan, sem hann lagði hug á, var engin önnur en Alakrasina, kona Sigdlu, sem var vinur Oodaaqs. Sigdlu var nýkominn heim úr hinni velheppnuöu heimskautsferö og haföi með sér miklar og góöar gjafir frá Peary. Uvisakavsik rændi konunni og bannaöi Sigdlu að borða kexið, sem hann hafði meðferöis, það ætti aö tileyra konunni. Ekki vildi Sigdlu ansa þessu og einn dag þegar hann gekk að tunnunni sem kexið var í og ætlaöi aö fara að gæða sér á því, þaut byssukúla viö höfuð hans. Hann stakk sér í var við tunnuna eftirsóttu og reyndi að gægjast út fyrir hana. En í hvert skipti sem hann stakk hausnum út fyrir, þutu byssukúlurnar allt í kring um hann og gjallandi hæðnishlátur fylgdi með. Þetta var hroðaleg háðung og Sigdlu ráðfærði sig við sinn góða vin, Oodaaq, sem hafði komiö til hans í heimsókn í kajaknum sínum. Enginn veit, hvað þeim fór á milli en víst er um það, að einn dag fóru þeir allir til veiða. Skyndilega skaut Sigdlu á konuræningjann. Skotið fór í öxlina og Uvisakavsik greip til byssu sinnar en áður en hann gæti meira gert, skaut Oodaaq hann í höfuðið (kannski með byssu frá Peary). Þar með heimti Sigdlu aftur sína heittelskuðu Alakrasinu og Oodaaq tók sér fyrir konu Mequ, sem hafði verið kona Uvisakavsiks og þótti mjög dugleg og afkastamik- il. Út af mannvígi þessu urðu nokkur eftirmál og mátti litlu muna að til fleiri mannvíga kæmi, en með lagni og fortölum tókst Knud Rasmussen að tala handhafa hefndarinnar til og málið féll niður. Á efri árum sínum lifði Oodaaq það að sjá flugvöll Ameríkana byggðan við Thule. Hann var spurð- ur álits á tækni nútímans og stóð aldeilis ekki á svari hjá karli: „Mótor og flugvél eru mjög falleg og mjög flókin. En við erum ekkert uppnasm fyrir því. Þið hvítu menn, þið eigið áhöld og bækur. Við vitum ekki eins mikiö, en viö vitum hverju viö höfum komið í verk. Með engu.” Oodaaq lést árið 1958 og enn eru margir sem minnast hans í Græn- landi. (Heimildir: Atuagagdliutit (Grön- landsposten), í hreinskilni sagt e. Peter Freuchen og Nordpolens upp- táckt e. Robert Peary.) „Hún mun verða eins og álfaprinsessa að sjá.“ Þannig lýsa hjónin David og Elizabeth Emanuel meginmarkmiði sínu við hönnun á brúðarkjól þeim, sem lafði Diana Spencer mun klæðast þegar hún giftir sig í júlí næstkomandi. Frekari umræður um kjólinn koma ekki til mála. „Þetta er,“ sagði David viö mig, þegar ég sat og spjallaöi viö þau hjónin í hinum látlausa en þó glæsilega sýningarsal þeirra við Brook Street, „mesta leyndarmál, sem viö nokkru sinni þurfum aö þegja yfir.“ Og reyndar var þetta fyrsta blaðaviðtal- ið, sem þau höfðu veitt, síðan tilkynnt haföi verið opinberlega, að þeim væri falið að hanna brúðarkjól hinnar væntanlegu prins- essu af Wales. „Eins og er,“ sagöi David, „vitum við ekki, hvoru okkur verður falið að hanna „brúðkaupsferðafötin". Auðvitaö þætti okkur vænt um það, en við erum í sjöunda himni og stolt yfir því einu að sjá um kjólinn.” Laföi Díana er tiltölulega nýr viðskipta- vinur þeirra Emanuel-hjóna. Þaö var rétt fyrir jólin, eftir aö Snowdon lávarður haföi tekið myndir af henni fyrir Vogue í Emanuel-blússu, aö hún var kynnt fyrir þeim hjónum. Hún leit við í sýningarsal þeirra og pantaði kjól, sem hún hefur ekki enn sézt í opinberlega. — Svarti hlýralausi taftsilkikjóllinn, sem vakti svo mikla athygli, þegar hún kom fyrst fram við opinbera athöfn, var síðar til kominn. En lafði Díöng getur ekki hafa verið ókunnugt um stíl þeirra Emanuel-hjóna. Frá því að David og Elizabeth útskrifuðust frá Royal College of Art 1977, efst í sínum ágangi, og settu á stofn sitt eigið fyrirtæki seinna samsumars, hefur þeim veriö falið aö sjá um kjóla margra þeirra brúða, sem mestar kröfur hafa veriö geröar til, hvaö klæönaö varðar. Emanuel-stíllinn er auökennilegur. Sú staöreynd, aö laföi Diana hafi valiö þau hjónin frenusr en nokkra aðra hönnuði, gefur ýmsar vísbendingar um, hvernig kjóllinn — og laföi Díana sjálf — muni líta út á brúökaupsdaginn. Lokaatriöið á síöustu fatasýningu þeirra í febrúar í ár var brúðarkjóll, sem vakti mikla athygli og sýndi í meginatriðum smekk hönnuðanna. Hann var kallaöur „Álfaprinsessan” og þótti mjög við hæfi. Kjóllinn var úr hvítu taftsilki, dýrlegur og mikilfenglegur meö umfangsmiklu pilsi, rykktum ermum og löngum og flegnu hálsmáli meö pífum. Ballkjólarnir og brúðarkjólarnir frá Em- anuel undanfarið hafa verið meö svipuöu sniði, hvað íburö og glæsileik snertir. Þeir höfða tvímælalaust til hins kvenlega og eru einungis úr því, sem hægt er aö kalla dýrindisefni. Þessi vel gefnu hjón munu ekki bregöast vonum laföi Díönu eöa þeim öðrum í veröidinni, sem bíða í ofvæni. Kjóllinn hennar verður, eins og þegar er búið að kalla hann, „Kjóll áratugsins" — og ég býst við, að lýsingarorð eins og sígildur, látlaus eöa snotur eigi alls ekki viö. Val lafði Díönu á hönnuöum viröist almennt falla í mjög góðan jaröveg. Þaö atriði málsins, aö þau hjón séu bæöi ung — Elizabeth er 27 ára, og David ári eldri — og frá alþjóölegu sjónarmiði tiltölulega óþekkt, gæti oröiö til mikillar örvunar brezkum tízkufataiönaöi. David er fæddur í Bridgend í Glamorgan og er einn af tíu systkinum. Þau eru níu bræður og ein systir. Faðir hans, sem nú er kominn á eftirlaun, var verkamaöur í stáliðnaðinum, en móðir hans rekur enn bókaverzlun í bænum. Eins og við var að búast af Walesbúa hafði hann áhuga á hljómlist og lék á fiðlu í hljómsveit unglinga og söng í kór, áöur en hann fór í skóla í Cardiff til að læra tízkuhönnun. Svo hittust þau Elizabeth, þegar hann fór í Harrow College of Art til að fullnuma sig. Hún viðurkennir aö hafa gefið honum undir fótinn og þau giftu sig sama ár og þau kynntust. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.