Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Blaðsíða 9
Efri myndin: Menn ganga til vopna sinna fyrir konsertinn í Vín; glímuskjálfti að sjálfsögðu, en allt rólegt á ytra boröinu. Neðri mynd: í Eisenstadt. Hljómsveitin leikur í Haydn-salnum í Esterhazy-höllinni. Ó þú dýrlega fortíð — mikill er sá arfur sem hér er til að gæta. Árni Elvar teiknaði gosbrunninn framanvið listasafnið í Vín. hann einnig 7. sinfóníu sína. Gröf Mozarts í Zentralfriedhof er allt aö því helgur staöur, þótt næsta fáir fylgdu honum til grafar áriö 1791. Og í Nussdorfer Strasse 54 er haldið til haga því húsi, sem Schubert fæddist í og þar er safn um hann. En hver og einn verður aö fljúga eins og hann er fiöraður og sjálfur fór ég í einskonar pílagrímsför í annað hús og haföi þaö lengi veriö ætlunin, nefnilega í Kunsthistorische Museum aö sjá eina einustu myndartítlu, sem ég vissi aö átti aö vera niöurkomin þar. Hún er ein af þeim sárafáu myndum, sem til eru eftir hollenzka stórmeistarann Johannes Vermeer frá Delft, en þykja hvarvetna gimsteinar í söfnum. Þetta er raunar stærsta mynd Vermeers: Málarinn og módel hans heitir hún og sýnir bakhlut- ann á málaranum sjálfum, þar sem hann er aö byrja á mynd af ungri konu og situr hún fyrir. Þessi mynd sýnir sömu stofuna og flestar myndir Vermeers; Ijósiö kem- ur inn frá vinstri; kort af heimsbyggðinni á vegg, flísalagt gólf og Ijósakróna hangir niður úr loftinu. Yfir öllu þessu hvílir sú rósemi og sá þokki, sem erfitt er aö útskýra fremur en hljómburöinn í Musikvereinsaal. í mínum huga er þessi mynd svo stór, aö hún gnæfir yfir Hofburg og Schönbrunn og allan þann dýrölega marmara, sem umlykur hana í þessu safni. Framhald á bls. 10 Tveir aðrir úr hljómsveitinni eru hrein- lega á skrá sem flóttamenn aö austan og eiga þess engan kost aö heimsækja ættingja og vini. Annar þeirra er Patrek- ur Neubauer pákuleikari, sem búinn er aö starfa á íslandi um 12 ára skeiö; hann er frá Prag. Hinn er Dorfman bassaleik- ari, Gyöingur frá Úkraínu, en kom til íslands frá Bandaríkjunum. Hús snillinganna — og mynd efftir Vermeer 19. maí. Sólskin og blíða og bæirnir allt í kring í Vínarskógi. Sumir héldu árla inn í borgina og kíktu í búðir í Mariahilferstrasse, því kannski er smá- fólk heima, sem væntir sér einhvers. Öörum er efst í huga aö gjöra pílagríms- för í þau hús, sem kennd eru viö stórsnillinga tónlistarinnar og hafa síðan veriö vernduö, þótt sjálf dæju sum þessara tónskálda án þess aö miklum tíöindum þætti sæta. Menn tala saman í hálfum hljóöum af einskærri andakt í Domgasse 5, þar sem Mozart flutti inn með Constanze Weber og samdi m.a. Brúökaup Fígarós. í Mölkerbastei númer 8 er minningarhús um Beethoven, sem raunar bjó víöa um borgina; ekki mjög lengi á hverjum staö, því honum gekk misvel aö komast af viö fólk. í þessu húsi samdi hann sína einustu óperu, Fidelio, sem flutt var án leiks í Háskólabíói í vetur og þar samdi Mikið gull meðal hljómleikasala er Stephaniensaal í Graz, en hljómburðurinn þar samsvarar ekki fegurðinni. Myndin er tekin andartaki áöur en hljómleikarnir hófust — hér er beöið eftir Páli. -•.-ii 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.