Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Side 10
borg. Bæði á konsertinum og í móttök- unni skartaði hún skautbúningi eins og hún gerir á hátíölegum stundum, og var eins og drottning. Þar með voru þessir fáu dagar í Vín að baki og viö hæfi að enda þann kapítula á vísu, sem Baldur Pálmason orti eftir hina minnisstæöu frammistöðu hljómsveitarinnar: Allrasízt viröingin ístandi dvín þá áfram viö leiöina fetum. Viö komum og sáum og sigruöum Vín og sýndum þaö bert hvaö viö getum. Heim í heiöar- dalinn hans Páls 20. maí. Leiöin liggur til Graz í dag; það munu vera liðlega 200 km frá Vín og þá kemur Páll hljómsveitarstjóri heim í heiðardalinn. Hann er fæddur og uppal- inn í Graz og hóf tónlistarferil sinn þar. Raunar er þetta í annað sinn, sem Páll kemur í heimabæ sinn til að stjórna; áður hafði hann verið á ferðinni með Karlakór Reykjavíkur. Þaö er vor í loftinu og sólskin í Burgenland, þegar fariö er suövestur frá Vín og framhjá Wiener Neustadt; iðnaö- arborg, sem mér skilst, að hafi verið byrjaö aö byggja um síöustu aldamót og gæti eftir oröanna hljóðan hafa átt aö verða einskonar ný Vínarborg. En svo hefur nú ekki orðið. Síðan tekur við héraðiö Steiermark, sem þykir öðrum sveitum grænna. Þar eru blómlegar sveitir og skógar á mishæöóttu heið- lendi og ber ekki til tíöinda unz komiö er til Graz. Þetta var 250 þúsunda borg árið 1975 og eitthvað hefur fjölgaö þar síöan. Embættismönnum hans hátignar keisar- Graz er ekki á sumarleyfisslóðum íslendinga, en er engu að síður hrífandi og eftirminnileg borg, þar sem gömul Evrópumenning stendur föstum fótum. Efsta myndin er frá Hauptplatz, — Aðaltorgi í Graz. Þar er fjörugur útimarkaður og á myndinni tekur hópur unglinga lagið. Til hægri: í hluta gamla bæjarins í Graz eru göturnar lokaðar fyrir bílaumferð og kaffihús- in bera veitingar sínar út á götu. Neðst: í samkvæmi hjá Eriku Kummer. Frá vinstri: Manuela Wiesler, Páll hljómsveitarstjóri, Erika systir hans og lengst t.h. er forsvarsmaður menntamála í þessum landshluta. J -4- J J5r> 4^VÍIi 0G GRAZ Johannes Vermeer var á dögum lítið eitt á undan þeim Mozart og Schubert. En hann átti það sameiginlegt með þeim aö deyja fyrir aldur fram, — fátækur barnamaöur og aldrei tókst honum aö selja mynd á meöan hann lifði, svo vitaö sé. Eins og þýðingar- mikili landsleikur Jafnvel klappliðið, sem svo var nefnt, fór ekki varhluta af þeim spenningi, sem ríkti hjá hljómsveitinni fyrir hljómleikana í Musikvereinsaal. í bakherbergjunum, þar sem liðiö var að tína utaná sig hátíöarskrúðann, ríkti rólegt yfirbragö, en þungur og magnaður undirstraumur eins og í búningsherbergjum íþrótta- manna fyrir þýðingarmikinn landsleik. Eins og við höfðum kynnst áður, hófu áheyrendur aö koma sér í sætin all tímanlega og þaö eitt út af fyrir sig aö sjá þann áhuga, sem birtist í fullskipuö- um salnum, var stórkostlegt. Og þegar Páll gekk uppá pallinn með tónsprotann, vissu allir, að nú var eldvígslan framund- an. Fyrst var nútímaverkið Snúningur, sem Austurríkismaöurinn Schulze til- einkaöi hljómsveitinni, síðan fallegur, en mjög erfiöur flautukonsert eftir Fran- caix og Manuela Wiesler var eins og engill í hvíta búningnum sínum, þegar hún hóf að leika eins og ekkert í heiminum væri auðveldara. Þannig er yfirleitt um allt, sem er sérlega vel gert; þaö virðist fyrirhafnarlaust. Eftir hlé var leikin orgelsinfónían eftir Saint-Saéns, stórbrotiö verk og eftirminnilegt; ekki sízt sá hluti þess, þar sem leikiö er á það feiknarlega orgel, sem nær nálega yfir allan gaflinn í salnum. Þaö var ungur maður og einn af kunnustu orgelleikur- um í Austurríki, sem lék á orgelið. Síöan aukalagiö: Á Sprengisandi eftir Kalda- lóns, í útsetningu Páls P. Pálssonar. Trúlega heldur því enginn fram, að Sinfóníuhljómsveit íslands hafi til að bera þá tæknilegu fullkomnun, sem prýöir hinar mjög svo frægu hljómsveitir. En áreiðanlega kom Helga Hauksdóttir fiöluleikari að kjarna málsins í sjón- varpsviötali þegar heim kom, að kannski fundu áheyrendur, aö þarna var virkilega leikiö af lífi og sál, — og þaö gera þeir kannski ekki alltaf, sem leika aö staö- aldri í Musikvereinsaal. Af stemmning- unni og viðtökum áheyrenda var auðvelt að ráða, að vel hafði tekizt; það var hljómsveitarfólkið sjálft einnig sannfært um, svo og stjórnandinn. Sem sagt: góður landsleikur. Og á eftir var móttaka hjá íslenzka konsúlnum í Vínarborg; viröulegri ekkju, sem tekiö hefur viö embættinu af manni sínum, nýlega látnum. Meðal gesta þar var Svanhvít Egilsdóttir frá Hafnarfiröi, söngkennari og þjálfari allskonar ofurstirna í Vínar- 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.